Dagur - 08.07.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 08.07.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 8. júlí 1980 ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Er hin forna „biskupaleið“ loksins fundin? Bræðraklif: Einstigi upp úr Hafragjá að vestan: Mynd: S. B. Þ. Undanfarin sumur hafa nokkrir áhugamenn frá Akureyri, undir stjóm Jóns Sigurgeirssonar frá Hclluvaði, leitað að fornum leiðum yfir Ódáðahraun. Jón hefur um árabil verið áhugamaður um að finna fornar leiðir á þessum slóð- um. Hefur leið þessi borið þann ár- angur að búið er að finna óslitna varðaða leið frá Möðrudal og vest- ur að Skjálfandafljóti. Einnig hefur fundist vörðuð leið frá Jökulsá, ná- lægt Ferjufjalli, í stefnu á Mý- vatnssveit. Á fyrrnefndu leiðina er minnst í fomsögum og af 16. aldar gögnum má ráða að þá hafi legið kunn leið milli Austurlands og Suðurlands frá Möðrudal, ofan byggða um Kiðagil og Sprengisand. Leiðina notuðu t.d. biskupar í Skálholti, þegar þeir visiteruðu á Austurlandi. Líklegt má telja að Sr. Pétur Sigurgeirsson býður sig fram í biskupskjöri „Starfsbræður mínir, einkum hér fyrir norðan, hafa orðað það við mig að þeir myndu styðja mig ef ég gæfi kost á mér í biskupskjöri. Ég hef tekið þá ákvörðun að verða við beiðni þeirra um að vera í kjöri,“ sagði sr. Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup og sóknarprestur á Akureyri, en sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup hefur lýst því yfir að hann muni láta af störfum sem biskup um mitt næsta ár. Fyrir utan Pétur hefur sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur ákveðið að gefa kost á sér og að auki hefur sr. Jónas Gíslason verið orðaður við framboð. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið sér um biskupskjör en líklegt er að Prestafélag íslands muni gangast fyrir prófkjöri nokkru áður en að biskupskjöri kemur. Pétur Sigurgeirsson hefur starfað sem prestur á Akureyri síðan 1. mars 1947, en sem vígslubiskup síðan 1969. Pétur hefur þjónað Grímsey um margra ára skeið. Sr. Pétur Sig- urgeirsson er 61 árs að aldri. hún hafi verið notuð af þeim er sátu alþingi hið forna á Þingvöllum. Síðast var þessi leið farin, að því er talið er, um miðja 17. öld. Frá þeim tíma hefur enginn vitað með vissu um legu hennar. Um leiðina nálægt Ferjufjalli er fátt eitt vitað. I nýútkominni Árbók Hins ís- lenska fornleifafélags ritar Jón Gauti Jónsson grein er nefnist „Ódáðahraunsvegur hinn forni“ og gerir þar grein fyrir niðurstöðum leitar að vörðum í Ódáðahrauni undanfarin ár. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn en drýgstan þátt hafa átt þeir Jón Sigurgeirsson, Sigurgeir B. Þórðarson, Geirfinnur Jónsson og Jón Gauti. í tilefni af grein Jóns Gauta sneri Dagur sér til hans og innti hann nánar eftir gangi leitarinnar. „Við erum e.t.v. upphafsmenn að skipu- legri leit, en margir hafa leitt hug- ann að hinni fornu leið - safnað saman heimildum og leitt getum að því hvar hún hefir legið. Einnig var hennar leitað á seinni hluta 18. aldar, en án árangurs. Skipuleg leit hófst 1976 og nú er sjálfsagt komin á annað hundrað dagsverk í leitina. Hér hefur ekki verið um tilviljana- kennda vörðufundi að ræða því leitað hefur verið skipulega, en ólíklegt er að enn séu öll kurl kom- in til grafar.“ Jón Gauti sagði að merkilegustu uppgötvanirnar til þessa væri þar sem leiðin lægi yfir jarðföllin Fjallagjá, Hafragjá og Sveinagjá. Þar liggja leiðirnar um einstigi, sem eru þau einu á löngum köflum, og einnig þau einu sem eru fær hest- um. Þessi einstigi, að undanteknu einu, sem áhöld eru um, eru náttúrunnar verk, en forn vegsum- merki manna hafa einnig fundist auk varðanna. Má nefna aðhöld og tjaldhringi. Þá hafa þeir félagar sett fram kenningu um tilvist hústóftar í Suðurárbotnum - telja að hún tengist hinni fornu leið. Um næstu helgi er á dagskrá Ferðafélags Akureyrar að ganga „biskupaleið" að hluta og síðar í Búnaðarbanki íslands varð 50 ára 1. júlí sl. Afmælisins verður minnst af hálfu bankans með ýmsu móti. M.A. verður 20 milljónum króna varið til efi- ingar trjáræktar á ári trésins. Þar af fær Skógræktarfélag ís- lands 10 millj. til frjálsrar ráð- stöfunar, 5 millj. er varið til kaupa á trjáplöntum, sem út- hlutað verður sparifjáreigendum bankans og 5 millj. kr. verður varið til sveitarfélaga til að koma upp tveimur trjálundum. Þá er starfsfólki bankans veitt viðurkenning. Starfsmannafélagið fær afhent til eignar tvö fullbúin sumardvalarhús, veitt er 5 millj. kr. framlag til námssjóðs starfsmanna og sama upphæð í utanfararsjóð. Þá verður saga bankans rituð og einnig hefur bankinn látið gefa út veglegt afmælisrit, ásamt ársskýrslu 1979. sumar á að kanna betur nyrðri leiðina frá Ferjufjalli, því vissir hlutir eru ennþá órannsakaðir. „Þótt leitin hafi borið meiri ár- angur en nokkurn óraði fyrir í upphafi, er ekki víst að það verði efst í huga, þegar litið er yfir farinn veg, heldur hitt, að á göngu um Ódáðahraun hef ég lært að meta þá I stuttu viðtali við Dag, sagði Stefán Valgeirsson, alþingismaður og formaður bankaráðs Búnaðar- bankans, að eins og nafnið bæri með sér, hefði Búnaðarbankinn mest stutt landbúnaðinn, enda stofnaður með hagsmuni bænda- stéttarinnar í huga. Það væri ljóst, að hinar dreifðu byggðir landsins stæðu ekki eins vel í dag, ef hinir ýmsu sjóðir bankans hefðu ekki lánað til framkvæmda í sveitunum. Þar sem þannig hefur háttað, hefur auðlind sem óbyggðir íslands eru. Andblær liðins .tíma leikur um vörðurnar í öræfakyrrðinni, þess tíma er biskupar fóru hér um með flokk fríðra sveina. Þessa kyrrð ber okkur skylda til að varðveita til handa komandi kynslóðum“ sagði Jón Gauti að lokum. Búnaðarbankinn einnig stutt aðrar atvinnugreinar. Varðandi hugmyndir um sam- einingu Búnaðarbankans og Útvegsbankans, sem rætt hefur verið um, sagði Stefán, að það myndi koma niður á hinum dreifðu byggðum. Lausafjárstaða beggja bankanna yrði neikvæð, ef þeir yrðu sameinaðir, og sameining myndi bitna á Búnaðarbankanum og viðskiptavinum hans víðs vegar um landið. Mest handavinnugripir væru þar einnig í áberandi meiri- hluta. Ármann eða Ommi, eins og hann er kallaður, hefur málað sjálfur í frístundum sínum og sýnt tvisvar á Akureyri, auk þess sem myndir eftir hann hanga nú uppi til sýnis og sölu í Steinhólaskála í Eyjafirði, kaffigestum til yndis- auka. Þar hengu einnig uppi myndir eftir hann í fyrra. Myndin er tekin af Rögnu og Ármanni á verkstæði þeirra og á henni má einnig sjá eitt af verkum Ár- manns, sem nú er í Steinhóla- skála. Mynd: H. Sv. T mmM^tOBSSM j mL fi Þessi heiðurshjón, Ármann Guðjónsson og Ragna Jó- hannsdóttir, reka innrömmun- arverkstæði í Hafnarstræti 88 á Akureyri. Þegar tíðindamaður blaðsins átti erindi þangað um daginn, sögðu þau, að alltaf væri nóg að gera, en uppistaðan í því sem þau römmuðu inn fyrir fólk, væru handavinnugripir húsmæðr^. Talsvert væri þó um það, að fólk kæmi með málaðar myndir, sem það hefði gert sjálft, en konur £7 O >T /tvt 1 3 (T nJ ( qJ] r N fl D 1 ~p IUUL /ÁÍL s J laöL 1 / Lu 0 Fiskimaður fram- tíðarinnar Þessi mynd birtist upphaf- lega í „Fiskets Gang" og síðan í Ægi (6., 1980) með eftirfarandi texta: „Mynd- in ... undirstrikar rækilega hvert Norðmenn álíta að sjávarútvegur þeirra stefni, ef fram heldur sem horfir um boð og bönn, lög, reglugerðir og tilskipanir með litlum eða engum fyrirvara, til stjórnun- ar fiskveiðunum niður í smæstu atriði, samhllða óhemju skriffinnsku og pappírsflóði. Að bestu manna yfirsýn mun sá dagur renna upp fyrr en varir, að ekki dugi minna em miðl- ungsháskólagráða til að vera fær um að fylla út þær beiðn- ir, sem til þarf, og hlýða þeim reglum, sem skrifstofubákn þjóðfélagsins gerir fiskí- mönnum skylt að framfylgja, áður en hægt er að ýta úr vör eða hreyfa sig milli miða. Ef að líkum lætur munum vér (slendingar ekki lengi verða eftirbátar frænda vorra og feta dyggilega í fótspor þeirra á þessu sviði, sem og öðrum, er í þessa átt hníga." 0 Kaffí- brennslan og málningin Fyrir skömmu var þess getið í þessum dálki að það væri verið að mála hús Kaffi- brennslu Akureyrar. Nú er því verki lokið og sjá: húsið er í sömu litum og kaffipokarnir sem fyrirtækið framleiðir. Það væri e.t.v. athugandi fyrir fyrirtæki að láta lit húsa sinna svipa til þess sem þau fram- leiða. 0 Nafngíftir Akureyringar haf löngum þótt duglegir að gefa hverjir öðr- um viðurnefni eða t.d. að skíra heilu göturnar eftir ein- hverju stórmenninu - sbr. nafnið Drottningarbraut. Það nýjasta í þessum efnum er það að búið er að sklra hverfið norðan Hilðarbrautar og það sem liggur næst Hörgárbraut, Kennedyhöfða. Ástæðan er sú að „Kennedy- bræðurnir" hafa fjárfest í húsum á þessu svæði. Búnaðarbankinn fimmtugur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.