Dagur - 04.07.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 04.07.1980, Blaðsíða 8
 f raÍGUR ^ r lAnrtd *V»*11* Umsjón: Guðbrandur Magnússon. ^imar ■ layN d.U* Ritstjóriogábyrgðarmaður:HermannSveinbjörnsson _ . Blaðamaður: Áskell Þórisson. //| 1 riT Augl. og afgreiðsla: Jóhann Karl Sigurðsson. ' Útgefandi: Útgáfufélag Dags. Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri. AáÉj/ Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Iðnskólinn á Akureyri 75 ára Framhald afforsíðu. skólastjóri Iðnskólans, sagði í samtali við blaðið að hann vildi alls ekki gera of lítið úr bóknámsþætti iðnskólanna. „Iðnaðarmenn verða að vera gjaldgengir áfram í þjóð- félaginu sem vel menntaður hópur manna er getur t.d. tekið að sér alls kyns trúnaðarstörf fyrir sveitarfélög sín. Aftur á móti mætti sníða bóknámið frekar eftir þörfum iðnnemanna, meira en nú er gert.“ Þá sagði Aðalgeir, að sú samræmda námsskrá fyrir alla norðlenska fram- haldsskóla sem kennt verður eftir í fyrsta sinn næsta vetur, marki tímamót í sögu skólamála í fjórðungnum. „Þá munu nemendur þessara skóla geta gengið á milli þeirra og nýtt sér þá möguleika að bæta við menntun sína, allt eftir áhuga þeirra og dugnaði.“ Þannig myndast t.d. möguleikar í framtíðinni fyrir stúdenta úr MA eða Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki að halda áfram námi í iðnskóla, eða öfugt; að iðnnemar geti haldið áfram í öðrum skólum á svæðinu og fengið sína menntun metna þar til fulls. Sá hugsunarháttur að menntaskólanám sé iðnnámi eitthvað æðra og mikilvægara verður að breytast. Þessir fordómar hafa allt of lengi tafið framvöxt verkmennt- unar í landinu og valdið því að mikið af ungu fólki hefur farið í menntaskóla, sem miklu frekar ætti erindi í verk- menntaskóla. Akureyrarbær verður að setja heiður sinn að veði gagnvart því að Iðnskólinn verði efldur á allan hátt, vegna þess að iðnþróun bæjarins er undir því komin að miklu leyti. Skólinn heldur að sjálfsögðu áfram að mennta iðnaðarmenn í sama formi og verið hefur, en einnig bíða hans önnur og fjölþættari verkefni, s.s. end- urmenntun vegna örra tækniframfara. Þá er fyrirhugað að skólinn taki upp iðjuþjálfun fyrir afmarkaðar greinar innan iðnaðarins — sérhæft iðnnám eins og t.d. rafsuðu eða saumaskap. Iðnaðarmenn á Akureyri stofnuðu skólann fyrir 75 árum af stórhug og framsýni og enn þann dag í dag verða þeir að standa vörð um hann, því það er ein af forsendum þess að atvinnulíf bæjarins blómgist í framtíðinni. Dagur sendir Iðnskólanum á Akureyri sínar bestu kveðjur í tilefni 75 ára afmælisins og óskar skólastjóra, kennurum og ekki síst iðnnemunum alls velfarnaðar. Guðbrandur Magnússon. ÞOGLA ÞÓRLJNN Eftirfarandi skeyti hefur borist blaðinu: Mexico City 30.06. 1980. komið þið blessuð stop bið að heilsa öllum vinum stop mér þykir leitt hvernig fór stop er nú í pólitískri endur- hæfingu stop sjáumst hress og kát í haust stop virðing- arfyllst stop þögla þórunn stop stop. BRÉF TIL BLAÐSINS Hr. ritstjóri, Hermann Sveinbjörnsson. Hellu, 3. júní 1980. Þökk fyrir blaðið, það' hefur borist mér með góðum skilum. Eg hef lesið það nokkuð vel og það hefur opnað mér gleggri sýn inn á vettvang þíns byggðarlags heldur en ég áður hafði. Mér var að berast Helgar-DAGUR, 38. tbl. 30. maí ’80. Þar á baksíðu er grein sem fjallar um umgengni bœndafólks á heimilum sínum og ábýlisjörðum og ber nafnið Landníðingur— Skógníðingur. Ég vil samfagna Eyfirðingum með þann árangur sem þeir hafa náð við að snyrta sitt umhverfi, en þaðan hverfur greinarhöfundur að því að lýsa því sem fyrir augu hans bar er hann ferðaðist um „eitt af svipmestu og sögufrœgustu héruð- um“þessa lands. Eftir tilþrifamikla lýsingu virðist nið- urstaða hans felast í eftirfarandi setningu „Það á enginn land svo rcekilega að hann geti nauðgað því endalaust og sýnt því hvert níðingsbragðið öðru verra. “ 1 framhaldi af þessari ályktun vil ég spyrja hvort nokkur hafi svo rœkilegan eignarrétt á islensku máli að hann megi dylgja á fyrrnefndan hátt án þess að nefna sökudólginn. Þ.e. um hvaða hérað er greinarhöfundur að tala? Með þökk fyrir vœntanlegt svar. Steinþór Runólfsson. Heyþyrlur Stjörnumúgavélar Bændur athugið Nú eru þær komnar til afgreiðslu hinar vinsælu heyþyrlur og stjörnumúgavélar frá Kuhn. Tvær stærðir af hvorri gerð * t <r\ Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 KaupSélögín UM ALLTLAND

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.