Dagur - 11.09.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 11.09.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 11. september Bílaperur 6-12 »9 24 volta -H5ÍSIÍÍ5 SAMLOKUR fyrir og án peru Blönduvirkjun Leitað að lausn Fjársöfnun að, hefjast hjá RKÍ — til hjálpar sveltandi fólki í Austur-Afríku Rauða Kross deildir allra Norð- urlanda hafa sameinast um að- gerðir til hjálpar nauðstöddum íbúum nokkurra ríkja í Austur- Afríku. Þetta verkefni er hið viðamcsta og þýðingarmesta á þessu sviði, sem Rauði Krossinn á Norðurlöndum hefur tekið að sér í samvinnu við deildir sínar um öll Norðurlönd. Verkefnið miðast við það eitt að safna fé handa sveltandi fólki, einkum börnum. í samvinnu við Alþjóða Rauða Innfiutningur húsgagna og inn- réttinga eykst innflutningur húsgagna og inn- réttinga fyrstu 6 mánuði 1980 hefur aukist mjög mikið sam- anborið við sama tima 1979 eða um tæp 80% reiknað á sama gengi. A þessum sex mánuðum hafa verið flutt inn húsgögn og innréttingar fyrir tæpar 3.000 millj. kr. Mest var flutt inn af stólum úr tré (sófasett o.fl.) eða fyrir unt 793 millj. kr., en það er um 115% aukning frá sama tíma í fyrra, miðað við sama gengi. Einnig vekur athygli ntikil aukning innflutnings á eldhús- innréttingum eða um 67% milli fyrstu sex mánaða 1979 og 1980, en á síðustu árum hefur inn- flutningur eldhúsinnréttinga aukist minna en innflutningur húsgagna. manna nefnd til að kanna samningaleiðir við landeigendur, sem verða fyrir skaða vegna virkjunarinnar. Því fannst mér óþarft að fjórðungsþingið hvetti til að flýta þessu máli. Samningagerð er komin af stað með könnun nefndarinnar. * — Torfi, telur þú að Norðlend- ingar séu að missa af einhverju stórvægilegu ef þeir sameinast ekki um Blönduvirkjun eins og hún er fyrirhuguð nú? — Já, svo tel ég vera. Virkjun Blöndu mun veita mjög miklu fjárstreymi í héraðið og samgöngur ntunu stórbatna, bæði til sveita og afrétta. Möguleikarnir til að setja upp iðnað sem þarfnast raforku verða mun betri. Þó ekki sé enn farið að verða atvinnuleysi í kjör- dæminu, þá mun það stutt undan, ef ekkert er að gert. — Verða Norðlendingar af stór- virkjun um langa framtíð, ef ekki næst samstaða um fyrirhugaða Blönduvirkjun mjög fljótlega? — Þó að Blanda verði ekki virkjuð nú, tel ég að hún verði virkjuð öðru hvoru megin við aldamótin. Nú getum við hins veg- ar fengið bætur fyrir þau lands- spjöll, sem af virkjuninni leiða, en segja mætti mér, að þeir möguleik- ar minnkuðu eftir því sem virkjun- in dregst á langinn. Krossinn verður tryggt, að hjálpin berist svo fljótt sem auðið er, og eins verður gengið örugglega frá þvi, að hjálpin berist þeim, sem mest eru hjálpar þurfi. Fulltrúar Rauða Kross félaganna á Norður- löndum munu sjá til þess, að fé það, sem safnast nýtist sem allra best, og það munu þeir gera á staðnum, þ.e. í Austur-Afríku. Þau ríki sem eink- um er um að ræða í þessu sambandi eru Somalia, Uganda, Ethiopia og Djibouti, og eru þegar farnir nokkrir fulltrúar þangað austur, frá Noregi, Svíðþjóð, Danmörku og Finnlandi. Hafinn er undir- búningur að för fulltrúa frá Rauða Krossi Islands. Talið er að um átta milljónir ntanna svelta nú heilu hungri fyrrgreindum stöðum. Gífurlegir þurrkar hafa verið þar í marga mánuði, og eins og komið hefur frarn í almennum fréttum fara menn með ófriði í þessum ríkjum, en það hefur í för með sér gífurleg flóttamannavandamál. Rauða Kross félögin á öllum Norðurlöndum hafa tekið að sér í sameiningu að veita bráða hjálp sveltandi fólki í Austur-Afríku. Fjársöfnun er hafin alls staðar nema á Islandi, en hér er undir- búningur í þann mund að byrja. Norðurlöndin sameinast þannig um mesta átak Rauða Krossins til þessa við hjálparstarf í Austur- Afríku, þar sem 8 milljónir svelta og tugir barna deyja daglega úr hungri. Halldór Benediktsson. Torfi Jónsson. Lítill hluti gesta í Lundaseli sl. laugardag. Á litlu innfelldu myndinni sést austurhlið barnaheimilisins. Mynd: á.þ. VEISLA í LUNDASELI Á laugardag hélt starfsfólk barnaheimilisins Lundasels, foreldrar og börn, heilmikla hátíð í Lundaseli í tilefni þess að lóð heimilisins er nú fullfrá- gengin og liðið er eitt ár síðan Lundasel var tekið í notkun. Talið er að hátt á annað hundrað manns hafi komið í Lundasel á laugardaginn og gætt sér á pylsum, djús og kaffi. Börn í Lundaseli eru 2ja til 6 ára. Fyrir hádegi eru börn á aldrinum 2ja til 6 ára, en eftir hádegi frá 3ja til 6 ára. Að sögn starfsfólks hefur fremur lítið verið um skipulegt samstarf við foreldra, en veislan á laugardaginn er hugsuð öðrum þræði sent upphafið á öðru og nteira. Lóðin unthverfis Lundasel var opnuð um miðjan ágúst, og síðan hafa einhverjir lagt það í vana sinn að koma þangað seint á kvöldin, í þeim tilgangi að skentma leiktæki barnanna. Ein starfsstúlkan sagði að ástandið væri óþolandi því að á hverjum morgni væri búið að velta um litlum skúrum, sem börnin leika sér í, og rífa upp tré og runna með rótum. Hvatti stúlkan foreldra og umráðamenn barna og ung- linga, sem hugsanlega gætu átt hlut að máli, til þess að sjá svo um að þessu linni nú þegar. Eins og áður hefur komið fram urðu allmiklar umræður um Blönduvirkjun á fjórðungsþingi Norðlendinga. M..a var rætt um það, að nauðsynlegt væri að leysa þær deilur sem uppi eru varðandi land sem færi undir vatn miðlunarlóns fyrirhugaðrar virkjunar á svæðinu. Dagur ræddi við tvo menn á öndverðum meiði um þessi mál. Það eru þeir Torfi Jónsson í Torfulækjarhreppi í A-Húna- vatnssýslu og Halldór Benediktsson í Seyluhreppi í Skagafirði. — Halldór, hver eru að þínu mati megin rökin gegn virkjun Blöndu í þeirri mynd, sem fyrirhug- uð cr? — Meginrökin eru hin gifurlegu landsspjöll á Eyvindarstaðaheiði vegna virkjunarlónsins. Flestir bændur í minni sveit, sem eru um 20 talsins, missa þarna verðmætt beitiland, ásamt vegi fram á heið- ina, gangnamannakofa o.fl. — Óttist þið ekki að ef málið dregst mikið úr þessu þá vcrði ekki af virkjun Blöndu um næstu fram- tíð, þar sem aðrir kostir eru þá nærtækari? — Jú, það má búast við að virkjun Blöndu dragist eitthvað, en það má ekki flana að þessu máli. Það þarf að fá lausn á því hvaða bætur verða greiddar og bændur verða t.d. aldrei til tals um að fá aðeins eina greiðslu. Ríkjsstjórnin hefur nú skipað 4ra — ~2 _ L. J± 0 Vaðlaskógur opinn almenningi Uppi eru deilur hvort leggja beri veg yfir Leirurnar, en bú- ið er að taka ákvörðun þar að lútandi þótt ekki séu allir sammála henni eins og gengur. M.a. er rætt um að vegurinn fyrirhugaði skemmi Vaðlaskóg. Ekki skal lagður á það neinn dómur, en væri ekki rétt að Skógræktin opn- aði skóginn almenningi t.d. næsta vor og gerði sitt til þess að bæjarbúar og tbúar í næsta nágrenni við skóginn geti notið hans? Eins og málin standa í dag er ekki á hvers manns færi að komast um skóginn t.d. á gamalt fólk og hreyfihamlað ekki auðvelt með að skoða Vaðlaskóg. 0 Skákmenn og forystumenn þeirra Um aldir hafa (slendingar borið virðingu fyrir skák- íþróttinni. Hinir mestu and- ans snillingar hafa setið að tafli tímunum saman og vandlega er fylgst með þeim mönnum sem ná árangri í íþróttinni. Svo sýnist sem virðing manna fyrir skák fari þverrandi. Ástæðan? Jú, sí- feltdar deilur og smábarna- legur skætingur milli forystu- manna í Skáksambandi fs- lands — núverandi og fyrr- verandi forystumanna — hefur haft þau áhrif að fólk horfir ekki lengur sömu aug- um á skákmenn og þá, sem eru og hafa verið, í forsvari hjá Skáksambandi íslands. 0 Akureyrar- lögreglan fari suður þegar mikið liggur við Samkvæmt sunnlenskum fjölmiðlum, blöðum útvarpi og sjónvarpi, hefur verið fremur róstursamt í miðborg Reykjavíkur að undanförnu. Lögreglan hefur legið undir því ámæli að vera fautaieg og lítt til viðræðu — stungið mönnum í steininn án tilefn- is. Einhvern veginn hefur ak- ureyrskum lögregiumönnum tekist að sigla milli skers og báru í þessum efnum. E.t.v. væri rétt að þeir færu suður og kenndu starfsbræðrum sínum rétt vinnubrögð, en áður hafa lögreglumenn farið suður þegar mikið hefur legið við. Þeir fóru 1968 á Nato fundinn og eins þegar Nixon og Pompídú ræddu saman. Góða ferð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.