Dagur - 11.09.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 11.09.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 11. september 1980 63. tölublað Ætla að gefa hana kúm Heiðaærnar eru komnar heim Um hádef>isbil í gær kviknaði í bílaverkstæði skammt frá bænum Engihlíð á Árskógsströnd. Tvö vcrkstæði brunnu þar til kaldra kola án þess að við neitt yröi ráðið. Fjórir bilar eyðilögðust og eigcndur verkstæðanna, Hjalti Sigfússon og Þorstcinn Marinósson, urðu fyrir miklu eignatjóni. Elds- upptök voru þau að Þorstcinn var að logsjóða í pústurrör á bíl sinum. Neisti konisf í bcnsín og brciddist cldurinn mjiig skjótt út og komst í logsuðutæki. Sprungu bæði gas- og súrkútur. Mikið högg myndaðist við sprenginguna sem þcytti mönnun- um um koll, beyglaði bíl og rcif þakið af húsinu. Mynd: Rögnvaldur. „Ætlunin er að gera tilraunir í vetur með ostamysu og gefa hana kúm á Möðruvöllum. Það er hægt að nota mysu í stað kjamfóðurs að hluta til og er það raunar gert á hinum Norð- urlöndunum, en ekki hér á landi. Erlendis fer ekki dropi af mysu í hafið, enda þurfa mjólkursam- lögin þar að greiða klóakskatt sem er miðaður við það magn sem er hellt niður,“ sagði Þór- arinn Sveinsson fram- leiðslustjóri hjá Mjólkursam- lagi KEA. Samlagið hellir niður um 10 til 15 milljónum lítra af ostamysu á ári. Með hækkuðum kjarnfóðurs- skatti hefur áhugi manna fyrir að nýta innlent fóður aukist til muna og er ekki að efa að bændur munu fylgjast grannt með tilrauninni á Möðruvöllum. Þórarinn sagði að ásamt honum myndu fóðurfræðingarnir þeir Jón Árnason og Þórarinn Lárusson annast tilraunina á Möðruvöllum. „í ostamysunni er mikið af eggjahvítuefnum og sykri. Þetta er því upplagt kjarnfóður og því var ákveðið að hefja þessar fóðurtil- raunir með haustinu," sagði Þórar- inn. „Á hinum Norðurlöndunum er þessi mysa notuð eins og hún kemur úr samlaginu og einnig er hún sett í síunartæki, en í þeim er hægt að ná úr henni vatninu og auka um leið þurrefnisinnihald." Til glöggvunar skal þess getið að í svalardrykkinn Sopa er notuð skyrmysa, en þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að gera söluhæfan drykk úr ostamysunni. í Noregi er ostamysan hins vegar mikið notuð i brúnosta af ýmsum gerðum, auk þess sent hún er notuð til skepnufóðurs. Neysla á brúnosti í Noregi er um 4 til 5 kíló, en aðeins 250 grömm hér á landi. Að lokum skal þess getið að í einni fóðurein- ingu eru 15 Iítrar af ostamysu. Cunnarsstöðum 10. seplcmber Kartöflugrös eru fallin. Það komu fjórar frostnætur síðustu helgina í ágúst og felldu þær öll grös. Göngur eiga að fara að hefjast og slátrun byrjar þann 22. þessa mánaðar. Mjög mikil fækkun verður á sláturfé. Flestir eru búnir að taka upp sínar kartöflur, en kartöflurækt er lítil hér um slóðir. Aðeins til heim- ilis. Eftir 1950 var töluverð kartöfluræktun hér, en bæði var gott í ári og eins var garnaveiki í sauðfé og menn voru að reyna að drýgja tekjurnar. Þetta hélst fram yfir 1960 þegar fór að kólna á ný. Göngur hefjast í næstu viku. Ákveðið er að byrja að slátra 22. Ég hef ekki heyrt nákvæmlega hve mikil fækkunin verður, en sjálfsagt verður hún ekki undir 25%. Það er alveg útséð um það að rollurnar sem drepnar voru í fyrrahaust skili lömbum i sláturhús í haust. Mér sýnist fullorðið fé orðið bústið, en lömbin eru smá. Við skulum hafa það í huga að fé bar seinna í vor en venjulega. Fé er nokkuð mikið komið niður í byggð. Þetta á meira að segja við um heiðaærnar. í gær, þegar ég var að sækja kýrnar hérna suður á tún, mætti ég á sem ég glímdi við í stórhríð í fyrra lengst inni i heiði. Hún ætlaði ekki að láta slíkt gerast aftur, blessunin. Það greri snemma á hálendinu og nú er farið að sölna. Ó.H. Klæðningin borgar sig fljótt og vel Akvegurinn frá Norðurlandi til Suðvesturlands verður sífellt greiðfærari með hverju árinu sem líður. Einkum er þetta áberandi í sumar og því veldur fyrst og fremst tilkoma Borgar- fjarðarbrúarinnar, allmikið bundið slitlag á Vesturlandsvegi frá Reykjavík og síðast en ekki síst um 20 kílómetra bundið slitlag beggja megin við og í gegn um Blönduós. Þá má nefna lítils háttar bundið slitlag í Norðurárdal við Bifröst, en þetta allt veldur því að ferða- menn fá það á tilfinninguna að brátt verði komið bundið slitlag á alla þessa leið, þó að raunar sé enn mjög langt í land ineð það. Slitlagið við Blönduós er svo- kölluð klæðning, eða Ottadekk, sams konar og lagt hefur verið i sumar á veginn milli Akureyrar og Dalvíkur og sunnan Svalbarðseyr- ar. Að sögn Þormóðs Péturssonar, vegaverkstjóra á Blönduósi, var unnið við lagninguna um mánaða- ríflega helmingi ódýrari en lagning olíumalar. Undirbyggingin þyrfti að vera sú sama, þarsem klæðningin sjálf væri ekki nema 3-31/’ cm á þykkt og burðarþolið yrði því að vera í undirbyggingunni. „Reynsla Norðmanna af klæðn- ingu er mjög góð. Þeir segja að þetta borgi sig á tveimur til tveimur og hálfu ári miðað við malarvegi og viðhald á þeirn. en hér á landi ætti þetta að borga sig á um 30% lengri tíma, sem stafar af mismunandi viðhaldi malarvega hérog í Noregi. Nú og svo græða að sjálfsögðu allir sem fara um vegina." sagði Þor- móður Pétursson. Miðað við þann umferðarþunga sem við höfunt á þjóðvegum hér ætti klæðningin að endast í átta ár, þannig að Ijóst ætti að vera að klæðningin margborgar sig. Klæðningin er lögð þannig. að þegar undirbyggingin hefur verið hefluð og völtuð er 100°C heitu asfalti úðað á veginn og grjótmuln- ingi síðan dreift yfir. Þannig eru farnar tvær umferðir. Þessi mynd cr tekin af klæðningunni skamnit frá Blönduósi. Hcimiliskötturinn átti lcið um og í viðmiðun við hann má sjá grófleika malarinnar. Mynd: H.Sv. mótin júlí-ágúst og voru lagðir allt að 2 km á dag. „Það er geysilegur munur að aka á þessu, miðað við malarvegina, og ég tel að þetta sé það sem koma skuli á stofnbrautir, þar sem uni- ferðin er milli 500 og 1000 bílar á dag. Svo mikil umferð gerir nær ókleift að halda malarvegunum við svo vel sé,“ sagði Þormóður í viðtali við Dag. Hann kvaðst ætla að þetta væri lengsti samfelldi vegarkaflinn með klæðningu og að lagningin væri Réttir að hefjast við Eyja- fjörð Næstkomandi laugardag verður réttað í Akureyrar- rétt, Þórustaðarétt í Glæsi- bæjarhreppi og Reykárrétt í Hrafnagilshreppi, en í flest- um réttum við Eyjafjörð verður réttað um þar næstu helgi. Þannig verður réttað i Reist- arárrétt í Arnarnesshreppi. Ár- skógsrétt á Árskógsströnd og Dalvíkurrétt laugardaginn 20. september og í Þverárrétt i Öxnadal. Melarétt í Skriðu- hreppi og Tungurétt í Svarfað- ardal sunnudaginn 21. septem- ber. Þverárrétt og Tungurétt eru þær stærstu. ásamt Lokastaða- rétt í Fnjóskadal, þar sem réttað verður miðvikudaginn 17. sept. í Gljúfurárrétt í Höfðahverfi verður réttað þriðjudaginn 16. september. Búið er að rétta í Öngulsstaðahreppi og Saur- bæjarhreppi. Af réttum í Þingeyjarsýslum má nefna, að réttað verður í Hvammsrétt í Aðaldal næsta sunnudag, Skógarrétt í Reykja- hverfi verður á laugardag. en réttað verður í Reykjahlíðarrétt um þar næstu helgi. Tíu til fimmtán milljón lítrar af mysu í sjóinn Umsjónarmaður strætisvagna Strætisvagnanefnd kom saman fyrir skömmu og fjallaði um um- sóknir um starf umsjónarmanns strætisvagnanna. Alls sóttu tíu um starfið, en nefndin lagði til að Stefán Baldursson, Blöttuhlíð 2 yrði ráðinn í starf umsjónar- manns strætisvagnanna frá og með 1. október n.k. Keyptu Mýrarlón Á fundi bæjarráðs, sem haldinn var um miðjan ágúsl, lagði bæj- arstjóri fram samning sem hann hefur gert við Guðmund Vík- ingsson um kaup bæjarsjóðs á jörðinni Mýrarlóni — þ.e. öllum húsum og mannvirkjum ásamt girðingum og ræktun í túnum, en grunnlandið á bæjarsjóður. Kaupverð er rúmar 40 milljónir. Bæjarráð samþykkti Samvinnuskólinn að hef ja vetrar- starf Nú haustar óðum, og senn fer að líða að þvi að vetrarstarf Sam- vinnuskólans hefjist. Framhalds- deild skólans I Reykjavík verður sett mánudaginn 15. sept., og skólinn í Bifröst þriðjudaginn 23. sept. Þá er namskeiðahald skól- ans að hefjast aftur af fullum krafti, og verða fyrstu námskeiðin haldin nú um miðjan september. Salthús Hafnarstjórn hefur borist bréf frá skipafélaginu Víkur h/f í Reykjavík, þar sem spurt er um hvort félagið geti fengið lóð á hafnarsvæðinu undir salthús. Gert er ráð fyrir að dæla saltinu úr skipinu og hámarkslengd á dælingu séu 150 til 200 metrar. Olöglegir vörubílar Stórir vörubilar aka daglega með grjót- eða malarhlöss um götur Akureyrar. Alltof margir bílstjór- ar setja ekki skilrúm aftast á pall- inn, en slíkt er með öllu ólöglegt, því grjóthnullungar geta dottið aftur af pallinum og valdið stór- slysum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.