Dagur - 31.07.1980, Síða 1

Dagur - 31.07.1980, Síða 1
TRÚLOFUNAR' HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Akureyri, þriðjudagur 29. júlí 1980. 53. tölublað mmmmmmmmmmmmmmmmtmmBammmmmmBmmmmaammammBBSBmmmm LXIII. árgangur. Séð inn Eyjafjörð. Mynd: S. Þ. Fyrsta blaðið litprentað: Merk þáttaskil í útgáfusögu Dags Dagur hefur nú tekið í notkun fleiri einingar við prentvél sína, sem gerir kleift að prenta blaðið í fjórum litum, þ.e. full- komnar litmyndir, eins og lesendur sjá á þessu fyrsta litprentaða eintaki. Þessi viðbótartæki komu til Akureyrar fyrir tæpum hálfum mánuði og hefur verið unnið að uppsetningu þeirra síðan. Þeir möguleikar sem opnast með tilkomu þessara tækja marka enn ein þáttaskil í út- gáfusögu Dags. Eins og áður sagði verður hægt að prenta fullkomnar litmyndir í blaðinu, auk þess sem hægt verður að stækka blaðið upp í allt að 24 síður. Þá má geta þess, að í Prentverki Odds Björnssonar, þar sem prentvélin stendur og blaðið er prentað, eru tæki til litgreiningar á Ijósmyndum. Að sögn fróðra manna er prentvél Dags sú alfullkomn- asta utan Reykjavíkur og jafn- framt sú nýjasta sem til er í landinu og sú eina utan Reykjavíkur, sem prentar af rúllum. Við uppsetningu á vél- inni hafa unnið Clay Burnham frá King-Press fyrirtækinu í Bandaríkjunum, ásamt Herði Svanbergssyni, verkstjóra í prentsal og öðrum starfsmönn- um POB. Eins og gefur að skilja er lit- prentun nokkuð dýr og því mega lesendur ekki búast við því að litmyndir eins og nú birtast í blaðinu verði daglegt brauð. Hins vegar verður haus blaðsins og sitthvað fleira í lit í framtíðinni og blaðið vonandi fallegra og frísklegra í útliti. Dagur óskar sjálfum sér og les- endum sínum til hamingju með áfangann. Forsetaskipti Vigdís Finnbogadóttir tekur við embætti forseta Islands á morg- un, föstudaginn 1. ágúst. Innsetningarathöfnin hefst með því, að forsetaefnið gengur úr Al- þingishúsinu yfir í Dómkirkjuna, ásamt fráfarandi forseta og for- setafrú, auk handhafa forsetavalds og nokkurra embættismanna. I Dómkirkjunni stýrir biskup íslands guðsþjónustu, en að henni lokinni verður gengið til Alþingishússins, þar sem forseti Hæstaréttar lýsir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælir fram eiðstafinn, sem Vigdís Finnbogadóttir undirritar. Að loknu ávarpi og árnaðarósk- um forseta Hæstaréttar gengur hinn nýkjörni forseti úl á svalir Al- ingishússins, en því næst ávarpar hann boðsgesti, sem verða um 150, í sal neðri deildar Alþingis og þessari virðulegu en látlausu at- höfn lýkur svo með því að þjóð- söngurinn verður sunginn. Litprentun fyrsta blaðsins undirbúin í P.O.B.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.