Dagur - 11.11.1980, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
LXIII. árgangur.
Akureyri, þriðjudagur 11. nóvember 1980 81. tölublað
■”—MIMI—
HOLALAX FORM-
LEGA(NOTKUN
Hópurinn á tindi Súlu. Mynd: J.G.J.
Stofnfundur nýs ferðaklúbbs
HALDINN Á TINDI SÚLU
Á laugardaginn var formlega
tekin í notkun stærsta og full-
komnasta laxeldisstöðin hér á
landi, en hún er að Hólum í
Hjaltadal. Eigandi stöðvarinnar
er Hólalax h.f., en hluthafar eru
veiðiréttareigendur í Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslum,
sem eiga 60% hlutafjár og rfkið,
sem á 40%. Byrjað var að reisa
stöðina í vor og er búið að verja
til hennar 150 milljónum króna.
Gert er ráð fyrir að stöðin kosti
fullbúin um 450 milljónir.
Stöðvarhúsið er tæpir 1200
ferm. og skiptist í tvennt. Annar
hlutinn er eldishús. Þar eru 10
steinker að hálfu úti og að hálfu
inni og að auki eiga að vera þar
60 plastker. Hinn hluti hússins
er fóðurgeymsla og hrogna-
rennur, ásamt herbergjum
starfsmanna. Fyrstu laxahrogn-
in, um það bil ein milljón, komu í
stöðina i haust.
Kabarettinn
vel sóttur
„Kabarettinn hefur gengið
afskaplega vel. Síðast seldum
við alla miðana á hálftíma og
alls eru 1145 búnir að sjá
kabarettinn. Næst sýnum við
á föstudagskvöldið og mun-
um halda áfram að sýna á
föstudagskvöldum meðan
aðsókn helst,“ sagði Þórey
Aðalsteinsdóttir.
Stöðugt er reynt að bæta inn
nýjum atriðum, nú síðast kom
Gestur E. Jónasson með um-
ferðarfræðslu fyrir gangandi
vegfarendur og sjálfsagt má
búast við einhverju nýju á
föstudagskvöldið.
Vegna þess öngþveitis sem
myndaðist sl. föstudagskvöld
urðu þau mistök að tvíselt var á
eitt borðið. Til að koma í veg
fyrir að slík mistök endurtaki sig
hefur verið ákveðið að taka á
móti matarpöntunum á mið-
vikudögum frá klukkan 6.15 til
8. Aðrir sýningargestir geta
keypt miða á fimmtudögum frá
klukkan 6.15 til 8.
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, lýsti stöðina tekna í notkun
við athöfn í stöðvarhúsinu á laug-
ardaginn. t ræðu við það tækifæri
sagði Pálmi að laxeldisstöðin væri
þáttur í endurreisn Hólastaðar og
bændaskólans að Hólum, sem tek-
ur væntanlega til starfa næsta
haust eftir nokkurt hlé. Pálmi sagði
einnig að þá yrði tekin upp kennsla
í fiskirækt og er gert ráð fyrir
kennslustofu í stöðvarhúsinu.
Á laugardaginn var einnig tekin í
notkun ný hitaveita; Hitaveita
Hólahrepps. Heitt vatn til hennar
er tekið á bænum Reykjum, sem er
fremsti bærinn í Hjaltadal. Ragnar
Amalds, fjármálaráðherra, lýsti
hitaveituna tekna í notkun. Búið er
að leggja 6 km lögn að stöðinni, en
lagt verður að Hólastað á næsta ári.
Kostnaður við hitaveituna nemur
nú um 250 milljónum króna. Ríkið
á 44% í hitaveitunni á móti Hóla-
hreppi.
Guðmundur Gunnarsson, verk-
fræðingur, teiknaði laxeldisstöð-
ina, en verktakafyrirtækið Stígandi
á Blönduósi sér um að reisa hana.
Framkvæmdastjóri laxeldisstöðv-
arinnar er Pétur Bjarnason. For-
maður stjórnar Hólalax er Gísli
Pálsson bóndi að Hofi í Vatnsdal.
Um miðjan síðasta mánuð voru
allir bátar búnir að draga upp
þorskanetin því það varð ekki
vart í þau. Þá brugðu menn sér á
línu og hefur verið reitingsafli á
hana. Á línuna hefur verið beitt
spriklandi Austfjarðasíld og
loðnu, en þorskurinn lítur ekki
við síðarnefndu beitunni. Hann
er vandætinn þorskurinn og
sjálfsagt man hann þá tíð þegar
sífellt var boðið upp á þetta
lostæti á Siglufirði.
Héðan rær maður nokkur á litl-
um sportbáti og fer aldrei lengra en
að ríkisbryggjunum, þar sem
loðnulöndunin fer fram. Þegar
skipin koma er nægur fiskur undir,
því þrátt fyrir að þorskinum þyki
síldin góð, fúlsar hann ekki algjör-
lega við loðnunni. í október fékk
þessi útgerðarmaður 4 tonn þarna
fram af bryggjunum.
í birtingu á morgnana fer hann
af stað á sportbátnum og kemur
heim í mat um hádegisbil. Rétt eins
og landverkafólk fer útgerðarmað-
„Félagslíf í Glerárskóla er nú að
komast í fullan gang og þessi
ferðaklúbbur er einn af mörgum
urinn á sjó á nýjan leik klukkan eitt
og heim í kaffi síðdegis. Ef hann sér
ástæðu til fer hann aftur á sjó eftir
kaffi. Afli er oft ágætur við bryggj-
umar því útgerðarmaðurinn fékk
oft upp í 400 kíló yfir daginn þegar
best var í sl. mánuði.
Til að byrja með var títtnefndur
útgerðarmaður einn um hituna.
Um miðjan október könnuðu
NAN verðmerkingu I búðar-
gluggum í miðbæ Akureyrar.
Alls var skyggnst í glugga 43
verslana, Af þeim höfðu 24 mjög
góða verðmerkingu (90-100%), 6
sæmilega (um 50%) en 13 höfðu
lélega eða enga verðmerkingu.
NAN gerðu slíka könnun fyrir
hálfu öðru ári og var útkoman
þá svipuð. (14 af 30 með 90-
100%, 6 með 60-90%, 2 með
50%, en 8 með enga eða lélega).
Sem fyrr eru merkingarnar mis-
greinilegar.
klúbbum i skólanum,“ sagði Jón
Gauti Jónsson, kennari í Gler-
árskóla, en hann stóð fyrir
og mat
En þessir hörðu sjómenn, sem geta
helst ekki rennt færi nema langt úti
í firði, höfðu hikað lengi vel að
fiska á þessum miðum, en auðvitað
lauk þessu með því að flotinn fór
allur á þessi fengsælu fiskimið. Afli
er bara þokkalegur fyrir framan
bryggjurnar og víðar í firðinum.
S. B.
Það er skylda samkvæmt reglu-
gerðarákvæðum í lögum að merkja
vöru í búðargluggum og nýlega
skýrði verðlagsstjóri frá því að hart
yrði gengið eftir þessu í Reykjavík í
sambandi við tvímerkingar áður en
nýja krónan kemur. Tvímerkingar
sáust í glugga einnar verslunar
þegar könnunin var gerð og er það
til fyrirmyndar. f verslunum, sem
selja plötur tíðkast nú að setja á þær
eins konar verðflokksnúmer, en
ekki verðið sjálft, er vandséð hag-
ræðing að slíku og í búðarglugga
gefur þessi tala engar upplýsingar,
þar sem túlkun á númerinu vantar.
stofnun ferðaklúbbs, og var
stofnfundurinn haldinn á Súlu-
tindi sl. sunnudag. Jón sagði að
ástæðan fyrir þvi að fundurinn
hefði verið haldinn á þessum
óvenjulega stað væri einfaldlega
sú að þangað komu eingöngu
þeir sem höfðu áhuga á ferða-
málum en aðrir sátu heima.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt
sarnhljóða af 20 nemendum á Súl-
um sl. sunnudag í blíðskaparveðri
ogfögru útsýni: „Nemendur í 7., 8.
og 9. bekk Glerárskóla veturinn
1980 til 1981 staddir á Súlum,
sunnudaginn 9. nóvember 1980,
samþykkja að stofna ferðaklúbb,
sem hefur það að markmiði að efla
útivist og félagslíf í Glerárskóla.
Jafnframt er samþykkt að boða til
aðalfundar fimmtudaginn 13. nóv-
ember n.k. kl. 17, þar sem félaginu
verða sett lög og kosið í stjórn.“
Fundarmenn samþykktu einnig að
tilnefna þau Heiðu Sævarsdóttur,
Ómar Þór Eðvarðsson og Friðrik
Steingrímsson, nemendur í 9. bekk,
í undirbúningsnefnd. Nefndin
hafði ekki komið saman í gær, en
áætlað að halda fund í dag í u.þ.b.
50 metra hæð yfir sjávarmáli.
Jón Gauti sagði einnig að
nokkrir nemendur hefðu ekki
komist á stofnfundinn þar sem þeir
voru í útilegum og þ.h., en í hópn-
um sem gekk á Súlur voru líka
ýmsir, sem hafa ekki tekið mikinn
þátt í útilífi.
Kemur heim í kaffi
Siglufirði 10. nóvember.
24 með góða verðmerkingu:
13 LÉLEGA EÐA ENGA
Nýtt frá Mjólkur-
samlagi
Ný tegund af jógúrt er komin á
markað, frá Mjólkursamlagi
KEA, með hnetum á karamellu-
sósu. Önnur tegund er væntanleg
með ávaxtablöndu einkum
ferskjum og hindberjum. Einnig
er að koma ný ostategund, sem
nefnd verður Kotasæla (Cottage
cheese).
Tónleikar með
Bubba Morthens
og lltangarðs-
mönnum
Hljómsveitin Utangarðsmenn
með Bubba Morthens í farar-
broddi eru nú á yfirreið sinni um
landið þvert og endilangt.
Einn af áfangastöðum hljóm-
sveitarinnar er Ákureyri og mun
hún koma hingað fimmtudaginn
13. nóvember og halda tónleika
þá um kvöldið í kjallara Möðru-
valla. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Bubba Morthens og Utan-
garðsmenn er óþarft að kynna því
óhætt er að segja að þeir hafi hrist
ærlega upp í íslensku popptón-
listarlífi með kröftugu gúanó- og
reggearokki sínu, hressilegri
sviðsframkomu og beinskeittum
textum.
Náttúruverndar-
nefnd ályktar
Fyrir nokkru fór nefndin á stúf-
ana og í fundargerð segir m.a.
um þrifnað í bænum að því miður
hafi ástand staða, sem kannaðir
voru í sumar, afarlítið breyst til
batnaðar. Helst megi merkja bót
þar sem smágert pappa- og plast-
dót var til óþrifa. Einnig hafði
brotajárnshaugum við Slippstöð-
ina verið fækkað, þótt ekki sé til
prýði enn. Síðar segir: „í Krossa-
nesi hefur verið rifið hús og
brakið flutt upp á klappimar of-
anvið. Slíka óhæfu er ekki hægt
að líða, enda meira en nóg drasl á
svæðinu fyrir. Ljóst er að málum
þessum verður að fylgja fast á
eftir á næsta ári og þá í samráði
við heilbrigðisnefnd," segir í
bókun náttúruverndarnefndar.
ÍAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRNs 24166 OG 23207]