Dagur - 11.12.1980, Blaðsíða 7
DM3W
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaöur: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Blönduvirkjun
Málefni Blönduvirkjunar eru nú
mjög í sviðsljósinu á ný í kjölfar
fundar Rafmagnsveitna ríkisins
með heimamönnum, þar sem
fjallað var um málið, og vegna
undirskriftalista frá oddvitum
fjögurra hreppa sem land eiga að
Blöndu. í undirskriftarskjalinu
segir meðal annars að undirritaðir
íbúar sveitarfélaga, sem upp-
rekstur eigi á Eyvindarstaða- og
Auðkúluheiði geti ekki fallist á
fram komnar hugmyndir um
Blönduvirkjun, en jafnframt er
skorað á iðnaðarráðherra að hlut-
ast til um að hafist verði handa við
virkjun Héraðsvatna við Villinga-
nes. Þessir undirskriftarlistar hafa
verið gagnrýndir harðlega, m.a.
fyrir það, að nær þriðjungur þeirra
sem skrifa undir eigi ekki upp-
rekstrarrétt og hafi því engra
hagsmuna að gæta, en einnig fyrir
það, að í formála listanna hafi
verið villandi upplýsingar og
tveimur óskyldum málum blandað
saman.
Ekki verður annað séð en að
þessi gagnrýni vegi þungt á met-
unum og að þarna hafi verið um
miður heppilegt innlegg að ræða
og ekki til þess fallið að skýra
málin og gefa rétta mynd af af-
stöðu fólks. Er miður að slíkum
meðulum skuli beitt í þessu mikil-
væga máli. Blönduvirkjun er hag-
kvæmasti virkjunarkosturinn utan
eldvirkra svæða, liggur vel við
dreifikerfinu og miðlunarlón
norðan heiða eykur öryggið í
vatnsbúskapnum. Hún er því hag-
kvæmur kostur fyrir allt landið og
ekki síst fyrir Norðuriand, sem
þarfnast aukinnar orku. Er
skemmst að minnast mikillar
díselkeyrslu vélasamstæðu Lax-
árvirkjunar á Akureyri um þessar
mundir vegna rafmagnsskorts á
orkuveitusvæði Landsvirkjunar.
Nógu illa horfir með að Blöndu-
virkjun verði næsta stórvirkjun, ef
marka má það sem sagt er um
áhuga sumra ráðamanna orku-
mála á Fljótsdalsvirkjun, þó ekki
sé verið að gefa ranga mynd af
þeim ágreiningi sem er um
Blönduvirkjun og stafar að mestu
leyti af því að ekki hefur verið
gengið í það af krafti að ná sam-
komulagi um bætur fyrir iands-
spjöll. Á fundi Rafmagnsveitna
ríkisins, sem áður er nefndur, kom
fram ótvíræður vilji heimamanna
til að ná samningum um bæturnar
svo að virkjun Blöndu geti orðið
að veruleika. Virkjun við Villinga-
nes er ekki á dagskrá, sem einn af
hagkvæmustu virkjunarkostunum
í dag, enda myndi slík virkjun ekki
fresta virkjunarþörfinni nema um
eitt ár. Sú virkjun tengist því á
engan hátt virkjunaráformum við
Blöndu.
THEODÓR GUNNLAUGSSON, FRÁ BJARMALANDI:
Ein spurning
til umhugsunar
í október s.l. var — í annað sinn,
lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga
um fuglaveiðar og fuglafriðun. Það
eru skiptar skoðanir um þau mál
eins og glöggt má sjá í tillögum
þeirra mörgu nefnda, er fjölluðu
um málið, og frumvarpinu fylgja.
Þar togast á eigin hagsmunir og al-
menningsheill, eins og löngum. En
til að skýra betur þessar andstæður
skal tekið dæmi:
í þessu sama máli voru eitt sinn
lagðar fram tillögur, þar sem farið
var fram á að leyft væri að skjóta
spóa, fyrsta ágúst sumar hvert og
einnig síðar hrossagauka, því þessir
fuglar væru stráfelldir í vetrar-
heimkynnum sínum. Sjónarmið
þeirra sem töldu þá — aftur á móti
— svo mikla unaðsgjafa fyrir okk-
ur hér heima að þeir ættu vissu-
lega annað skilið en að vera skotnir
fyrir það að skemmta okkur. Skoð-
anir þeirra höfðu líka betur í þeim
átökum. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og oft gengið tals-
vert á. Þó hygg ég að nálega allir
íslendingar í dag geti verið sam-
mála um það, að þarna hafi ráðið
róleg yfirvegun og lofsverður
skilningur á því, hvort gaf lífinu
meira gildi að skjóta spóa eða
hrossagauk en að njóta söngvanna
þeirra.
í þessu sambandi flýgur mér
fyrst í hug fimmta grein þessara
laga sem enn gilda, frá 26. apríl
1966. Þar hljóðar önnur málsgrein
á þessa leið: „Öllum íslenskum
ríkisborgurum eru fuglaveiðar
heimilar í afréttum og almenning-
um, utan landareigna lögbýla, enda
geti enginn sannað eignarrétt sinn
til þeirra.“
Hver sem gefur sér tíma til að
gaumgæfa vel þessi lagafyrirmæli
og hvaða afleiðingar hljóti að hafa
— og sem létu heldur ekki á sér
standa — kemst ekki hjá því að
undrast og harma, að slík ákvæði
skyldu hljóta samþykkt hæstvirtra
Alþingismanna. Þar við bætist svo
sú árétting, sem fellst í c-lið áttundu
greinar, sömu laga. Þar eru taldar
þær tegundir fugla, er skjóta má
frá 1. sept. til 31. marz, ár hvert. 1
þeim hópi eru margar endur. Með-
al þeirra er bæði duggönd og há-
vella. Nú vita það allir sem eitthvað
hafa kynnt sér fuglalíf á hálendi
íslands, t.d. yfir 300 m. yfir sjó, að
þar eru flestir dugganda- og
hávelluungar, í venjulegu sumri,
ófleygir 1. sept., og sumir ekki
svipað því fullvaxnir.
Því miður er ég hræddur um, að
á meðal okkar íslendinga séu enn
sárafáir veiðimenn, er sýna þá til-
litssemi, við fugla, að gefa þeim
kost á því að fljúga, þegar þeir eru
komnir í gott færi. Þetta þekkja
rjúpnaskyttur — í öllu falli vel —
eftir að hafa kynnst því hvað á
gengur, þegar þær þyrpast margar
saman, á takmarkað veiðisvæði,
hvað kappið getur þá orðið óvið-
ráðanlegt, til að góma sem flesta
fuglana. Þegar því er svo gefinn
laus taumurinn og án nokkurra
takmarkana, á heiðum uppi, eins
og gert er með áður nefndum lög-
um, verður ekki annað sagt, en með
þeim sé lagður hlemmivegur til að
framkvæma miskunnarlausar árás-
ir og þar með stefnt að gjöreyðingu
á þeim öndum, sem lengst hafa
haldið tryggð við uppeldisstöðvar
sínar í óbyggðum landsins. Eftir
þessu að dæma virðist sárasjaldan
hafa hvarflað að þeim, er þar réðu
málum að sá ógnvaldur minkurinn,
sem þá hafði fengið landvistarleyf-
ið sem aldrei skyldi verið hafa yrði
þessum sömu andategundum sá
ógnvaldur að ekki væri á bætandi.
Síðan hafa líka margar harmsög-
umar gerst bæði í byggð og
óbyggðum.
Þegar komið var að mörgum
fjallavötnum á fyrstu tugum aldar-
innar, á björtum vornóttum, þegar
vindarnir dottuðu, og numið staðar
á bökkum þeirra og tyllt sér niður,
þurfti sjaldan lengi að bíða, þar til
duggendur nálguðust, á hraða-
sundi og lífsglaðir óðinshanar
lögðu leið sína meðfram bökkum
þeirra, í næstum seilingarfæri frá
þessum nýju gestum. Allir, sem
notið hafa slíkra unaðsstunda, við
fjallavötnin fagurblá, gleyma þeim
ekki. Þegar svo komið var að þess-
um sömu vötnum, á síðasta vori,
sem þó var óvenjumilt, sást þar
engin önd, aðeins hrafnar og svart-
bakar á sveimi, í von um að rekast á
eitthvað í gogginn, annað hvort
dautt eða ósjálfbjarga. Á aðeins
hálfri öld hefur þessum íbúum
óbyggðanna því fækkað svo, að
ekki verður með tölum talið og þar
með hafa töfrar þeirra tapað dýr-
mætum streng af þeirri hörpu er
veitti gestum sínum bæði sælu og
sálarró.
Það eru mörg vandamálin, sem
við Islendingar þurfum að horfast í
augu við í dag. Þó verða þau enn
fleiri sem bíða þeirra er landið erfa.
Gætum við sem höfum reynslu —
en getum ekki lengur gutlað árum
til gagns gefið einhver ráð til bóta,
þá er okkur þáð bœði ljúft og skylt,
fyrir það að við vitum ósköp vel
hve auðvelt það er að mæla fagurt
en erfitt að breyta eftir því.
í áður greindu frumvarpi ef vel
er athugað, leynir sér ekki hve
ólíkum augum bæði menn og
félagasamtök líta á þessi mál og
hve skoðanir eru skiptar um ýmis
atriði laganna. Það virðist því ekki
úr vegi að vitna í álit einstakra
manna fyrir t.d. fimmtíu árum. Þá
trúðu því sumir, að rjúpur væru svo
orkulitlir flugfuglar, að þær legðu
naumast í að fljúga yfir mjóa firði,
nema ísi lagða. Og enn I dag er trú
sumra svo voldug, að þeir fullyrða
að veiðar á þeim við V,núverandi
aðstæður, hafi engin áhrif á
rjúpnastofninn.“
Það er ekki von að vel fari á
meðan sú volduga trú nýtur fylgis í
náttúruvemdarmálum. Reynsla
okkar Islendinga í skiptum við
bæði fugla og fiska ætti þó — fyrir
löngu — að hafa gengið frá henni
undir grænni torfu. En — hún er
lífseig svo af ber og hefur löngum
verið meistari í því að koma fyrir
sig fótum þótt sannleikurinn hafi
oft komið á hana svo hnitmiðuðu
klofbragði, að hún hefur legið
kylliflöt, en eftir fá augnablik er
hún þotin á fætur og farin að beita
nýjum brögðum, því orka hennar
virðist órþjótandi og þrjóskan tak-
markalaus.
Við vitum það ósköp vel að allt
þarf að hafa sín takmörk frelsið
eins og annað. Það orð mun þó
mest misnotað í skiptum okkar við
ferðafélagana, hvort sem þeir eru
fleygir eða ófleygir í sjó eða á landi.
Engir skilja þetta betur en þeir, sem
þrá að njóta hvíldar og næðis í
örmum óbyggðanna, þar sem þeir
nema staðar hjá gömlu tjaldstæði,
þar sem eitt sinn ríkti ilmur blóma
og svanasöngur barst að eyrum, en
nú er þessi sami blettur sundur-
skorinn af bifreiðahjólum og þar
liggur einnig ýmislegt drasl. Það
virðist ekki hafa hvarflað að þeim,
sem þannig hafa farið með fagran
stað, að slíkur viðskilnaður yrði til
þess að knýja þá, sem vilja fegra og
græða landið, að loka alveg sílkum
stöðum fyrir umferð bíla og einnig
fyrir tjaldstæði. Það hefur leitt til
þess, að þeir, sem þrá að njóta
unaðar I kyrrð og friði við skaut
fóstrunnar góðu, og ávallt ganga
þar um á sama hátt og í trjálundin-
um við húsið sitt, hafa orðið að
gjalda — alsaklausir vegna þeirra
sem notað hafa frelsið til að fót-
umtroða rétt þeirra og jafnframt
komið I veg fyrir að þeir fengju
notið þeirrar stundar, sem hverjum
óspilltum manni veitir bæði
ánægju og þroska.
Öll munum við sammála um það
hve göfgandi áhrif það hefur, bæði
fyrir börn og fullorðna, að fá að
kynnast og njóta félagsskapar við
fuglana, eins og t.d. við Tjörnina, í
Reykjavík, andapollinn á Ak-
ureyri, straumendur og húsendur á
Laxá í Aðaldal og síðast en ekki sízt
andaparadísina í Mývatnssveit, svo
aðeins fjórir staðir sem flestir hafa
eitthvað kynnst séu nefndir. Ég er
ekki í vafa um að þessar síðast-
nefndu andategundir, sem lengi
hafa verið alfriðaðar, séu nú orðnar
öllum landsmönnum svo kærar, að
engum verði framar leyft að bana
þeim í fullu fjöri, til þess eins að
fullnægja eigin hvötum. Á sama
hátt mundum við tengjast fleiri
andategundum, órjúfandi böndum
ef þær væru alfriðaðar og fögnuðu
komu okkar, í óbyggðum, með
nærveru sinni, og sannfærðu okkur
á þann hátt um það hve lífið getur
verið dásamlegt þar þegar dísir
vorsins eru snemma á ferð. Um það
var líka eitt sinn farið fáum orðum í
útvarpsþætti fyrir tuttugu árum.
Fyrsta skilyrðið til þess að þeir
tímar komi aftur er það að við
hættum með öllu að taka þátt í
sama verki og minkurinn.
Það er víst mál til komið að víkja
að spurningunni, sem var kveikjan
að þessum hugleiðingum:
Finnst þér ekki — lesandi minn
— kominn tíma til að sýna í verki
meiri tillitssemi en verið hefur við
þessa fleygu vini sem veita okkur
sem nú lifum og þá ekki síður eft-
irkomendunum svo mikla lífsfyll-
ingu þegar þeir leggja leið sína um
óbyggðir landsins, sem alltaf
stækka og nema staðar við blikandi
vötn sveipuðum litklæðum sólroð-
inna nátta?
Með vinsemd og beslu óskum.
Ytri-hlíð, 640 Húsavík,
nóvember 1980.
Theodór Gunnlaugsson,
frá Bjarmalandi.
i
MINNING
Eiríkur Sigurðsson
fyrrv. skólastjóri
Bridge:
Sveit Stefáns Ragnarssonar
hefur örugga forustu
Þegar ég man Eirík Sigurðsson fyrst
var hann ritstjóri Vorsins. Þegar
hann lést var hann einn þriggja rit-
nefndarmanna Vorblómsins, árs-
rits Unglingareglunnar. — Það er í
raun táknrænt. Eiríkur var vorsins
maður, unnandi fagurs mannlífs og
gróandi. Hann var kennari og
uppeldisfrömuður af hugsjón.
Hann var rithöfundur sem tók mið
af því sem til heilla horfði og
mannbóta. Hann var góður maður.
Snemma mun Eiríki hafa orðið
ljóst að ekkert spillir jafnmörgu
mannsefninu sem vímuefni ýmis,
einkum áfengi. Fyrir lítið kemur
góð menntun ef menn gerast
galeiðuþrælar fíkniefnis sem brýtur
niður persónuleika þeirra og skap-
höfn. — Því tók hann snemma á
kennaraferli sínum að fræða og
leiðbeina í þeirri grein sem séra
Magnús í Laufási gaf nafnið bind-
indisfræði. Hann gerðist einn for-
ystumanna Unglingareglunnar en
hún er elsti æskulýðsfélagsskapur
íslenskur, nær aldar gamall. Og svo
undarlegt sem það kann að virðast
beitti hún frá upphafi þeim
kennsluháttum sem nú hin síðustu
missiri þykja vænlegastir til árang-
urs ef temja skal unglingum að lifa
lífinu lifandi — án stundarblekk-
inga og gervigleði. — Síðar gerðist
Eiríkur Sigurðsson einn stofnenda
Bindindisfélags íslenskra kennara
sem hefur um aldarfjórðungsskeið
unnið mikið starf og gagnmerkt á
sviði bindindisfræðslu, gefið út
fjölda bóka og bæklinga og átt hlut
að stefnumótun, víðsýnni og
nútímalegri, í þeim málum. — Þeir
munu ófáir sem Unglingareglan og
Bindindisfélag íslenskra kennara
hafa veitt það veganesti sem að
haldi kom í hreggviðrum svipuls
lífs.
Eiríkur Sigurðsson var mikill
skólamaður, ágætur rithöfundur og
þýðandi prýðilegra skáldverka, svo
sem Sandhóla-Péturs. Hann var
margfróður og minnugur og
skemmtilegur á mannfundum.
— Kona hans, frú Jónína Stein-
þórsdóttir, er um margt líkt honum,
ritfær vel og skörp. Það var mann-
fagnaður að þeim hjónum hvar
sem þau fóru. Samúðarkveðjur
flytja vinir þeirra henni og ástvin-
um hans öðrum.
— Þegar Eiríkur Sigurðsson
fellir hurð að stöfum að baki sér er
að honum mikill sjónarsviptir. —
Bindindismenn sjá á bak einum
traustasta, heilsteyptasta og dug-
mesta foringja sínum, kennarar og
aðrir uppalendur kveðja öndvegis-
mann sem vildi vel og vann flestum
betra dagsverk. Mér koma í hug
hendingar Fornólfs og beini spurn
til ungra kennara:
„Viltu taka upp verkin hans
og verða þar að manni?"
Ólafur Haukur Árnason.
Síðastliðinn sunnudag var spiluð
sjöunda umferð í sveitakeppni
Bridgefélags Akureyrar, Akureyr-
armóti.
Úrslit urðu þessi: Stefán Ragnarsson — Sigurður Víglundsson stig 20-1-5
Páll Pálsson — Magnús Aðalbjörnsson 20-1-5
Alfreð Pálsson — Zarioh Hammad 20-1-3
Jón Stefánsson — Gylfi Þórhallsson 20-1-4
Stefán Vilhjálmsson — Kári Gíslason 20-1-4
Ferðaskrifstofa Akureyrar
Gissur Jónasson 18—2
Siguróli Kristjánsson — Haraldur Oddsson 14—6
Sjöunda umferð var svo spiluð sl.
þriðjudagskvöld, og urðu úrslit
þessi:
Stig
Magnús — Kári 20—0
Slefán R. — Siguróli 20—0
Jón — Sigurður V. 16—4
Páll — Alfreð 10—10
Ferðaskrifst. — Zarioh 13—7
Gissur — Gylfi 13—7
Stefán V. — Haraldur 16—4
Eftir sjö umferðir er röð efstu
sveita þessi: Stig
1. sv. Stefáns Ragnarss. 134
2. sv. Alfreðs Pálssonar 122
3. sv. Jóns Stefánssonar 119
4. sv. Páls Pálssonar 118
5. sv. Stefáns Vilhjálmss. 114
6. sv. Magnúsar Aðalbjörnss. 105
7. sv. Ferðaskrifst. Akureyrar 92
Áttunda umferð verður spiluð
n.k. sunnudag kl. 1 að Félagsborg.
FRÍMERKI
Nú þegar líður að lokum þessa
árs og póststjórnin hefur skil-
að öllum frímerkjaútgáfum
sinum á markaðinn, bæði til
venjulegra notenda og okkar
hinna sem haldnir eru þeirri
áráttu að safna þessum miðum
sem frímerki nefnast, er ekki
úr vegi að líta á útgáfurnar frá
sjónarhóli safnarans.
Fyrsta útgáfan kom í janúar
með myndum af íslenska hund-
inum og heimsskautarefnum.
Myndimar eru vel gerðar en kos-
ið hefði ég eðlilegan lit á hundin-
um. Nokkur viðbrigði voru það
að fá svona lítil merki. Við erum
orðnir vanir þessum stóru merkj-
um, sum þeirra hafa verið of stór
en vitanlega fer þetta eftir því
hvaða myndefni er verið að koma
á framfæri.
Önnur útgáfan, Evrópumerk-
in, kom út í apríl með myndum af
þeim Gunnari Gunnarssyni og
Jóni Sveinssyni. Merkin voru sól-
prentuð i Sviss, en þau hefði ég
viljað fá með djúpprentun eins og
merkin með myndum af merkum
íslendingum á árinu sem leið.
Litur þessara merkja var heldur
ekki heppilegur.
í tilefni af ári trésins kom út
fallegt merki með mynd af reyni-
viðargrein með berjaklasa. Þetta
gefur tilefni til þess að óska eftir,
að aftur verði tekin upp útgáfa
blómamerkja, á því syiði höfum
við úr margvíslegu myndefni að
velja. Nýjustu blómamerkjaút-
gáfur Færeyinga og Norðntanna
eru einkar snotrar.
Litið finnst mér koma til
Olympiumerkisins, ef það er
borið saman við mjög fallegt
merki sem gefið var út 1964 af
sama tilefni.
Norrænu frímerkin, sem komu
út 9. september eru mjög falleg og
vel gerð. Fornum listaverkum er
FÉLAG FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI
hér komið fagurlega á framfæri.
Mættum við gjaman fá meira áf
slíku.
Næst í röðinni eru dýramerkin
16. október. Þar komu bæði lofts-
og lagardýr. Kann ég slíkri
blöndu illa. Hvers vegna ekki að
gefa út flokka með fuglamyndum
sér og fiskum í öðrum? Myndirn-
ar hafa tekist vel en litavalið eða
litleysið er slæmt. Hvers vegna
var lundinn ekki látinn sýna lit-
skrúð sitt og litur karfans er
herfilegur. Ólikt betur tókst Fær-
eyingum þegar þeir gáfu út merki
með lundanum.
Loks er síðasta útgáfa ársins,
afmælismerki Landspítalans og
Ríkisútvarpsins, bæði sóma sér
vel.
En eitt er það myndefnið, sem
orðið hefur útundan á árinu.
Arftaki Hólaskóla hins forna —
Menntaskólinn á Akureyri — átti
100 ára afmæli á árinu. Mynd
hins stílhreina skólahúss með
aldamótareisn sína, myndi ekki
síður sóma sér á frímerki en
Landspítalinn og Alþingishúsið.
Hér með er skorað á póst-
stjómina að gefa út á næsta ári
frímerki með mynd Menntaskól-
ans á Akureyri.
Þætti þessum hefur borist jóla-
merki Lionsfélaga á Dalvík.
Myndefnið er kirkjur í Vallna-
prestakalli í Svarfaðardal. Teikn-
ari er Sveinbjörn Steingrimsson
en prentun annaðist Valprent h.f.
Þetta eru snotur og vel gerð
merki, sem mæla má með sem
góðum safngripum.
— Glerungur
Frá Tannlæknafélagi Norðurlands:
UM TENNUR
Kjálkabein
Tannkvlka
(Taugin)
Tannbein
Tannslíður
Æðarog
taugar
Tönnin
Fullmynduð tönn situr í kjálkun-
um eins og myndin sýnir. Bilið
milli tannrótar og beins nefnist
tannslíður. Það er gert úr band-
vefsþráðum, sem eru örlítið
teygjanlegir og tengja tönnina við
beinið. Ysta lag tannkrónunnar
er glerungurinn. Það er harðasti
vefur líkamans. Inn um rótar-
cndann liggja æðar og taugar.
Inni í tönninni er tannkvikan, oft
í daglegu tali kölluð taugin.
Er hægt að hindra
tannskemmdir?
Sé miðað við lifnaðarháttu og
fæðuval iðnvæddra þjóðfélaga
mun reynast örðugt að koma al-
gjörlega í veg fyrir tannskemmd-
ir, en verulega getum við dregið
úr þeim frá því sem nú er. Besta
leiðin til þess, er að reyna að
fækka þeim stundum á degi
hverjum sem sýruáhrifa gætir við
glerunginn. Þetta getum við gert
með því að:
1. Hreinsa burt tannsýkluna með
rækilegri tannburstun eftir
máltíðir.
2. Fækka þeim skiptum sem
sætmetis er neitt.
Fluor er efni sem gengur í
samband við kalkefnasambönd
glerungsins, en við það þolir
glerungurinn betur sýruáhrifin
frá tannsýklunni. Mundu að ná-
kvæm tannburstun er erfið og
krefst bæði tíma og fyrirhafnar.
Böm undir skólaskyldualdri eru
ekki einfær um tannburstun svo
að gagni verði.
Flúr (fluor)
Flúr er frumefni sem er til staðar
víða í náttúrunni. Þó í litlu magni
sé, m.a. í vatni og ýmsum fæðu-
tegundum. Flúr styrkir tennurnar
á þann hátt að glerungur tanna
sem fengið hafa flúr er harðari og
leysist hægar upp í sýru en sá
glerungur sem ekki hefur fengið
slíka meðferð. Bæta má tennurn-
ar með flúri á ýmsan hátt.
A. Innan frá, t.d. með því að taka
flúr töflur, eða flúrbæta
drykkjarvatn.
B. Utan frá, t.d. með því að nota
flúr tannkrem, flúr burstun í
skólum eða flúr meðferð hjá
tannlæknum. Flúrhlaup eða
flúrlakk það sem tannlæknar
bera á tennurnar þrengir
miklum flúri inn í glerunginn
og styrkir hann nokkra mán-
uði eftir.
Tannskemmdir
Fyrir áhrif tannsýklu og sykurs'
koma fram tannskemmdir. Fyrst
leysist glerungurinn upp, síðan
tannbeinið sem liggur undir gler-
ungnum. Sé ekkert að gert nær
sýkingin tannkvikunni (tauginni).
Þaðan getur sýkingin náð til
kjáikanna gegnum rótarendann.
Fyrstu merkin, sem við sjálf
finnum um tannskemmdir eru
kul í tönnunum og viðkvæmni
fyrir súru og sætu. Ef tannkvikan
sýkist fáum við oftast tannpínu og
nái sýkingin til kjálkanna getur
tannkýli myndast.
Sykur
í hvert sinn sem við setjum eitt-
hvað sætt í munninn verða tenn-
umar fyrir sýruáhrifum í 30 min.
Síneysla á t.d. hálstöflum, kökurn
eða sé oft drukkið sætt kaffi leiðir
til nokkurn veginn stöðugra
sýruáhrifa allan daginn. Það er
ekki magn sykurs heldur tíðni
sykurneyslu sem ræður því hve
miklar tannskemmdir verða.
Reynum því að forðast sætindi
milli mála.
Tannsýkla
Við slælega tannburstun myndast
sýklaskán á glerungi tannanna.
Þessi skán er kölluð tannsýla.
Aukabitar milli mála og sætindi
auka á sýklamyndun. Komist
sykur í snertingu við tannsýkluna
myndast sýrur við yfirborð tann-
anna sem eru nægjanlega sterkar
til að leysa upp glerunginn. Ef
þetta gerist þráfaldlega leysist
glerungurinn upp í þeim mæli að
holur koma i tennurnar.(tann-
skemmdir). Tannsýklan veldur
líka ertingu í tannholdinu og
tannholdsbólgu sem er jafn al-
gengur sjúkdómur og tann-
skemmdir.
Tannskipti
Bamatennurnat eru 20 talsins,
fullorðinstennurnar 32, Fyrsta
bamatönnin kemur oftast við 6
mánaða aldur og sú síðasta er
bamið er 2Ví> árs. Tannskipti byrja
svo venjulega við 6 ára aldur og
lýkur oftast á 13. aldursári.
Endajaxlar koma þó síðar eða á
bilinu 18-25 ára. Skýrt skal tekið
fram að tímasetningar þessar eru
mjög breytilegar milli einslakl-
inga.
6 -DAGUR
DAGUR- 7