Dagur - 31.07.1980, Síða 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓIHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Dagur í lit
Dagur hefur nú tekið í notkun við-
bótartæki við prentvél sína, sem
gera kleift að prenta blaðið í fjór-
um litum og allt upp í 24 síður að
stærð. Áður var aðeins hægt að
prenta í vélinni átta síðna blað og
aðeins svartan lit. Þetta mikla
spor markar enn ein þáttaskil í
mikiili framfarasókn blaðsins síð-
ustu árin. Dagur markaði sér sér-
stöðu meðal landsbyggðablað-
anna árið 1977 þegar útgáfan var
aukin úr einu blaði á viku í tvö, en
fyrr á því ári hafði blaðið eignast
mjög fullkomna offset-prentvél.
Næsta skref var útgáfa sérstaks
helgarblaðs fyrr á þessu ári. Það
hefur komið út mánaðarlega, en
vonir standa til að það verði í
framtíðinni þriðja blaðið í viku
hverri.
Þörf fyrir lands-
byggðablöð
Þessi árangur blaðsins segir sína
sögu og er sérstaklega athyglis-
verður þegar litið er til þeirrar
staðreyndar, að Dagur hefur ekki,
fremur en önnur landsbyggða-
blöð, notið mikilla styrkja til út-
gáfunnar, eins og raunin er með
flest dagblöðin í Reykjavík. Styrk-
urinn til Dags á þessu ári nægir
ekki til þess að gefa út eitt tölu-
blað. Það er svo hins vegar væg-
ast sagt undarleg tilhögun, að
hægt skuli vera að gefa út dagblað
í Reykjavík nær eingöngu með
opinberum styrkjum, bæði bein-
um og óbeinum í formi opinberra
auglýsinga, á sama tíma og
landsbyggðablöðin njóta svo til
einskis í þessum efnum. Vel-
gengni Dags sýnir svo ekki verður
um villst, að mikil þörf er fyrir al-
mennt frétta- og auglýsingablað í
Norðlendingafjórðungi og vafa-
laust í öðrum landsfjórðungum
einnig.
Krafa um jafnrétti
Sú krafa hlýtur að vera gerð, að sé
á annað borð veitt opinbert fé til
blaðaútgáfu á íslandi, þá gjaldi
landsbyggðablöðin ekki fjarlægð-
arinnar frá Reykjavík og kerfinu,
heldur njóti sömu aðstöðu og
Reykjavíkurblöðin. Þetta er krafa
um jafnrétti, og hefur ekkert að
gera með spurninguna um það,
hvort opinberir styrkir Skuli veittir
til blaðaútgáfu.
Það kannast víst flestir Akur-
eyringar við lítið, svart og
vinalegt timburhús sem stend-
ur við Aðalstræti 54 og líklega
hefur meirihiutinn einhvern
tírnann heimsótt það. Þetta er
bemskuheimili Nonna, eða
Jóns Sveinssonar rithöfundar,
og nefnist Nonnahús. Þegar
blaðamaður Dags rölti þar upp
að, barst á móti honum hug-
Ijúfur söngur. Það var finnski
unglingakórinn Pudas sem
þarna var í heimsókn og söng
að lokum lagið „Hafið bláa
hafið“. Þegar unglingakórinn
var farinn voru safngestir
frekar fáir svo undirrituð not-
aði tækifærið og fékk annan
safnvörðinn til að ganga með
sér um húsið og upplýsa eitt og
annað.
Nonni fæddist að Möðruvöll-
um í Hörgárdal árið 1857. Hann
fluttist með foreldrum sínum til
Akureyrar 1865, í svokallað Páls-
hús og nefnt hefur verið Nonna-
hús. Nonni bjó ekki í þessu húsi
nema í fimm ár en þá bauðst
honum að fara til náms í Jesúíta-
skólann í Amiens í Frakklandi.
Síðar vígðist hann prestur
Jesúítareglunnar. Nonni ferðaðist
út um allan heim, lærði, stundaði
trúboðsstörf, kenndi og skrifaði.
Hann dó í Köln í Þýskalandi árið
1944 og er grafinn þar. Hann kom
einungis tvisvar til íslands eftir að
hann sem drengur fór utan til
náms. í fyrra sinnið 1894 og 1930
kom hann á Alþingishátíðina í
boði ríkisstjórnarinnar. i þeirri
ferð var hann gerður að heiðurs-
borgara Akureyrar.
Á 100 ára afmæli Nonna, 1957,
var Nonnahúsið opnað sem safn.
Það er eign og í vörslu Zonta-
klúbbsins á Akureyri. Það var
nánast í niðurníðslu þegar
klúbburinn tók það að sér, gerði
það upp og opnaði sem safn. Bak
við húsið er stór kartöflugarður
og er hann aðaltekjulind hússins,
auk skemmtana og flóamarkaða
sem Zontaklúbburinn gengst fyr-
ir til að standa straum af rekstri
hússins. Auk þess lætur bærinn
og ríkið einhverja styrki af hendi
rakna.
NONNAHÚS
„Nonni og Manni“
á 17 tungumálum
Á neðri hæð hússins eru tvær
stofur, eldhús og búr. í eldhúsinu
getur að líta forna eldavél, leirtau
i rekkum og búsáhöld svo eitt-
hvað sé nefnt. í stofunum er fátt
um húsgögn en meðfram veggj-
unum eru gerborð og þar í eru
bækur Nonna á hinum ýmsu
tungumálum. Bækur hans voru
þýddar á um 40 þjóðtungur og í
safninu er m.a. bókin „Nonni og
Manni“ á 17 tungumálum. Bæk-
ur Nonna urðu alls tólf, flestar
skrifaðar á þýsku og kom sú
fyrsta út árið 1906.
Á veggjum eru myndir af
Nonna í starfi og leik og nokkrar
eru þær af honum umkringdum
börnum. Þarna er brjóstmynd af
honum sem útgefandi bóka hans í
Þýskalandi, Herder Dorneich, gaf
safninu. Einnig er þarna eftir-
mynd af styttu sem Nonnavina-
félagið í Köln gaf safninu og er
hún af dreng sem situr við gos-
brunn og les bók, væntanlega
eina Nonnabókina. Á neðri hæð
hússins er skáli sem byggður var
við húsið eftir að það var gert að
safni. Þar, á veggjunum, eru
teikningar eftir ýmsa höfunda og
eru fyrirmyndirnar að sjálfsögðu
atvik úr Nonnabókunum.
Á efri hæð hússins eru þrjú
svefnherbergi, öll lítil og undir
súð. í herbergi Nonna, sem
gjarnan er nefnt bláa herbergið,
eru fáir munir. Rúm, borð með
skrifpúlti, stóll, kolaofn og kista
sem Nonni hafði alllaf á
ferðalögum sínum um heiminn.
Hin herbergin eru svipuð, með
rúmum, borðum og stólum en þar
getur einnig að líta gamla
saumavél, veggklukku og þvotta-
borð. Og fyrir framan eitt rúmið
eru sauðskinnsskór.
Mest aðsókn
Þjóðverja
Safngestum var nú farið að
fjölga all verulega og tæplega
rúm fyrir mikið fleiri á loftinu.
Þegar blaðamaður hafði klöngr-
ast niður stigann aftur var neðri
hæðin einnig full af ferðamönn-
um á öllum aldri og af mörgum
þjóðernum. Það er líka sunnu-
dagur og þrátt fyrir gott veður
notar fólk frídaganá til annars en
sleikja sólskinið. Lítil stelpa kall-
aði yfir sig hrifin á pabba sinn:
„Pabbi, komdu ogsjáðu myndina
af Nonna og Manna í bátnum.“
Svo það er ekki liðin tíð að börn
hafi gaman af Nonnabókunum.
Safnvörður sagði að aÓ8o>knin
væri nokkuð mikil. Erlendir
ferðamenn eru að vísu í miklum
meirihluta og ber þar mest á
Þjóðverjum. Innlendir ferða-
menn láta sitt heldur ekki eftir
liggja. Akureyringar koma nú
ekki oft í safnið, helst með að-
komufólki og svo sem :börn. En
það er orðin föst venja að fimmti
bekkur barnaskólanna ; komi og
skoði húsið.
I stuttri grein er aldrei hægt að
gefa nema örlitla hugmynd um
hvernig umhorfs er í safni sem
Nonnahúsið er. Þó að hú§ið sé
gamalt og safnmunir eklu mangiil
þá upplifir maður einhvernveg-
inn í huganum þá ánægju seni
maður sem barn hafði af Nonna-
bókunum.
Kjörnir fulltrúar - lýðræöislegt vald
í skýrslu sinni til aðalfundar
Sambandsins 11. og 12. júní sl.
gerði Valur Arnþórsson, stjórn-
arformaður, hina lýðræðislegu
stjórnun í samvinnuhreyfing-
unni að umtalsefni og sagði þá
m.a.:
„Hinir kjörnu fulltrúar kaupfé-
laganna, Sambandsins og sam-
starfsfyrirtækjanna eru að sjálf-
sögðu lykillinn að hinu lýðræðis-
lega valdi í samvinnuhreyfingunni
sem vissulega ber að efla og styrkja
og gera sem virkast. í þessu sam-
bandi skal rifjað upp að á aðal-
fundum 25 kaupfélaga í landinu,
sem eru deildaskipt, situr 1.341 að-
alfundarfulltrúi, auk þess sem 17
kaupfélög eru ódeildaskipt og þar
eiga allir félagsmennirnir, 4.026 að
tölu, sæti á aðalfundum með full-
um réttindum. Stjórnarmenn í
kaupfélögunum, sem að sjálfsögðu
eru kosnir af aðalfundunum, eru
218 og kaupfélögin í landinu halda
um 400 stjórnarfundi á ári. Aðal-
fundir kaupfélaganna kjósa 114
fulltrúa á aðalfund Sambandsins,
sem aftur kýs 9 manna stjórn Sam-
bandsins, auk þess sem starfs-
mannafélög Sambandsins kjósa tvo
fulltrúa í stjórn þess. Búvörudeild
heldur sérstakan ársfund með
fulllrúum afurðasölufélaganna,
Valur Arnþórsson.
sem kýs sérstaka samstarfsnefnd,
hið sama gerir Osta- og smjörsalan
og kýs sér sérstaka stjórn. Sjávaraf-
urðadeild heldur sérstakan ársfund
með fulltrúum SAFF-frystihús-
anna og þar er kosin stjórn. Á að-
alfundum samstarfsfyrirtækjanna
mæta mörg hundruð manns, og í
stjómum samstarfsfyrirtækjanna
eiga sæti 83 menn. Stjórnarfundir í
samstarfsfyrirtækunum eruyfir 100
á ári.
Sé samvinnuhreyfingin dregin
saman í hnotskurn má segja að 42
þúsund félagsmenn kjósi fast að
l'.OOO félagskjörna trúnaðarmenn,
þegar með eru taldar deildastjórnir,
en féiagskjörnir stjórnarmenn úr
þeim hópi ráða síðan 150 fram-
kvæmdastjóra kaupfélaganna,
Sambandsins og samstarfsfyrir-
tækjanna. Sé dreginn saman fjöldi
deildafunda og stjórnarfunda í
kaupfélögunum, Sambandinu og
samstarfsfyrirtækjunum eru þetta
alls um 750 fundir á ári, en allt er
þetta rifjað upp hér til þess að
benda á að hið fclagskjörna og
lýðræðislega vald í samvinnu-
hreyfingunni er mjög víðtækt og
mjög virkt, og það gegnir ákaflega
þýðingarmiklu hlutverki í allri
stefnumótun og ákvarðanatöku
samvinnuhreyfingarinnar.
Vissulega eru til dæmi þess, til-
tölulega fá, að sömu menn sitji í
stjóm fleiri en eins samvinnufélags
eða fyrirtækis og á það sér sínar
eðlilegu skýringar. Utanaðkom-
andi aðstæður hafa ráðið því að
þegar ráðist var í ýmsar nýjar
starfsgreinar á undanförnum ára-
tugum varð að skipuleggja þær í
sérstökum samstarfsfyrirtækjum
fremur en að gera þær að hreinum
deildum í Sambandinu. Hefðu
þessar starfsgreinar hins vegar ver-
ið hreinar deildir í Sambandinu
hefðu þær að sjálfsögðu heyrt beint
undir framkvæmdastjórn, forstjóra
og stjórn Sambandsins, og síðan
aðalfund. Þótt utanaðkomandi að-
stæður hafi gert æskilegt eða
nauðsynlegt að skipuleggja þessar
starfsgreinar sem sérstök fyrirtæki
eru þær eftir sem áður greinar á
meiði samvinnustarfsins, draga að-
alnæringu sína úr rótum sam-
vinnustarfsins og verða að fylgja
þeim meginlínum sem hið lýðræð-
islega vald í samvinnuhreyfingunni
leggur. Það er því ekki bara æski-
legt heldur nauðsynlegl að stjorn
Sambandsins og æðstu trúnaðar-
menn þess hafi aðstöðu til beinna
áhrifa í samstarfsfyrirtækjunum,
þannig að í aðalatriðum sé sam-
ræmdri heildarstefnu samvinnu-
hreyfingarinnar fylgt, eins og hún
er mótuð á hverjum tíma. Um þetta
hef ég ekki fleiri orð en vil fullyrða
að lýðræðisleg stjórnun og stefnu-
mótun sé víðtækari og virkari í
hinni íslensku samvinnuhreyfingu
en í samvinnuhreyfingum annarra
þjóðlanda, og hún stenst fyllilega
samanburð við aðrar fjöldahreyf-
ingar í þessu landi. Ég ítreka svo
nauðsyn þess að félagslega kjörnir
trúnaðarmenn samvinnuhreyfing-
arinnar fái sem besta aðstöðu til að
þroskast og þjálfast í störfum sínum
fyrir hreyfinguna og þá m.a. með
þátttöku í námskciöshaldi Sam-
vinnuskólans sem er til sérstakrar
fyrirmyndar og ber hiklaust að
halda áfram og efla eftir föngum.“
4.DAGUR
tÞórgunnur
Lárusdóttir
F. 31. júlí 1947 - D. 19. júní 1980
Þórgunnur Lárusdóttir, húsfreyja í
Arnarfelli í Saurbæjarhreppi and-
aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 19. júní, eftir löng og
ströng veikindi og var jarðsungin
frá Akureyrarkirkju 1. júlí. Margir
fylgdu hinni 33 ára gömlu konu til
grafar.
Foreldrar Þórgunnar voru Vil-
borg Pálmadóttir frá Gullbrekku í
Eyjafirði og Lárus Haraldsson
pípulagningamaður á Akureyri,
sem látinn er fyrir allmörgum ár-
um.
Þórgunnur vann hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga á Akureyri um árabil,
fyrst í Stjörnu-Apóteki. Hún var
framúrskarandi að starfhæfni og
dugnaði og voru störf hennar að
verðleikum metin af þeim sem til
þekktu.
Árið 1972 flutti Þórgunnur að
Arnarfelli og hóf búskap með
manni sínum, Jóni Eiríkssyni, sem
þar átti heima. Hann keypti jörðina
og þau stunduðu mjólkurfram-
leiðslu fyrstu árin en breyttu svo
búskap sínum í fugla- og svína-
kjötsframleiðslu, byggðu sér gott
og smekklegt heimili og lék allt i
lyndi þau ár.
Börn þeirra Jóns og Þórgunnar
eru: Sunna Vilborg 9 ára og Eiríkur
Ingvi 5 ára.
Saga Þórgunnar varð ekki löng,
en hún var björt og hamingjurík á
meðan dagur entist og veikindin
höfðu ekki kvatt dyra á þann
óvægilega hátt sem síðar varð. En í
þjáningafullum veikindum varð
sagan einnig hetjusaga Þórgunnar
og sýndi bæði þroska hennar og
geðstyrk í ríkum mæli þegar m'est-
reyndi á og öllum var ljóst hvert
stefndi.
Um leið og ástvinum eru sendar
samúðarkveðjur vegna fráfalls
hinnar mikilhæfu og góðu konu,
ber mörgum að þakka bjartan og
trúan starfsdag og hetjulund, allt til
þess er hvítir vængir dauðans báru
hana til nýrra heima.
E.D.
t
Aðalbergur
Stefánsson
F. 20. ágúst 1927 - D. 4. júlí 1980
Hinn 14. júlí sl. var Aðalbergur
Kristján Stefánsson starfsmaður á
Kristneshæli til moldar borinn frá
Akureyrarkirkju, aðeins 53 ára
gamall.
Hann var Skagfirðingur, fæddur
á Hjaltastöðum 20. ágúst 1927.
Foreldrar hans voru hjónin Stein-
unn Jónsdóttir og Stefán Jónsson,
en þeirra börn urðu tíu. Elstir voru
tvíburarnir Aðalbergur og Sigurður
Jón, Reykjavík, Erla Kristín, hús-
móðir Keflavík, Jón Haukur, múr-
ari, Reykjavík, Halla Engilráð,
húsmóðir syðra, Rögnvaldur Skag-
fjörð og Kristbjörg Munda bæði
hjúkrunarfræðingar. Þrír drengir,
Rögnvaldur Skagfjörð, Ámundi og
Björn dóu ungir.
Fátæk var fjölskyldan og dvaldi
á ýmsum stöðum svo sem Hjalta-
stöðum, Framnesi, Flugumýrar-
hvammi, Miðgrund og Kúskerpi,
en þaðan lá leiðin til Bolungarvík-
ur, þar sem dvölin varð þrjú ár og
síðan til Reykjavíkur. Aðalbergur
vann fyrir sér á sumrin frá sjö ára
aldri á Bolungarárunum og síðan
var hann einhver sumur á Snæ-
fellsnesi eftir að fjölskyldan hafði
flult til höfuðborgarinnar og þar
mun hann þá hafa hugsað sér
framtíð þótt af því gæti ekki orðið.
Á fermingaraldri lá leiðin á ný til
Skagafjarðar og til nítján ára aldurs
var hann að mestu leyti á Hofi í
Vesturdal hjá frændfólki sínu.
Um þessi uppvaxtarár sín var
Aðalbergur jafnan fremur fáorður
en á ýmsu mátti skilja að hann
hefði verið í misjöfnum vistum og
mun það ekki ofmælt.
Þegar hér var komið sögu urðu
þáttaskil. Aðalbergur og Ragn-
heiður Gísladóttir skagfirsk
myndarkona, stofnuðu heimili á
Akureyri og áttu þau þar eða í ná-
grenni heima síðan. Þar vann
Aðalbergur á verkstæðum og í
verksmiðjum eða var bílstjóri og
sex ár stýrðu þau hjónin búi sona
sinna í Bitru í Glæsibæjarhreppi.
Síðustu árin unnu þau á Kristnes-
hæli og áttu þar einkar snyrtilegt
heimili.
Aðalbergur Stefánsson var mjög
bráðþroska unglingur, víkingur til
vinnu, fjölhæfur verkmaður og þvi
eftirsóttur. Hann var gerðarlegur í
sjón, hreinskiptinn og vinfastur. I
tómstundum sínum ól Aðalbergur
upp og tamdi marga góðhesta
þeirra hjóna, sem bæði voru hest-
elsk og áttu þau oft úrvalshesta á
sýningum.
Þau Aðalbergur og Ragnheiður
eignuðust þrjá syni: Pálma
Bjartmar, lögregluþjón í Keflavík,
Andrés Vigni, smið og bónda í
Akurseli í Öxarfirði og Stefán
verkamann á Akureyri.
Mjög ungur lenti Aðalbergur út
á óheillabraut ofnotkunar áfengis.
En með karlmannlegu átaki hóf
hann sig upp úr óreglunni og brást í
því efni hvorki sjálfum sér né öðr-
umeftirþað.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst jafn heilsteyptum manni og
góðum dreng og Aðalbergur
Stefánsson var. Það er mikil birta
yfir niinningu hans.
E.D.
Alfreð og Arni í K.R.
Það mun nú vera afráðið að
handboltamennirnir Alfreð
Gíslason úr KA og Árni
Stefánsson úr Þór sem báðir
verða við nám í Reykjavík
næsta vetur, gangi til liðs við
KR-inga. Vitað var að mörg
féiög á Reykjavíkursvæðinu
reyndu að fá þá félaga í sínar
raðir, en sennilega hefur
þeim litist best á vistina hjá
vesturbæjarliðinu.
Hilmar Björnsson mun þjálfa
KR liðið en hann er eins og
menn vita einn besti þjálfari
sem við íslendingar eigum.
Hann þjálfaði landsliðið hér
áður fyrr með mög góðum ár-
angri, og í fyrra þjálfaði hann
Valsliðið sem stóð sig betur en
nokkurt annað félagslið íslenskt
hefur gert á erlendum vett-
vangi. Þá hefir Hilmar verið
orðaður við þjálfun á landslið-
inu í vetur eftir brotthlaup Jó-
hanns Inga. Miklar líkur eru á
að Alfreð verði í íslenska lands-
liðinu í vetur, og eflaust mun
Ámi eiga þar möguleika líka.
Íþróttasíðan óskar þeim félög-
um velfarnaðar með sínu nýja
félagi, en vonast til að sjá þá
aftur í peysum sinna gömlu
félaga, þ.e.a.s. KA og Þórs.
Alfreð Gtslason.
Árni Stefánsson.
Enginn fótbolti
um næstu helgi
Um næstu helgi, þ.e.a.s.
verslunarmannahelgina,
verður ekkert leikið í ís-
landsmótinu í knattspyrnu.
Nú eru ellefu umferðir búnar
og Akureyrarfélögin Þór og
KA eru á toppnum með 17
stig, og hafa bæði tapað fimm
stigum. Þremur stigum á eftir
þeim koma næstu lið.
Við Akureyringar getum því
fastlega vonast eftir fyrstu-
deildarleikjum á Akureyrarvelli
næsta sumar. Nókkuð öruggt
má telja að minnsta kosti annað
liðið komist upp og mjög liklega
bæði. Ef litið er á úrslit leikj-
anna sem búnir eru kemur í Ijós
að staða Þórs er nokkuð sterk-
ari. Þeir hafa að vísu tapað öll-
um sínum stigum á grasvöllum,
öfugt við KA sem hefur tapað
öllum sínum stigum á malar-
völlum. Þórsarar hafa unnið
bæði ísafjörð og Hauka á úti-
velli en þessi lið eru aðalkepp-
endur Þórs og KA um fyrstu
sætin. KA hlaut hins vegar að-
eins eitt stig út úr útileikjum
sínum við þessi lið. Þór tapaði
báðum leikjum sinum við KA,
og einu stigi við Þrótt frá Nes-
kaupstað hér á Akureyrarvelli.
Útileikirnir hafa því verið
sterkari hjá þeim en heimaleik-
irnir.
Þórsarar gestir
á Ólafsvökunni
Á laugardagsmorguninn síð-
asta fór meistaraflokkur
Þórs í knattspyrnu til Fær-
eyja og lék þar einn leik við
Færeyska liðið B-36.
Þetta var einn af hápunktum
Ólafsvökunnar sem haldin var
þessa helgi, en venjan er að
bjóða einu íslensku liði á Ólafs-
vökuna. Fyrir nokkrum árum
fór t.d. ÍBA og lék þar knatt-
spyrnu.
í leiknum við B-36 skoruðu
Þórsarar tvö mörk, en máttu
jafn oft hirða knöttinn úr eigin
neti, þannig að leiknum lauk í
miklu bróðerni með tveimur
mörkum gegn tveimur. Þórsarar
komu síðan heim á mánudag-
inn.
Erfiðir leikir eftir
KA menn töpuðu fyrir Isfirð-
ingum og Þrótti, báðum á
útivelli, og gerðu jafntefli við
Hauka einnig á útivelii. Þeir
hafa því tapað stigum til
þriggja liða, en Þór aðeins fil
tveggja. Félögin eiga eftir
nokkra erfiða leiki. Bæði
eiga eftir að leika við Hauka
og fsfirðinga hér á Akureyri,
og ef KA heldur áfram að
vinna heimaleiki sína ættu
þessir leikir að verða þeim
léttir.
Þór hefur hins vegar ekki náð
toppleik á heimavelli ög geta
þessir leikir því orðið þeim erf-
iðir. Erfiðasti leikur á útivelli
fyrir KA virðist vera leikurinn
við Fylki, en hjá Þór virðist
leikurinn við Þrótt vera erfið-
astur.
Það er lengi hægt að velta sér
upp úr stöðunni í deildinni, og
hægt að mynda sér ýmsar skoð-
anir um það. Við skulum nú láta
verkin tala og bíðum spennt
eftir úrslitum leikjanna.
Hjá okkur
aetur þú
DAGUR.5