Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 6. janúar 1981. ■■■I 1. tölublað Deilt um kvöldsölu Eins og kunnugt er hefur af- greiðslutími hjá kvöldsöium á Akureyri verið styttur verulega og á þetta fyrirkomulag að vera í gildi yfir háveturinn. Að sögn eins kvöldsalanna fóru þeir þess á leit við forráðamenn B.S.O. að þeir fylgdu öðrum kvöldsölum, en því mun hafa verið hafnað. M.a. af þeirri ástæðu hefur Vil- helm Ágústsson, skrifað heil- brigðisnefnd bréf, fyrir hönd annarra handhafa kvöldsölu- leyfa á Akureyri, og bent nefnd- inni á að hjá B.S.O. sé sælgæti og bcnsín afgreitt af einum og sama manninum, en slíkt mun vera óheimilt. „Við lýsum yfir furðu okkar á því að það skuli vera leyft að sami maðurinn fái að selja bæði bensín, smurolíur og sælgæti, en mínu fyr- irtæki var t.d. fyrir mörgum árum síðan skipað af þáverandi heil- brigðisfulltrúa að aðskilja með öllu sælgætissölu og afgreiðslu á ben- síni. Um leið var bannað að sami maður mætti annast hvort tveggja," sagði Vilhelm í samtali við Dag. Vilhelm bætti því við að þessi regla virtist ekki vera í heiðri höfð hjá B.S.O. og því hefði verið talin ástæða til að benda heilbrigðis- nefnd á þetta misræmi. Heilbrigðisnefnd samþykkti að 'fela heilbrigðisfulltrúa að kanna málið og jafnframt hvort slíkt eigi sér stað víðar. Bensíni stolið Að undanförnu hefur töluvert borið á því að bensíni hafi verið stolið af bflum. Einkum hefur bensín horfið af bílum á brekkunni og flestir, ef ekki allir, hafa bílarnir átt það sameiginlegt að vera með ólæst bensínlok. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni, en allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt eru beðnir um að snúa sér til hennar. Skipsvél Á gamlársdag kom Úðafoss til Ákureyrar og innanborðs var m.a. skipsvél til Slippstöðvar- innar. Á leiðinni miíli Reykja- víkur og Akureyrar losnaði vél- in, sem er rúm 20 tonn á þyngd og fór á hliðina. Vélin virðist ekki hafa skemmst mikið, en sömu sögu er ekki hægt að segja um nokkra nýja fólksbíla sem voru einnig í lestinni. Einn bíl- Um áramótin loguðu tvær brennur á Akureyri — önnur var i innhænum og hin uppi á brekku, en þar tók áþ þessa mynd. I kvöld munu ýmsar kynjaverur heimsækja Akureyringa því á Iþróttasvæði Þórs munu álfar og huldufólk syngja og dansa enda er þrettándinn i dag. EFNAHAGSAÐGERÐIRNAR: Vænlegar til að draga úr verð- bólgu, en frekari aðgerða er þörf Um áramótin samþykkti ríkis- stjórnin bráðabirgðalög um ráð- stafanir til viðnáms gegn verð- bólgu og jafnframt efnahags- áætlun, eins og kunnugt er. Flestir þeir sem fjallað hafa um þessar ráðstafanir opinberlega eru þeirrar skoðunar, að þessar aðgerðir séu vænlegar til að draga úr vcrðbólgunni, en frek- og skemmdi þrjá til viðbótar anna er talinn ónýtur, en þrír eru mikið skemmdir. Að sögn Ófeigs Baldurssonar, rannsóknarlögreglumanns, er talið að vélin hafi oltið á hliðina eftir að skipið fór frá ísafirði. Veður var ekki vont og sjólag ekki svo slæmt að atburður sem þessi ætti að geta komið fyrir. Að sögn skipsmanna var ramminn undir vélinni ætlaður ari aðgerðir þurfi hins vegar að koma til síðar á árinu svo unnt verði að koma verðbólgunni niður í 40% í lok ársins, eins og að er stefnt. Efnahagsaðgerðirnar hafa þrjú meginmarkmið: Að efla atvinnu- lífið og tryggja öllum landsmönn- um næga atvinnu. Að draga svo úr hraða verðbólgunnar að hún lækki fyrir járnbrautarflutninga, en ekki til notkunar úti á rúmsjó. Tvær ástæður hafa verið nefndar fyrir því að vélin fór á hliðina. í fyrsta iagi getur ramminn hafa brotnað og keðjurnar losnað, en einnig get- ur verið að keðjurnar hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum. Þær höfðu ekki slitnað. Fólksbílarnir áttu að fara til Húsavíkur. Þeir eru japanskir af gerðinni Lancer. í um 40% á árinu 1981. Að tryggja kaupmátt launafólks. Talsmenn Framsóknarflokksins hafa lagt á það ríka áherslu, að þetta sé upphaf frekari niðurtalningar verðbólg- unnar, en þær ráðstafanir sem þegar hafa verið ákveðnar duga til að telja niður verðbólguna úr 70% í 48-50% í lok ársins, samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa, þegar hærri laun eru undanskilin, skerðist ekki á árinu. Sú skerðing lægri launa um 7% 1. mars verður bætt síðar á árinu, m.a. með afnámi þess ákvæðis Ólafslaga að taka skuli tillit til viðskiptakjara við út- reikning vísitölunnar. Þykirýmsum sem þar hafi verið stigið skref til baka því það fái t.d. ekki samrýmst, að þegar olía hækki á heimsmark- aði, þá hækki jafnframt laun í landinu. Efnahagsaðgerðimar eru marg- víslegar, en í stuttu máli má segja að þær séu fólgnar í niðurtalningu verðlags (verðstöðvun frá áramót- um til I. maí), launa, gengis og vaxta 1. mars n.k. Hafnarstræti hellulagt í sumar? Á fundi skipulagsnefndar sem haldin var skömmu fyrir áramót urðu töluverðar um- ræður um framtið Hafnar- strætis. Skipulagsnefnd gerir ráð fyrir að skipt verði um jarðveg og lagnir í Hafnar- stræti norður að Landsbanka snemmsumars 1981. Verði því hægt að helluleggja Hafnarstræti norður að Ráðhústorgi fyrir næsta haust. Skipulagsnefnd samþykkti að láta vinna áfram að hönnun göngusvæðis í miðbænum. í þeirri hönnunarvinnu verði verkinu skipt í skýrt afmarkaða vinnuáfanga, sem hægt er að fara eftir við framkvæmd verksins. Á fundinum lögðu nefndar- menn ríka áherslu á að hrundið verði í framkvæmd ákvörðun bæjarstjórnar um að húsin austan Skipagötu milli Kaupvangsstrætis og Glerár- götu verði fjarlægð. eyðilagði bíl Lætur af verk- smiðjustjórastarfi Fram kemur á öðrum stað í blað- inu er verið að gera umfangs- miklar breytingar á skipulagi Iðnaðardeildar. Jafnhliða því gerist það að einn af reyndustu starfsmönnum deildarinnar lætur af starfi sínu. Er það Ragnar Ólason verksmiðjustjóri Skinna- verksmiðjunnar Iðunnar. Hann réðist verksmiðjustjóri Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar árið 1939 og gegndi því starfi til 1969, þegar honum var falið það verkefni að stýra nýbyggingu og endureisn Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar eftir stórbrunann sem varð í verksmiðjunurr. í ársbyrjun það ár. Ragnar á þannig langan og einstaklega farsælan starfsferil að baki við iðnrekstur samvinnu- manna, en hann er nú 68 ára. Hann er þó ekki horfinn af vett- vangi, því að hann mun væntan- lega sinna ýmsum verkefnum fyrir Iðnaðardeild áfram. Gjalddagi Á þessu ári verða útsvör og að- stöðugjöld innheimt með 5 jöfn- um greiðslum fyrirfram frá 1. febrúar til 1. júní og eftirstöðvar með 5 greiðslum frá 1. ágúst til 1. desember. Árshátíð Fram- sóknarfélags Ak- ureyrar Framsóknarfélag Akureyrar heldur árshátíð sína 17. janúar á Hótel K.E.A. Ræðumaður kvöldsins verður Páll Pétursson, alþingismaður, en Hákon Aðal- steinsson sér um gamanmál ásamt fleirum. Astro tríóið leikur fyrir dansi. Veislustjóri verður Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri. Ekki er að efa að framsóknar- menn á Akureyri, jafnt sem úr nærsveitum láti ekki þessa glæsi- legu skemmtun fram hjá sér fara. Nánari upplýsingar um dagskrá og miðasölu verða í næsta blaði. IAUGLÝSINGAR OG ASKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 23207I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.