Dagur


Dagur - 12.08.1980, Qupperneq 7

Dagur - 12.08.1980, Qupperneq 7
Keppendur skráðir til leiks. Mynd: H. Sv. fþrótta- og leikja- námskeið í sumar var haldið leikja- og íþróttanámskeið á vegum Æskulýðsráðs Akureyrar, eins og venja hefur verið undanfarin ár. Kenndir voru boltaleikir, frjálsar íþróttir og ýmsir leikir aðrir og lauk námskeiðinu með keppni á íþróttavellinum. Einnig fór fram víðavangshlaup, þar sem rösklega 100 börn hlupu. Námskeiðinu var skipt í fjóra hópa og var kennt við barnaskóla bæjarins. Einnig var farið í Vagla- skóg með allan hópinn og dvalist þar í einn dag. Umsjón með leikja- og unglinganámskeiðunum hafði Anna Hermannsdóttir en henni til aðstoðar voru Sigríður Kjartans- dóttir og Anna Maria Richards- dóttir. Hér fara á eftir úrslit íþróttamótsins og víðavangs- hlaupsins: Úrslit úr íþróttamóti Leikja- og íþróttanámskeiðs. Stúlkur Fæðin^arár: 1974 stig 1. Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir L. 1369 2. Kristín Einarsdóttir G 1314 3. Hjördís Þórhallsdóttir L. 1219 Fæðingarár 1973 stig 1. Harpa Hallsdóttir G. 1421 2. Gunnhildur Lilý Magnúsdóttir B. 1404 3. Bjarghildur Pálsdóttir G. 1407 Fæðingarár 1972 stig 1. Anna Heiða Harðardóttir B 2033 2. Anna Brynja Smáradóttir L. 1862 3. Guðrún Gísladóttir L 1848 Fæðingarár 1971 stig 1. Þorgerður Einarsdóttir G. 2426 2. Rakel Reynisdóttir L. 2301 3. Ása Þrastardóttir L. 2287 Fæðingarár 1970 stig 1. Álfheiður Pálína Fjölnisd. G. 2196 2. Gígja Björk Valsdóttir L 2057 Fæðingarár l%8og 1%9 stig 1. Eydís Benediktsdóttir G. 3062 2. Katrín Káradóttir L. 3022 3. Harpa Smáradóttir G. 2859 Drengir Fæðingarár 1974 stig 1. Eggert Högni Sigmundsson L. 1787 2. Arnar Sigurðsson G. 1615 3. Þorvaldur Sigbjörnsson L. 1531 Fæðingarár 1973 stig 1. Ásgeir Hjaltason O. 2310 2. Friðrik Hreinsson L. 2257 3. Steindór Gíslason G. 2226 Fæðingarár 1972 stig 1. Helgi Már Hannesson O. 2664 2. Ásmundur Arnarsson L. 2417 3. Sverrir Guðmundsson B. 2309 Fæðingarár 1971 stig 1. Skafti Ingimarsson B. 2946 2. Halldór Sveinn Kristinsson L. 2925 3. Rúnar Magnússon B. 2640 Fæðingarár 1970 stig 1. Guðmundur Guðmundsson B. 3067 2. Þorsteinn V. Guðmundsson G. 2980 3. Haukur Hauksson L. 2667 Fæðingarár 1968 og 1%9 stig 1. Adam Traustason L. 3368 2. Viðar Garðarsson O. 2784 Víðavangshlaup 25/7 ’80 Úrslit 9-12 ára. Drengir tími 1. Adam Traustason f. ’68 L. 12:53 2. Viðar Garðarsson f. '69 O. 13:18 3. Gísli Jóhannesson F. ’70 L. 13:43 Stúlkur tími 1. Álfheiður P. Fjölnisd. f. '70 G. 14:31 2. Eydís Benediktsd. f. ’69 G. 15:53 3. Harpa Smáradóttir f.’69 G. 15:57 Úrslit 6-8 ára Drengir tími 1. Vilhelm Þór Vilhelms. f. '12 B. 9:25 2. Hrafn Davíðsson f. '12 O. 9:51 3. Helgi Már Hannesson f.’72 O. 10:21 Stúlkur tími 1. Anna Heiða Harðard. f. '12 B. 9:46 2. Alma Sif Stígsdóttir f. '12 L. 10:48 3. Hildur Sigbjörnsdóttir f. '12 G. 11:11 Limbómeistari var Harpa Smáradóttir, fór undir 0.65 m, næst komu Adam Traustason og Rakel Reynisdóttir en þau fóru undir0.70 m. Jónas frá Brekknakoti: Sekur fundinn borið að greiða kr. 45 í sekt. En Mér láðist að skila bók í Amts- bókasafnið, og mér barst í dag póstlögð tilkynning og sektarkrafa, kr. 350. Þetta var lítt lesin, þýdd stráka- bók, sem ég var að kynna mér, „Elvis, Elvis“ hét hún. Hún hafði falið sig í vitlausum bókabunka og var orðin 9 daga á eftir áætlun. Ég tók auðvitað bílinn, steig í botn og skilaði bók og sekt. Þá settist ég við blaðahornið að venju, rakst á Vísisblað frá 3 þ.m. þar sem kynnt er sú regla við bókasafn í Reykja- vík, að fella niður sektir fyrir van- skil bóka í júlímánuði og reynist þetta mjög vel, bækur koma fram, sem lengi hefur vantað — (ótti við háa sekt hindrað skilsemi?). Annars er sekt þar miðuð við 5 kr. fyrir daginn, þegar of seint er skilað. Eftir því hefði mér í þessu tilfelli „sinn er siður í landi hverju" og mismunur þessi er vitanlega ekkert, sem mér — eða öðrum — dregur, en reglur Amtsbókasafnsins í þessu efni eru mér alls ókunnar og mun svo um fleiri. Mætti ekki úr því bæta? En það skal viðurkennt, að vel gæti skeð, að þær væru þar uppi á vegg hengdar, án þess athygli mín rumskaði. Ég kem mjög oft í „safnið" mér til gagns og ánægju og þakka þar ágæta þjónustu, fæ þar marga tugi bóka árlega, m.a. til glaðningar aldraða fólkinu í Hlíð. Ég minnist þess, að það skeði einu sinni — fyrir nokkrum árum — að ég skilaði bók of seint og greiddi 10 kr. í sekt. Það skeði og eitt sinn sl. vetur, að bók, sem ég var að ljúka lestri á fyrir Hlið- ar-„fjölskylduna“, kom fám dög- um of seint til baka, en ég þó látinn sleppa við sektina. Ég gætti þess ekki að spyrja um gildandi reglur. Því fór nú svona með Elvis litla. Vara mig næst. Líka safnsins vegna. Frímerki eru dýr. „Brekknakoti" 9. júlí, 1980. J. J. Óskum að ráða stúlku til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í Versluninni Skemmunni Brekkugötu 3. — Refarækt (Framhald af bls. 1). Grund, 30 að Lómatjörn og 100 til Grávöru við Grenivík, en þrír sið- asttöldu staðirnir eru í Höfða- hverfi. Milli 50 og 60% læðanna gutu, sem er mjög gott á fyrsta ári, en búast má við að um 90% gjóti á næsta ári. Tómas sagði að mikil eftirspurn væri eftir refaskinnum á mörkuð- um erlendis og verðið sem nú fæst fyrir hvert skinn er á bilinu 27-30 þúsund krónur. Ef dýrin eru seld sem lífdýr, eins og horfur eru á með flest dýranna núna, greiðist 70% aukaálag á verð skinnanna. Af- rakstur búanna fjögurra er því um 33 milljónir miðað við að allt verði pelsað, en 56 milljónir miðað við að allt fari i lífdýr. Reiknað er með að lífdýr verði seld til Skagafjarðar og Vestfjarða, að minnsta kosti. Tómas Stefánsson sagði að tals- verð vinna væri að hugsa um refina og að þeir þyrftu umönnunar við upp á hvern dag. Taldi hann að refarækt gæti orðið heppileg auka- búgrein með kúabúi. Tómas hefur nú lokið störfum fyrir Grávöru og landbúnaðarráðuneytið og hyggst setja á stofn eigið refabú. Sá staður sem komið hefur helst til greina er i Krísuvík, en þar eru ónotuð gróð- urhús, sem eru heppileg til þessara nota með nokkrum breytingum. — „hin þöglu svik“ (Framhald af bls. 4). manna þurkaðar út. í stað þess er á næsta degi að helst virðist, risið á staðnum útibú frá öðru félagi og auðvitað er hinn sami dándis- maður þar við stjórn. Þess verður ekki vart að skotið sé á stjórnar- né fulltrúafundi i kaupfélaginu. Þarna er enginn aðdragandi. Kaupfélagsstjórinn er einvaldur!! Hvers er að vænta af venjulegu fólki sem iítil eða engin kynni hefur haft af samvinnumálum, þegar maður sem telur sig ábyrg- an höfund og til stórra hluta fær- an, er svo fáfróður, eða á hinn bóginn svo haldinn ofstæki, að hann lætur sem að þetta geti gerst? Mér er ekki kur.nugt hvort eða hvað, hefur verið ritað í blöð um kvikmyndina Óðal feðranna. Þó mun ég hafa rekist á tvær að- finnslugreinar af hendi sam- vinnumanna, en báðar þykir mér skrifaðar af helsti áberandi lin- kind. Og nú leyfi ég mér að spyrja framámenn kaupfélaganna, sem bæði eru margir og merkir: Ætl- ið þið að láta hinn fjandsamlega áróður sem á lofti er haldið í kvikmynd þessari, sem vind um eyru þjóta? Hvareru nú arflakar Benedikts á Auðnum, Hallgríms Kristins- sonar og Jónasar Jónssonar? Ver- um minnugir þess, að „þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu." Jon Bjarnason, frá Garðsvík DAGUR.7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.