Dagur - 29.07.1980, Qupperneq 8
DAGUR
Akureyri, þriðjudagur 29. júlí
RAFGEYMAR
í BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VELJIÐ RÉTT
MERKI
Þessi mynd var tekin af framkvæmdum við laxastigann fyrir rösklega tveimur árum.
Mynd: á.þ.
Tilbúinn í haust
Nú líöur aö því að smíði laxa-
stiga í Laxá í Aðaldal fari að
ljúka. Þetta er fjórða sumarið
sem unnið er við verkið og er
búist við að því verði endanlega
lokið seint í sumar eða í haust.
Laxastigarnir standa við Laxár-
virkjun í svokölluðu Laxárgljúfri,
þar sem Laxá fellur úr Laxárdal í
Aðaldal. I sumar hafa um 10-12
manns unnið við verkið. Öllum
sprengingum og borunum er lokið
og búið er að steypa alla stigana.
Eftir er m.a. að setja um rafmagns-
girðingar auk smáræðis frágangs.
Laxinn er eitthvað farinn að
ganga og gerði það örlítið strax í
fyrrasumar. Þessi gerð af stigum
hefur gefið góða raun erlendis en
hann mun vera með fyrstu stigun-
um af þessari tegund sem smíðaður
er hérlendis.
Sumarmót herstöðva-
andstæðinga í Hrísey
Sumarmót herstöðvaandstæð-
inga á Norðurlandi verður haldið
í Hrísey um verslunarmanna-
helgina. Farið verður út í eyju
föstudaginn 1. ágúst. Sumarmót-
ið verður sambland af útilegu,
samveru og umræðum. Sérstök
dagskrá verður alla helgina fyrir
böm. Dvalið verður í tjöldum,
nema veðurguðirnir verði sparir á
góðviðrið. Þá verður samkomu-
hús eyjarinnar mótsgestum til af-
nota. Þátttöku má tilkynna í síma
(96)21788 og 25745.
Olíumöl á Raufarhöfn:
Hefur sálræn
Raufarhöfn, 22. júlí.
Nú um nokkurt skeið hefur ver-
ið unnið að endurbótum á kirkj-
unni á Raufarhöfn. Vorið 1979
var hún tekin í notkun eftir
gagngerar breytingar en þá var
ólokið að vinna dálítið í múr-
verki að utan. Nú er verið að
mála hana og lagfæra lóðina.
Hreppurinn hefur nú keypt
Nú er komin oliumöl á götur á Raufarhöfn. Mynd: á.þ.
AKUREYRI:
Mót á Melgerðismelum
UNDIR SMÁSJÁ
áhrif
Hótel Norðurljós og var það tekið í
gagnið nú fyrir nokkrum dögum.
Hótelið hafði verið lokað um
nokkurn tíma.
Eitt af stóru málunum hérna
hefur verið vegurinn um Sléttuna
og virðist vinna við hann ganga
með afburðum hratt fyrir sig. Hér á
Raufarhöfn er nýbúið að leggja
olíumöl á vegi í fyrsta skipti og er
að því alveg geysilegur munur.
Þetta virðist meira að segja hafa
haft sálræn áhrif á fólk og-er það nú
farið að hugsa miklu meira um
garða sína og annað umhverfis sig
en áður var.
í u.þ.b. tvo mánuði hefur verið
unnið við uppsetningu á aðflugs-
ljósum á flugvellinum á Raufar-
höfn og er því verki rétt að ljúka.
Vatnsveitan hérna er orðin mjög
góð, alla vega miðað við það sem
áður var, og við erum mjög ánægðir
með það.
Árlegt Melgerðismelamót fór
fram um helgina. Um 100
manns kepptu á hestum sínum
á mótinu, sem tókst mjög véí,
einkanlega á sunnudaginn, en
þá var sól og blíða.
í gæðingakeppnum undanfarið
hafa hross þeirra Magna Kjart-
anssonar í Árgerði og Sigurðar
Snæbjörnssonar á Höskuldsstöð-
um sýnt áberandi góðan árangur
og svo var einnig á þessu móti.
Þess má geta, að Islandsmeistar-
inn í hestaíþróttum vann titil sinn
í Reykjavík á Fálka frá Hösk-
uldsstöðum um síðustu mánaða-
mót.
Á mótinu varð efstur í A-flokki
gæðinga Logi Höskuldar Jóns-
sonar Akureyri, önnur Hekla
Matthíasar Eiðssonar Akureyri,
en þau eru bæði frá Árgerði. I
þriðja sæti varð Ljósvaki Birgis
Ámasonar Akureyri. 1 B-flokki
gæðinga sigraði Kristall Gunnars
Jakobssonar Akureyri, annar
varð Þorri Sigurðar Snæbjörns-
sonar Höskuldsstöðum og þriðji
Reykur Jóns Matthíassonar á
Hömrum.
Önnur helstu úrslit urðu þau,
að í unglingaflokki sigraði Helga
Ámadóttir á Þokka, i gæðinga-
skeiði sigraði Stefán Friðgeirsson
á Stefni, í 150 m skeiði sigraði
Björn Þorsteinsson á Blæ, í 250 m
skeiði Stefán Friðgeirsson á
Stefni, í 250 m stökki sigraði Lýs-
ingur frá Þykkvabæ, 300 m stökk
sigraði Óli og 600 m stökk sigraði
Leó frá Nýjabæ. Knapi á þremur
síðasttöldu hestunum var Baldur
Baldursson, sem jafnframt er eig-
andi Leós. í 1200 m brokki sigraði
Jarpur Jóns Höskuldssonar, Ak-
ureyri.
— Könnun á landslagi, jarðsöguminjum, gróðri og dýralífi
Náttúrugripasafnið á Akureyri
vinnur nú að könnun á náttúru-
fari í lögsagnarumdæmi Akur-
eyrar. í því felst m.a. könnun á
landslagi, jarðsöguminjum,
gróðri og dýralífi (fuglalífi) á
þessu svæði. Gamlar búsetu-
minjar (rústir o.fl.) eru einnig at-
hugaðar og skráðar og reynt að
staðfæra örnefni sem til eru.
Ennfremur er hugað að núver-
andi landnýtingu, jarðraski
ýmiss konar og almennri
umgengni.
Tveir stigahæstu unglingarnir. Hclga Árnadóttir sem varð nr. 1 og Ásgeir Her-
bcrtsson sem varð í öðru sæti. Mynd: H. Sv.
Lan'dslag á Akureyri er ótrúlega
fjölbreytt og þar með einnig gróður
og dýralíf. Til dæmis finnast þar
flest jarðsöguleg fyrirbæri (jarð-
myndanir) og flestar bergtegundir
landsins koma þar fyrir. Fuglalíf er
framúrskarandi auðugt og gróður-
inn víða mjög ríkulegur, einkum í
Glerárgrli, og fjöldi jurtategunda
furðu mikill.
Það er vandi að byggja upp borg
í slíku umhverfi, og mikið í húfi ef
illa tekst til. Því er ekki að neita, að
töluverðar skemmdir hafa verið
unnar á náttúrufari Akureyrar-
lands á síðustu áratugum. Nægir
þar að minna á Glerárgilið og
næsta umhverfi þess, en gilið hefur
um áratuga skeið verið notað sem
allsherjar-ruslakista og hver einasti
malarhóll í grennd þess hefur nú
verið jafnaður við jörðu.
Ýmsar af þessum breytingum
hefði trúlega mátt forðast ef næg
vitneskja hefði verið fyrir hendi og
skipulagið samræmt hinum ýmsu
þáttum náttúru og mannlífs. Það er
megintilgangur núverandi könn-
unar að koma í veg fyrir ,,slys“ af
þessu tagi og skapa grundvöll fyrir
fjölþætta og skynsamlega nýtingu
landsins í framtíðinni, með því
m.a., að skrásetja náttúruminjar og
söguminjar sem nauðsynlegt er að
vernda fyrir öllu raski og aðrar sem
þarf að hafa auga með, benda á
svæði sem henta til útivistar fyrir
almenning, til tómstundabúskapar
Úr Glerárgili. Mynd: H. Hg.
o.s.frv. og vísa á hentugar göngu-
leiðir um nágrenni bæjarins.
í tengslum við könnunina hefur
verið tekið allmikið af ljósmyndum
og er ætlunin að efna til sýningar á
þeim seinna í sumar'eða í haust.
Einnig er fyrirhugað að koma á
stuttum ferðum til skoðunar á um-
hverfi bæjarins og verða þær
væntanlega um helgar í ágústmán-
uði. Það er sannast mála, að flestir
Akureyringar eru furðu lítið
kunnugir næsta umhverfi bæjarins
og leita oft langt yfir skammt þegar
þeir vilja komast út í náttúruna. Af
þessari vanþekkingu leiðir svo af-
skiptaleysi, eins og dæmin sanna,
því enginn kann að meta það að
verðleikum, sem hann þekkir ekki.
(Undantekning frá þessu er útivist-
arsvæðið í Kjarna, sem hefur verið
kynnt allvel á síðustu árum).
Aðalfundur SUNN verður hald-
inn á Akureyri, dagana 23.-24.
ágúst, og verður hann sérstaklega
tileinkaður umhverfismálum bæj-
arins. Þá er fyrirhugað að
halda fund um sjávarmengun í
innanverðum Eyjafirði, í sept-
ember í haust, en rannsóknir þar að
lútandi hafa verið í gangi síðan árið
1971.
(Fréttatilkynning
frá Náttúrugripasafninu).