Dagur - 09.09.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 09.09.1980, Blaðsíða 6
Hjálpræðisherinn: Sunnudag- inn n.k. kl. 13.30 sunnu- dagaskóli fyrir börn. Kl. 17, almenn samkoma þar sem gospelsöngvarinn Willy Hanssen syngur og talar. (Ath. breyttan tíma. Allir velkomnir. Mánudaginn 15. sept. kl. 16 heimilissamband og þriðjudaginn kl. 20.30 hjálparflokkur. Allar konur velkomnar. Söng- og lækningasamkomur verða haldnar í Samkomu- húsinu laugardaginn n.k. kl. 20.30 og í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn kl. 20.30. Gos- pelsöngvarinn Willy Hans- sen ásamt undirleikurum syngja og tala. Allir hjartan- lega velkomnir. Akureyrarkirkja, messað kl. 11 n.k. sunnudag. Sálmar: 21-224-10-505-96. P.S. 13. september. Geitafellshnjúk- ur — Kringluvatn, grasa- ferð. 20.-21. september. Öxar- fjörður, Melrakkaslétta — haustlitaferð. Ekið í Öxar- fjörð. Gist að Lundi eða Raufarhöfn. Ekið um Sléttu. Komið að Rauðanúp. Brott- för kl. 8 f.h. laugardag. Heimkoma kl. 8 e.h. á sunnudagskvöld. 26.-28. september. Herðu- breiðarlindir — haustferð. Skrifstofan er opin á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 18.00-19.30 Sími 22710. Gjafir til Dvalarheimilisins Hlíðar. Frá vistkonu kr. ein milljón. Frá Heklu, Elfu, Ernu, Kristínu og Svövu, Heiðarlundi. ágóði af hluta- veltu kr. 8.300,- Frá Margréti, Reynilundi og Unni Elínu, Beykilundi, ágóði af hlutaveltu kr. 5.500,-. Með þökkum mót- tekið, forstöðumaður. Krabbameinsfélag Akureyrar. Leitarstöð félagsins er opin miðvikudaga kl. 14-17. Tímapantanir sama dag kl 17-18 í síma 21592. íþróttafélag fatlaðra, Akureyri. Hlutavelta verður í Alþýðu- húsinu á Akureyri 21. sept. kl. 14. Félagarog velunnarar komi munum til Hansínu Jónsdóttur, Lyngholti 20. Nefndin. —HJWUIK Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Fundur í félagsheimilinu Gránufélagsgötu 49, fimmtudaginn 11. sept. kl. 19.15. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Lionsklúbbur Akureyrar: 1. fundur fimmtudaginn 11. sept. Þökkum af alhug vináttu og samúð við andlát og útför ÁSRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Hólkoti. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR frá Klængshóli. Kristján Halldórsson, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra er sendu mér gjafir, blóm og heillaóskir á áttrœðisafmœli mínu. Sérstakar þakkir eru til barna minna og tengdabarna, sem gerðu mérdaginn ógleymanlegan. Guð blessiykkur öll. SIGGERÐUR BJARNADÓTTIR. Innilegar þakkir sendi ég börnum mínum, tengda- börnum, barnabörnum, systkinum, Kvenfélaginu Hjálpinni og öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmœli mínu 1. sept. sl. Guð blessi ykkur öll. MAGÐALENA ÁSBJARNARDÓTTIR. rFRABÆRTn @SANYO Otrúlega hagstætt verð Aðeins kr. 629.500,- GLERÁRGOTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 — NAFNNUMER 0181-7825 Snorri Arnaldsson, Jóhann Bessason, Jóna Þórsdóttir, Ása I gáfu til sundlaugarbyggingar í Glerárhverfi ágóða af hlutavcltu Amaldsdóttir, Sigurlaug Skaftadóttir og Alda Bessadóttir, | kr. 6.430. Börnin eru öll búsett í Glerárhverfi. — Fjölskylduhátíð (Framhald af bls. 5). yngstu hlupu bara með pabba sínum, já allir voru með jafnt ungir sem gamlir ú þessari eftir- minnilegu fjölskylduhátíð. Um kvöldið mættu síðan allir að félagsheimilinu Melum en þar var haldið discotek með dúndrandi fjöri allt kvöldið. Þar voru dansaðir gömlu dansarnir, marserað nýjustu discólögin og að sjálfsögðu gamli góði kokkur- inn. Um miðnættið var samkom- unni slitið og hver hélt til síns heima eftir ánægjulegan dag. Eflaust hafa hinir yngstu sofn- að fljótt er heim var komið eftir að hafa hlaupið, dansað, hoppað og sungið allan liðlangan daginn með fjölskyldu sinni. Svona fjöl- skylduskemmtun sannar það að ungir og gamlir geta og eiga að skemmta sér mun meira saman, yfir svona skemmtun er hress- leiki, gleði og vinarhugur, allir eru með og kynslóðabil er ekkert. Að sjálfsögðu krefst svona skemmtun undirbúningsvinnu en undirbúningur og skemmtunin öll var stjórn félagsins og fram- kvæmdarnefnd til mikils sóma. Halldór Sigurðsson. 6.DAGUR Sjö ár frá valda- ráninu í Chile Þann 11. septcnibcr n.k. eru lið- in 7 ár frá valdaráninu í Chile. Löglega kjörinn forseti lands- ins, Salvador Allende, var myrt- ur og stjórn landsins hrakin frá völdum Með valdatöku herfor- ingjaklíkunnar, hófst tímabil fádæma kúgunar og grimmdar, tímabil sem stendur enn, og litl- ar líkur á að því linni á næstunni. 1 tilefni þessa, höfðu Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri ætlað sér að sýna kvikmynd um Chile og ástandið í landinu. Því miður hefur dregist, að myndin komi til landsins, þannig að af sýn- ingu getur ekki orðið fyrr en síðar, sennilega 1 októbermánuði. Sýn- ingin verður auglýst, þegar þar að kemur. Þann 11. verður hins vegar hald- inn fundur um málefni Samtaka herstöðvaandstæðinga, einkum fyrirhugaða landsráðstefnu sam- takannna. Á hann eru boðaðir allir herstöðvaandstæðingar og þess vænst að þeir séu endurnærðir eftir sumarið. Fundurinn verður hald- inn í Einingarhúsinu, Þingvalla- stræti og hefst kl. 20.30. Fréttatilk. frá stjórn Samt. herst.andst. Ak. ÍBÚBIN YAMAHA PÍANÓ Kr. 1,540.500,- [ m m m mm m mm * ÍUmBUÐIN sími 22111 Félagsmálastofnun: Breyttar út- hlutunarreglur Félagsmálaráð Akureyrar ákvað á fundi sínum þann 25. júní sl. að frá I. sept. skyldi sú venja tekin upp við úthlutun leiguíbúða á vegum ráðsins að auglýst verði eftir umsóknum hvert sinn sem íbúð er laus til ráðstöfunar, og skuli umsóknir, sem ekki koma til greina það skiptið, falla þar með úr gildi. Komi því aldrei til þess að umsóknir séu geymdar, og biðlistar myndaðir um húsnæði til leigu á vegum FMA Ak. eins og verið hefur. Við úthlutun íbúða tekur FMA tillit til að- stæðna umsækjanda og vega slæmar aðstæður þyngra á met- unum en langur biðtimi, en af þessu leiðir að margir umsækj- endur telja sig órétti beitta þegar nýrri umsóknir en þeirra fá út- hlutun. Með þessu álítur FMR Ak. að íbúðir komi hverju sinni í hlut þeirra, sem helst þurfa. Af sérstökum ástæöum ertil sölu þessi Willys. Mjög fallegur bíll, 6 cyl. Verð 3.2 milljónir. Upplýsingar í síma 91- 71455 og 91-41073.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.