Dagur - 21.08.1980, Síða 8
Jón Friðriks-
son bæjar-
stjóri Ólafs-
fjarðar
Jón Friðriksson. sveitarstjóri
Skútustaðahrepps, hefur verið
ráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði.
Jón tekur við starfinu af Pétri
Má Jónssyni, sem hefur gengt
þvi undanfarin ár. Jón hóf starf
sem sveitarstjóri Skútustaða-
hrepps sumarið 1978 og tekur
við bæjarstjórastarfinu 1. des-
ember. Sveitarstjórn Skútu-
staðahrepps er búin að ákveða
að auglýsa starf sveitarstjóra
laust til umsóknar.
HEKLA GERDI MANNI
RUMRUSK I FLATEY
Mikið hefur verið um það rætt í
blöðum, hvenær fyrst hafi orðið
vart við eldgosið í Heklu.
Skeikar þar yfirleitt ekki nema
örfáum minútum. En það er at-
hyglisvert, að fólk sem statt var í
Flateyjardal fann greinilega
þegar gosið byrjaði, svo og
maður sem staddur var í Flatey,
þó svo að fólkið hafi ekki gert
sér grein fyrir því í fyrstu, hvað
væri að gerast.
Aðalfundur SSA á Vopnafirði
Sigurður Gunnarsson, Holta-
götu 12 á Akureyri, var ásamt tæp-
um tveimur tugum manna í Flat-
eyjardal, nánar tiltekið við gamla
kirkjugarðinn á Brettingsstöðum,
og heyrði fólkið einhvern tímann á
tímabilinu frá 13.10-13.20 á
sunnudag greinilega hvelli, ekki
ósvipaða dempuðum sprengingum,
sem þó virtust ekki vera í mikilli
fjarlægð.
Sigurður sagði, að fyrst hafi
sumir fundið eins konar fiðring í
jörðinni, en síðan hafi kontið ntikill
hvellur og meiri en þeir sem á
undan voru gengnir og þá hafi allir
fundið fyrir greinilegum hræring-
um í jörðinni. Síðan komu aftur
minni slög og óreglulegri. Stóð
þetta í 4-5 mínútur.
Fólkið gerði sér enga grein fyrir
því hvað þetta var og voru uppi
ýmsar getgátur. Héldu menn helst
að holur bakki hafi hrunið ofan í
læk skammt frá og var gengið með
læknum til að reyna að finna verks-
(ummerki eftir hrunið. Ekkert
fannst að sjálfsögðu, en þegar
fréttist af gosinu síðar, voru menn
ekki lengur í neinum vafa um hvað
valdið hefði hvellunum og tit-
ringnum.
Þá sagðist Sigurður hafa rætt við
Eystein Gunnarsson frá Húsavík.
Hann var staddur úti í Flatey og
ætlaði að leggja sig eftir hádegis-
verð, þegar hann heyrði spreng-
ingarnar, sem voru dempaðar en
virtust þó ekki langt undan. Þetta
allt gerðist um svipað leyti og menn
sáu Heklu byrja að gjósa.
Rætt um stóriðju
og orkumál
Aðalfundur Sambands sveitar-
félaga á Austurlandi veröur
haldinn á Vopnafiröi 21. og 22.
ágúst og í franihaldi af honum
veröur sameiginlegur fundur
stjórnar SSA og þingmanna
kjördæmisins um orkumál.
Að sögn Halldórs Ásgrímssonar,
alþingismanns. skipa atvinnumálin
langstærstan sess á aðalfundinunt.
Rætt verður unt fiskveiðistefnuna
og flytur Steingrímur Hermanns-
son, sjávarútvegsráðherra, fram-
sögu í því máli, og fleiri erindi
verða unt fiskveiðarog fiskvinnslu.
Þá verður fjallað unt orkufrekan
iðnað og er þetta í fyrsta skipti sem
það mál er tekið beint á dagskrá
aðalfundar SSA. Er það gert í
framhaldi af sameiginlegri ályktun
sveitarstjórna Eskifjarðar og Reyð-
arfjarðar, þar sem skorað var á
stjórnvöld að hlutast til um að i
tengslum við Fljótsdalsvirkjun
verði komið á stóriðju við Reyðar-
fjörð.
Um stóriðjumálin sagði Halldör
Ásgrímsson, að á það hefði skort,
að þessi mál væru rædd í nógu
mikilli hreinskilni. Menn hafi ekki
beinlínis sett sig á móti stóriðju í
hvers konar mynd. en verið var-
kárir. Nú væru menn tilbúnir til að
ræða málin og meta jákvæðar og
neikvæðar hliðar stóriðju og áhrif-
anna sem hún gæti haft á líf
manna, atvinnu í fjórðungnum og
umhverfi.
Hann sagði að þessi mál tengdust
því, að Austfirðingafjórðungur
væri nú í orkusvelti og þar væru
miklar ónýttar orkulindir. auk þess
sem menn vildu gjarnan meiri
breidd í atvinnulífið. Þá væri ljóst,
að taka þyrfti ákvörðun um næstu
stórvirkjun næsta vetur og þá væri
nauðsynlegt að vita um mögulega
nýtingu orkunnar.
Helst hefur verið rætt unt járn-
blendiverksmiðju fyrir austan, þar
sem slík frantleiðsla þyrfti minni
mannafla í upphafi en t.d. álverog
mengun væri minni. auk þess sem
eldsneytisframleiðsla væri ekki í
næsta sjónmáli.
Siglufjörður:
Þessi mynd er dæmigerð fyrir þá þróun sent orðið hefur i sanigöngumálum þjóðarinnar. Bifrciðin hefur nú rutt
hestinum, áður þarfasta þjóninum, úr vcgi og incga hestanicnn láta sér Ivnda að ríða utan vega, en þar licfur
blikkbcljan öll völd. Mynd: H. Sv.
Vinna hafin
Siglufirði 19. ágúst.
Það hefur verið fremur dauft
yfir atvinnulífi hér á Siglufirði i
sumar. Frystihús Þormóðs
ramma fór af stað fyrir viku eftir
langt hlé og á mánudag hefst
vinna á ný hjá ísafold. Það hefur
verið unnið hjá Sigló síld í sum-
Vilhjálmur
á Syöra-Lóni
látinn
Cunnarsstöðum í Þistilfirði 19. ágúst.
Nýlátinn er Vilhjálmur Guð-
mundsson, hreppstjóri á Syðra-
Lóni. Vilhjálmur var mikill
merkismaður og foringi i héraði.
Hann var 67 ára gamall er hann
lést s.l. mánudagsmorgun. Ó.H.
Þrír Ólafar úti
Cunnarsstöðum í Þistilfirði 19. ágúst.
Heyskap er nú lokið — það er þá
ekki nema eitthvað óverulegt
sem menn eru enn að reyta.
Heyfengur er með minna móti
að vöxtum. Sérstaklega á þetta
við um innri bæina þar sem tún
voru skemmd. Ég geri þó ekki
ráð fyrir að menn þurfi að kaupa
hey í haust. Heyin munu vera
mjög góð.
Afli handfærabáta sem róa frá
Þórshöfn mun vera sæmilegur og
nú eru stærri bátarnir komnir á
dragnót. Afli dragnótabátanna er
minni en vant er að vera í upphafi
vertíðar, en fyrstu dagarnir eru
venjulega hvað bestir.
Þrír Ólafar eru nú í Noregi að
skoða togara. Þetta eru þeir Ólafur
Rafn Jónsson, sveitarstjóri á Þórs-
höfn, Ólafur Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Rauðanúps, og
Ólafur Aðalbjörnsson, skipstjóri á
Rauðanúpi. Þeir eru að skoða árs-
gamlan togara sem er talinn henta
vel fyrir okkur og þá á Raufarhöfn.
Ætlunin er að togarinn, ásamt
Rauðanúpi, landi til skiptis á stöð-
unum. Miklar vonir eru bundnar
við útgerð togaranna. Talað er urn
að nýja skipið komi til landsins í
nóvember. Ö.H.
ar, en nú er búið að boða þar
uppihald vegna dósaskorts.
Annars er stöðugt verið að segja
upp starfsfólki hjá Sigló, en það
er endurráðið jafnharðan. Sum-
ar konurnar munu nú eiga ein 7
uppsagnarbréf sem þær hafa
fengið í gegnum tíðina. Ástæðan
fyrir þessum tíðu uppsögnum
eru yfirst andandi rekstrarerfið-
leikar.
Hins vegar er svo mikill barlóm-
ur í þeim sem stjórna fyrirtækjun-
um, að það liggur við að fólk fari til
vinnu með trega. Svo er búið að
hamra á taprekstri að sjálfsagt eru
menn að gera fyrirtækjunum ógagn
með því að mæta.
Að undanförnu hefur verið reyt-
ingur hjá trillunum. Og handfæra-
bátur sem hefur róið á Skagagrunn
hefur gert það gott.
Stálvíkin kom hingað inn áður
en farið var til Englands. Úr skip-
inu var landað 30 tonnum af ufsa
og 2 guðlöxum, sem skipstjórinn og
stýrimaðurinn ætla að láta stoppa
upp. Sagan segir að það eigi að
stilla löxunum upp heima hjá þeim
og þar muni þeir minna þá sem
heima sitja á sjómennina. Það
gengur örugglega vel í öðru tilfell-
inu því vöxturinn er svipaður. S.B.
DAGUR
Af óviðráðanlcgiini ástæðum hófst prcnt-
un þriðjudagsblaðsins ckki fyrr cn
sncmma í gærmorgun. Að öllu forfalla-
lausu átti þriðjudagsblaðið að hafa borist
kaupcndum á miðvikudag. Kaupcndur og
auglýscndur cru beðnir velvirðingar á
scinkuninni.
s
ra
X 1»ÍI "P
gJ Jl
0 Bæjar-
yfirvöldum
þakkað
Starfsmenn Akureyrarbæjar
standa nú í ströngu við að
malbika götur bæjarins.
Þegar er búið að malbika
umtalsverða vegalengd og
hafa göturnar tekið stórum
breytingum til batnaðar. En
um leið og yfirvöldin fá
þennan þakkiætisskammt
eru þau vinsamlega beðin um
að sjá svo til að nýja malbikið
verði ekki brotið upp ein-
hvern næstu daga. Það er
nefnilega of algengt að ný-
malbikaðar götur séu skorn-
ar í sundur þvers og kruss —
rétt eins og bæjarfyrirtækið
sem í hlut á hafi ekki gengið
nógu vel frá sínum lögnum.
0 Gang-
brautarljós
Fyrr í vikunni var ekið á
barnavagn á gangbraut. Sem
betur fer mun barnið sem í
vagninum var hafa sloppið
við stórvægileg meiðsl og
sömuleiðis stúikan sem ýtti
vagninum, en hún var að fara
yfir Þingvallastrætið á grænu
Ijósi. E.t.v. væri rétt að setja
upp hindranir sitt hvoru
megin við gangbrautina á
þessum stað og gera sams-
konar ráðstafanir annars-
staðar í bænum, svo bílstjór-
ar neyðist til að hægja ferð-
ina.
0 Næsti
ók hratt
(búi í næsta húsi við gang-
brautarljósið hjá Hríslundi
sagði biaðinu, að skömmu
eftir slysið, hefði bifreið
komið upp Þingvallastræti.
Ökumaður var á um 80-90
km. hraða. Hvað hefði gerst
ef hann hefði ekið á vagninn?
0 Þjónusta
Þegar hafður er í huga opn-
unartíma banka og opinberra
stofnana verður að segjast
eins og er að það virðist ekki
vera hlutverk umræddra fyr-
irbæra að veita almenningi
þjónustu. Það sést e.t.v. best
á því hve margt fólk verður að
taka sér frí úr vinnu til að fá
þar afgreiðslu. Á það hefur
verið bent að rýmri opnunar-
tími komi fram í hækkuðu
verði á þeirri þjónustu er
þessir aðilar veita. Sjálfsagt
er hægt að reikna út hækk-
unina — ef einhver er — á
auðveldan hátt, en hefur
nokkur tekið saman það tap
sem þjóðarbúið verður fyrir
vegna óhagkvæms opnunar-
tíma stofnana, banka og
verslana svo eitthvað sé
nefnt?