Dagur - 11.11.1980, Síða 6
Akureyrarkirkja. Hátíðarmessa
verður n.k. sunnudag kl.
14.00. Minnst verður 40 ára
afmælis kirkjunnar. Sálmar:
268, 285, 287, 523. Sóknar-
prestar.
Akureyrarkirkja. Sunnudaga-
skóli n.k. sunnudag kl. 11.
Öll börn velkomin. Sóknar-
prestar.
Hálsprestakall. Guðsþjónusta í
Stórutjarnarskóla n.k.
sunnudag 16. nóv. kl. 14.00.
Guðmundur Ingi Leifsson á
Hofsósi prédikar. Unglingar
lesa, syngja og flytja helgi-
leiki. íbúar alls prestakalls-
ins hvattir til að koma.
Sóknarprestur.
Þann 8. nóvember si. voru gefin
saman í hjónaband í Akur-
eyrarkirkju brúðhjónin ung-
frú Aðalbjörg Björnsdóttir
bankastarfsmaður og Lýður
Sigurðsson húsgagnasmið-
ur. Heimili þeirra verður að
Núpasíðu 2.
Lionsklúbbur Akureyrar. Fund-
ur fimmtudaginn 13.
nóvember kl. 12.15 í Sjálf-
stæðishúsinu.
5AMK0MUU
FQadelfía, Lundargötu 12.
Fimmtudagur 13. Biblíu-
lestur kl. 8.30. Allir vel-
komnir. Laugardagur 15.
Safnaðarsamkoma kl. 8.30.
Sunnudagur 16. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn
velkomin. Almenn sam-
koma kl. 8.30. Allir vel-
komnir.
Hjálpræðisherinn. í kvöld kl.
20.30, hjálparflokkur. Mið-
vikudag kl. 20.30, unglinga-
samkoma. Föstudag kl. 17,
opið hús fyrir börn. Sunnu-
dag kl. 13.30, sunnudaga-
skóli, og kl. 17, almenn
samkoma.
Á mánudögum kl. 16, heimilis-
samband fyrir konur. Verið
velkomin.
Sjónarhæð. Almenn samkoma
n.k. sunnudag kl. 17.00.
Drengjafundur á laugardag
kl. 13.30. Sunnudagaskóli í
Glerárskóla n.k. sunnudag
kl. 13.15. Verið velkomin.
Kristniboðshúsið Zion. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Öll börn
velkomin. Samkoma kl.
8.30. Ræðumenn Jónas Þór-
isson og Benedikt Arnkels-
son. Allir velkomnir.
1 UNDÍk
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur.
Almennur fundur fimmtu-
dag 13. nóv. er frestað um
eina viku og verður kl. 19.10
í Kiwanishúsinu við Gránu-
félagsgötu.
Styrktarfélag vangefinna,
kvennadeild. Fundur verður
haldinn á Sólborg miðviku-
daginn 12. nóv. kl. 8.30.
Vinnufundur. Stjórnin.
□ RÚN 598011127 — 1 Frl
ATKV
□ RÚN 598011147 = 5
I.O.O.F. RB 2 —13011128'/2 E
AftiUOIÐ
Kvenfélag Akureyrarkirkju
heldur basar og kaffisölu að
Hótel K.E.A. sunnudaginn
16. nóvember. Salan hefst kl.
3.15 e.h. Félagskonur eru
vinsamlegast beðnar að skila
basarmunum í kirkjukapell-
una laugardaginn 15. nóv.
frá kl. 2-3. Stjórnin.
Spilakvöld verður hjá Sjálfs-
björg í Alþýðuhúsinu
fimmtudaginn 13. nóv. kl.
20.30. Góð verðlaun. Allir
velkomnir. Nefndin.
Munið minningarspjöld kvenfé-
lagsins Hlífar. Spjöldin fást í
bókabúðinni Huld, símaaf-
greiðslu sjúkrahússins og hjá
Laufeyju Sigurðardóttur
Hlíðargötu 3. Allur ágóði
rennur til barnadeildar
F.S.A.
Eiginkona mín og móðir,
HANNA GERÐUR HARALDSDÓTTIR,
Skarðshlíð 22, Akureyri,
lést að heimili sínu laugardaginn 8. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. nóv-
ember kl. 13.30 e.h.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Fyrir hönd vandamanna,
Gunnar Frímannsson og börn.
Eiginmaður minn,
AÐALSTEINN TÓMASSON,
Hjalteyrargötu 1, Akureyri,
sem lést föstudaginn 7. nóvember sl., verður jarðsettur frá
Akureyrarkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 13.30.
F.h. barna, tengdabarna og barnabarna,
Steinunn Guðmundsdóttir.
Nýjar tegundir af Volvo
komnar á markaðinn
Árgerð 1981 af Volvo er nú komin á 240/260 gerðirnar eru 9.3 cm
markaðinn. Allar þrjár gerðirnar, styttri. Það er ný gerð stuðara sem
340, 240 og 260 eru með nýja stuð- veldur þessari breytingu. Saman-
ara og nýtt breytt útlit. Þetta nýja boriðviðfyrrigerðirhefurbreiddin
útlit er mesta breyting sem gerð verið minnkuð um 6 cm og hæðin
hefur verið á 240/260 gerðunum um 2 cm. Þessar breytingar gera
síðan þær voru kynntar árið 1974. bílinn 13 kg. léttari.
Frá og með árgerð 1981 verður
Árgerð 1980 er fyrsta skrefið í hægt að velja um 2 gerðir véla í 340
þeirri áætlun sem Volvo kynnti s.l. gerðina. Með stærri vélinni sem er
vor og bar heitið: Hugmyndabíll- 2ja lítra breytist útlit bílsins tals-
inn. f árgerð 1981 eru nokkuð mörg vert. T.d. er vélarhlífin hærri,
atriði sem einkennandi eru fyrir krómlisti á stuðara, stærri geymir,
Hugmyndabílinn. stærri bensintankur og fleira.
Leiklistarnámskeið
Ef næg þátttaka fæst verður efnt
til leiklistarnámskeiðs á vegum
Leikfélags Akureyrar. Hug-
myndin er að námskeiðið hefjist
mánudaginn 17. nóvember.
Að sögn Theodors Júlíussonar
verður lögð áhersla á framsögn,
leikræna tjáningu og ýmis fleiri at-
riði sem tengjast leiklistinni.
„Við höldum þetta námskeið til
að finna hæfileikafólk í bænum
sem gæti komið til starfa með
Leikfélagi Akureyrar. Við vitum
mæta vel að í bænum er mikið af
fólki sem hefur hæfileika, en vantar
tilsögn svo það treysti sér til að stíga
á fjalirnar. Þeir sem hafa áhuga eru
Pennavinur. Frönsk stúlka, sem
stundar nám í hjúkrun í
Englandi óskar eftir penna-
vini á Akureyri eða í ná-
grenni. Hún er 24ra ára og
áhugamálin eru: skauta-
hlaup, tónlist af öllum gerð-
um, hljómleikar, ballet,
leiklist og útivist. Og nafnið
er: Ms. Franqoise Mansais,
Nurses’Home One, Horton
Hospital, EPSOM, Surrey
KT19 8PZ, England. Hún
Franqoise vill helst skrifast á
við karlmenn — og strákar
— dragið fram pennann og
skrifið stúlkunni á ensku eða
frönsku.
Leiðrétting
f grein Laufeyjar Sigurðardóttur
um Löngumýrarskóla, sem birtist í
Degi 6. nóvember, misritaðist föð-
umafn Ingibjargar Jóhannsdóttur,
sem sögð var Jónsdóttir. Leiðréttist
það hér með.
;*
TEIKNTSTOFAN
AUGLVSINGAR-SHILTAGERÐ
TEIKNINGAR-SILKIPRENT
SÍMi: 2 57 57
beðnir um að hafa samband í síma
24073 næst komandi laugardag
milli klukkan 5 til 7,“ sagði The-
odor.
Hvaða erindi á ungt
málaflokkana?
Þessari spurningu mun Vilmund-
ur Gylfason, alþingismaður,
svara á opnum fundi, sem Félag
ungra jafnaðarmanna á Akureyri
stendur fyrir næstkomandi
fimmtudag 13 nóv. Fundurinn
verður haldinn að Strandgötu 9,
annari hæð, og hefst klukkan
fólk inn í stjórn-
20:00. Fundurin verður öllum
opinn. Vilmundur verður máls-
hefjandi á fundinum og mun
svara fyrirspurnum fundargesta.
Ungt fólk er sérstaklega hvatt til
að mæta á fundinum, en í upp-
hafi fundar verður sérstaklega
kynnt þátttaka ungra jafnaðar-
manna í alþjóðlegu samstarfi.
Félag jafnaðarmanna, Akureyri.
Verðkönnun á Akureyri og Svalbarðseyri 27.-28.10.1980
KEA
Vv"rur Magn Hagkaup HafnarbúÖin Hrísalundur Kjörb.Bjama Kaupf.Verkm. Hafnarstr. Brekka KSÞ.Svalb.
Molasykur Mokka 545 565 545 436 680 617 678 726
Svkur 615 (lkg) - 1120 (2kg) 1671'(2kg) 1680 (2kg) 1180 (2kg) _ 1715 (2kg)
Flórsykur 509 565 470 610 - 622 573 850 (lkg poka)
Hveiti 10 lbs 1849 Pillsbury 910 (5 lbs) 1750 1768 Golden M 2020 Pillsb. 2092 Robin H. 1010 51bé ;2301 Robin H.
Hrísgrjón River M3M gr 349 348 332 390 373 312 425 414
Com Flakes Kell. 250 gr 1125 1013 1100 1013 1040 4325 1018 1035
Royal lyftiduft 450 gr 865 869 782 962 960 920 _ 585
Sýróp 50G gr 1035 2320 (lkg) 1617 2740 - 1280 1063 2239 (3123 lkg)
Vilkosúpur ávaxta 565 662 519 676 665 625 540 645
Frón matarkex 569 - 523 656 656 630 476 698
Ritz saltkex 815 692 571 825 (rúlla) 695 668 _ 992 (311 gr)
ORA gr. baunir 1/2 dós 519 607 481 607 568 570 612 565
ORA rauökál 1/1 dós 1235 1497 1170 1497 995 (1/2) 960 1/2 1317
Tómatsósa Valur 840 gr litil 615 718 587 720 720 726
Tómatsósa Libby's 340 gr. 489 597 496 628 630 584 - 587
Nautahakk 4457 4457 4012 5642 4457 4072 _ 4457
Gunnars Mayones 250 ml 509 566 465 566 570 560- - 863 (400 ml)
Eg.e 1 kg 1945 2200 2438 2535 2438 2438 2200 2200
Sardínur K Jónss. 449 500 - 499 500 500 500 499
í olíu
WC-pappír serla 2 í pk 399 536 444 535 545 150 Toilex T* 529 Fay
Eldhúsrúllur 865 991 - 1120 964 940 855 1232
Þvottaefni VEX 3 kg 3195 3387 Oxon 3017 3050 - 3549 _ 3549
Tannkrem Colgate 140 gr 799 860 696 935 560 Closeup 733 _ _
Handsápa Lux 90 gr 299 330 - 317 330 210 339 230
Alpappír 45 on 825 1075 1141 1064 932 1210
30 cm 619 790 840 525 882 552
Jaröarber i/i 1375 Krakus 2075 Veluco - 2517 Veluco 2080 Veluco _ _ _
Bl. ávextir 1/1 1089 KY 1810 Silver 1. 1384 Hearts deligþt 1152 Silv.leaf 1460 Silv.l. 1628 1425 Silv.l. 1574 delight
í sambandi viÖ verökönnun þessa er rett aö taka fram, aö hveiti,
klósettpappír, eldhúsrollur, niöursoönir áv^xtir og álpappír eru
af misnunandi teguncujn. Eihungis er tekin fram breidd á álpappír,
en lengd er mismunandi e.ftir tegundum. VerÖ á nautahakki hjá Kjör-
búö Bjama er 1. flokks verÖ.
Könnunin var gerÖ 28. október á Svalbaröseyri.
Könnun þessi var gerð á vegum Neytendasamtakanna.
6.DAGUR