Dagur - 29.07.1980, Page 5

Dagur - 29.07.1980, Page 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritst|órnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Stórauknar slysavarnir Það sem af er þessu ári hefur verið eindæma milt og gott veður um allt land. Hefur í veðurfarslegu til- liti orðið mikil breyting til batnaðar frá því í fyrra, þegar sumarið kom aldrei í stórum landshlutum. Af- leiðingar þess hafa verið að koma í Ijós í vor og sumar, einkum í stórfelldum skemmdum á trjá- gróðri, a.m.k. víða norðanlands. En við tileinkum þetta ár trénu og með samstilltu átaki getum við bætt þann skaða, sem orðið hefur á trjágróðri. Við plöntum nýjum trjám í stað þeirra sem eyðiiögð- ust og hlúum að þeim sem skemmdust, en iifa enn. Tjónið er fyrst og fremst fjárhagslegt. En þrátt fyrir einmuna tíð til sjávar og sveita það sem af er þessu ári hefur stór og svartur skuggi hvílt yfir landinu, stærri og svartari en nokkru sinni. Svo að segja daglega heyrast fréttir af slysum á mönnum og hafa þær sjaldan eða aldrei heyrst örar en síðustu daga og vikur. Slysahol- skeflu væri næst að kalla þessi ósköp. Það tjón sem varð á trjá- gróðri á síðasta ári er lítilvægt miðað við það skelfilega tjón sem orðið hefur á mannslífum á þessu ári, því það verður ekki bætt. Og það sorgiegasta við öll þessi slys er það, að stór hluti þeirra, ef ekki stærstur hluti, er okkur sjálfum að kenna. Orsök alit of margra siysa er vangá og ónóg aðgæsla. Þjóðir heims hafa ákveðið að tileinka næsta ár fötluðum. Þá verður alþjóðaár fatlaðra og þá verður væntanlega vakin athygli á því misrétti, sem fatlaðir eiga við að búa í ýmsum efnum. En á al- þjóðaári fatiaðra eigum við ekki hvað síst að leggja áherslu á að benda á leiðir til að koma í veg fyrir að fólk fatlist, þar sem því verður við komið. Stórauknar slysavarnir og stóraukin fræðsla um þær hættur, sem hvarvetna liggja í leyni í nútíma þjóðfélagi, eru vænlegustu leiðirnar til að draga úr slysum og örkumlum af þeirra völdum. Við getum engu ráðið um gang náttúruaflanna og því megum við alltaf búast við skemmdum á gróðri landsins. En við getum heilmiklu ráðið um það, hvort þeim fer fjölgandi sem verða ör- kumla eða deyja af slysförum, sem stafa af óaðgæslu og hugs- unarleysi. Látum alþjóðaár fatl- aðra marka tímamót í þessum efnum og látum öll slysin á þessu ári okkur að kenningu verða. 1 síðasta mánuði var haldið „bamabæjarmót“ og hátíð vegna 150 ára afmælis Narssak á Grænlandi. Hermann Sigtryggsson og kona hans Rebekka Guðmann, fóru sem fulltrúar Akureyrarbæjar til afmælisins, en á „bamabæjarmótið“ fóru sex börn frá Akureyri auk fararstjóra, Helga Barðasonar. Bamabæjarmótið er árlegur viðburður, og var haldið að þessu sinni í Narssak í tilefni af afmæli bæjarins. Narssak er vinabær Gladsaxe í Danmörku, en sá bær á vinabæi vítt og breitt um Evrópu og hafa þessir bæir haldið árleg barnamót til skiptis í viðkomandi bæjum. Þótt Narssak sé ekki í vinabæjartengslum við vinabæi Gladsaxe hafa böm þaðan tekið þátt í „barnabæjar- mótunum“ undanfarin ár. Gladsaxe átti að halda mótið í ár, en samkomulag varð um að halda það að þessu sinni í Narssak í tengslum við 150 ára afmælið. Jafnframt var tveimur fulltrúum frá hverjum vinabæj- anna boðið í opinbera heimsókn, en fullorðnir og börn komu frá eftirtöldum stöðum: Gladsaxe, Gagny í Frakklandi, Appeldoorn í Hollandi, Sutton í Englandi, Wilmersdorf og Minden í Þýskalandi. Heimsókn fulltrúa bæjanna stóð i 10 daga, en „barnabæjamótið“ var frá 26. júní til 7. júlí. naRssak Hermann Sigtryggsson heimsótti búðir barnanna í einn dag ásamt öðrum fulltrúum, sem voru í Narssak vegna 150 ára afmælisins. Hér er hann ásamt tveimur græn- lenskum stúlkum. Sigurður Magnason, cinn þá-.ttakenda i barnamótinu, virðir fyrir sér tignarlegt landslag Grænlands. Séð yfir Narssak. Ef vel er að gáð sjást tæki sem notuð voru við að oliumalarbera götur. Og hvemig kom Grænland Her- manni Sigtryggssyni fyrir sjónir? í pistli er hann reit eftir heimkom- una, segir Hermann að þrátt fyrir að 150 ár séu liðin frá því að fyrst var sest að í Narssak hafi lengi vel verið þar lítil byggð og fátt fólk. Um 1950 voru þar aðeins nokkrar fjölskyldur og 1956, þegar Agnete Nilsen, núverandi bæjarstjóri, byrjaði í stjórnmálum voru þar um 450 manns. Til ársins 1959 tilheyrði Narssak Julianehaab, en þá fékk Narssak bæjarréttindi. Síðan hefur bærinn vaxið verulega og búa þar nú um 1800 manns - auk 2 - til 300 manns sem búa í nágrannahéruð- unum. Atvinna í Narssak byggist aðal- lega á fiskveiðum og kvikfjárrækt, einnig er nokkuð um verslun og ber þar danska konungsverslunin hæst. Á siðari árum hefur verið reynt að koma upp iðnaði. Helsta átakið í þeim efnum er fyrirtæki sem nefn- ist Eskimopels, en það er sauma- stofa sem vinnur ýmsa muni og býr til fatnað úr skinnum. Fiskveiðar hafa þróast verulega hin síðari ár, þótt fiskur sé ekki eins mikill og áður fyrr. Frystihús var byggt í Narssak 1950. Það brann 1978, en var endurreist ári síðar. Togaraút- gerð er hafin frá bænum. Kvikfjárrækt er mjög viðkvæm atvinnugrein á Grænlandi. Lítið má útaf bera á veturna svo féð, sem gengur sjálfala, falli ekki úr hor eða týnist í vondum veðrum. En ef vel viðrar er fallþungi mikill. Kýr eru engar á Grænlandi og mjólk því flutt inn frá Danmörku, annað hvort frosin eða sem þurrmjólk. Málmar og verðmæt efni finnast í jörðu á Grænlandi. f um 7 km fjarlægð frá Narssak er verið að leita að úranium og hafa verið sprengd um 800 m. löng göng í álitlegt fjall. Alls hafa 5 þúsund íonn af grjóti verið send til Dan- merkur, en árangurinn hefur látið á sér standa. Tekist hefur að vinna um 30 grömm af úrani úr einu tonni af grjóti. Vonir standa til að þegar göngin verða orðin rúmlega 1000 metra löng muni finnast verðmætara grjót, en talið er að það borgi sig að vinna úran úr fjallinu ef 50 grömm nást úr hverju tonni! Eins og gefur að skilja er hol- ræsagerð erfið á Grænlandi. Her- mann segir að bærinn sé að miklu leyti byggður á klöppum. Götur í Narssak eru flestar bornar olíumöl, fremur mjóar og lítið er um gang- stéttir. Narssak er vel upplýstur bær og fær hann rafmagn frá diselstöð. Þar sem erfitt er að koma raf- magnsleiðslum í jörð bæði að hús- um og ljósastaurum þá er nokkuð um loftlínur sem eru aðallega á stálstaurum. Fyrirhugað er að á næstu árum verði gert átak í því að koma sem flestum leiðslum, bæði skolp- rafmagns- og símaleiðslum í jörð, en það mun vera ákaflega dýrt. Hvernig verja Grænlendingar tómstundum sínum? Tækifærin eru e.t.v. ekki eins mörg og hér, segir Hermann, en í samkomuhúsinu í Narssak eru haldnir dansleikir og diskótek með svipuðu sniði og sama hávaða og hér. Þar er einnig eina bíóið í bæn- um, einnig eru a.m.k. tveir aðrir staðir þar sem danssamkomur eru haldnar og veitingar seldar. í tengslum við skólann í bænum eru ýmis kvöldnámskeið fyrir unga og gamla, þar er öldungadeild starf- rækt fyrir þá sem vilja læra og í bænum er æskulýðsheimili. í því eru starfræktir ýmsir klúbbar fyrir unglinga, en alls eru í bænum 17 félög af ýmsu tagi. Einn knatt- spyrnumalarvöllur er í bænum, en þann tíma sem Hermann var í Narssak var lítið spilað á vellinum. Fyrir fulltrúa bæjanna var há- punktur dvalarinnar í Narssak af- mælisdagurinn l.júlí, þegarminnst var 150 ára byggðar í Narssak. Eftir að gestir og heimamenn höfðu hlýtt á messu í kirkjunni var móttökuat- höfn í ráðhúsi bæjarins. Hermann færði bæjarstjóranum Agnete Nil- sen borðfánastöng úr íslensku birki, þar sem útskorin mynd af ís- lenskum sveitabæ var á fótstalli hennar og silfurplata með kveðju frá Akureyrarbæ. Aðrir fulltrúar færðu Narssak einnig gjafir. Síðar um daginn var afhjúpuð varða, sem bömin á barnamótinu höfðu hlaðið og var búið að steypa í hana móts- merkið ásamt nöfnum þeirra barna, sem tóku þátt í mótinu. Og lýkur hér frásögn Hermanns Sigtryggssonar af kynnum hans af Narssak. Borgarisjakar eru algeng sjón á Grænlandi. Hér er einn f höfninni f Narssak. Takið eftir skipinu sem gægist út undan jakanum. Kirkjan i Narssak er reisuleg bygging. Hér eru Grænlandsfararnir. Efri röð: Helga Þ. Erlingsdóttir, Kristin Jóhannsdóttir og Sigurður Magnason. Neðri röð: Hermann Sigtryggsson, Agnete Nilsen bæjar- stjóri, Einar Sigtryggsson, Eirfkur Jóhannsson, Heigi Már Barðason, fararstjóri bamanna, Linda Björnsdóttir og Rcbekka Guðmann. Akureyrarbörnin eignuðust marga kunningja Á vegum Akureyrarbæjar fór Helgi Már Barðason sem fararstjóri með bömunum sex til Narssak. Meðan á mótinu stóð bjuggu bömin og fararstjórar þeirra í glæsilegu skólahúsi staðarins og að sögn Flelga var aðstaða öll og aðbúnaður eins og best varð á kosið. En nú skulum við gefa Helga orðið með ferðasögu sina: Grænlendingar eru að mínu mati afar gestrisin og alúðleg þjóð og þeir virðast líta mjög upp til okkar Islendinga, fyrir margra hluta sakir. Það fundum við oft. Þetta bamabæjarmót vakti mikla at- hygli í Grænlandi, t.d. hjá græn- lenska útvarpinu. Fréttamenn það- an voru oft á eftir okkur og tóku viðtöl og eitt sinn söng hver hópur lag fyrir útvarpsmenn. Og stundum stóðu þeir bara hjá okkur með hljóðnemann til þess að heyra okkur tala á öllum þessum tungu- málum. Hið daglega skipulag var í stórum dráttum á þá leið að á hverjum morgni drógu börnin upp þjóðfána sinna landa. Eftir morg- unverð hófst dagskrá sem stóð venjulega til kl. 16. Um sexleytið voru fánar dregnir niður og eftir kvöldverð var kvöldvaka eða skemmtun, sem bæirnir skiptust á um að halda. Þetta skipulag hélst í meginatriðum frá degi til dags. Að vísu kom það stundum fyrir að áformin urðu önnur en áætlað var, oftast vegna snöggra veðurbreyt- inga eða annarra óviðráðanlegra orsaka, sem alltaf má gera ráð fyrir Dagskráin þessar tvær vikur var geysifjölbreytt. Það var farið í stuttar ferðir frá Narssak, veiði- ferðir, skoðunarferðir og fjall- göngu. Auk þess voru íþróttir og leikir, utanhúss sem innan, stund- aðir af miklu kappi. Akureyrsku börnin virtust mér falla vel inn í hópinn og skáru sig ekki úr að neinu leyti nema e.t.v. að þau héldu örlítið meira hópinn en hin börnin gerðu. En það fylgir nú íslending- um hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara svo það getur vart talist óvenjulegt. Sum erlendu börnin voru dálitið hrædd við Grænlend- inga í fyrstu en ekki bar á neinu slíku meðal „minna barna“ og gekk þeim vel að umgangast þessa granna sína. Þau eignuðust marga kunningja meðal hinna barnanna, mikið var um að skipst væri á gjöf- um og fyrir kom að sterk vináttu- tengsl sköpuðust. Akureyrarbörnin tóku fullan og virkan þátt í öllum leikjum og störfum og voru engir eftirbátar hinna barnanna, nema síður væri. Ég álít raunar að hópurinn hafi verið sérdeilis vel valinn og sam- hentari og skemmtilegri börn hefði ég varla getað fengið til umsjónar. Samskipti þeirra við hin börnin og fararstjórana gengu eins og fyrr segir, snurðulaust þótt tungumálin væru mörg og erfið. Ég fékk nóg að gera við að túlka og mátti venja mig við að tala fjögur tungumál auk móðurmálsins. Þetta gerði mann hálfruglaðan stundum, einkum þegar á leið, og það má mikið vera ef ég hef ekki einhvern tímann ávarpað minn hóp á dönsku eða þýsku. Heilsufarið á íslensku börnunum var gott, þótt svæsin kvefpest gerði nokkur strik í reikninginn undir það síðasta. Helsti sjúkdómurinn sem gerði vart við sig á mótinu var heimþráin. Var hún víða býsna sterk en ekki var ég var við að hún legðist mjög þungt á „mín börn“ eins og hún gerði hjá mörgum hinna. Sennilega hefur ferðin verið ögn tilkomuminni fyrir okkur ís- lendinga en hina, sakir þess hve Is- landi og Grænlandi svipar á marg- ar hátt saman, bæði náttúru lands- ins og þjóðinni. Bömin sögðu mér, að Grænland væri mjög svipað og þau höfðu átt von á. Það er hrjóstrugt og víða hrikalegt og eyðilegt en veðurfar var hins vegar miklu hlýrra en við höfðum áður haldið. Þá voru ís- jakamir, sem alis staðar flutu, okk- ur óvenjuleg sjón. Annars var veðrið fremur leiðinlegt við okkur þessar tvær vikur, oftast súld og rigning og sjaldan logn. Sólskin var sjaldgæft en þegar sólin á annað borð skein varð veðrið jafn yndis- legt og það verður best hér á Akur- eyri. Ég held að það sé íhugunarefni fyrir yfirvöld Akureyrar, hvort ekki borgi sig að vera árlegir þátttak- endur í þessu ágæta móti. Þessi mót eru greinilega gífurlega þroskandi fyrir börnin jafnt sem fullorðna. Bömin öðlast reynslu í ferðalögum, útivist, leikjum og skemmtunum og kynnast nýjum þjóðum, siðum og menningu. Við komum öll ánægð heim, bæði ánægð með góða og skemmtilega ferð og fegin og glöð að vera komin heim. Unglingamót UMSE í frjálsum íþróttum - Úrslit Unglingamót U.M.S.E. í frjáls- um íþróttum fór fram á Ár- skógsvelli laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. júlí. Keppt var í þremur aldursflokkum stúlkna og drengja, þ.e.a.s. í flokki 12 ára og yngri, 13 og 14 ára og 15 og 16 ára. Mótsstjórn skipuðu: Vilhjálmur Björnsson, Gísli Pálsson og Björn Ingimarsson. Veður var mjög óhagstætt til keppni, kuldi og strekkingur. Meðvindur var í 100 m og 60 m hlaupinu. Úrslit í flokki stelpna (12 ára og yngri) 60 m hlaup: Auður Gunnlaugsdóttir R. 8,8 sek. Sigríður Árnadóttir Skr. 8,9 sek. íris Guðmundsdóttir Skr. 9,0 sek. 800 m hlaup: Auður Gönnlaugsdóttir R. 2:53,3 mín. Sigríður Árnadóttir Skr. 2:58,3 mín. Yrsa Helgadóttir Sv. 2:59,0 mín. Langstökk: Auður Gunnlaugsdóttir R. 4,26 m Ásdís Gunnlaugsdóttir R. 4,10 m Sigríður Árnadóttir Skr. 4,00 m Kúluvarp: (4 kg. kúla) Gréta Bjömsdóttir Árr. 5,98 m Auður Gunnlaugsdóttir R. 5,84 m Sigríður Ámadóttir Skr. 5,73 m Flest stig í stelpnaflokki hlaut Auður Gunnlaugsdóttir, 18 stig. Úrslit í strákaflokki (12 ára og yngri) 60 m hlaup: Davíð Sverrisson Skr. 8,8 sek. Hlynur Sigursveinsson Sv. 9.0 sek. Atli Snorrason Þ. Sv. 9,2 sek. 800 m hlaup: Atli Snorrason Þ. Sv. 2:49,7 mín. Einar Hjörleifsson Sv. 2:50,5 mín. Hlynur Sigursveinsson Sv. 2:59,6 mín. Langstökk: Atli Snorrason Þ. Sv. 3,79 m Hlynur Sigursveinsson Sv. 3,66 m Einar Hjörleifsson Sv. 3,62 m Kúluvarp: (4 kg. kúla) Guðni Stefánsson Sv. 7,32 m Jóhann B. Gylfason R. 6,90 m Ásgeir Hauksson Skr. 6,19 m Flest stig í strákaflokki: Atli Snorrason Þorst. Svörf. 12 stig. Orslit í telpnaflokki: (13 og 14 ára) 100 m hlaup: Kristín Guðmundsdóttir Skr. 13,4 sek. Auður Gunnlaugsdóttir R. 14,3 sek. Sigrún Jóhannesdóttir M. 14,3 sek. Hafdís Rafnsdóttir R. 14,3 sek. Stérsigur Þórs í leiðinlegum leik 400 m hlaup: 800 m. hlaup: Kristín Guðmundsdóttir Skr. 67,0 sek. Kristín Guðmundsd. Skr. 2:47,8 mín. Erla Höskuldsdóttir R. 70,8 sek. Þuríður Árnadóttir Skr. 2:57,8 mín. Hafdís Rafnsdóttir R. 71,1 sek. Halldóra Gunnlaugsd. Skr. 3.00,2 mín. Langstökk: Langstökk: Erla Höskuldsdóttir R. 4,21 m Þuríður Árnadóttir Skr. 4,14 m. Hafdís Rafnsdóttir R. 4,21 m Halldóra Gunnlaugsd. Skr. 4.09 m. Kristín Guðmundsdóttir Skr. 3,92 m Ingigerður Júlíusdóttir Sv. 3,78 m. Hástökk: Hástökk: Erla Höskuldsdóttir R. 1,30 m Halldóra Gunnlaugsdóttir Skr. 1,30 m. Sigrún Jóhannesdóttir M. 1,30 m Ingigerður Júlíusd. Sv. 1,25 m. Dýrleif Svavarsdóttir R. 1,25 m Þuríður Árnadóttir Skr. 1,15 m. Kúluvarp: (4 kg. kúla) Kúluvarp: Dóra 5L Hauksdóttir Skr. 7,47 m Helga St. Hauksd. Skr. 8.30 m. Eydís Eiríksdóttir Sv. 6,54 m Ragnheiður Sverrisd. Skr. 8,16 m. Dýrleif Svavarsdóttir R. 6,40 m Anna G. Snorrad. R. 6,73 m. Spjótkast: Spjótkast: Auður Eiríksdóttir Dbr. 25,21 m Sóley Einarsdóttir R. 25,93 m. Dýrleif Svavarsdóttir R. 25,09 m Helga St. Hauksd. Skr. 23,05 m. Hjördís Stefánsdóttir Dbr. 24,89 m Anna G. Snorrad. Ri 22,19 m. Flest stig í telpnaflokki: Erla Hösk- Flest stig í meyjaflokki uldsdóttir, Reyni 13 stig. : Halldóra Gunnlaugsdóttir Skr. 21 stig. Úrslit í piltaflokki: (13 og 14 ára) Úrslit í sveinaflokki: 100 m. hlaup: Víkingur Arnason Sv. 13,2 sek. (15 og 16 ára) Ragnar Stefánsson R. 13,4 sek. 100 m. hlaup: öm Viðar Arnarson R. 13,5 sek. Eyþór Hauksson Skr. 12,7 sek. Amþór Hermannsson R. 12,8 sek. 400 m. hlaup: Ragnar Stefánsson R. 63,2 sek. Halldór Gunnarsson ö. 12,8 sek öm Viðar Arnarson R. 65,0 sek. 400 m. hlaup: Amar Snorrason Þ.Sv. 66,5 sek. Amþór Hermannsson R. 60,0 sek. Árni G. Árnason R. 66,5 sek. öm Traustason R. 60,2 sek. Halldór Gunnarsson Ö. 62,0 sek. Langstökk: öm Viðar Arnarson R. 4,71 m. 800 m. hlaup: ' Ragnar Stefánsson R. 4,64 m. Jóhannes Antonsson Sv. 2:39,4 mín. Arnar Snorrason Þ.Sv. 4,30 m. Amþór Hermannsson R. 2:39,5 mín. Brynjólfur Jóhannsson V. 2:52,8 mín. Hástökk: öm Viðar Arnarson R. 1,45 m. Langstökk: Víkingur Arnason Sv. 1,40 m. Rúnar Berg R. 4,90 m. Árni G. Árnason R. 1,25 m. Arnþór Hermannsson R. 4,85 m. öm Traustason R. 4,70 m. Kúluvarp: (4 kg. kúla) Anton Níelsson Sv. 10,87 m. öm Viðar Arnarson R. 8,75 m. Hástökk: Óli Þór Árnason R. 8,36 m. Rúnar Berg R. 1,55 m. Amþór Hermannsson R. 1,50 m. Spjótkast: Óli Þór Árnason R. 36,34 m. öm Traustason R. 1,40 m. Anton Níelsson Sv. 31,31 m. Kúluvarp: (4 kg. kúla) Vilhelm Hallgrímsson Sv. 30,51 m. Rúnar Berg R. 12,62 m. Flest stig í piltaflokki: Örn Viðar Am- Gunnar Garðarson R. öm Traustason R. 11,29 m. 9,56 m. arson, Keyni 1». stig. Úrslit í meyjaflokki Spjótkast: (600 grömm) Rúnar Berg R. 37,29 m. (15 og 16 ára) 100 m. hlaup: Sigfús Gunnarsson Dbr. 30,23 m. Halldóra Gunnlaugsdóttir Skr. 13,4 sek. Flest stig í sveinaflokki: Rúnar Berg, Þuríður Árnadóttir Skr. 13,7 sek. Reyni hlaut 21 stig. Anna G. Snorradóttir R. 15,1 sek. 400 m. hlaup: Á mótinu kepptu 89 ungling- Halldóra Gunnlaugsd. Skr. Þuríður Árnadóttir Skr. 66,6 sek. ar frá 9 ungmennafélögum og er Anna G. Snorradóttir R. 75,3 sek. stigakeppni milli félaganna. Þórsarar fengu kærkomið tækifæri til að jafna marka- tölu sína, er þeir mættu Austra á Akureyrarvelli á föstudagskvöldið. Fyrr í sumar höfðu KA menn skor- að ellefu mörk hjá Austra, þannig að búast mátti við markaregni. Þórsarar byrjuðu á fullum krafti og sóttu stíft að Austra- markinu. Á 9. mín. lék Guð- mundur Skarphéðinsson upp hægri kantinn og lék á einn eða tvo varnarmenn og skoraði síð- an örugglega. Nokkrum mín. síðar bætti Oddur Óskarsson öðru markinu við, eftir mis- heppnað úthlaup markmanns- ins. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, en smám saman dró af Þórsurum og það sem eftir var hálfleiksins var mest um miðjuþóf að ræða. í síðari hálfleik byrjuðu Þórsarar galvaskir og á 8. mín. sótti Guðmundur Skarphéðins- son upp hægri kantinn og gaf síðan vel fyrir og þar kom Óskar Gunnarsson aðvífandi og skor- aði viðstöðulaust. Nokkrum mín. síðar gaf Guðmundur aftur góðan bolta fyrir markið og Árni Stefánsson skallaði í netið með tilþrifum. Á 21. mín. bættu Þórsarar fimmta markinu við er Guðmundur skoraði eftir að skotið hafði verið í stöng. Þannig lauk leiknum með fimrn mörkum gegn engu. Leikurinn var aldrei skemmtilegur því mótspyrna Austra var svo lítil að þeir áttu aldrei möguleika á að halda i við Þórsara, sem hefðu getað unnið með enn meiri yfirburð- um. Úrslit stigakeppninnar: Umf. Reynir (R.) 165,5 stig Umf. Skriðuhr. (Skr.) 95,0 stig Umf. Svarfdæla (Sv.) 57,0 stig Umf. Þorst. Svörfuður 16,5 stig Umf. Dagsbrún (Dbr) 14,0 stig Umf. Árroðinn (Árr) 8,0 stig Umf. Möðruvallas. (M) 5,0 stig Umf. Öxndæla (Ö) 4,0 stig Umf. Vorboðinn (V) 3,0stig Hjördís Stefánsdóttir Umf. Dagsbrún setti íslandsmet í spjótkasti stelpna 12 ára og yngri, kastaði spjótinu 24,89 m. Hún átti sjálf eldra metið, sett á Meistaramóti íslands 14 ára og yngri í Reykjavík 28. júní sl. Minningar- leikur Á fimmtudagskvöldið verður hinn árlegi minningarleikur um Jakob heitinn Jakobsson. Þá leika toppliðin í fyrstu og annarri deild, Valur og KA. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.