Dagur - 27.11.1980, Page 5

Dagur - 27.11.1980, Page 5
SMfiUM. Útgelandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Vá fyrir dyrum Ríkisstjórnin hefur nú fengið í hendur áætlun sem Þjóðhags- stofnun hefur tekið saman um þróun launa, kaupmáttar og verð- lags á næsta ári. í þessari áætlun er gert ráð fyrir að fylgt verði óbreyttu kerfi verðbótagreiðslna á laun, framkvæmd verðlagsmála verði óbreytt frá því sem verið hefur og að gengið verði lækkað til þess að mæta áhrifum inn- lendra kostnaðarhækkana á hag útflutningsatvinnuveganna, en til- lit þó tekið til hugsanlegra hækk- ana á afurðaverði. Myndin sem blasir við ef ekkert verður aðhafst er ógnvekjandi og hlýtur að vekja meira að segja örgustu íhalds- menn í efnahagsmálunum af dvalanum. í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær, að verðbólgan mun verða 70% á næsta ári. Á sama tíma munu kauptaxtar í landinu hækka um 60% og kaupmáttarrýrnunin því verða 5-6%, þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til þeirra kaup- hækkana sem urðu með nýgerð- um kjarasamningum. Þá er talið líklegt að erlendur gjaldeyrir hækki milli áranna 1980 og 1981 um 55-60%, sem jafngildi 35-38% lækkun á gengi íslensku krón- unnar — vel að merkja á gengi íslensku nýkrónunnar. Það þarf enga efnahagsspek- inga til að sjá að hér er alvara á ferðum og að grípa verður í taum- ana svo fljótt sem auðið er. Það er ábyrðarleysi að láta þessi mál þróast svo til óáreitt. Þó enn hafi ekki verið tekið á verðbólgumál- unum af fullum krafti, hefur ríkis- stjórninni tekist að halda í horfinu og raunar heldur betur. Á hinn bóginn er Ijóst að enn vantar mik- ið á að fyrirheitinu um niðurtaln- ingu verðbólgunnar á svipað stig og í nágrannalöndum okkar verði náð. Því verður ekki náð á kjör- tímabilinu nema hafist verði handa strax í byrjun næsta árs. Þessi áætlun sýnir glögglega að rjúfa verður vítahring verðbólg- unnar og gera gagngerar breyt- ingar á því sjálfvirka kerfi sem nú er við lýði. Það ætti að vera laun- þegum og forsvarsmönnum þeirra sérstakt áhugamál að þessu kerfi verði breytt, því að kaupmáttar- rýrnunin undanfarið sýnir að það er launþegum óhagstætt. Þetta kerfi er öllum atvinnurekstri þungur baggi og horfur eru á að húgbyggingar dragist verulega saman vegna þessa sjálfvirka kerfis. Takist ríkisstjórninni ekki að ráða við þennan vanda er vá fyrir dyrum því annar kostur á stjórn- arsamstarfi er ekki í augsýn. PÉTUR BRYNJÓLFSSON: Að teygja hálsinn, sperra stél og ropa Greinarkorn tilkomið eftir lestur á grein Jóns Bjarnasonar frá Garðs- vík í Degi 18. nóv. 1980. J.B.f.G. segist hafa orðið yfir sig undrandi er hann komst að því að innan vébanda dýraverndunar- samtakanna skuli finnast menn er játa það kinnroðalaust að þeir fari með byssu á veiðar. Ég tel sjálfan mig hiklaust til þess hóps og full- yrði að þeir sem kynnst hafa veið- um og skynsamlegri nýtingu dýra- tegunda eru manna líklegastir til að fylgjast með vexti og viðgangi stofnana. Þó tel ég sennilegra að vísindamenn sem sérhæfa sig í at- hugunum, t.d. á rjúpu, öðlist gleggri og hlutlausari yfirsýn en þeir sem stunda veiðarnar. J.B.f.G. tjáir sig með sannfæringu hins al- vitra manns og gefur í skyn van- hæfni vísindamanna til skoðana- myndunar í þessum efnum. En sem kunnugt er hafa þeir um langt ára- bil staðhæft með gildum rökum að veiðar á rjúpu hafi ekki afgerandi áhrif á stærð stofnsins. Sem áhuga- maður um íslenska náttúru tel ég öruggara að hlusta á fuglafræðinga en J.B.f.G. jafnvel þótt hann hafi nú tvívegis í röð sótt aðalfundi Sambands dýraverndunarfélags Is- lands. Jón segir frá því hróðugur mjög að nýlega hafi hann lagt þá þraut fyrir einn hinna „skotglöðu“ manna að sanna fyrir sér og þjóð- inni allri að fugl sá sem skotinn er að hausti sé líklegur til að koma upp mörgum ungum á næsta vori. Þarkom stórabomban! Hverhefur ekki heyrt að því rýmra sem verð- ur um sumar dýrategundir þeim mun meiri verður viðkoman hjá þeim cinstaklingum sem eftir lifa. Níels A. Lund, fyrsti varaþing- maður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, flutti fyrir nokkru jómfrúarræðu sína á þingi í fyrirspurnartíma, er hann tók þar sæti fyrir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra. Níels bar fram þá fyrirspurn til iðnaðarráðherra, hvað liði framkvæmdum Rafmagnsveitna ríkisins á Melrakkasléttu, svo- kallaðri Blikalónslinu. í grein- argerð hans kom eftirfarandi mcðal annars fram: „Á Vestur-Melrakkasléttu frá Blikalóni eru tólf bæir í byggð, þar af um 7 á svokallaðri Leiruhafnar- torfu, sem stendur um I5 km. fyrir norðan Kópasker á leiðinni að Blikalóni og Raufarhöfn. Árið 1966 var fyrir mikla for- göngu heimamanna sjálfra lögð rafmagnslína á Leirhafnarbæi, sem gjörbreytti aðstöðu bænda þar. Meðalvegalengd milli bæja í þeirri línu var aðeins I.5 km. og var hún því hagstæð, miðað við 6 km. mörkin, en Orkuráð lagði til á sín- um tíma að allir bæir innan þeirra marka yrðu rafvæddir frá sam- veitu. Nú eru aðeins eftir um 30 bæir á öllu landinu innan þessara marka, sem enn ekki hafa fengið ríkisraf- magn að því er mér er tjáð. Af þessum 30 bæjum eru fimm á Vestur-Sléttu frá Leirhöfn að Ef mig brestur ekki minnið og hef tekið rétt eftir nú í haust þá heyrði ég eða sá einn af fiskifræðingum okkar lýsa því að þegar síldar- stofnarnir við Suðurland fóru að rétta við eftir hrunið hafi komið í ljós að fiskurinn þarf nú mun styttri tíma en áður til að ná kynþroska. Pétur Brynjólfsson. Annað dæmi: Fyrir nokkrum árum heyrði ég náttúrufræðing segja við eyfirska og þingeyska bændur á bændaklúbbsfundi að þvi fleiri tófugreni sem unnin yrðu í ár þeim mun fleiri yrðlingar litu dagsins ljós, í þeim grenjum sem ekki vinnast, á næsta ári. Þessu til stunings vitnaði hann í rannsóknir í nágrannalöndunum. En því miður hafa rannsóknir á lífríki lands okk- ar setið í hakanum fram að þessu og munu gera áfram ef menn eins og J.B.f.G. fá að ráða ferðinni, Blikalóni. Meðalvegalengd í fyrir- hugaðri Blikalónslínu, þ.e. Leir- höfn að Blikalóni, er 4,8 km., og þvi ersú lína miklu óhagstæðari lína en fyrrgreind Leirhafnarlína þar sem meðalvegalengdin var aðeins 1.5. km. Hins vegar, ef það hefði verið strax árið 1966 lögð öll línan, Kópasker/Blikalón, hefði meðal- vegalengdin verið mun styttri, eða u.þ.b. 2.7 km. Það er því augljóst að á sínum tíma var aðeins tekin ung- inn úregginu þegar fyrrgreind lína Kópasker/Leirhöfn var lögð. Nú má ekki taka það svo að ég sé að setja út á þá framkvæmd, það sæti síst á mér. Heldur er ég aðeins að benda á þá staðreynd að nú eru liðin um 14 ár síðan þessi lína var Níels Á. I.und. vegna vitrana í véfrétta stíl varð- andi náttúrufar landsins. Annað atriði sem kom J.B.f.G. í uppnám var spjall við Sigurð Blöndal skógræktarstjóra I Tíman- um 11. okt. síðastl. Þar varð J.B.f.G. það á að geta ekki farið rétt með fyrirsögn úr Tímanum og komið henni óbrenglaðri á prent í Degi — þó ekki muni miklu er það samt nóg til að breyta blæbrigðum fyrirsagnarinnar sér í hag. Ein- hvem veginn hef ég það á tilfinn- ingunni að skógræktarstjóri viti hvað hann er að segja þegar hann lýsir því hiklaust yfir að rjúpur séu geysilegur skaðvaldur í trjám. Ég hef séð það sem skógræktarstjóri lýsir í fyrrgreindu spjalli gerast í skóginum ofan við Laufás í Höfðahverfi. Það var komið undir kvöld og við höfðum dokað við fram undir rökkrið tveir veiði- félagar. Þarna upp í fjallinu var hörkufrost stillt og bjart vetrarveð- ur eins og fegurst getur orðið á jólaföstu. Skyndilega heyrðist hvinur í lofti og hver rjúpnahópur- inn af öðrum kom og settist í efstu hríslur og runna skógarins. Furðu- legt var að sjá fimi fuglanna er þeir renndu nefinu eftir fremstu endum birkigreinanna og hreinsuðu þær gjörsamlega af sprotum og reklum. En nóg um það. í fyrrgreindu spjalli segir skógræktarstjóri um hreindýrin að hann og margir aðrir myndu gráta þurrum tárum þátt hreindýrum fjölgaði ekki frá því sem nú er og mætti þeim heldur fækka. Þessu líkir J.B.f.G. við er Matthías lætur Skugga Svein segja „drepum, drepum." Ef til vill hefði J.B.f.G. skiiið aðalinntakið úr margnefndu spjalli ef hann væri lögð, og ekki bólar ennþá á frekari framkvæmdum og sé spurt, er svarið í þá áttina að Blikalónslína sé óhagkvæm vegna þess hvað meðaltalsvegalengd sé löng.“ í svari iðnaðar- og orkumálaráð- herra, Hjörleifs Guttormssonar kom eftirfarandi fram: „Af sveitarafvæðingarfé hefur á ári hverju einnig verið greiddur kostnaður við tengingu á nýjum bókum, sem liggja á gömlum veitusvæðum, og hafa þau þá einnig greitt heimtaugagjöld, sem koma inn til frádráttar útlögðum kostnaði. Samkvæmt áætlun, sem orkuráð, gerði á sínum tima um rafvæðingu sveita, er eftir að leggja rafmagn til þriggja bæja, þar sem meðalfjar- lægð að hverju býli er um eða inn- an við fjórir km.... Áætlun II. nær lil raflagna á býlum þar sem meðalfjarlægð er á bilinu 4-5 km. Hér er um 9 býli að ræða. Samkvœmt áœtlun III. hjá orkuráði er um að ræða raflagnir til 15býla, þar sem meðalfjarlægð er á bilinu 5-6 km.... Samtals er þannig um að ræða innan þessarar áætlunar orkuráðs 27 bœi, og kostnaður við lagningu raflína til þeirra, miðað við núverandi verð- lagereitthvað nælægt 700millj. kr. Blikalónslinan telst meðal þeirra verka sem orkuráð mælir með að tekin verði í III. áfanga fram- kvæmdaáætlunar orkusjóðs um rafvæðingu sveita.... Þessari veitulögn er ætlað að ná til þeirra nýkominn af aðalfundi Ð.S.I. í þriðja skipti í röð. Þriðja undrið sem skáldið.rithöf- undurinn ogskemmtikrafturinn frá Garðsvík gerir að umtalsefni í grein sinni var útvarpsþátturinn í viku- lokin, laugardaginn 1. nóv, s.l. Séra Bolli Gústafsson í Laufási hefur sínar ástæður til að banna rjúpna- veiðar í landi staðarins og hef ég ekkert við það að athuga þar sem um heimaland er að ræða.>Get ég vel ímyndað mér að æruverðugur klerkur vilji t.d. síður láta trufla hjá sér ræðuflutning af stól Laufás- kirkju með dúndrandi skothríð úr brekkunni ofan við staðinn. Aftur á móti geri ég lítið úr þeim áhrifum sem það á að hafa á sálarlíf manna að kynnast rjúpum á varpstöðvum þeirra í Hrísey — a.m.k. virðist ósvikin matarást kvikna til fuglsins hjá sumum. Hinn 6. nóv. síðastl. sendir fréttaritari Dags í Hrísey pistil í blaðið sem ber yfirskriftina: Rjúpurnar flognar í land. Eftir að hafa sagt frá því að mikið hafi verið af rjúpu í Hrísey í sumar tilgreinir hann að enn séu 3 rjúpur í sínum garði og eitthvað svipað hjá öðrum enda skjótum við þessa vini okkar aldrei hér í eynni,“ segir hann. Síð- an kemur þessi óborganlega setn- ing: „Ég kaupi t.d. alltaf mínar jólarjúpur úr landi. Svo mörg voru þau orð. Þannig er það og mun verða á meðan verslun og auglýs- ingaáróður með þennan fugl fær að viðgangast í kapphlaupi þeirrar gervimennsku sem jólahald okkar íslendinga er orðið. Af einhverjum ástæðum virðist mér J.B.f.G. hafa látið kíkinn fyrir blinda augað því þarna hefði hann með hægu móti getað fundið fjórða undrið ef vilji hefði verið fyrir hendi. Tilraun J.B.f.G. að sá fræjum tortryggni í garð formanns Skotv,- fél. íslands Finns Torfa Hjörleifs- sonar fyrir að viðurkenna að og réttlæta elstu hvöt mannkynsins, veiðihvötina, hljóta að mistakast. Ennfremur er gefið í skyn að vegna þess að Finnur Torfi var ekki reiðubúinn að hefja útrýmingar- strið á hendur svartbak og öðrum ungaræningjum, vegna stöðu þeirra í lífkeðjunni, gæti hann varla verið sannur náttúruverndarmað- bæja norðan Leirhafnar á Sléttu, sem ekki hafa rafmagn frá sam- veitu. Eru það bæirnir Grjótnes, Núpskatla, (tvíbýli), Sigurðarstaðir og Blikalón. Áætlaður kostnaður við Blika- lónslínu er 115 millj. kr., miðað við verðlag í árslok 1980. Á næsta ári er áætlað að koslnaður við tengingu vegna nýrra notenda á gömlum veitusvæðum, nema 400 millj. kr. Þetta fjármagn verður tekið af sveitarafvæðingarfé næsta árs. I fyrirliggjandi fjárlagafrumv. er gert ráð fyrir 500 millj. kr. til sveitaraf- væðingar á komandi ári, þannig að ef það yrði lögfest með þeimihætti etu aðeins um 100 millj. kl., sem hægt er að gera ráð fyrir til nýrra línulagna eða sem svarar tibþess að tengja 4-5 býli. Samkvæmt fram- ansögðu er ekki útlit fyrir að fé verði fyrir hendi til lagningar Blikalónslínu á næsta ári, ef fylgt yrði framkvæmdaáætlun orkuráðs, nema fjárveitingar til sveitaraf- væðingar verði auknar mjög veru- lega, eða sem svarar til um 300 millj. kr. umfram það sem er inni í fjárlagafrumvarpinu nú.“ Þá sagði Níels ennfremur i fyrir- spurn sinni: „Það ætti ekki að þurfa að lýsa því fyrir hinu háa Alþ. hve mikinn þátt raforka á í daglegu lífi hvers og eins. Hún er miklu fremur forsenda nútímalífs en þægindi sem deila má um hvort eru þörf eða óþörf. Það hlýtur að vera markmið stjórnvalda á hverjum tima að rafvæða alla bæi landsins og nota íslenska raforku til margvíslegra hluta í stað misdýrrar erlendrar orku í formi oiíu. Sú óvissa sem ríkir nú i heiminum i olíuviðskiptum hlýtur ennfremur að herða á öllum framkvæmdum sem hníga í þá áttina að skípta á ur. Nú er það svo að ég hef aldrei séð svartbak taka lifandi æðarunga en þó hlýtur hann að gera það, svo margir fullyrða að hafa séð slíka sjón. Ég hef aftur á móti séð sil- unganet veiða fleiri unga en fiska. Þó er ég ekki viss um að kenna megi netalögnum við austurland Eyjafjarðar um hve illa gengur að auka eða jafnvel viðhalda æðar- varpi í Laufási. Sennilega getur J.B.f.G. leyst úr því er hann hefur farið fjórum sinnum í röð á aðal- fund D.S.Í. Ég ætlaði að leiða sem mest hjá mér að svara þeim þætti í grein J.B.f.G. er okkur félögum í Skotveiðifélagi Islands er líkt við mink í hænsnahúsi. Þó get ég frætt J.B.f.G. og aðra sem vita vilja að minkurinn setur sér ekki lög eða siðareglur. Hann heldur ekki veiðiskýrslur sem aðgengilegar eru vísindamönnum og öðrum er skoða vilja. Hann er ekki fús til að leggja fram tíma, fé og fyrirhöfn íslenskri náttúru til velfarnaðar. Inntakið í grein J.B.f.G. er friðun og aftur friðun. Einfalt að hafa góða sam- visku með slíkar skoðanir. Jón frá Garðsvík er skynsamur kall og veit vel af því. Sigfús bóndi Jónsson á Laxamýri er líka skyn- samur kall. Þess vegna hefur hann velt fyrir sér náttúru- og landnýt- ingarmálum samanber fram- komna þingsályktunartillögu um nýtingu silungsvatna landsins. Reynsla hans og annarra hefur leitt í ljós að um algera eyðileggingu vatna getur verið að ræða ef eðlileg nýting fellur niður. Þar sem um lengra mál er orðið að ræða en í upphafi var ætlað get ég ekki látið móðan mása um grein • J.B.f.G. lengur. Aðeins vil ég koma því að í lokin hvað mér finnst tján- ingarmáti og skoðanir eins og birt- ast í gr. J.B.f.G. minna mig á að- ferðir hins fjaðurprúða fugls rjúpukarrans er hann í sakleysi sínu á vorin hreykir sér á þúfu eða áberandi hrauk, lætur alla aðra karra sjá að þessa hundaþúfu eigi hann og enginn annar. Aðal vopn í þeirri baráttu hans er að teygja hálsinn, sperra stél og ropa. Pétur Brynjólfsson, Einholti 5, Akureyri. erlendri olíu í íslenska raforku. Þær framkvæmdir hljóta alltaf að skila arði. Með tilkomu svonefnds Hafís- vegar má í raun segja að nú tengist Raufarhöfn vegakerfi landsins í fyrsta skipti. Sá vegur sem fyrir var hefurstaðið nánast óbreyttur í milli 30 og 40 ár. Á vetrum var hann ófær fyrir snjó, á sumrum lands- frægur ókeyrandi vegur. Þessi nýi vegur og þeir samskiptamöguleikar sem með honum opnast, eru því Norður-Þingeyingum öllum kær- komnir. Með honum batna til muna samgöngur milli þorpanna, Kópaskers og Raufarhafnar, svo raunverulega má segja að með til- komu hans sé fyrst hægt að hugsa sér sameiginlega starfsemi þessara byggðakjarna i einhverjum mæli. Lagning vegarins fyrir Sléttu var önnun af Iveimur stærstu forsend- um fyrir því að byggð geti haldist þar áfram. Þau býli sem við hann standa eru í alfaraleið, og eru auk annars mikið öryggi fyrir vegfar- endur á langri leið þegar vetur er setstur að. Hin meginforsendan fyrir áframhaldandi byggð á Sléttu er að þau býli, sem enn hafa ekki fengið rafmagn frá samveitu verði rafvædd. I fámennum héruðum og sýslum veltur afkoma héraðanna mikið á samvinnu þeirra í milii bæði hvað varðar einstaklinga sem fyrirtæki. Það er mikill missir að hverjum þeim sem burtu flytur eða því býli sem í eyði fer. Þar kemur ekki síst hinn félagslegi þáttur inn í.“ Að lokinni fyrirspurninni og svörum ráðherra lóku til máls um þetta mál þingmennirnir Stefán Valgeirsson og Halldór Blöndal. Lýstu þeir yfir nauðsyn þess að þetta mál kæmist í höfn sem fyrst. Aldnir hafa orðið Eitt stœrsta og vinsælasta ritsafn á Islandi, skráð af Erlingi Davíðssyni. Nú sendir Bókaútgáfan Skjaldborg frá sér níundu bókina í bóka- flokknum Aldnir hafa orðið. Enn segja sjö aldnir frá í þessari níundu bók, en þeir eru: Ágústa Tómasdóttir frá Suður-Vík í Mýr- dal, Ekkert Ólafsson bóndi í Laxárdal N.-Þing„ Hannes Jóhannsson frá Bárufelli í Glerár- hverfi, Katrín Guðmundsdóttir frá Furufirði á Ströndum, Leopold Jóhannesson, verkstjóri, Hrauni í Norðurárdal, Sigurður G. Jóhannesson, kennari, Akureyri, og Stefán Sigfússon, smiður, frá Heiði í Mývatnssveit. Erlingur Davíðsson rithöfundur hefur tekið saman þessa bók og búið til prentunar sem hinar fyrri. Hann hefur nú látið af störfum sem ritstjóri Dags og fæst nú eingöngu viðritstörf. Þess má geta að Erlingur hefur nú nær lokið skráningu 10. bindis í þessum ágæta bókaflokki. Þá vinnur hann að fleiri bókum fyrir Skjaldborg sem koma vænt- anlega út á næsta ári. Spor á vegi Önnur bók Aðallteiðar Karls- dóttur frá Garði Fyrsta bók hennar, Þórdis á Hrauná, kom út á síðasta ári og var henni mjög vel tekið og eignaðist Aðalheiður strax stóran lesenda- hóp. Þessi bók hennar, Spor á vegi, er bráðskemmtileg og gerist sagan að mestu leyti í sveitinni. Örlögin spinna sinn vef og einsog í daglegu lífi manna skiptast á skin og skúrir, en allt fer vel Salómon svarti eftir Hjört Gíslason Salómon svarti eftir Hjört Gíslason kom fyrst út árið 1960, náði þá miklum vinsældum og seldist upp. Bókin hefur því verið ófáanleg um nokkurt árabil, en hefur nú verið endurprentuð. Bókina má hiklaust lelja I hópi með sígildum barna- bókum fyrir íslensk böm, hún er skrifuð á kjarngóðu máli og efni hennar höfðar til allra aldurshópa. Salómon svarti er lambhrútur sem Skúli í Smiðjubæ á. Hann fann móður lambsins dauða út í móa, en lambið lifði og varð heimalningur í Smiðjubæ. Þeir Fíi og Fói, tví- burabræður sem búa hjá afa sínum og ömmu í Smiðjubæ, taka miklu ástfóstri við Salómon svarta og saman lenda félagarnir þrír í mörgum skemmtilegum ævintýr- um. Þetta er frábær lýsing á græskulausu gamni æskunnar og meinlausum prakkarastrikum. Bókin er 117 blaðsiðurmeðstóru og skýru letri, og hana prýða fjöldi tcikninga eftir Halldór Pétursson. Útgefandi er Bókaforlag Odds Bjömssonar. Níels Á. Lund Raforkan er forsenda nútímalegra lífshátta Ungs manns gaman 2. bindi æviminninga Elnars Kristjánssonar frá Her- mundarfelli. Bókaútgáfan Skjaldborg sendir nú frá sér 2. bindið í heildarútgáfu af verkum Einars Kristjánssonar, rit- höfundar, en hann heldur áfram að rekja æviminningar sínar. I þessu bindi segir hann m.a. frá dvöl sinni á Raufarhöfn og vinnu í síldar- verksmiðju hjá Norðmönnum, þá segir hann frá dvöl sinni á Laxa- mýri hjá Jóni H. Þorbergssyni, sið- Á hestbaki, þjálfun knapa og hests. Höfundur Eyjólfur Isólfsson. Utgefandi Eiðfaxi. Bókin „A hestbaki, þjálfun knapa og hests“ eftir Eyjólf ísólfsson er fyrsta bókin sem Eiðfaxi gefur út. Lengi hafa hestamenn haft við orð að tímabært væri að skrifa bók sem einkum tæki fyrir þjálfun ís- lenska hestsins. Eiðfaxi hefur nú riðið á vaðið og fengið Eyjólf Is- ólfsson til liðs við sig. Eyjólfur hef- DAGUR á bókamarkaði an frá skólaminningum sínum í Reykholtsskóla og Hvanneyri í Borgarfirði og koma þar margir landskunnir menn við sögu. Þessu bindi lýkur Einar síðan með kafla sem heitir „Allar góðar ástarsögur enda á hjónabandi." I næsta bindi segir Einar siðan frá búskaparárum sínum í Þistil- firði, en síðan víkur sögunni til Akureyrar, þar sem höfundur hefur búið yfir 30 ár og býr enn. ur löngum verið talinn afbragðs reiðkennari og eru nemendur námskeiða hans til vitnis um það. Svo virðist sem hæfileikar hans komi ekki sfður fram á þessum vettvangi. I bókinni er víða komið við og höfundur leitast við að gera sem flestum þáttum reiðhestaþjálfunar góð skil, m.a. hinum ýmsu þáttum stjórnar hestsins. Þjálfun gangteg- unda, hlýðnisæfingum. Þjálfun í * EYfOLRJR ISOLFSSON AHES* BAKI rEIÐFAXI taumhring, jafnvægisjárningum, reiðtygjum o.fl. Höfundur gætir sín í hvívetna á því að vera ekki með of miklar fullyrðingar enda er það svo að mönnum ber ekki saman í einu og öllu í þessu sambandi. I um- fjölluninni er jafnan getið ýmissa aðferða sem reyna má t.d. með til- liti til ólikra hestagerða o.s.frv. Höfundi hefur tekist að gera texta sinn skýran og aðgengilegan því ætti hann að koma öllum að gagni sem vilja bæta við þekkingu sina og þreifa sig áfram eftir leið- beiningum sem byggðar eru á langri reynslu og góðum árangri. Á þetta jafnt við um byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Auk hins ritaða máls er í bökinni fjöldi teikninga og ljósmynda sem ætlað- ur er til nánari skýringar á því sem rætt er um hverju sinni. Teikning- amar gerði Pétur Bchrens. Á ljós- myndunum sem að mestu eru sér- staklega unnar fyrir bókina situr Freyja Hilmarsdóttir nokkra gæð- inga og sýnir með þeim fjölmargar æfingar ogýmis stig þeirra. Samtals eru 111 myndir i bókinni. For- málsorð skrifar Reynir Aðalsteins- son og segir þar m.a. „Bókin er fræðilega mjög góð og rétt sem þar kemur fram. Hún er tímabær og ég veit að öll Evrópa bíður eftir bók sem þessari. Það er mjög erfitt fyrir annan en þann, sem hefur lifað í nánu sambandi við hina öru þróun sem orðið hefur i hestamennskunni á síðustu árum. að skrifa svona bók, en það hefur Eyjólfur gert.“ Vonandi mun bókin „Á hest- baki“ koma í góðar þarfir. hún er nýtt innlegg í þágu „hins íslenska reiðskóla." Eiðfaxi hefur reynt að hafa útgáfu þessa sem myndarlcg- asta og má ætla að lesendur bókar- innar taki henni vel. Án efa verður hún kærkomin jólabók hesta- manna í ár. Bókin mun fást i bókaverslunum um land allt. FRIMERKI Fyrir þrem aldarfjórðungum var danskur póstafgreiðslumaður að vinna við afgreiðslu jólapóstsins og þá fékk hann þá hugmynd að ef allur þessi jólapóstur væri svolítið skattlagður þá mætti safna peningum til líknarmála. Maður þessi hét Einar Holböll. Hann kom hugmynd sinni á þess að byggja hæli eða spítala fyrir börn. Árið 1904 kom fyrsta jóla- merkið út í Danmörku og það var fyrsta jólamerkið í heiminum. Jólamerkið 1904 var selt á 2 aura og fyrsta árið söfnuðust 74 þús- und krónur. Útgáfunni var haldiö áfram og 1907 höfðu safnast 250 stofnanir hefur nefndin styrkt aðrar líknarstofnanir verulega. Árið 1911 skrifaði danskur rit- höfundur eitthvað á þessa leið: Aldrei hefur neinni hugmynd vcrið tekið með svo almennum skilningi og velvild sem úlgáfu jólamerkis. Á þeim árum seni liðin eru síðan útgáfa þess hófsl, hcfur það ekki aðeins orðið þjóð- legt tákn um það að láta gott af sér leiða með framlagi til liknar- mála, heldur hafa önnur lönd fctað í fótspor Dana og gefið út jólamerki. I Noregi var fyrsta jólamerkið gefið út 1906, i Svíþjóð 1909 og 1912 i Finnlandi. Fyrsta jöla- mcrkiðá Islandi kom út 1913 það varThorvatdsensfélagið sem stóð að því. Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri gaf út jólamerki 1937. Útgefendur jólamerkja eru nú 10-12 hér á landi. Hér verður ekki rætt um söfn- un jólamerkja, sem er vinsælt söfnunarsvið en bent á það. að jólamerkin fyrir 1980 eru að koma út. Akureyrarmerkið er komið út og skal sérstaklega bent á, að sjaldan hefur betur tekist með útgáfu þess. Nú er tækifæri til að styrkja gott málefni og kaupa það til álímingar á jóla- bréfin, þar með er lagður Iitill skerfur til Elliheimiiisins á Akur- eyri, en kvenfélagið Framtíðin hefur frá upphafi varið öllum ágóða af sölunni til þess. v KvenicIagV& Atóttcyrí JOLIN 1980 ÍSLAND framfæri við yfirmenn sína og henni var vel tekið. Jólamerkja- nefndin var skipuð og hún undir- bjó málið og ákveðið var að gefa út jólamerki, sem yrði til sölu fyrir jólin og ágóðinn rynni til þúsund og var þá ákveðið að hefja byggingu fyrsta jólamerkja- heimilisins í Kolding en það var fullbyggt 1911. Alla tíð síðan hefur jólamerkið verið gcfið út og áhuginn fyrir hinu góða málefni vaxið. Upplagið hefurstækkað og var komið yfir 60 milljónir 1974 og tekjurnar orðnar um 8 milljónir. Jólamerkjanefndin ræður nú yfir 4 barna- eða heilsuhælum með rými fyrir um 150 börn. Auk þess að reka þessar FÉLAG FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.