Dagur - 11.09.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 11.09.1980, Blaðsíða 6
Hér er veríð að reka smiðshöggið á verkið. Síldarsöltun hófst á Vopnafirði í byrjun mánaðarins. Ekki hafði verið söltuð síld á Vopnafirði síðan 1967. Þegar ljósmyndari Dags á Vopnafirði, Rúnar Hreinsson, tók þess- ar myndir 5. sept- ember var búið að salta í 700 tunnur af síld. Ef dæma má af svip söltunarfólks- ins er það hreint ekki ónýtt að vera í síld. Hér áður fyrr hvíldi ævintýrablær yfir plönunum fyrir austan, en sá tími kemur víst ekki aft- ur — og þó. . . . „Svona hausar maður“ Þessar yngismeyjar vönduðu sig sérstaklega við að leggja niður síldina. Netin athuguð. Á bryggjunni eru nokkrar sildar sem ekki hefur tckist að hrísta úr netinu. Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og afa ÞORMÓÐS SVEINSSONAR Rauðumýri 12 sendum við innilegar þakkir og biðjum blessunar. Rannveig Þormóðsdóttir, Ingólfur Þormóðsson, Eiríkur Þormóðsson, Ómar Svanlaugsson. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina „I eldlínunni" með James Coburn og Sophiu Loren í aðalhlutverkum. Myndin er hörkuspennandi frá upphafi til enda. Jerry nokkur Fanon er fenginn til að hafa uppi á auðkýfingi er fæst við eiturlyfjasmygl. Hin fagra Adele Tasca sem gift er vísindamanni blandast í málið. Margar tilraunir eru gerðar til að hafa hendur í hári hins dularfulla auðkýf- ings og brátt virðist sem enginn sé í rauninni sá sem hann sýnist vera. Kl. 11 sýnir Borgarbíó myndina Mið- næturlosta. Kínverji heim- sótti skákmenn Um síðustu helgi kom kínversk- ur skákmeistari Ye Rongguang ásamt aðstoðarmanni sínum til Akureyrar, í boði skákfélagsins og dvöldu þeir hér í 3 daga. Ye tefldi á hraðskákmóti ásamt 17 Akureyringum og þar sigraði Ye, hlaut 15 vinninga, en hann tapaði fyrir Jóni Björgvinssyni og Jakobi Kristinssyni. Jón Björgvins- son varð í öðru sæti með 14,5 vinn- inga og Þór Valtýsson varð í þriðja sæti með 12 vinninga. Kínverjinn tefldi síðan i 4ra manna móti, ásamt þeim Jakobi Kristinssyni, Jóni Árna Jónssyni og Níels Ragnarssyni. Ye vann allar skákirnar og hlaut 3 vinninga, í öðru sæti varð Níels Ragnarsson með 1,5 vinning. Jakob Kristinsson hlaut 1 vinning og Jón Árni 0,5 vinning. Skákstjóri var Albert Sig- urðsson. Félagar úr Skákfélagi Akureyrar ferðuðust um bæinn og nágrenni með Kínverjana sem létu mjög vel yfir dvöl sinni hér nyrðra og báðu þeir að skila bestu þökkum til allra þeirra sem gerðu dvöl þeirra hér mögulega. Aukið hreinlæti - betri vinnustaður Nú stendur yflr hreinlætisvika í frystihúsunum í Hrísey og á Dalvík. Frystihússtjórarnir á stöðunum settu vikuna á mánu- dag og henni lýkur á morgun. Kjörorð vikunnar er: Aukið hreinlæti, betri vinnustaður. Á þriðjudag fluttu Guðmundur Ingason líffræðingur og Jón Jóns- son útgerðartæknir erindi um gerla í matvælum og sýndar voru skuggamyndir um hreinlæti og búnað fiskvinnslustöðva. í gær voru flutt erindi og skuggamyndir voru sýndar um mikilvægi hrein- lætis, sem Halldór Þorsteinsson og Sæmundur Guðmundsson frá sjávarafurðadeild SÍS sáu um. í dag eru á dagskrá bandarískar myndir um kröfur markaðarins varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði og á morgun lýkur vikunni með álitsgerð fulltrúa verkafólks í frystihúsunum um árangur vik- unnar og stuttum umræðum. Töluvert hefur verið gert af því í sumar að lagfæra í kring um frysti- húsin. G.J. — Steinull... (Framhald af bls. 5). — Nú hefur t ikið verið rœtl um virkjun Blöna.• og steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki í sömu andránni. Eru þella óaðskiljan- legir þœttir? — Nei. Blönduvirkjun er ekki forsenda þess að verksmiðjan geti risið á Sauðárkróki. Steinullar- verksmiðja af þeirri stærð sem talað hefur verið um er flokkuð undir meðalstórt iðnaðartækifæri þ.e. þetta er ekki orkufrekur iðn- aður. En það má náttúrlega segja að bæjaryfirvöld á Sauðárkróki séu því mjög fylgjandi að Blanda verði valin sem næsti virkjunar- kostur þó að það sé engin for- senda í sambandi við steinullar- verksmiðju. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.