Dagur - 04.07.1980, Side 7

Dagur - 04.07.1980, Side 7
„Listin er sá galdur sem vinnnr hægt villtasta hugmyndaflug. Hin marg- breytilega túlkun Goya á því sem fyrir hann bar, þegar franskir her- menn flæddu yfir ættjörð hans, nær til allra þátt mannlegra hörmunga sem stríðsrekstur og vopnaskak getur mögulega skapað. Ofbeldið er skefjalaust, menn eru pyntaðir á svíðvirðilegan hátt, líkamar þeirra skomir og hengdir í tré. Konum nauðgað. Innrásarliðið sjáum við stela listaverkum og ræna kirkjur. Alþýðan vinnur sín ódæðisverk. Stjómmálamennirnir þekkja ekki leið úr vandanum, þeir ganga bundnir saman hring í kringum sinn heimahól. Prúðbúnir prestar og biskupar dansa eins og ævinlega á linu sem er að því komin að bresta yfir höfði almennings. Og sannleikurinn deyr. Ætli hann rísi upp frá dauðum? Þannig lýkur þessari mögnuðu frásögn Goya af hörmungum stríðsins. Goya lifði seinustu ár ævi sinnar í útlegð í Frakklandi og lést í Bordeaux 16. apríl 1828. Goya varð mikill áhrifavaldur og er það raunar enn. Listamenn eins og Daumier lærðu mikið af honum. Svo var einnig um Courbert og Delacroix. Impressionistinn Man- et, expressionistamir Munch og Ensor urðu fyrir áhrifum og súrrealistamir. Þess vegna hefir Goya oft verið nefndur faðir nútímalistar. Sýningin í Listasafni alþýðu á því sannarlega erindi til okkar. Það fer vel á því að ljúka þess- um pistli með orðum Charles Baudelaire: „Goya er alltaf stór- brotinn, oft skelfilegur listamaður. Hann sameinar gleði og gáska spænskrar ádeilu frá hinni góðu gömlu tíð Cervantes og nútíma anda eða að minnsta kosti anda sem stendur nútímanum miklu nær: Dálæti á hinu óskiljanlega, tilfinning fyrir skörpum andstæð- um, ógnum náttúrunnar, andlitum sem kringumstæðurnar hafa gert dýrsleg á hinn furðulegasta hátt.“ og breytir hugarfari manna “ I hinum glæsilega nýja sýningarsal Listasafns alþýðu að Grensársvegi 16 (húsi A.S.Í.) var í tilefni Lista- hátíðar sett upp stórglæsileg sýning á myndaröð snillingsins Goya. Það er Ríkislistasafn Finna í Hélsingi sem lánaði 50 af 82 verkum úr koparstunguröð Goya: „Hörm- ungar stríðsins" („los Desastres de la Guerra“). Hinn einstæða snilling og verk hans þekkja líklega fáir ís- lendingar enda er þetta í fyrsta sinn að til landsins koma þrykk eftir hann. Helst væri að einhverjir könnuðust við að Leikhús þjóðar- innar færði á svið fyrir u.þ.b. ári verkið „Ef skynsemin blundar", en það fjallar um ævi snillingsins. Það var 30. mars 1746 sem Francisco Goya Lusientes fæddist í þorpinu Fuendotodos í Arigóna á Spáni. Móðir hans var af lágaðlin- um en faðir hans var handverks- maður, gyllari, og bjuggu þau við kröpp kjör. Vegna uppruna síns gafst Goya þegar í æsku jöfn sýn inn í heim alþýðu og aðals. Listamannsferill Goya hefst á myndum sem ómeðvitað tengdust lífi óbrotinnar alþýðu en féllu ann- ars að hefðbundnu listformi síns tíma. Hallir aðalsins opnuðust honum þegar hann var ráðinn til að gera fyrirmyndir fyrir konunglegu góbelínframleiðsluna. Síðan málar Goya málverk af höfðingjum, aðl- inum og konungsfjölskyldunni, sem „stéttleysinginn“ átti enga samleið með. Hann breiddi yfir hatur sitt á aðlinum með fögrum litum, hæddi hann undir rós. Það er einmitt viðleitni Goya til að ota fram einstaklingshugsýn lista- mannsins og láta hana ríkja ofar öllum reglum og kenningum sem gerir Goya að upphafsmanni nýrr- ar tjáningar í myndlist. Það er ef til vill m.a. þess vegna sem verk hans orka jafn sterkt á okkur nú. Fram- an af reyndi Goya að varðveita hlutleysi sitt til þess að komast áfram. Það tókst honum, hann hafði komist til æðstu metorða þegar hann málaði mynd af fjöl- skyldu Karls IV. Þar er hinsvegar ekkert hlutleysi, veruleikinn birtist okkur á sannan ófegraðan hátt, Hinn „góðborgaralegi rókokómál- ari“ var orðinn hættulegur gagn- rýnandi samtíðar sinnar. Goya, sem verið hafði heilsu- hraustur framan af starfsferli sín- um, veiktist er hann var 46 ára af illkynjuðum sjúkdómi sem leiddi til heyrnarleysis. Sjónin dapraðist og það sem eftir var þjáðist hann af sífelldum höfuðkvölum. Hið merkilega er að Goya glatar í engu sköpunargáfu sinni við veikindin, þvert á móti varð skynrænt næmi MENNTIR Eftir að hafa lýst hörmungum striðsins frá öilum hliðum lýkur Goya myndröð sinni með þessari mynd. Loksins jákvæður tðnn i allri svartsýninni. Frelsið f ifki barmmikillar sannleiksgyðju leggur handlegginn um heröar gamals bónda. 1 kríngum þau eru ávextir vinnu hans: komknippi, kind, tré þakiö ávöxtum og fyllt karfa. Þetta er hið sanna skrifaði Goya á myndina. Ábending um að eydd lönd Spánar muni blómgast á ný. hans öflugra og verk hans stöðugt kyngimagnaðri. Eftir reynslu sína í höllum að- alsins snýr Goya sér m.a. að gerð fantasíu- eða svokallaðra óhugn- aðarmynda líkt og í „Svörtu myndunum". Hann sá að þrátt fyrir allt skynsemishjal upplýsing- arstefnunnar var spænskt þjóðlíf morandi í hjátrú og spillingu. Með hliðsjón af þessu ófremdarástandi fór Goya að kafa dýpra í mynd- röðum sínum. Þannig verður til að mynda myndröðin Kenjar til. Við hverja mynd ritaði Goya skýring- STERK EN KJORtN FYRIR T.D. Vt ’JS artexta sem sýna að penni hans var ekki síður hvass. Goya hafði fagnað frönsku stjómarbyltingunni 1789. Trúði á hugsjónir hennar og var aðdáandi Napóleons. En fljótt fór hann að gruna að ekki væri allt með felldu, eitthvað illt lá í loftinu. Þannig má segja að myndröðin „Hörmungar stríðsins" hefjist. Keisarinn réðist á ættland hans. Myndröðin lýsir við- bjóði mannvonskunnar í stríði. Áður var siður listamanna að lýsa stríði sem göfgandi hetjudáðum mikilla kappa sem glæstar valkyrj- ur fylgdu svifandi um himininn. Sigurinn þá í líki unaðslegrar gyðju sem krýndi hina sönnu herskör- unga lárviðarsveigum. Með mynd- röð sinni átti Goya stóran þátt í að kveða niður þessa hræsnisfullu dýrkun stríðsins. Hann sýndi stríð eins og það raunverulega er, brjálæðisvíti þar sem „æðsta“ skepna jarðarinnar verður að slíku villidýri að gengur langt út fyrir Útsölustaftír: Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sóló húsgögn hf. Kirkjusandí •ðPrfcoðsHihrmn Ver8l> BJar8 hf- Akranesi T9.,?”..".. Húsg.versl. Patreksfjarftar, Patreksfirfti J.L. húsift Stykkishólmi J.L. húsift Borgarnesi Húsgagnaversl. Isafjarftar, Isafirði Kf. Hrútfirftinga, Borfteyri Vöruhús KEA, Akureyri Vörubær, Akureyri Versl. Askja hf. Húsavik Lykill, Reyftarfirfti Búsloft hf. Keflavik. arftar, Isafirði rfteyri *yri A avik Drekkið SANA“ gosdrykki mmmÆMWAv//\ „SANA“ gosdrykkir eru framletddir á Akureyri. „SANA gosdrykkir eru ódýrari KJuRBUÐIR 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.