Dagur - 31.07.1980, Síða 6

Dagur - 31.07.1980, Síða 6
Á hlíðviðrisdögum eins og var hér á Akurcyri í gær, fyllast menn gjaman skáld- legum grillum, eins og Ijósmyndari Dags sem rölti niður að smábátahöfn. /F.tl- unin var að í hugann kæmu undurfagrar Ijóðlínur um „bátinn sem bíður mín“ og „hið spcglandi haf“, en einhvern vcginn æxlaðist það svo að stemmningin náðist betur á filmu. Hinsta kveðja til vinar míns Gísla J. Guðmanns Þú ert horfinn frá oss farinn fyrr en varir lífið þrýtur, Kólgan hinzta bátinn brýtur, brestur gjálp við feigðar skarir. Þú varst trúr og tryggur vinur, tryggðin þín mig œtíð gladdi, er því sárar er þú k vaddir œttar þinnar sterki hlynur. Listamaður Ijúfur varstu löngum var þar öll þín hyggja. Af Guði hlaustu það að þiggja, þess í verki merki barstu. Friður Guðs þig fái að geyma fagur séþinn hvíldarstaður, þú varst sjálfur sannur maður sem nú skoðar œðri heima. Jónas S. Jakobsson Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GARÐARS SIGURGEIRSSONAR, Staðarhóli. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og Kristneshæli, sem veittu honum aðhlynningu í veikindum hans. Eiginkona, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson: Um Raufarhafnarkirkju Hér á Raufarhöfn er steinkirkja sem reist var 1927 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Hún var vígð 1. janúar 1928. Haustið 1978. tók ég við prestsembætti hér en þá hafði staðið umræða um framtíð kirkjuhússins í nokkur ár, eða síðan 1975. En á því ári var kirkjan orðin svo illa farin af veðri og vindum að hún þarfnaðist enduruppbyggingar eða hún varð að víkja fyrir nýrri kirkju. Ýmsir vildu nýtt kirkjuhús þar sem hið gamla var svo illa farið. Kirkjan hafði verið óeinangruð frá upphafi enda tíðkaðist ekki að ein- angra kirkjur. Ofnar voru notaðir til upphitunar en aðeins fyrir at- hafnir. Við notkun kirkjunnar höfðu því tíðar og miklar hita- sveiflur talsverða rakamyndun í för með sér sem aftur olli fúa í tré. Svo var hitt að 1928 stóð kirkjan í miðri húsaþyrpingunni á staðnum. En nú hafði sú gamla byggð verið að mestu lögð undir síldarplön og síldarbragga sem reyndar ryð og fúi eyða nú. En íbúðarhúsabyggð færst mjög til suðurs. Stóð nú kirkjan ut- an við byggðakjarnann. En fleiri, og það mikill meirihluti íbúa hér, eins og kom í ljós þegar gerð var markviss skoðanakönnun, vildu endurbyggja kirkjuna sem er sér- staklega fallegt hús. Enda teiknuð af einum besta arkitekt sem ís- lendingar hafa átt. Þá stendur kirkjan á mjög fögr- um stað. Síldarbraggar sem von- andi hverfa hið fyrsta afskræma þó fagurt umhverfi. Síðan en ekki síst má geta þess að þegar siglt er inn í höfnina hér, þessa stórkostlegu höfn náttúrunnar, þá blasir kirkjan við beint fram undan stefni skips- ins. Um áratugaskeið var rautt innsiglingarljós í kirkjuturninum. Kirkjan hefur því löngum boðið sjómenn velkomna hingað. Haustið 1978 var því ákveðið að endurreisa kirkjuna ög var hafist handa þegar í stað. Smiðir frá Tré- smiðjunni Borg á Húsavík komu hér í byrjun október og skiptu um þak á kirkjuhúsinu og múrarinn, Óskar Stefánsson á Raufarhöfn, tók til við múrverkið. Síðan var unnið stöðugt í kirkjunni um vet- urinn og var svo langt komið um vorið að hægt var að taka hana í notkun á ný. Raufarhafnarkirkja varafturtekin í notkun 3. júní 1979 á hvítasunnudag og sýndi biskup Islands okkur þann heiður að vera hér við athöfnina og predika. Einnig þjónaði biskup fyrir altari ásamt prófasti Þingeyjarprófasts- dæmis séra Sigurði Guðmunds- syni, sóknarprestinum á Skinna- stað, séra Sigurvini Elíassyni og mér sjálfum. Á afskekktum stöðum ganga all- ar stórar framkvæmdir hægt og eru mjög dýrar og erfiðar vegna slæmra samgangna. Nú brá svo við að endurbygging Raufarhafnarkirkju gekk eins og í sögu. Állt lagðist á eitt um að framkvæmdin gengi vel. Það skal tekið fram að sóknar- nefndin hér er líklega ein sú besta á landinu. Og þau rösklega eitt hundrað heimili sem hér eru í sókn gáfu hvert og eitt fé og vinnu fyrir tugi þúsunda króna. Áður en til viðgerðarinnar kom hafði ekki verið messað í kirkjunni um þriggja ára skeið. En messur fóru fram í skólanum. Þó fóru útfarir fram í kirkjunni vegna þeirrar sérstöðu sem slíkar athafnir hafa. En á meðan hin vetrarlanga viðgerð stóð yfir höfðu menn áhyggjur af þeirri stöðu sem kynni að koma upp ef dauðsfall yrði. En enginn dó þenn- an vetur og ekki fyrr en nokkrum dögum áður en kirkjan var tekin formlega aftur í notkun og var þá hægt að jarða frá kirkjunni og strax á eftir urðu hér nokkrar útfarir. Erum við Raufarhafnarbúar ekki í vafa um að Drottinn byggði húsið — þar vorum við ekki ein að verki. Kristilegt mót við Astjörn Dagana 16. til 19. ágúst, að báðum dögum meðtöldum, hcldur Sjónarhæðarsöfnuðurinn kristilegt mót að Ástjörn í Kelduhverfi. Mótið verður sett laugardaginn 16. ágúst og er sérstaklega ætlað trúuðu fólki á öllum aldri. Ákveðið hefur verið að mæta kostnaðinum við mótið með frjálsum framlögum þátt- takenda en ekki hafa ákveðið mótsgjald. Aðstaðan við Ástjörn er mjög góð hvað húsnæði og annan að- búnað varðar. Mótsgestir þurfa að hafa með sér svefnpoka eða teppi og allur matur er þar til reiðu. Tvö síðastliðin sumur hafa verið haldin lík mót og þetta er hugsað. Þá hefur fólk frá ýmsum trúfélögum átt góðar og uppbyggilegar stundir um Guðs orð í fögru og friðsælu um- hverfi. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í þessu móti, tilkynni það eigi síðar en 10. ágúst, í símum 22733 eða 22510 og geta þeir fengið þar allar nánari upplýsingar. Allir eru hjartanlega velkomnir. (Úr frétta- tilkynningu). Ekki farið að tína ber ennþá Grenivík, 29. júlí. Hér eru menn eitthvað farnir að taka upp kartöflur í matinn handa sér og allt útlit er fyrir góða kart- öfluuppskeru. Að öllu óbreyttu um tíðarfarið verður farið að taka upp af öllum krafti um mánaðamótin ágúst-september. En það má örugglega taka eitthvað upp á sumarmarkað núna á næstunni. Berjalyng kom mjög skemmt undan vorinu í hlíðunum hér i Höfðahverfi. Berjalönd hafa verið mjög góð hér, svo vonandi rætist eitthvað úr. En ég veit ekki til þess að neitt sé farið að tína ennþá. P. A. Sigurpáll Sigurðsson Sjötugur Laugardaginn 2. ágúst n.k. verður sjötugur Sigurpáll Sigurðsson, út- gerðarmaður, Hauganesi Árskógs- strönd við Eyjafjörð. Hann er fæddur á Hauganesi, en á yngri ár- um bjó hann víðar í sveitinni. Ár- skógsstrendingur hefir hann alla tíð verið og stundað lengst af sjósókn frá Hauganesi, eða nánar tilgreint: síðastliðin 33 ár, af mikilli farsæld. Kvæntur er Sigurpáll öðlings- konunni Halldóru Guðmundsdótt- ur, ættaðri frá Sæbóli, Ingjalds- sandi, vestur. Þau eignuðust 9 börn, sem öll hafa komist til heilbrigðs manndóms. Vinsæll maður og vinamargur er Sigurpáll Sigurðsson, og hefi ég fá- um mönnum kynnst jafn áreiðan- legum til orðs og athafna. Margir verða þeir, sem með hlý- hug munu hugsa til hans á þessum tímamótum lífsins. Hann verður að heiman þennan afmælisdag. Tengdasonur. Dagur hjolsins Í næsta mánuði ætlar Hjálp- arsveit skáta hér á Akureyri að gangast fyrirdegi hjólsins, en meö því móti vilja þeir hvetja menn til hjólreiða- iðkunnar sem þeir telja mjög holla. Meiningin er að háð verði mikil hjólreiðakeppni, og þar verði hjólaður hringur hér í bæ og í nágrenni allt að 20 km langur. Þá mun einnig verða hóphjólreið bæjarbúa. Mein- ingin er að glæsileg verðlaun verði í keppninni og keppt í mismunandi styrktarflokkum. Þá munu keppendur einnig bera auglýsingar hinna ýmsu fyrirtækja í bænum, og hyggjast skátarnir reyna að gera þetta sem veglegast. Dagur þessi mun kallast Dagur hjólsins 1980, og ef vel tekst mun þetta verða ár- legur viðburður í bæjarlífinu. Nánar verður sagt frá þessari keppni síðar, en hjólreiðamenn geta strax farið að æfa sig. Gerist áskrifendur. sími: 94167 SSi norðanlands DAGUR 6.DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.