Dagur - 29.07.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 29. júlí 52. tölublað
Drógu
ýsurá
Dalvík
Dalvík, 25. júlí.
Það er af togurum á Dalvík
að frétta að Björgvin kom
inn í vikunni sem leið með
217 tonn og Björgúlfur kom í
gærkvöldi með u.þ.b. 220
tonn, annars er lítið byrjað
að landa úr honum. Aflinn
var aðallega þorskur.
t>að hefur verið ágætisafli á
•ogurunum núna. Svo verður
stopp hérna hjá okkur í þorsk-
'num, frá 26. júlí og minnsta
kosti fram yfir verslunar-
ntannahelgi. Togararnir fara
báðir í slipp og fólkið í frí.
Þeir eru að reyta svolítið á
færabátunum út við Grímsey og
hefur það verið meiriparturinn
ufsi. Það hefur verið frekar kalt
°g óstillt fyrir smærri triilur en
þeir fiskuðu dálítið um daginn
hérna rétt utan við Dalvík og
fengu ýsu. Hún var að vísu smá,
en ýsa engu að síður og þetta
hefur ekki gerst hér í mörg ár.
Það er fremur kalt í veðri en
hann hangir þó þurr í dag, en
eitthvað rigndi í nótt. Júlímán-
uður hefur verið einstaklega
leiðinlegur hvað sólskinið varð-
aT maður hefur ekki séð það.
En vonandi verður áeúst betri.
I.L.
Þörf fyrir Norðurlandsskip
Á ráðstefnu um viðskipti og
þjónustu, sem Fjórðungssam-
band Norðlendinga hélt seint á
síðasta ári, hélt Þórgnýr Þór-
hallsson, fulltrúi hjá KEA, er-
indi sem nefndist Markaður og
framleiðsla innan Norðurlands.
Þar drap hann m.a. á hversu
sérstakt Norðurlandsskip myndi
stórlega bæta aðstöðu við að
koma t.d iðnaðarvörum frá Ak-
ureyri á markað á reglubundinn
og vafalaust ódýrari hátt.
Dagur fór þess á leit við Þórgný
að hann segði lítillega frá þessari
hugmynd og hvort þetta mál hefði
Hvetja til sam-
stöðu — um Blönduvirkjun
í síðustu viku var haldinn kynn-
ingarfundur á Akureyri um
orkumál í Norðlendingafjórð-
ungi, með sérstöku tilliti til
Blönduvirkjunar.
Til fundarins voru boðaðir
alþingismenn Norðlendinga, odd-
vitar þeirra sveitarfélaga, sem eiga
landnýtingarhagsmuni vegna
Blönduvirkjunar, Jakob Björnsson,
orkumálastjóri og Kristján Jóns-
son, rafmagnsveitustjóri, og höfðu
tveir þeir síðasttöldu framsögu á
fundinum.
Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um það, í hvaða tímaröð
þessar virkjanir verða reistar, en
Blönduvirkjun er þar mjög ofar-
lega á blaði. Bæði hefur sá valkost-
ur mest verið rannsakaður, auk
þess sem hún er utan hins virka
eldgosabeltis. Þá kom það fram, að
orkumálaráðherra hefur nú falið
Rafmagnsveitum ríkisins yfirum-
sjón með Blönduvirkjun og skipuð
hefur verið ráðgjafanefnd um
virkjunarvalkosti. Eitt verkefni
þessarar nefndar er að leita eftir
samkomulagi við landeigendur á
virkjunarsvæði Blöndu.
Eftir framsöguerindi tóku fjöl-
margir til máls, þ. á m. fimm al-
þingismenn. Hvöttu flestir til sam-
stöðu Norðlendinga um Blöndu-
virkjun. Fundinum barst símskeyti
frá fjórum oddvitum austan
Blöndu og tilkynntu þeir þar, að
aðstaða landeigenda væri óbreytt
og að þeir væru andvígir Blöndu-
virkjun í þeirri mynd, sem nú væri
til umræðu.
eitthvað verið rætt. „Ég er nú sjálf-
sagt ekki upphafsmaður að þessu
en erindi mitt varðandi þetta mál
tengdist nú því að það er ekki
nokkrum vandkvæðum bundið að
koma vörum til fjarlægari staða,
þangað eru nokkuð beinar og
ábyggilegar ferðir. En ef við tökum
staði hér nær okkur, t.d. Hólmavík,
þá er hreinlega gestaþraut að koma
þangað vörum. Strandferðaskip
koma þar ekki við og yfirleitt er
öllum Húnaflóa sleppt. Viðkomu-
staður á vesturleið er Siglufjörður,
ef nægur flutningur fæst, svo er
næsti viðkomustaður Norðurfjörð-
ur á Ströndum."
Þórgnýr sagði ennfremur að þar
sem Akureyri væri fortakslaust
miðstöð Norðurlands, þá væri hans
tillaga sú að þaðan gengi skip og
Akureyri yrði þá nokkurs konar
umhleðsluhöfn. Norðurlandsskip
myndi spara Skipaútgerð ríkisins
þvæling inn á hafnir t.d. til
Sauðárkróks, Siglufjarðar, Húsa-
(Framhald á bls. 6).
Gamla
folkið
greiðir
fóður-
bætis-
skatt
Fóðurbætisskatturinn kemur
víða við og til marks um það
má geta þess, að gamla fólkið
á Dvalarheimili aldraðra á
Dalvík þarf að borga veru-
legan fóðurbætisskatt.
Þannig stendur á þessu, að á
elliheimilinu hefur verið til siðs
að nota hveitiklíð í bakstur.
Hveitiklíð flokkast hins vegar
undir fóður og er skattlagt sem
slíkt. Því leggst nú 200% fóður-
bætisskattur á hráefnið, sem
notað er í heilsubrauð gamla
fólksins á Dalvík.
Ráðherra á
fund um fram-
leiðslumálin
Almennur bændafundur
verður haldinn á vegum Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar í
Freyvangi 5. ágúst n.k. og
hefst kl. 20.30.
Á fundinn mæta Pálmi Jóns-
son, landbúnaðarráðherra, og
Ingi Tryggvason, formaður
Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins.
Umræðuefni verður fóður-
bætisskattur og aðrar ráðstaf-
anir í framleiðslumálum land-
búnaðarins.
Landsmót AA í Kjarnaskógi
Um síðustu helgi var haldið í
Kjarnaskógi árlegt landsmót
AA-samtakanna. Þetta var í 6.
skiptið sem slíkt mót er haldið
og í annað skiptið hér á Akur-
eyri. Mótið var sett á föstu-
dagskvöld og slitið um hádegis-
bil á sunnudag.
Landsmót samtakanna er fjöl-
skyldu- og vinamót og sóttu það nú
um 300 manns á öllum aldri. Stórt
tjald var reist á svæðinu og voru þar
haldnir fundir bæði AA-félaga og
Al-Anon, sem er félagsskapur að-
standenda drykkjufólks. Á laugar-
dagskvöldið var kvöldvaka í tjald-
inu með ýrnsum skemmtiatriðum
og á eftir var stiginn dans fram eftir
nóttu. Á sunnudagsmorgun var
helgistund sem séra Pétur Þórar-
insson á Hálsi annaðist, síðan var
opinn AA-fundur og loks mótsslit.
Þrátt fyrir leiðinlegt veður og
rigningu skemmti fólk sér hið besta
en það var ekki fyrr en á sunnudag
sem sólin lét sjá sig og sögðu móts-
gestir að það væri þó altént hægt að
rúlla tjöldunum þurrum saman.
Uppboðá
graðhestum
Fyrir stuttu var gerður út leið-
angur á vegum stjórna hrossa-
ræktarsambanda Skagfirðinga og
A.-Húnvetninga, þar sem grunur
lék á að stóðhestar gengju lausir í
samlægum afrétti á fjallgarðinum
milli sýslnanna. Þrír graðhestar
fundust í leiðangrinum ,og voru
þeir afhentir hreppstjóra Staðar-
hrepps. Uppboð hefur verið aug-
lýst á hestunum á morgun, mið-
vikudag kl. 14 á Sauðárkróki.
Laugahátíð 1980
um verslunar-
mannahelgina
Um verslunarmannahelgina
stendur Héraðssamband Suður-
Þingeyinga fyrir hátíð á Laugum,
svokallaðri Laugahátíð ’80. Há-
tíðin hefst á föstudagskvöld og
stendur fram á sunnudagskvöld.
Dansleikir verða öll kvöldin, þar
sem hljómsveitin Pónik leikur,
auk þess sem diskótek verður í
gangi. Þá má nefna kvikmynda-
sýningar, tískusýningar, íþrótta-
leiki, unglingadansleik, gaman-
mál o.fl. Öll meðferð áfengis er
bönnuð á svæðinu.
Sumarhátíð
hestamanna á
Vindheimamelum
Sumarhátíð hestamanna á Vind-
heimamelum verður haldin um
verslunarmannahelgina og hefst
kl. 13 á laugardag með dómum á
góðhestum. Síðar um daginn
verða undanrásir kappreiða og á
laugardagskvöld verður uppboð
á hrossum, einkum frá bæjunum
Vallanesi og Krossanesi í Hólmi.
Klukkan 14 á sunnudag hefst
dagskráin með helgistund og síð-
an verða úrslit í góðhestakeppni,
kappreiðar og unglingakeppni.
Sumarhátíðinni lýkur á sunnu-
dagskvöld. Dansleikir verða í
Miðgarði föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld. Búist er við
þúsundum manna og hesta á
mótið.