Dagur - 11.11.1980, Page 8

Dagur - 11.11.1980, Page 8
Bílaperar 6-12 og 24 volta FLESTAR TEGUNDIR SAMLOKUR fyrir og án peru tl Kjördæmisþing framsóknar manna haldið á Húsavík Kjördæmisþing framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi eystra var haldið á Húsavík um helgina. Haukur Halldórsson, formaður kjördæmissambandsins, setti þing- ið kl. 10 á laugardagsmorgun og að loknum kosningum starfsmanna og skýrslum fluttu þingmenn flokks- ins í kjördæminu ræður. Almennar umræður hófust eftir hádegi og síðan flutti Bqragi Árnason erindi um orkumál og nýtingu innlendra orkugjafa til eldsneytisframleiðslu. Að lokinni dagskrá á laugardag hófust nefndastörf og um kvöldið var árshátíð framsóknarfélaganna í Þingeyjarsýslum haldin á Hótel Húsavík. Þar flutti Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, hátíðarræðu og skemmtiatriði voru flutt. Á sunnudagsmorgun hófust nefndastörf á ný og eftir hádegi voru kosningar og síðan afgreiðsla mála, en þingslit voru um kl. 17.30. Stjórn kjördæmissambandsins var öll endurkjörin og í henni eiga sæti Haukur Halldórsson, formað- ur, Þóra Hjaltadóttir, varaformað- ur, Hákon Hákonarson, gjaldkeri, Egill Olgeirsson, ritari og Aðal- bjöm Gunnlaugsson, Björn Guð- mundsson og Tryggvi Gíslason, meðstjórnendur. Fulltrúar í miðstjórn Framsókn- arflokksins til eins árs voru kjörnir Hákon Hákonarson, Hilmar Daní- elsson, Ingi Tryggvason, Jóhann Helgason og Sigurður Óli Brynjólfsson og af hálfu yngri manna Egill Olgeirsson, Níels A. Lund og Þóra Hjaltadóttir. Enn- fremur eiga sæti í miðstjóm, kosnir á flokksþingi til 4ra ára, Haukur Halldórsson og Valur Arnþórsson. Stjórnmálaályktun Á kjördæmisþinginu voru sam- þykktar nokkrar ályktanir, þ.á.m. almenn stjórnmálaálykt- un, kjördæmismálaályktun og ályktun um fjárhags- og skipu- lagsmál kjördæmissambandsins. Kjördæmisályktunin verður birt síðar, en þar er fjallað um vega- mál, flugmál, málefni hafna, símamál, atvinnumál, orkumál, heilbrigðisþjónustu, æskulýðs- mál, skattamá), blaðaútgáfu og bindindismál. Hér fer á eftir al- menn stjórnmálaályktun kjör- dæmisþingsins: I. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið á Húsavík 8.-9. nóv. 1980., minnir á að með myndun núverandi ríkisstjórnar var leyst alvarleg stjómarkreppa og lokið langvarandi óvissuástandi í stjörn- málum. Fagnar þingið því að kleift reyndist að mynda þingræðislega meirihlutastjóm og væntir þess, að stjómarstarfið haldist allt kjör- tímabilið svo að ríkisstjómin fái tilætlaðan tíma til að vinna að verðbólguhjöðnun og öðrum um- bótamálum. II. Kjördæmisþingið minnir á að ríkisstjórnin tók við mjög erfiðu efnahagsástandi og meiri óvissu í málefnum atvinnuveganna en ver- ið hafði um langt skeið. Þingrof, alþingiskosningar, óvirk bráða- birgðastjórn og langvinn stjórnar- kreppa leiddi til þess að nauðsyn- legum efnahagsaðgerðum var skotið á frest svo mánuðum skipti. Reyndist því óhægar að ná tökum á efnahagsvandanum sem lengra leið. M.a. hafði verðbólgan náð 60% marki á einu ári, þegar núver- andi ríkisstjóm tók við. III. Ríkisstjórnin setti sér það mark- mið að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum að draga úr verðbólgu stig af stigi, þannig að á 3 árum væri verðbólgan hér á landi komin á svipað stig og gerist í helstu við- skiptalöndum Islendinga. Kjördæmisþingið harmar að enn hefur ekki náðst meiri árangur við niðurtalningu verðbólgunnar. Hvetur þingið til þess að nú sé einskis látið ófreistað í því efni á kjörtímabilinu. IV. Kjördæmisþingið minnir á nauðsyn góðrar samvinnu milli ríkisvaldsins og aðila vinnumark- aðarins, ef takast á að sigrast á efnahagsvandanum. I staórnarsátt- málanum er svo fyrir mælt að efnahagsráðstafanir verði gerðar í samráði við stéttasamtökin. Þessu verður ríkisstjórnin að framfylgja, jafnframt því sem minna verður á hve mikilvægt er að stéttasamtökin geri sitt til þess að treysta jafnan jákvæða samvinnu þessara aðila um aðgerðir í efnahags og at- vinnumálum. V. Þingið telur það eitt aðalverkefni stjórnvalda að berjast gegn verð- bólgunni með ákveðnum aðhalds- aðgerðum er varða verðlag, pen- inga- og vaxtamál, gengi, fjárfest- ingu og ríkisfjármál. Niðurtalning verðbólgunnar verður að vera markviss og ákveðin og ekki aðeins bundin verðlagi á vörum og þjónustu, heldur einnig taka til verðbóta á laun, ákvarðana um búvöruverð, fiskverðs og geng- isbreytinga. Sérstaks aðhalds skal gætt í rík- isfjármálum og rekstri ríkisfyrir- tækja svo.þess sjáist merki að ríkis- valdið gangi á undan í þeim sparn- aði og hagsýni í rekstri þjóðarbús- ins, sem menn eru sammála um að sé forsenda þess að unnt sé að komast út úr vítahring verðbólg- unnar. VI. Kjördæmisþingið leggur áherslu á þá staðreynd að núverandi aðal- atvinnuvegir landsmanna munu um ófyrirsjáanlega framtíð verða kjölfesta atvinnu- og efnahagsaf- komu þjóðarinnar, svo ekkert getur komið í þeirra stað. Hins vegar má ætla að vaxtar- möguleikum sumra þessara at- vinnugreina séu takmörk sett þegar til lengdar lætur. Undir það verður þjóðin að búa sig af framsýni og fyrirhyggju. Uppbygging útflutn- ingsiðnaðar er því brýnt viðfangs- efni, sem tímabært er að sinna af fullri alvöru. Kjördæmisþingið minnir á að skipulag meiriháttar útflutnings- iðnaðar krefst mikils undirbúnings, þar sem taka verður tillit til margra sjónarmiða, m.a. þess að erlendu fjármagni sé ekki hleypt hömlu- laust inn í atvinnulíf Islendinga né að stóriðja valdi mengun og óæski- legri röskun sem oft er fylgifiskur óheftrar stóriðju. VII. Kjördæmisþingið ítrekar að byggðastefnan er leiðaljós Fram- sóknarflokksins í landsmálum svo að ekki verður út af brugðið. Þótt miklu hafi verið áorkað í byggða- málum síðustu 10 ár, er síst ástæða til að slaka á í þeim efnum. Lands- byggðin getur því aðeins haldið hlut sínum og þróast eðlilega að byggðastefnan sé í heiðri höfð á öllum sviðum. Bjami Aðalgeirsson (lengst til vinstri) var kjörinn forseti þingsins. Með honum á myndinni eru aðrir starfsmenn og nokkrir þingfulltrúar. Hluti þingfulltrúa hlýðir á ræðuflutning. Myndir: H.Sv. Stjóm fjórðungssambandsins. I fremri röð f.v. sitja Egill Olgeirsson, ritari, Þóra Hjaltadóttir, varaformaður og Hákon Hákonarson, gjaldkeri. Standandi fyrir aftan em f.v. Aðalbjöm Gunnlaugsson, Haukur Halldórsson, formaður, og Björn Guðmundsson. Á myndina vantar Tryggva Gfslason. Efnahags- og atvinnu- mál voru efst á baugi „Það kom greinilega fram í um- ræðum og nefndastörfum á þinginu, að menn voru óánægðir með að ekki skyldi sýnilegur meiri árangur í baráttunni gegn verðbólgunni, eins og fram kemur í ályktunum,“ sagði Haukur Halldórsson, formaður kjördæmissambandsins í viðtali við Dag. „Það kom fram hjá mörgum, að aðlögunartími ríkisstjórnarinnar væri nú liðinn og nú þegar yrði að gera samræmt átak samhliða myntbreytingunni til að ná verð- bólgunni niður. Menn vildu að sett yrði nú þegar fram allsherjaráætl- un um niðurtalningu verðbólgunn- ar í samráði við stéttasamtökin. Eins og gefur að skilja voru efnahags- og atvinnumálin megin- viðfangsefni þingsins. Áhersla var lögð á uppbyggingu iðn- aðar í kjördæminu, sérstaklega út- flutningsiðnaðar, og í ljós komeð menn voru mjög uggandi um af- komu atvinnuveganna og þar með atvinnu sína, ef ekki tækist að ná verðbólgunni niður. Þá má nefna það, að kynnt voru drög að nýjum reglum varðandi framboðsmál flokksins í kjördæm- inu, sem milliþinganefnd hefur unnið að. Þeim var vísað til um- sagnar félaganna. Um þingið í heild má segja, að mæting var mjög góð og rómuðu menn mjög þá aðstöðu sem Hús- víkingar hafa upp á að bjóða til ráðstefnuhalds,“ sagði Haukur Halldórsson að lokum. # Að hjálpa sér sjálfur 0 Hvemikið gáfum við? Að undanförnu hafa fjölmiðl- ar sagt landslýð frá gífurlegu hungri í Afríku og þegar hefur Rauði krossinn lokið söfnun vegna hungursneyðarinnar. Landsmenn brugðust sæmi- lega við þessari hjálpar- beiðni frá Afríku — enda er það skylda þeirra að leggja sitt af mörkum svo mann- fótkið í heiminum geti fætt sig og klætt sómasamlega. Kennt þeim eitthvað nýtilegt svo þessir bræður okkar geti hjálpað sér sjáifir, því þeim er eflaust raun af því að þurfa stöðugt að vera þiggjendur. Hér á undan var sagt að ís- lendingar hefðu látið fé af hendi rakna f söfnun Rauða krossins, eða rúmar eitt hundrað milljónir. Þetta er ekki nema brot af því sem landsmenn eyða á ári hverju í áfengi og tóbak og ekki nema brotabrot af þeirri upphæð sem við köstum í ýmislegt fá- nýtt skran sem við hlöðum upp í kringum okkur. Þegar öllu er á botninn hvolft ættum við ekki að guma af því sem við leggjum fram til þriðja heimsins, því það er mun minna en við getum gert og ættum að gera. # Mokaðá stríðselda Þúsundir manna hafa látið iífið í heimskulegum styrjald- arátökum og ótaldar milljónir fallið í valinn vegna hungurs. Ekki bendir neitt til þess að fólk hafl f hyggju að setjast niður og ræða um frið af fullri alvöru né heldur að þau rfki sem betur mega sín muni í náinni framtíð gefa hinum fá- tæku tækifæri til að rétta úr kútnum. Þess í stað er fé mokað á stríðselda og auður hinna ríku vex í réttu hlutfalli við aukna fátækt. # Nýir vendir. . . . Ýmsum hefur víst brugðið við aukinni hörku í innheimtu hjá bæjarfógetaembættinu á Ak- ureyri. Gamlar skuldir eru innheimtar og eignir boðnar upp í Lögbirtingi. Gildlr hér sjálfsagt hið fornkveðna: Nýir vendir sópa best.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.