Dagur - 18.11.1980, Page 1

Dagur - 18.11.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR* HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 18. nóvember 1980. 83. tölublað Loðnu dælt upp úr nót. Um 30% meira vatn Holan við Botnslaug gefur nú um 40 sekúnduítra af u.þ.b. 80° heitu, sjálfrennandi vatni. Siglufjörður langhæsti löndunarstaðurinn Graskögglar og grasmjöl tæp 13 þúsund tonn Síðastliðið sumar var heildar framleiðsla á graskögglum og gras- mjöli samtals 12.836 tonn. Það var tæplega 33% aukning frá árinu 1979. Eins og áður, er mikill munur á fóðurgildi graskögglanna. Sam- kvæmt niðurstöðum efnagreininga frá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins var minnsta innihald af hrápróteini 4,4% en mesta 21,7%. Það þarf frá 1,2 kg í eina fóðurein- ingu (Fe) og upp í 1,6 kg. Samdráttur í mjólkur- framleiðslu Bráðabirgðatölur hafa verið birtar um mjólkurframleiðsluna i október, þar kemur fram að innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum var 19,2% minni en í október 1979. Samtals tóku þau á móti 7,8 milljónum lítra á móti 9,6 millj. Iítra á síðasta ári. Mestur varð samdráttur hjá mjólkursamlaginu á Blönduósi, eða um 34%, þar næst kom mjólkursamlagið á Höfn með 30,6%. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var mjólkin 17,2% minni, samdráttur var hlutfallslega jafnmikill í Eyja- firði, hjá mjólkursamlaginu í Borg- amesi var minnkunin 23%, á Hvammstanga 23,7%, á Sauðár- króki 21,2% og á Húsavík 19,3%. í september var samdráttur í mjólk- urframleiðslunni 8,2% miðað við sama mánuð 1979. Fyrstu 10 mán- uði þessa árs hafa mjólkursamlögin tekið á móti rúmlega 93 milljónum lítra af mjólk en í fyrra tóku þau á móti 101 millj. ltr. sömu mánuði, minnkunin var 7,8%. Smávegis aukning hefur verið í sölu á ný- mjólk og rjóma það sem af er árinu, sala á undanrennu er svo til óbreytt frá í fyrra, smjörsalan var mun minni fyrstu 9 mánuði ársins en í fyrra, en sala á feitum ostum var um 22,5% meiri en í fyrra. Þann 1. nóvember s.l. voru smjörbirgðir í landinu 110 tonn, þá var til af ostum 1194 tonn. Loðnuveiðarnar gengu treglega alla síðustu viku vegna slæmrar tíðar og ísreks á loðnumiðunum. Er skip komu út aðfararnótt sunnudags hafði ísinn hopað eitthvað og gátu þau kastað, en veður var hins vegar afleitt þannig að afraksturinn varð fremur litill af þeim sökum. Þrjú skip lönduðu í Krossanesi í gær og hafa nú borist rösklega 20 þúsund lestir í Krossanesverk- smiðjuna. Langhæsti löndunar- staðurinn er Siglufjörður, en þang- að hafa borist tæplega 70 þúsund lestir og þar á eftir koma svo Reykjavík, Bolungarvík og Krossanes með eitthvað álíka mik- ið, eða um 20 þúsund lestir. Að sögn Andrésar Finnbogason- ar hjá loðnunefnd í Reykjavík er heildaraflinn á vertíðinni orðinn 300 þúsund lestir. Vertíðin hefur verið með allmikið öðrum hætti núna en oftast áður og veldur þar mestu um kvótaskiptingin á skipin. Mjög fátítt er að skipin séu öll á miðunum í einu og keppnin um loðnuna, sem einkennt hefur þennan veiðiskap, hefur minnkað til muna. Nú keppa menn að því að fylla sinn kvóta, en jafnframt á sem hagkvæmastan og skjótvirkastan hátt. Aðeins einu sinni á vertíðinni Jarðborinn Narfi, sem nú er við boranir við Botnslaug í Hrafna- gilshreppi fyrir Hitaveitu Akur- eyrar, kom á sunnudagsmorgun niður á nýja æð á um 800 metra dýpi. Við það stórjókst vatns- rennslíð úr holunni og gefur hún nú um 40 sekúndulítra af u.þ.b. 80° heitu, sjálfrennandi vatni. Þann 4. nóvember s.l. kom bor- inn niður á æð á 480 metra dýpi og fengust þá strax um 20 sekúndulítrar, en þá hafði ekki verið borað nema í u.þ.b. viku. Bendir nú allt til þess, að tals- vert vatn sé að finna í vestan- verðum Eyjafirði, sem ekki var fullljóst áður. Að sögn Vilhelms V. Steindórs- sonar, hitaveitustjóra, má reikna með að unnt verði að fá a.m.k. 50-60 sekúndulítra úr holunni við Botnslaug með dælingu, þannig að þessi eina hola eykur vatnsmagn til Hitaveitu Akureyrar um yfir 30 prósent, en það sem af er hefur mesta vatnsnotkun verið 150 sekúndulítrar. voru nær öll skipin á miðunum í senn. Skipin byrjuðu ekki á vertíð- inni öll í einu, eins og oftast hefur verið, heldur hafa þau verið að dreifast á tímabilið sem liðið er frá því veiðarnar hófust. í gær spáði batnandi á loðnu- miðunum og eins og fram hefur komið hafði ísinn eitthvað hopað. Vilhelm sagði, að þetta mikla vatnsmagn úr holunni réttlætti það, að svæðið yrði virkjað og er stefnt að því að búið verði að virkja fyrir næsta vetur, að óbreyttum aðstæð- um. Haldið verður áfram borun þessarar holu við Botnslaug og er enn ekki útséð með hversu mikið vatn kemur úr henni áður en yfir lýkur, né hve mikið vatn kann að vera á svæðinu í heild. Þó má segja að nú þegar sé ljóst, að þessi góði árangur við Hrafnagil breyti vatns- öflunaráformum hitaveitunnar verulega. Undanfarið hefur verið unnið að borun tilraunahola að Reykjum í Fnjóskadal. Búið er að bora sex holur og fer þeim borunum senn að Ijúka. Árangur þessara tilrauna- borana hefur verið jákvæður. Metsala hjá Iðnaðar- deild Salan hjá Iðnaðardeild SlS í október nam hærri upphæð í krónutölu en nokkru sinni áður í einum mánuði hjá deildinni. Hjá séreignarverk- smiðjum deildarinnar varð salan samtals 2.200 millj. kr., þar af útflutningur 1.300 millj. kr. Stærstu liðirnir í þessum sölutölum voru sala Skinnaverksmiðjunnar Ið- unnar, 551 millj. kr., og sala Ullarverksmiðjunnar Gefj- unar, 471 millj. kr. Þessar upplýsingar gaf Hjört- ur Eiríksson framkvæmdastjóri og hann gat þess einnig að þrátt fyrir þetta yrði að teljast mjög erfitt ástand í rekstrarmálunum. Það er fyrst og fremst vaxta- byrðin sem leggst með miklurn þunga á iðnreksturinn og er farin að skapa þar geysilega erfiðleika. Kvaðst Hjörtur hafa miklar áhyggjur af verðbólg- unni, því að ljóst væri að héldi hún áfram með sama hraða væru ýmsir þættir í rekstri Iðn- aðardeildar sem þyrfti að taka til algjörrar endurskoðunar. Heimilt að lóga hundinum Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur staðfest nýja „Samþykkt um hundahald á Akureyri,“ sem tók gildi þann 6. nóvember s.l. f samþykktinni er ný grein sem hljóðar svo: „Þegar hundur er tek- inn úr umferð, skal honum komið í vörslu í húsnæði, sem Akureyrar- bær leggur til og er sérstaklega út- búið til geymslu dýra. Sé hunds ekki vitjað innan 2ja sólarhringa frá handsömun hans, er heimilt að lóga honum. Hættulegum hundi og hundi, sem eigi er leyfi fyrir, má þegar lóga. Kostnað af handsöm- un, geymslu og aflífun hunds greiðir eigandi." í samþykktinni kemur fram að hundahald er bannað á Akureyri, að undanteknum þarfahundum á lögbýlum, leiðsöguhundum til hjálpar blindu fólki og leitarhund- um til aðstoðar björgunarsveitum. Hinsvegar er bæjarstjórn heimilt að veita mönnum, búsettum í bænum, undanþágu til hundahalds ef hann — þ.e. eigandinn — getur uppfyllt sex skilyrði. Félagsmanna- prósenta í Aust- ur-Húnavatns- sýslu f nýju Fréttabréfi samvinnu- félaganna á Blönduósi er gefið sundurliðað yfirlit um þa3 hvað stór hluti af þeim íbúum ein- stakra hreppa A.-Húnavatns- sýslu, sem eru 16 ára og eldri, séu félagsmenn í KF. Húnvetninga, og er það sundurliðað eftir kynj- um. I ljós kemur að hlutfall karla er allt frá 83% og niður í 35%, en hlutfall kvenna sveiflast á milli 57% og 11%. 1 heildina eru 51% karla og 27% kvenna í félaginu, sem gerir 40% allra íbúa. Líka er greinilegur munur eftir búsetu, því að félagsmenn í sveitahrepp- um eru 59% af íbúum en í þéttbýli 27%. Guðlaugur les úr Pelastikk Guðlaugur Arason, rithöfundur mun kynna nýjustu bók sína — Pelastikk — á setustofu heima- vistar M.A. í kvöld kl. 20.30. Að- gangseyrir er kr. 500. Allir vel- komnir. Bókmenntafélag Menntaskólans. Prjónabókin Elfn Prjónabókin Elín er komin út í þriðja sinn. Hún hefur að geyma 40 prjónauppskriftir með lit- myndum, og eru það allt verð- launauppskriftir úr samkeppni um prjónaflíkur sem fram fór s.l. vetur. Bókin er gefin út af Ullar- verksmiðjunni Gefjun á Akur- eyri, en ritstjórn annaðist Gunn- steinn Karlsson auglýsingastjóri Eiga ekki ruslið í bókun náttúruverndarnefndar, sem var að hluta birt í Degi fyrir skömmu var m.a. talað um brotajárnshauga við Slippstöð- ina. Ekki var getum að því leitt hver ætti þessa hauga, en flestir hafa víst talið þá i eigu Slipp- stöðvarinnar. Þannig er því ekki varið því haugarnir eru eign Sindra h/f sem fékk lóðina undir haugana leigða af bænum. IAUGLYSINGAR OG ASKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 23207I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.