Dagur - 11.12.1980, Blaðsíða 10

Dagur - 11.12.1980, Blaðsíða 10
Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Kór Barnaskóla Akureyrar syngir uppi í kirkjunni. Útvarpað verður úr sunnudagaskólanum. Öll böm velkomin. Sóknar- prestar. Akureyrarkirkja: Messað verð- ur n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Kór Lundarskóla syngur jólalög í messunni. Sálmar: 69-111-7Q-96. Eftir messu verður í kapellunni fundur í Bræðrafélagi Akureyrar- kirkju. B.S. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 14. des. sunnudaga- skóli kl. 11. Öll börn vel- komin. Samkoma kl. 20.30. Flutt verður af segulbandi ræða Jónasar Gíslasonar dósents frá útför Gunnars Sigurjónssonar guðfræðings, sem fram fór í Dómkirkj- unni 29. nóvember s.l. Allir hjartanlega velkomnir. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundur á laugardag kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerárskóla kl. 13.15. Verið velkomin. Áheit á Strandakirkju kr. 30.000,- frá bóndanum i Birkimel, kr. 10.000,- frá N.N.ogkr. 100.000,- frá B.J. Bestu þakkir. Birgir Snæ- björnsson. Áheit og gjafir: Áheit á Munkaþverárklaustur- kirkju: Frá aanhildiu 10.000,-. Frá Ingu R. kr. 5.000,-. Frá N.N. kr. 10.000,-. Áheit á Saurbæjar- kirkju frá Ólínu Guð- mundsdóttur, kr. 5.000,-. Til hungraðra: Frá Jónu kr. 10.000,-. Frá Vilborgu kr. 5.000.-. Til Slysavarnar- félags íslands frá Kjartani og Finnbjörgu, Skáldsstöð- um-Efri, kr. 10.000,- til minningar um Halldór Sveiobjörnsson frá Hrísum. Hjartans þakkir. Bjartmar Kristjánsson. Alþýðuflokksfólk. Bæjarmála- ráðsfundur verður mánu- daginn 15. des. í Strandgötu 9, kl. 20.30. Stjómin. I.O.O.F. 2 —1621212 —'/2 Sálarrannsóknarfélag Akureyr- ar. Jólafundur verður hald- inn mánudaginn 15. des. kl. 9 e.h. í Varðborg. Stjórnin. ÁTHUGID------------ Minningarspjöld kvenfélagsins Hlífar fást í bókabúðinni Huld, í símaafgreiðslu sjúkrahússins og hjá Lauf- eyju Sigurðardóttur Hlíðar- götu 3, Allur ágóði rennur til bamadeildar F.S.A. Munið minningarspjöld Minn- ingarsjóðs Jakobs Jakobs- sonar, spjöldin fást í bóka- búð Jónasar, Bókval og í Sporthúsinu. Mæðrastyrksnefnd þakkar öll- um þeim er stutt hafa hana á einn eða annan hátt. Gleði- leg jól. jAMkUMUk Ffladelfía Lundargötu 12, fimmtudagur 11. des. Biblíulestur kl. 8.30. Allir velkomnir. Laugardagur 13. Safnaðarsamkoma kl. 8.30 sunnudagur 14. sunnudaga- skóli kl. 11 f.h. Almenn samkoma kl. 8.30 Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn: Sunnudag- inn 14. des. kl. 13.30 sunnu- dagaskóli fyrir börn og kl. 17 almenn samkoma. Á föstu- dögum er opið hús fyrir börn kl. 17. Verið hjartanlega velkomin. -MbSSUR — Svalbarðskirkja. Sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. 11 árdegis. Fermingarbörn mæti 1 klst. fyrr. Sóknar- prestur. Kvenfélagið Framtíðin, vill minna á minningaspjöld fé- lagsins. Þau eru til sölu í Skemmunni, Blómabúðinni Lilju, Dvalarheimilinu Hlíð, Dvalarheimilinu Skjaldar- vík og hjá Margréti Krauer Helgamagrastræti 9. Allur ágóði rennur í elliheimilsi- sjóð félagsins. Borgarbíó sýnir kl. 9 myndina Jarðýtan með Bud Spencer í aðalhlutverki sem að vanda skemmtir áhorfendum með allskonar uppátækjum og það bregður vonandi engum þó að hús hrynji er hann lokar á eftir sér hurð. Kl. 11 sýnir bíóið myndina Dagur sem ekki rís. Jim Wilson er óvenjulegur lögreglumaður. Hann er flokksstjóri í vin- sælli ferðamannaborg, þar sem spilling er mikil, en orðinn leiður og fullur óbeitar á vistinni þar. Með aðálhlutverk í myndinni fara Oliver Reed og Susan George. Mannlíf í mótun Fyrra bindi æviminninga Sæmundar G. Jóhannesson- ar frá Sjónarhæð, sem hann hefur sjálfur skráð. I leiðarorðum þessa bindis segir Sæmundur svo: „Reynt hef ég að rita söguna þannig, að nútíma kynslóðin, sem þekkir ekki af eigin reynslu, hvemig lífið til sveita var áður, geti eitthvað fræðst um það. Breyst höfðu lítið búskaparhættir og heyvinnutæki frá landnámsöld, 10' DAGUfl að minnst kosti í megindráttum. Þessu reyni ég að lýsa, gef einhverja hugmynd um þessi atriði, er sam- fléttuð eru sögu vorri, sem byggjum Island.“ Pétur Pétursson, félagsfræðingur í Lundi í Svíþjóð, ritar inngang að þessu fyrra bindi ævisögu Sæmundar og segir svo í lokin: „Viðhorf Sæmundar til eigin lífssögu, sem ég hef reynt að gera grein fyrir í fáum orðum, gerir það að verkum, að óhætt er að segja, að hún sé meistaralega skrifuð. Hún er merkilega laus við slepju yfirhylm- inga og óskhyggju, sem einkennir svo margar ævisögur, sem seljast á íslenskum bókamarkaði.“ Skelfing er heimurinn skrýtinn Ný bók eftir Hugrúnu Hugrún hefur sent frá sér 28. bók- ina er nefnist Skelfing er heimurinn skrýtinn — saga handa börnum á öllum aldri. „Unglinga- og barna- bækur Hugrúnar eru með því besta af þeim bókum sem út hafa komið eftir íslenska höfunda. Það er ein- hver heiðríkja yfir öllu sem hún skrifar. Hún stælir engan en fer sínar eigin leiðir hvað sem hver segir“ ... „Út er komin ný og mjög prýðileg bók fyrir börn og ungl- inga, höfundurinn er Hugrún. Virðist henni einkar lagið að ná til æskulýðsins með sögum sínum,“ segir í tveimur Reykjavíkurblöðum um bók Hugrúnar. Eyðimerkurstríðið eftir Richard Collier. Jóhann S. Hannesson og Sigurður Jóhannsson ís- lenskuðu. Nýlega hefur Bókaklúbbur AB sent frá sér sjöundu bókina í ritröðinni um þeimsstyrjöldina 1939-45 — Eyðimerkurstríðið eftir breska stríðsfréttaritarann og rithöfundinn Richard Collier. Fjallar hún um hin erfiðu stríðsátök í Nbrður- Afríku sem hófust með innkomu ftala í styrjöldina, og ósigrum þeirra fyrir breskum herjum í árs- byrjun 1941. Þá skerast Þjóðverjar í leikinn og senda „Eyðimerkurref- inn“ Rommell á vettvang. Hann hrekur Breta austur til Egyptalands og lá við að Súezskurður félli Þjóðverjum í hendur. Þá kemur Bernard Montgomery fram á sjón- arsviðið og stríðsgengið snýst við með hinni frægu orustu við E1 Alamein íoktóber 1942. Bókin er 208 bls. að stærð með miklum fjölda merkilegra mynda, eins og önnur bindi þessara rita. Útför móður okkar ÖNNU FRIÐRIKU FRIÐRIKSDÓTTUR, sem andaðist 5. desember síðastliðinn fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 13. desember kl. 13.30. Marselía Adolfsdóttir, Guðrún Adólfsdóttir, María Adólfsdóttir, Friðrik Adoifsson. Qtidmmichir {ýríimum &mumur baust stiönmm Draumur undir hauststjörnum og önnur mennsk Ijóð ýmist frumkveðin eða þýdd. Ný Ijóðabók eftir Guðmund Frímann 1 eftirmála bókarinnar, sem ber yf- irskriftina Að síðustu, segir Guð- mundur m.a.: „f þessu kveri eru örugglega síðustu ljóð mín, enda þótt margt bendi til þess að ég geti orðið allra karla elstur. í undirtitli kversins nefni ég ljóðin mennsk. Þau eru öll mannleg í þessa orðs hefðbundna skilningi. í kverinu eru engin æratobbakvæði; þar verða engin kvæði lesin afturábak; þar verður enga spéspeki að finna, vona ég. Og ég vona líka, að les- endur kversins, ef einhverjir verða, meti kvæðin svo sem þau verð- skulda, enda þótt engar hunda- kúnstir séu viðhafðar við gerð þeirra.“ „Um þýðingarnar er þetta að segja: Öll eru ljóðin þýdd úr norð- urlandamálunum þrem og ensku, þó nokkur þeirra séu frumkveðin á öðrum þjóðtungum.“ DAGUR bókamarkaði Víða liggja leiðir Þriðja bók Guðbjargar Hermannsdóttur GUDBJÖRG HERMANNSDÖTTIR Vinir í varpa eftir Jón Gísla Högnason Gísli á Læk, eins og hann er jafnan nefndur af samferðamönnum sín- um, er roskinn bóndi úr Árnes- sýslu. í þessari gagnmerku og skemmtilega skráðu bók rekur hann endurminningar sínar frá æsku og uppvexti á fyrstu áratug- um þessarar aldar. Ljóslifandi er lýsing hans á búskaparháttum þess tíma og samskiptum við menn og málleysingja í blíðu og stríðu. Það gneistar af minningaeldi hins greinda bónda og frásögnin hefur ótvírætt mikið menningarsögulegt gildi. Bókina prýða margar myndir, bæði Ijósmyndir og teikningar og í bókarlok er nákvæm nafnaskrá. Vinir i varpa er 420 blaðsíður, prentuð og bundin í Prentverki Odds Bjömssonar og útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. Guðbjörg Hermannsdóttir hefur nú eignast traustan og vaxandi les- endahóp og bækur hennar njóta sívaxandi vinsælda. Þessi nýja bók hennar, Víða liggja leiðir, er hörkuspennandi og bráðskemmtileg aflestrar. Það koma margar persónur við sögu og örlögin spinna sinn vef frá upphafi til enda. Niðurstaðan verður sú, að „víða liggja leiðir" og „enginn veit sína ævina“ fyrir fram. En allt fer vel að lokum eins og ávallt í skemmtilegum ástarsögum. Gigtarsjúkdómar og heilsufræði alþýð- unnar I Þessi bók er önnur bók D.C.Jarvis, hins þekkta læknis í Vermont, Bandaríkjunum, en hin geysi-vin- sæla bók hans, Læknisdómar al- þýðunnar, hefur opnað hundruð- um þúsunda lesenda dyrnar að hinni alþýðlegu læknislist. Sú bók hefur komið út í tveimur útgáfum á íslensku, fyrst 1962 og síðan var hún endurprentuð 1970. Gigtarsjúkdómar og heilsufræði alþýðunnar er rituð á lifandi og auðskildu máli og bókin opinberar fróðleik sem er í fárra eigu og ber fram skynsamlegar ráðleggingar um liðagigt, sem er einn hinna þrálátustu sjúkdóma sem lækna- vísindin þekkja. Mjög eru athyglisverðar athug- anir og tilraunir höfundarins á búfé bændanna í Vermont, fóðrun þess og áhrif fóðursins á heilsufar þess og áhrifaríkum en einföldum að- ferðum til viðhalds heilbrigðis bústofnsins og afurðagæða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.