Dagur - 12.08.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 12.08.1980, Blaðsíða 5
BAGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÚHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Að byggja á reynslunni Enginn er óskeikull og oftar en ekki er þörf á að endurskoða ákvarðanir manna, jafnvel þó teknar hafi verið samkvæmt bestu vitund. Áður en ráðist er í að end- urskoða og breyta fyrri ákvörðun- um er þó yfirleitt látið reyna á hvernig til hafi tekist. Sem dæmi um þetta má nefna ákvörðun Steingríms Hermannssonar, sjáv- arútvegsráðherra, um að draga enn frekar úr þorskveiðum á þessu ári, þar sem reynslan á fyrri hluta ársins hefur sýnt, að ef ekki verður frekar að gert muni þorsk- aflinn fara langt fram úr því sem fyrirhugað hafði verið. í landbúnaðarmálunum horfir þetta nokkuð öðruvísi við. Sett voru lög um búmarkskerfi, öðru nafni kvótakerfi, til að draga úr óhagkvæmri umframframleiðstu landbúnaðarvara. Löngu áður en nokkur gat ætiast tii þess að ár- angur búmarkskerfisins kæmf í Ijós, ákvað Páimi Jónssort, landbúnaðarráðherra, að bæta um betur og leggja á 200% fóður- bætisskatt til að draga úr fram- leiðslunni. Nú hefur komið í Ijós, að þar sem bændur hafa aðlagað framleiðslu búa sinna búmarks- kerfinu, hefur orðið verulegur ár- angur. Einkum á þetta við um Norðurland, en svo virðist sem norðlenskir kúabændur hafi nær einir bænda dregið úr framleiðsl- unni með hliðsjón af búmarks- kerfinu. Þessir bændur verða nú fyrir enn auknu tekjutapi vegna þess, að hlaupið er úr einu í annað í stjórnunaraðgerðum. Þessi tilraun til stjórnunar, að leggja á fóðurbætisskatt ofan á allt annað, virðist hafa verið lítt hugsuð og með öllu óþörf. Hún kemur mjög misjafniega niður á bændum og er líkieg til að valda aukningu í framleiðslu sauðfjáraf- urða, en ekki verður séð að það sé nein lausn, að færa vandann á milli búgreina. Bent hefur verið á það, að seinagangur í framkvæmd bú- markskerfisins hafi valdið því, að ekki hefur náðst eins mikill ár- angur og búast hefði mátt við. Nokkuð hefur þegar verið dregið í land með fóðurbætisskattinn og réttast væri að leggja hann niður, en taka í hans stað upp skömmtun á fóðurbæti miðað við afurðaein- ingu og skattleggja síðan um- frammagnið. Einnig verður að leggja áherslu á að hraða útreikn- ingi á búmarkskerfinu, þannig að hver framleiðandi viti um það, hversu mikið megi framleiða, þannig að hann geti hagað gerð- um sínum á þann veg sem honum er hagstæðast, í samræmi við búmarkið. „Þau eru verst hin þöglu svik...“ Þegar kvikmyndin Óðal feðranna var sýnd hér á Akureyri ekki alls fyrir löngu, var ég til þess hvattur að sjá myndina. Lét ég til leiðast en bjóst þó ekki við miklu, eftir að hafa séð myndina Blóðrautt sól- arlag tvívegis í sjónvarpinu, en faðerni þessara verka mun vera eitt og hið sama og sannast þar hið fornkveðna, að margt er líkt með skyldum. Ekki var annað að sjá en að hlutverk þess eða þeirra er stóðu að myndatökunni væri tæknilega séð, mjög vel af hendi leyst. Einnig þóttist ég sjá að framlag leikara væri með ágætum. Látið var að því liggja að þeir væru óvanir þessum störfum og nánast gripnir upp af götunni og sendir á sviðið. Auðvitað er þetta ofmælt. Ótrúlegur fjöldi fólks, úti á landi, einsog þeirsegja i höfuðborginni. fæst við leiklist í meiri og minni mæli í heimabyggð sinni á vetri hverjum og lang oftast með til- sjón þaulvana leikara. Sagt er mér að í hópa slíkra áhugamanna, hafi leikliðið verið sótt. En þegar til „skáldskaparins" kemur, eða texta myndarinnar, tekur gamanið að grána. Það er bæði, að nokkuð er liðið síðan ég sá myndina og svo snerti hún mig það slælega, að mér er ekki f.ært að rekja efni hennar í smærri atriðum, svo rétt sé frá öllu skýrt, enda finnst mér varla taka því. Þama var ekkert frumlegt að sjá né heyra. Virtist mér sem sumt væri sótt til Laxness og auðvitað ýkt og afskræmt eftir þörfum. Má þar tilnefna laxa-greifann, svo og kaupfélagsstjórann. Að honum vík ég síðar. Meiru mun þó hafa verið hnuplað frá reyfurum á Jón frá Garðsvík skrifar um Óðal feðranna. lágu plani. Rúmsins vegna, hlýt ég að fara fljótt yfir sögu. Þarna var sneplóttu folagreyi skellt nið- ur til vönunar. Að sjálfsögðu þjónar það hinu neikvæða, eins og flest annað í þessari mynd, að bregða þeirri athöfn tvívegis á tjaldið. Aðeins í eitt skipti bregð- ur fyrir atviki, sem ekki er á veg- um ljótleikans. Ung stúlka, sak- laus og barnaleg, sem ekki gengur að öllu heil til skógar, unir hug- fangin í herbergi sínu við að hlýða á tónlist, af plötuspilara. Helst er að sjá að svo hugljúfri senu hafi verið upp skotið sem leikbragði til nauðsynlegs mót- vægis gegn holskeflu nauðgunar- innar, sem er á næstu grösum og mun eiga að vera glansnúmer verksins. (Furðulegt má kalla, að höfundurinn skyldi tíma að fá öðrum i hendur hlutverk nauðg- arans, en ekki hlaupa í verkið sjálfur, slíka alúð sem hann legg- ur við þetta atriði.) Ekki nenni ég að hræra í forar- polli þessum frekar, en þó verður varla hjá því komist að fara ör- fáum orðum um þann son ekkj- unnar sem ekki hleypur upp á þak í æði og drepur sig til hálfs. Honum er lýst sem svo saklausum og einföldum sveitapilti, að lengra verður ekki náð. Dreng sem hvert varmenni sem kýs, nær að véla. Og svo er sveinn þessi, eins og hendi sé veifað, orðinn bílþjófur sem ekur ljóslaust út i myrkrið og hafnar á staur. Þessu er ekki hægt að trúa. Hugmyndin er ekki langt sótt. Að sjálfsögðu er hún þar upp gripin sem drukknir unglingar í höfuðborginni eru að spana hver annan til óhæfuverka og liggja þá bílastuidir næst fyrir. Þetta er orðið lengra mál en ég ætlaði að rita, en nú skal að því vikið sem kom mér til að setjast við skrifborðið. Ég hef kynnst allmörgum kaupfélagsstjórum um dagana og haft spurnir af öðrum. Engum þeirra svipar hið minnsta til þess furðufugls, sem tekinn er til sögu í Óðali feðr- anna. Honum er lýst sem sam- viskulausum hrappi sem liggur yfir því að sölsa undir sinn væng eignum hrekklauss fólks og auð- trúa. Löngum hafa misvitrir menn og grillum haldnir, klifað á því að kaupfélögin hafi alþýðu að féþúfu. Hér er gengið enn lengra og kaupfélagsstjórinn látinn sópa hinum rangfengna mammoni í eigin vasa. Líkt og öllum að óvöru og í einum svip, er kaupfélagið komið á hausinn og innstæður (Framhald á bls. 7). Vill Menntaskólinn á Akureyri ríða á vaðið Ég hef ákveðið að reyna örlítið á gestrisni Dags. Þetta geri ég af því, að undanfarið hef ég verið að koma á framfæri hugmynd, lítilli hugmynd, um málefni fatlaðra og aidraðra. Ég hef bæði reifað þessa hugmynd í blöðum fyrir sunnan og einnig á öðrum vettvangi. Ástæðan fyrir því að ég vek máls á þessu í Degi, er sú, að Ak- ureyri er gamall og gróinn skóla- bær og hugmynd mín tengist ein- mitt skólunum. Auk þess hef ég nokkra persónulega reynslu af því að Akureyri er ekki aðeins skólabær, heldur hafa ótrúlega margar hugmyndir fæðst í skól- um bæjarins, sérstaklega Menntaskólanum. Þetta veit ég vegna þess að margir kunningjar mínir hafa farið gegnum þennan skóla. Gegnum tíðina virðist þessi skóli hafa verið vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu og lifandi þjóðfélagsumræða er það fræ- korn sem alltaf ber ávöxt fyrr eða síðar. Þegar þetta er haft í huga, dettur manni í hug að Mennta- skólinn á Akureyri væri enn reiðubúinn til að brjóta ísinn og ekki síst vegna þess að þetta mál- efni er eitt stærsta félagslega verkefni íslendinga og hefur verið vanrækt verulega undanfarna áratugi. Ég held að ég megi fúllyrða, að 6%, eða ef til vill meiræ af íbúum Akureyrar séu ellilífeyrisþegar. Fatiaðir eru sennilegai litlu færri þó að tala þeirra sé óstöðug. Með þeirri þróun sem verið hefur undanfarið í þjöðfélaginu, fer öldruðu og fötlúðu fólki fjölgandi. Orsakir þessa eru ann- ars vegar betri heilsugæsla og al- mennt betri afkoma aldraðra. Hinsvegar fjölgar öryrkjum stöð- ugt vegna þungbærra skatta tækniþjóðfélagsins. Varla líður nú sá dagur, að fatlaður ein- staklingur bætist ekki við vegna umferðar- og vinnuslysa. Fatlað fólk og aldrað mun nú vera að minnsta kosti 15% af allri þjóðinni. Stór hluti þessa fólks býr við einhverja félagslega ein- angrun, þrátt fyrir margvíslegar ráðstafanir sem gerðar eru til að leysa þann vanda. Hrafn Sæmundsson. Hugmynd mín er einfaldlega sú að í framhaldsskólum landsins verði málefni þessara þjóðfélags- hópa tekin inn á námsskrána. Að félagsleg aðstoð við aldraða og öryrkja yrði hluti af námsefni þessara skóla og allir nemendur yrðu að vinna þetta verkefni. Á Akureyri yrði þetta sennilega auðveldara, tæknilega séð, heldur en í flestum öðrum bæjum. Vinnuhópar nemenda í Mennta- skólanum gætu hæglega skipu- lagt þessa starfsemi. Þannig gætu sömu nemendur hugsanlega haft umsjón með sömu einstaklingun- um og aðstoðað þá við að vera í félagslegum tengslum við mann- lífið í bænum. Þessir vinnuhópar myndu aðstoða aldraða og ör- yrkja við að komast leiðar sinnar til margvíslegrar félags og menn- ingarstarfsemi og þessir nemend- ur ættu einnig að hafa persónu- legt samband við þetta fólk þess á milli. Þetta er hugmyndin í grófum dráttuni. Hana mætti svo auðvit- að útfæra á ýmsa vegu með hug- myndaflugi unga fólksins og skólayfirvalda. Ég er sannfærður um að slík starfsemi yrði öllum til góðs. Hún myndi rjúfa einangrun aldraðra og fatlaðra að vissu marki og vera auk þess búbót í menntun nem- enda. Ég tel mig hafa rökstuddan grun um það að sjónarmið þeirra sem stjórna þjóðfélaginu, markist ekki lítið af því, hvort viðkom- andi hefur þreifað á verkefninu með eigin höndum, eða hefur eingöngu bóklærð sjónarmið, sem bæði eru þó nauðsynleg og góð að vissu marki. Það er augljós staðreynd, að í náinni framtíð verða málefni þeirra minnihlutahópa sem ég hef drepið á, eitt alstærsta félags- lega verkefnið í þjóðfélaginu. Það er einnig staðreynd, að stór hluti þeirra sem koma til með að reka þetta þjóðfélag í framtíðinni, munu koma í gegnum fram- haldsskólana. Ef allt það fólk hefði kynnst þessum málefnum af eigin raun, yrði það að mínu áliti hæfara til að taka raunsæjar ákvarðanir. í framtíðinni gæti þetta haft mikla og heilladrjúga þýðingu. Það eru bæði túristar og heimamenn á ferli í bænum þennan dag. Sem oftar ber meira á túristunum, þeir bera það með sér, að vera ferða- menn, klæðaburðurinn og fas- ið. Á móts við Útvegsbankann mæti ég gamalli konu. Hún gengur við staf, en í hinni hend- inni ber hún innkaupanet, er sennilega að koma úr Kea-búð- inni við torgið. Ég minnist þess Á förnum vegi Myndir og texti: ekki að hafa séð þessa gömlu konu á götum bæjarins áður, kannski hún sé úr sveitinni? Hún er í hálfsíðri kápu, kom- inni til ára sinna, eins og eigand- inn. Hárið er sítt og silfurgrátt. Á höfðinu ber hún prjónahúfu. Ragnar Lár. ...KANNSKl HUN SÉ ÚK SMEiriNNI. móbrúna. Þrátt fyrir háan aldur, ber þessi gamla kona höfuðið hátt og horfir beint fram. Sú hugsun keniur ósjálfrátt upp i hugann, hversu mörgum vinnustundum þessi gamla kona sé búin að skila um ævina. Kannski hún eigi skilið að fá orðu, jafnvel fremur en margir aðrir. Skyldi þessi unga stúlka eiga eftir að líkjast gömlu konunni sem ég mætti áðan? Skyldi hún eiga það eftir að ganga við staf? Hversu margar vinnustundir eru henni ætlaðar í þessu lífi? Það er til lítils að spyrja, þegar svo langt er í svarið. Gamli maðurinn með ljósgráa hattinn er næstum því of fínn í tauinu. Það liggur við að hann sé sundurgerðarmaður í klæða- bUKl HEFUK. SlTJAsíDl óöfJGdLAG. Yfir Ráðhústorgið stikar ung stúlka. Hún hefur sitjandi göngu- lag. Hún er klædd samkvæmt tískunni sem er á móti tískunni. Karlmannajakki og pokalegar buxur. Hún lítur hvorki til hægri né vinstri og það lítur út fyrir að hún viti hvert hún er að fara. Mikið rétt! Hún heldur sínu striki og hverfur inn um dyrnar á Borgarsölunni. burði. Jakkinn blár, skyrtan gul og bindið rautt. Buxurnar eru brúnar og skórnir svartir. Hann gengur með hendurnar djúpt í vösunum. Kannski hann sé færeyskur? Hann hallar aftur þegar hann gengur, næstum því fattur. Um daginn var hann með sólgleraugu á sólarlausum degi, en nú er hann sólgleraugnalaus á sólardegi. Hefur hann gleymt sólgleraugunum heima? Á planinu framan við biðskýlið er túristi að bjástra við föggur sínar. Hann gengur frá þeim æfðum höndum, hver hlutur er á sínum stað. Þetta er karlmaður á óræðum aldri, það gerir skeggið og síða hárið. Á höfði ber hann hattkúf og slúta börðin. Háa klossa á fótun- um og buxurnar girtar niður í þá og reimað upp. Loks þykist hann hafa gengið nógu vel frá farangrinum, sveiflar honum á bak sér og gengur ákveðnum skrefum til suðurs. Hann ber það með sér að vera á leið úr bænum. Á Eiðsvellinum eru krakkar að leik, strákar spila fótbolta, en stelpur sippa eða nostra við brúðurnar sínar. Lítil hnáta krýpur í grasinu og bjástrar við skóreimina sína. Það gengur eitthvað brösuglega hjá þeirri stuttu og ég býð henni að- stoð mína. — Nei — svarar hún, ég kann sjálf. E12 kíÆSTun PVl OPFIHN I 'TAUlN/LJ. ... 06 6EHGUR. 'fllCVLDMUM SKREFUM TIL SUÐURS. Henni tekst loks að binda ólögulegan hnút á reimina. Hún stendur upp, lítur stolt niður á skóinn sinn og segir: sko bara, og er þotin í leikinn með stöllum sínum. Það er stór stund í lífinu, þegar maður hefur lært að hnýta skó- reimarnar sínar sjálfur. rl. -NEI - SVflRARHUN - E6 kSAWIJ S3ALF. ■Ö3 Tj ÖJ Ti jj | KA - Haukar : 3-0 Óskar skoraði 3 mörk Á föstudagskvöldið léku í annarri deild í knattspyrnu á Akureyrarvelli KA og Hauk- ar. Þarna var toppbarátta í deildinni, en Haukar voru í þriðja sæti þremur stigum á eftir KA og Þór. Ef Haukum hefði tekist að vinna þennan leik hefðu þeir ógnað Akur- eyrarfélögunum verulega. Dæmið gekk hins vegar ekki upp hjá Haukum og þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir KA sem vann verðskuldaðan sig- ur i þessum þyðingarmikla leik. KA gerði þrjú mörk á móti engu hjá Haukum. Öll mörk KA gerði Óskar Ingi- mundarson, en hann er nú orðinn markhæstur í deild- inni. KA hóf leikinn með sókn og strax á fyrstu mínútum fengu þeir tvö hörn. Eftir aðra horn- spyrnuna small boltinn í stöng og út fyrir endamörk. Á 5. mín bjargaði markmaður Hauka með mjög góðu úthlaupi. Mín. síðar skallaði Gunnar Gíslason yfir úr þröngu færi. Leikurinn fór nú að jafnast og sóknir Hauka uróu þyngri. Á 11. mín fengu þeir hornspyrnu, en Aðalsteinn markmaður hjá KA greip boltann af öryggi. Á 22. mín fékk Óskar Ingimund- arson stungubolta inn fyrir vörn Hauka; Hann reyndi síðan að renna boltanum fram hjá markmanninum, en hann bjargaði mjög vel. Á 25. mín kom fyrsta markið. Aðalsteinn Þórarinsson tók innkast langt inn í teiginn til Erlings, sem renndi boltanum til Gunnars Gíslasonar, og hann áfram til Óskars sem skoraði örugglega. Við markið frískuðust Haukar- rnikið og áttu þungar sóknir á KA markið. Tvívegis áttu Haukar rnjög gott marktækifæri Þar munaði mjóu. Mynd: Ó.Á. en hittu boltann í hvorugt skiptið. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks var tvívegis brotið gróflega á Elmari rétt utan við vítateig Hauka, og tvívegis fengu KA menn aukaspyrnu, en Haukar komu allir í vörnina og björguðu boltanum frá mark- inu. Á 5. mín síðari hálfleiks bjargaði Magnús bakvörður KA á línu með því að skalla boltann í horn, en þarna skall hurð svo sannarlega nærri hæl- um hjá KA, því ef Haukar hefðu jafnað í byrjun síðari hálfleiks hefðu úrslitin getað orðið önnur. KA sótti nú heldur meira og það var eins og markið lægi i loftinu. Á 14. mín fengu KA menn aukaspyrnu rétt utan vítateigs vinstra megin. Elmar gaf góðan bolta fyrir markið og Öskarskallaði í bláhornið. Þetta mark var eins og mörkin geta orðið fallegust í knattspyrnu. Á 20. min varði Aðalsteinn KA markið með glæsibrag eftir hörkuskot frá Óiafi Jóh. Á 35. mín. komst Óskar inn í .send- Opið meistara mót á Akureyri 23. ágúst Laugardaginn 23. ágúst verður haldið á fþróttavellin- um á Akureyri opið Meist- aramót Akureyrar í frjálsum íþróttum. Er það nýlunda á Akureyrarmóti að slíkt mót sé opið öllum keppendum. Ef til vill verður þetta vísir að Akureyrarleikjum síðar meir. Héraðssambönd og félög eru hvött til að senda sitt besta frjálsíþróttafólk til keppninnar. Jafntefli hjá Þór Það var ekki okkar dagur í dag sagði einn leikmanna Þórs þegar hann var spurður um leik Þórs og Ármanns að leik loknum. Ármenningarnir voru greinilega mjög sáttir við jafntefli í leiknum og spiluðu hann þannig. ingu milli markmanns og varn- armanns, Iék á markmanninn og skoraði sitt þriðja mark í leikn- um, og innsiglaði sigur KA. Þremur mín. síðar skallaði Gunnar Gíslason boltann í net- ið, en línuvörður taldi hann rangstæðan. Það urðu því úrslit leiksins þrjú mörk gegn engu fyrir KA, og þýðingarmikill sigur í höfn. KA er nú efst í deildinni með 19 stig og einu stigi á eftir er Þór. Þessi lið hafa nokkurra stiga forustu og fyrstu deildar sæti í augsýn. Golfkennsla Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari verður með síðasta námskeið sumarsins í golfi nú á næstunni. Námskeiðið hefst þann 15. ágúst. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig í Sport og Hljóð. I karlaflokki verður keppt í 100, 400, 800, 1500 og 3000 m hlaupi, kúlu og kringlukasti, hástökki og 110 m grindahlaupi. I kvennaflokki verður keppt í 100 og 400 m hlaupi, hástökki, spjótkasti og 100 m grinda- hlaupi. Þátttökutilkynningar skulu berast til Hreiðars Jónssonar í símum 21588 eða 21352 fyrir 19. ágúst. Þeir eru i fallbaráttu og hvert stig er þeim dýrmætt. Þórsarar komu boltanum hins vegar tvisvar i netið en markið dæmt af í bæði skiptin. I fyrri leik þessara aðila sigraði Þór örugglega, og var sá leikur einn besti leikur liðsins á sunir- inu. Hann var leikinn á 65 ára afmælisdegi félagsins. Hreinn Halldórsson kastar kúlunni á Akureyri fyrir tveimur árum. Mynd: Ó.Á. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.