Dagur - 08.07.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 08.07.1980, Blaðsíða 4
 Blóðtökuáhöld, sem notuð voru f lækningaskyni, - blóðglas og bfldur. Bfldurinn var lagður á hörundið og þegar tekið var f handfangið að ofan, skárust bcittir hnffar í vöðvann, en þeir komu út úr raufunum að neðan. NÝI ÞÓRSVÖLLURINN Um helgina unnu milli 60 og 70 félagar og velunnarar íþróttafélagsins Þórs hörð- um höndum við að leggja þökur á nýjan knattspyrnu- völl félagsins, norðan Gler- árskólans. En margar hendur vinna létt verk og vinnugleð- in var mikil, ekki síst hjá unga fólkinu. Fyrsta skóflustungan að þessum grasvelli var tekin 29.11.1975, en mest hefur verið unnið við gerð hans síðustu tvö árin. Þetta mikla verk er nú á lokastigi og er það ekki síst for- manni félagsins, Sigurði Odds- syni, að þakka, hversu vel hefur nú gengið, en hann hefur verið aðal driffjöður framkvæmd- anna í ár. Til þess að gefa einhverja hugmynd um umfang verksins má nefna, að allt vallarsvæðið er um 14 þúsund fermetrar, Magni sigrar landsiið 2-1 Á sunnudaginn lék þriðju deildar lið Magna á Grenivík við grænlenska landsliðið í knattspyrnu. Leikur þessi var mjög vel leikinn af beggja hálfu og brá fyrir skemmtilegu spili í leikn- um. Grænlendingar urðu þó að lúta í lægra haldi fyrir Gren- víkingum, en Jóni Lárussyni tókst tvisvar að koma boltanum í netið hjá frændum vorum, en einu sinni þurfti Ragnar mark- vörður Magna að hirða boltann úr sínu neti. Magna menn tóku höfðinglega á móti gestunum og byrjuðu daginn með því að sýna þeim kjúklingabúið að Svein- bjamargerði. Því næst heim- sóttu þeir sr. Bolla i Laufási og fræddust um staðinn. Þá fengu þeir létta máltíð fyrir leikinn, og eftir leik sátu þeir stórveislu Grenvíkinga. Um 350 manns sáu þennan leik.en það er mikið fjölmenni úr svo litlu byggðar- lagi. Minningarmót í golfi Um helgina var haldið á Golfvellinum á Akureyri minningarmót um Ingimund heitinn Árnason, en hann var m.a. fyrrverandi formaður kappleikjanefndar klúbbsins. Mót þetta var öllum opið og keppt með og án forgjafar. Án forgjafar sigraði Gunnar Þórðarson á 151 höggi, því næst kom nafni hans Sólnes á 158 höggum, og þar á eftir Jón Þór Gunnarsson á 159 höggum, eftir að hafa unnið Sigurjón Gíslason Keili í bráðabana. í keppni með forgjöf sigraði litli bróðir Jóns Þórs, Héðinn Gunnarsson, á 142 höggum. Annar var Gunnar Þórðarson á 143, í þriðja sæti Gunnar Rafnsson á 146 og í fjórða sæti var Gunnar Sólnes á 146 höggum einnig. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir að slá næst holu á 6. braut og fékk þau Gunnar Þórðarson sem var 1.29 cm frá holunni og fékk hann í verðlaun dúkristu gefna af Guðmundi Ármanni, listamanni. Þá gáfu einnig bridge-félagar Ingimundar glæsileg verðlaun í mótinu, og aukaverðlaun gaf mágur hans, en þau voru ferð og uppihald á golfmót f Reykjavík. milli 30 og 40 þúsund tonn af jarðvegi hafa verið flutt til og síðan 1. maí í ár hafa um 1500 vinnustundir farið í verkið og áætlað er að annað eins fari í að þekja svæðið, en því lýkur væntanlega um næstu helgi. Þá verður efnt til grillveislu á grasvellinum, fyrir þá sem lagt hafa hönd á plóginn. Áætlað er að taka völlinn í notkun næsta sumar, en í haust verður vænt- anlega vígsluleikur. Á þessari mynd hafa nokkrir Þórsarar, sem unnu við þökulagninguna, stillt sér upp við hælinn, sem settur var niður til að marka miðju vallarins. Mynd: H. Sv. „Eitt mark á mann“ „Eitt mark fyrir varamenn- ina" kallaði einp stuðn- ingsmaður KA rétt fyrir leikslok í ieik þeirra við Austra, en þá höfðu KA menn skorað 11 mörk hjá þeim, eða eitt mark á hvern leikmann liðsins, en einu sinni hafði Austra mönnum tekist að koma boltanum í netið hjá KA. Leikur þessi var leikur kattarins að músinni, en að frátöldu markinu áttu Austra menn aðeins eitt annað mark- tækifæri og verða að teljast óheppnir að hafa ekki skorað úr því. Mörk K.A höfðu hins vegar alveg eins getað orðið 15-20 eftir gangi leiksins. í hálfleik var staðan tvö gegn engu fyrir KA. Á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu KA menn t.d. fimm mörk og þar af gerði Gunnar Blöndal þrjú. Mörkin skiptust þannig á milli einstakra leikmanna KA. Gunnar Blöndal 4, Gunnar Gíslason 3, Elmar 2, Óskar 1, og Jóhann J. 1. Flest mörkin komu eftir fyrirgjöf frá Elmari utan af kanti. Öruggur sigur Þórs Á laugardaginn léku í Hafnarfirði Þór og Hauk- ar, en Haukar hafa verið cinna skæðustu keppinaut- ar Akureyrarfélaganna í annarri deild í knattspyrnu. KA gerði jafntefli við Hauka fyrir skömmu. Þórsarar unnu auðveldan og sannfærandi sigur á Hafnfirðingunum. Þórsarar gerðu þrjú mörk á móti einu heimamanna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerði Nói Bjömsson fyrsta markið og var það með skalla eftir fyrirgjöf utan af kanti. I byrjun síðari hálfleiks jöfnuðu síðan Haukar. Þá kom mark frá Óskari Gunnarssyni, og var það einnig skallamark utan af kanti. Sigurinn innsiglaði síð- an Oddur Óskarsson, en hann skallaði líka boltann í netið eftir góða fyrirgjöf. Eftir 7. umferð deildarinnar eru Haukar þremur stigum á eftir Akureyrarfélögunum. DAGUR.5 Baðstofumunir. - Lengst til vinstri er rúmskápur og rúmið sem Þórður öm Hjálmarsson, 4 ára, situr i er hægt að lengja. Hjónarúm, sem þama er einnig að finna, er hægt að breikka. Þetta jólatré er frá siðustu aldamót- um. Systkinin Anna Þómnn Hjálm- arsdóttir og Þórður Öm bragðu sér inn úr sólinni, til að skoða safnið hjá afa sinum. MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI Þennan skúfhólk átti Rannveig Jón- asdóttir, móðir Jónasar skálds Hall- grfmssonar. Þessi kirkjuskápur ber elsta ártalið af safnmunum (1672), en fróðir menn telja að kirkjuklukkan til hægri sé elsti munur safnsins, frá þvf um 1200. Meðal gnpa í Minjasafninu á Akureyri er forláta spiladós, greinilega í ætt við nútíma plötuspilara bæði að útliti og gerð. Þessi forfaðir hljómflutningstækja diskótekanna framleiðir engan dómadags hávaða, en hefur vafalaust verið góður til síns brúks. Spiladósin hefur vafalaust þótt mun merkilegra tæki á sínum tíma, heldur en plötuspilarar þykja í dag. Spiladósir af þessu tagi voru ekki i almenn- ingseign, eins og hljómflutningstæki eru í dag. Hún er að því leyti frábrugðin spiladósum, sem við þekkjum í dag og gefnar eru börnum, að hægt er að leika mörg mismunandi lög á hana. Það er einfaldlega skipt um plötu. Þessar plötur eða hljómskífur eru hringlaga málmþynnur með mörgum götum, rétt eins og gataspjöld í tölvu, og hver veit nema þróun tölvutækninnar og gataspjaldanna eigi að einhverju leyti rót í þessum gömlu spiladósum. Spiladósin er aðeins einn af um 5 þúsund gripum á Minjasafninu á Akureyri. Flestir gripanna segja mikla sögu og það er rétt eins og maður sé skyndilega kominn áratugi og jafnvel aldir aftur í tímann, þegar maður virðir þessa gömlu muni fyrir sér, og hugleiðir hvaða umhverfi og hverskonar menningu þeir tilheyrðu. Minjasafnið á Akureyri var stofnað árið 1962, en áhugamenn höfðu þá þegar safnað nokkrum munum, því varðveisla gamalla muna á sér langa sögu við Eyja- fjörð. Jónas Kristjánsson, fyrr- verandi Mjólkursamlagsstjóri, og Sveinbjörn Jónsson, sem kenndur hefur verið við Ofnasmiðjuna í Reykjavík, áttu frumkvæðið að því, að safnið var stofnað, en auk þeirra lögðu margir góðir menn þessu máli lið. Forstöðumaður safnsins hefur frá upphafi verið Þórður Friðbjarnarson, og er hann eini fastráðni starfsmaður safnsins, en yfir háannatímann á sumrin hefur hann aðstoðarfólk við sýningar. Þórður sagði í viðtali við Dag, að aðsóknin mætti heita góð yfir sumarmánuðina. Þá kæmu margir útlendingar til að skoða safnið, en því miður virtist svo, sem Akureyringar og Eyfirðingar hefðu lítinn skilning og áhuga á safninu, þegar á heildina væri lit- ið. Skólanemendur kæmu að vísu reglulega til að skoða safnið, meðan skóli stæði, en Þórður sagðist álíta, að mun meiri not mætti hafa af safninu, þegar verið væri að fræða unglinganna um sögu og gamla menningu þjóðar- innar. Fjárhagur safnsins, eins og flestra annarra menningarstofn- ana, er ákaflega þröngur. Að- gangseyrir hrekkur skammt og er safnið að mestu rekið með styrkj- um frá eignaraðilum þess, sem eru Akureyrarbær að 3/5 hlutum, Eyjafjarðarsýsla að 1/5 og Kaup- félag Eyfirðinga að 1/5. Fyrir rösklega tveimur árum var ný viðbygging tekin í notkun. Hún er nú að mestu fullnýtt, og þó að plássið virðist nokkuð stórt, er hvorki hægt að sýna á safninu bát eða bíl, eins og Þórður komst að orði. 1 garði Minjasafnsins á Akur- eyri er mikill trjágróður. Trén eru svo stór og stæðileg, að húsið sést ekki frá götunni, enda mun þetta vera elsta trjáræktarstöð á land- inu. Sigurður Guðmundsson, fyrrum búnaðarmálastjóri, skipulagði garðinn upphaflega og hafist var handa við gerð: hans árið 1899. Forgöngu um að koma garðinum á fót átti Páll Briem, sem var síðasti amtmaður fyrir norður og austuramtið. Embætt- isbúningur hans er meðal muna á safninu. Þar er einnig að finna mikið og gott ljósmyndasafn, allt frá fyrstu árum ljósmyndunar hér á landi, og listasafn eftir bræð- uma Kristján, Hannes og Jón Vigfússyni frá Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Það er ekki vinnandi vegur að ætla að gera Minjasafninu á Akureyri og safnmununum þar skil í stuttri blaðagrein. Hins veg- ar er rétt að benda fólki á það, að þarna er að finna ævintýraheim, sem eykur manni skilning á lífi forfeðranna, bæði í starfi og leik. Eyfirðingar mættu að ósekju sýna safninu meiri ræktarsemi og eng- inn ætti að vera svikinn, þótt hann eyddi þar stund og stund. Myndir og texti: H. Sv. Þennan glæsilega stofuskáp smfðaði Frímann Jakobsson, faðir Jakobs, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra, líklega árið 1912.1 speglinum sést Helga Hjálmarsdóttir, sem starfar við safnið f sumar. Halla Sigurðardóttir, starfsmaður safnsins, reynir sig hér við um 100 ára gamlan, forláta vefstól. Þórður Friðbjamarson, safnvörður, á skrifstofu sinni. Symphonion heitir þessi spiladós, með skiptanlegum hljómskffum. Á safninu em margvísleg hljóðfæri, þar á meðal einföld harmonikka, sem ber hið stolta nafn „konscrtína“. Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. FISK- VEIÐI- MÁL Kappsamlega er nú unnið að því að finna lausn á fiskveiðimálum okkar, enda ekki vanþörf á. Við erum ennþá að glíma við ofveiði þorskstofnsins, bæði hvað varðar stærð stofnsins sjálfs, en einnig hvað varðar markaðsmálin. Þann- ig er nú komið, að við veiðum meira en fiskifræðingar telja ráð- legt og á sama tíma hlaðast af- urðirnar upp í frystigeymslunum, vegna þess að sala hefur dregist saman á okkar helstu fiskmörk- uðum erlendis. Ljósara getur dæmið vart orðið um þá óstjórn sem ríkt hefur í fiskveiðimálum okkar undanfarin ár. Mikið starf er óunnið í þessum málum og þrátt fyrir tilraunir til að takmarka aflann með alls kyns skyndiviðbrögðum og neyðarráð- stöfunum, hefur lítið áunnist. Dr. Björn Dagbjartsson bendir á það í grein í Ægi nýlega, að skipting afla á skip sé margfalt betri aðferð til að takmarka þorskveiðar, en sá frumskógur boða og banna, sem atvinnugreinin búi nú við. Meðal þeirra röksemda sem Björn Dagbjartsson nefnir kvóta- skiptingu á skip til ágætis eru þau, að tilkostnaður hljóti að minnka, ef menn ráði því hvenær og með hvaða hætti þeir taki þann afla sem þeim sé ætlaður, takmarkað aflamagn muni stuðla að betri meðferð aflans, líklegt sé að ýmiss aukaafli og aukaafurðir verði frekar hirt, þegar ekki þurfi að nýta hverja smugu fyrir meiri þorsk, og hægt ætti að vera að koma við betri samræmingu veiða og vinnslu, þar sem kappið við að missa af hrotunni væri mikið til úr sögunni. Ennfremur nefnir hann það, að útvegsmenn og skipstjórar hafi betra næði til að hyggja að öðrum afla þegar hann gefist, þar sem þorskskammtinn sinn fái þeir hvort sem er, fiskvinnslan fái væntanlega betra næði til að vinna þorskinn í verðmætustu vörutegundir og stjórnunin hljóti að verða mun einfaldari, með auknu frjálsræði útvegsmanna og skipstjórnarmanna við skipulagn- ingu starfs síns. Síðast en ekki síst nefnir Björn, að með þessu móti haldist afli innan þeirra marka sem stjórnvöld ákveði og fiskverkendur og selj- endur geti byggt sínar áætlanir á þekktum forsendum. 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.