Dagur - 04.09.1980, Qupperneq 8
m
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 4. september
Verslunarmiðstöðin í Glerárhverfi
Fyrsta verslunin í vor
Afla landað á Siglufirði. Mynd: á.þ.
Hita upp
bryggju
Siglufirði, 29. ágúst.
Nú er unnið af fulium krafti í
báðum frystihúsunum hér á
Siglufirði. Á mánudaginn land-
aði Sigluvíkin 115 tonnum og á
þriðjudaginn landaði Siglfirð-
ingur 150 tonnum. Stálvíkin er
svo væntanleg n.k. mánudag
með ágætan afla.
En nú þegar bæði frystihúsin eru
komin í gang er allt stopp hjá Sigló
síld. Það er reiknað með að minnsta
kosti mánaðar vinnslustöðvun þar
vegna blikksskorts, annað hvort eru
það dósir eða lok sem vantar. Hins
vegar eru þeir hjá Sigló sild að
safna saman áhöldum til síldar-
söltunar.
Nú er verið að steypa þekju á
nýju togarabryggjuna. Undir þekj-
una er látin hitalögn og er þetta
fyrsta bryggjan á landinu sem er
með slíkan útbúnað og á vetrum
verður þvi hægt að bræða af henni
snjó og klaka. Ætlunin er að nota
svo afgangsvatn úr Hitaveitunni og
frystihúsi Þormóðs ramma ef til
kemur.
Fólk er byrjað að fara til berja,
aðallega inn í Stífluhóla í Fljótum.
Berin virðast vera heldur seint á
ferðinni og það sprettur lítið af
krækiberjum. En þarna er hins
vegar allt löðrandi í mýi og eiga
heimamenn þessu ekki að venjast.
Það má líklega segja að þetta ár sé
ár mýflugunnar í Fljótunum. S.B.
„Það er áætlað að verslunar-
miðstöðin verði fokheld f yrir vet-
urinn. Við ætlum að vinna inni í
vetur og væntanlega opna fyrstu
verslanirnar í vor. Ég geri ráð
fyrir að kaupfélagið ríði á vaðið
og opni fyrstu verslunina, sem er
matvöruverslun,“ sagði Tryggvi
Pálsson, framkvæmdastjóri
Smárans, sem sér um byggingu
verslunarmiðstöðvarinnar í
Glerárhverfi.
í verslunarmiðstöðinni verður
rúmur tugur verslana af ýmsu tagi.
Eins og fyrr sagði verður KEA með
matvöruverslun, en þarna verður
t.d. Dúkaverksmiðjan með vefnað-
arvöruverslun, Tónabúðin flytur í
verslunarmiðstöðina og Handverk
sömuleiðis. Einnig verður í húsinu
sportvöruverslun, fataverslun og
bankaútibú.
Verslunarmiðstöðin í Glerár-
hverfi er 4.600 fermetrar að stærð.
Húsið er á þremur hæðum.
Þetta veglega hús er reist í samvinnu fjölmargra er stunda verslun á Akureyri. Mynd: á.þ.
Kemur heim og saman
við eigin kannanir
„Þessi könnun Verðlagsskrif-
stofunnar kemur heim og
saman við þær athuganir á
vöruverði sem við höfum sjálf-
ir gert,“ sagði Björn Baldurs-
son, fulltrúi verslunarsviðs
KEA, í viðtali við Dag um
vöruverðskönnunina í Hrísa-
lundi og Hagkaupi, sem sagt
var frá í síðasta blaði. Verð-
lagsskrifstofan gerði þá könn-
un og kom í Ijós að vöruverð í
Hrísalundi var tæplega 9,2%
lægra en í Hagkaupi.
Björn sagði að sem dæmi mætti
nefna að samkvæmt könnun sem
þeir hafi gert 5. ágúst s.l., hafi
verið teknar 60 vörutegundir og
hafi könnunin verið marktæk
hvað varðar 51 tegund. Þar af hafi
39 verið ódýrari í Hrísalundi, en
12ódýrari í Hagkaupi. í heildina
nam verðmunurinn rösklega 10%,
Hrísalundi í hag. í Hrísalundi
kostuðu þessar vörur 38.413
krónur en í Hagkaupi 42.307
krónur. Munurinn er því tæplega
4 þúsund krónur og segja má að
um sé að ræða fjárhæðir sem
nema helgarinnkaupum miðl-
ungs stórrar fjölskyldu.
500 stærstu fyrirtækin
Fyrir skömmu birti Maaneds
Börsen, sem er virt viðskipta-
tímarit í Danmörku, lista yfir 500
stærstu fyrirtækin á Norðurlönd-
um. Miðað var við veltu árið 1979.
Samkvæmt listanum er Volvo í
Svíþjóð stærsta fyrirtæki Norður-
landa, en í öðru sæti er sænska
samvinnusambandið KF. Sam-
band íslenskra samvinnufélaga er
í 157. sæti, en önnur íslensk fyrir-
tæki á listanum eru Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna nr. 209,
Kaupfélag Eyfirðinga nr. 390,
Flugleiðir nr. 410 og íslenska ál-
félagið er nr. 454.
o t—\ —w— ni—i—i •—• ■—\ r~ C7 r > -
MILLJONATJON
— Stórfelldar skemmdir unnar á aðveituæð Hitaveitu Akureyrar
„Það er búið að vinna stórkost-
leg skemmdarverk á aðveituæð-
inni til bæjarins,“ sagði Ingi Þór
Jóhannsson, skrifstofustjóri
Hitaveitu Akureyrar. „Fólk hef-
ur kastað grjóti í kápuna,
stungið í hana hnífum og gengið
á aðveituæðinni.“
Aðveituæðin er klædd með
þunnri álkápu og því veitist fólki
létt að skemma hana. Svo virðist
sem einhverjir hafi að auki notað
aðveituæðina sem brú, þar sem hún
liggur yfir Eyjafjarðará. Liggur í
augum uppi hve mikil hætta er bú-
in hverjum þeim sem það gerir.
Akureyringar verða að taka saman höndum og sjá til þess að þessum skemmdar-
verkum linni.
Ingi Þór sagði ennfremur að að-
veituæðin væri einkum skemmd
hjá gróðrarstöðinni, sunnan Akur-
eyrar og á flötunum austan við á.
Því miður verður að segja eins og
er, að mestu skemmdirnar eru þar
sem börn úr vinnuskólanum héldu
sig í sumar þ.e. hjá Gróðrarstöð-
inni. „Við höfum unnið að því
undanfarna daga að gera við þessar
skemmdir. Fólk hefur ekki áttað sig
á hve kápan er viðkvæm, en ef raki
kemst inn fyrir kápuna er sú hætta
fyrir hendi að tæringargöt komi á
sjálfa pípuna, en þá er voðinn vís.
Ljóst er að hér er um milljónatjón
að ræða.
En þeir sem hér eiga hlut að máli
hafa ekki látið sér nægja að
skemma kápuna því þeir hafa
trampað og hoppað á litlu „boga-
bröggunum" sem sjá má víða á að-
veituæðinni, með þeim afleiðing-
um að þeir hafa verið stór-
skemmdir. Ingi Þór sagði að þessi
skemmdarverk hefðu verið unnin á
löngum tíma og hann vildi taka það
fram að það væri ljóst að fullorðnir
hefðu verið hér að verki — ékki
síður en börn og unglingar.
lö
m
0 Eru börnin
ekki menn?
Margir hafa velt því fyrir sér,
hvort viðhorf fullorðinna til
barna hafi breyst eitthvað af
völdum barnaársins og þeirr-
ar umræðu, sem á því ári fóru
fram um stöðu þeirra í þjóð-
félaginu. Dagur þykist þess
fuliviss, að viðhorf hafa
breyst minna en margir ætla
og flestir höfðu vonað. Þrátt
fyrir það að menn vilji nú sem
minnst hugsa um skattseðil-
inn sinn, — nóg sé að berja
þau ósköp augum einu sinni,
þá vill Dagur hvetja alla þá
sem haldnfr hafa verið þeirri
blekkingu að viðhorf hafi
breyst til barna, að lesa
neðstu línuna í leiðbeining-
unum aftan á skattseðlinum.
Þá kemur glögglega í Ijós, að
a.m.k. skattayfirvöld hafa
ekki breytt viðhorfum sínum,
því þar stendur: „Sjúkra-
tryggingagjald barna er
reiknað á sama hátt og hjá
mönnum“!!!
0 Búiðmeð
bitlinga?
Það hefur lengi loðað við
Framkvæmdastofnun ríkis-
ins, að hún væri eins konar
bankastofnun og þar væri
bitlingunum úthlutað og
hrossakaupin gerð. Nú er
iðnþróunaráætlun fyrir Norð-
urland í burðarliðnum og
nánast tilbúin, en frést hefur
að yfirmenn t Framkvæmda-
stofnun hafi alls ekki verið
tilbúnir að leggja blessun
sína yfir hana. Þar er nefni-
lega gert ráð fyrir nýjum
vinnubrögðum, sem binda
hendur þeirra sem vilja út-
hluta bitlingum. Gert er ráð
fyrir að tilteknum fjármunum
verði varið í að koma iðnþró-
unaráætluninni í fram-
kvæmd, en þar með er búið
að binda þetta fé og erfiðara
um vik að koma við hrossa-
kaupum og bitlingaúthlutun-
um. Ef af verður er þessi nýi
háttur algjör stefnubreyting,
sem mun koma allri áætl-
anagerð mjög til góða.
0 Ósamræmi
Ef verktaki gerir tilboð í hús
fyrir opinbera aðila þarf hann
að leggja fram tryggingu eins
og eðlilegt er, en ef sami
verktaki er t.d. að byggja
blokk eða raðhús fyrir ein-
staklinga er honum ekki gert
skylt að leggja fram neina
tryggingu. Hins vegar er til
þess ætlast að kaupendurnir
greiði verktakanum — selj-
andanum — háar mánaðar-
greiðslur. En hvað gerist ef
verktakinn ieggur upp iaup-
ana? Kaupandinn hefur ekki
fengið þinglýstan samning í
hendur og má þakka sínum
sæla fyrir ef hann fær eitt-
hvað til baka. Er ekki kominn
tími til að endurskoða sam-
skipti kaupenda og selj-
enda?