Dagur - 27.11.1980, Blaðsíða 7

Dagur - 27.11.1980, Blaðsíða 7
Æfingar í skíðagöngu Skíðaráð Akureyrar mun gang- ast fyrir æfingum fyrir þá sem vilja æfa og keppa í skíðagöngu á þessum vetri. Sérstaklega eru boðnir á þessar æfingar þeir sem kepptu í 13-17 ára flokki í fyrra. Æfingarnar hefjast n.k. laugardag kl. 14.00 í Kjarna- skógi og verður Baldvin Stefánsson þjálfari hópsins. Þá eru allir sem áhuga hafa á þessu boðnir velkomnir. Skíðaráðs- menn hyggjast nú leggja meiri áherslu á norrænu greinarnar en gert hefur verið, og verður t.d. á næstu Andrésar Airiar- leikjum keppt í göngu og stökki 12 ára og yngri. Þá er fyrirhugað svokallað „Trimmmót“ í skíða- göngu í trimmbrautinni í Kjamaskógi í desember, og verður það fyrir almenning. Kappræöu- fundur verður haldin í Sjálfstæðishúsinu kl. 2.00. laugar- daginn 29. nóv. Frummælendur: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Vésteinn Ólason og Tryggvi Gíslason. Mætum öll í góðu skapi. Herstöðvaandstæðingar. Frá Raftækni Óseyri 6, Akureyri Bjóðum 5% staðgreiðsluafslátt af öllum IGNIS og Girmi raftækjum frá 29. nóv. -10. des. 1980. Verið velkomin. Raftækni Óseyri 6, Akureyri sími 24223 Hitatuba óskast keypt Hefill h/f, Flateyri óskar eftir að kaupa hitatúbu 15 til 30 kílówött. Upplýsingar í síma 94-7637 og 7731. AKUREYRARBÆR Utboö Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í niður- setningu á svartolíukatli í kyndistöð, svo og tengi- og járnsmíðavinnu honum tilheyrandi. (Rafmagns- vinna undanþegin). Útboósgögn verða til afhendingar á skrifstofu Hitaveitunnar frá föstudegi 28. nóvember n.k. Tilboðum sé skilað til Hitaveitu Akureyrar Hafnar- stræti 88b, í síðasta lagi 5. desember 1980. Hitaveita Akureyrar. Vísnavinir á Akureyri Næstkomandi laugardag og sunnudag verður hér á Akureyri hópur á vegum Vísnavina, en það er félagsskapur sem mikið hefur látið að sér kveða í menningarlífi höfuðborgarinnar á undanförn- um árum. Þeir hafa staðið fyrir hinum rómuðu Vísnakvöldum á Hótel Borg þar sem margir landsþekktir tónlistarmenn hafa komið fram og áður óþekkt hæfileikafólk hefur uppgötvast. Vísnavinir standa fyrir tveimur „vísnastundum" á Akureyri, önnur verður í Dynheimum á laugardagskvöldið og hefst klukkan 20. Hin verður síðan í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn oghefst klukkan 16. Dagskrá vísnavina er mjög fjölbreytt og skipulögð en þess er vænst að einhverjir gestir láti í sér heyra hvort sem það er tónlistar- flutningur, ljóðalestur eða eitt- hvað í þeim dúr. Akureyringar eru hvattir til að koma og kynnast nýju formi skemmtunar. Nýtt leikrit Dags hríðar spor eftir Valgarð Egilsson Út er komið hjá Almenna bóka- félaginu leikritið DAGS HRÍÐAR SPOR eftir Valgarð Egilsson sem Þjóðleikhúsið er að sýna um þessar mundir. Höfundurinn Valgarður Egils- son er ungur læknir og vísinda- maður og er þetta leikrit fyrsta skáldverkið sem út kemur eftir hann. Á kápu leikritsins segir að leik- ritið fjalli um nokkur einkenni í ís- lenzku þjóðfélagi samtímans með skírskotun til fortíðarinnar. Nafnið DAGS HRÍÐAR SPOR er kenn- ing úr vísu eftir Þormóð Kolbrún- arskáld og merkir sár. Höfundurinn sem er frábær teiknari hefur gert myndir við'leik- ritið, og eru þær mjög skýrandi fyrir það. Einnig hafa leikararnir Brynja Benediktsdóttir, Erlingur Gíslason og Sigurjón Jóhannsson ritað við það eftirmála um aðferð sina við sviðsetningu þess. Þau segja þar m.a. um leikritið: „Þetta leikrit er váboði og sér fyrir heimsendi. Það leitast við að benda á þau atriði, sem hljóta að leiða til Ragnarraka. Orsöíc fyrir- sjáanlegra ófara er leitað innan okkar litla samfélags, sem veldur illa hlut sínum gagnvart umheimi. Texti er ýmist látlaus og fagur, til- gerðarlegt menntamannahjal, fjöl- miðla-, ljóna- og möppudýrabull, og loks upphafinn, tær, ljórænn, — raunar ljóð.“ Höfundur hefur ráðið öllu útliti bókarinnar sem er prentuð í Prent- smiðju Árna Valdimarssonar. Bók- in er pappírskilja. Hreingemingar Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar, húsgagnahreinsun, með nýjum og fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Sími 21719 og 22525. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 62., 64. og 68. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1979 á fasteigninni Malar- og Steypustöð í landi Flúöa, Akureyri, þingl. eign Malar- og Steypustöðvarinnar h.f., fer fram eftir kröfu Iðn- lánasjóðs og Byggðasjóðs á eigninni sjálfri mánu- daginn 1. desember n.k. kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 22., 25. og 27. tbl. Lögbirtingar- blaðsins 1979 á fasteigninni Steypustöð Dalvíkur sunnan við Sandskeið, Dalvík, þingl. eign Steypu- stöðvar Dalvíkur h.f., fer fram eftir kröfu Iðnlána- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 5. desember n.k. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Skíðavörurnar drífa að daglega Erum að taka upp gönguskíði, skó og bindinga. Dúnvesti, dúnhúfur fl. teg. Stretsbuxur, púðapeysur, moon- boots, barnaskíðaskó 26/34. Fíbersvefnpoka, bakpoka. Brynjólfur Sveinsson h.f. EJR Tilkynning frá Hitaveitu Akureyrar Hafnar eru á vegum Hitaveitu Akureyrar lokunar- aðgerðir vegna vangoldinna vatnsreikninga. Ein- dagi þeirra var 12. nóvember s.l. Þeir sem enn hafa ekki gert full skil er bent á að gera það nú þegar, þar sem annars má búast við að lokað verði fyrir heita vatnið einhvern næstu daga, fyrirvaralaust og án frekari tilkynningar. Forðist óþarfa kostnað og óþægindi sem lokunar- aðgerðum fylgja. Hitaveita Akureyrar á stelpur og stráka, Z-IZ ára /i y r T 1 0 LU DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.