Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsfmar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Alþjóðaár fatlaðra Alþjóðaár fatlaðra er runnið upp og nú er ætlunin að rifja upp og bæta fyrir vanrækslusyndir gagn- vart þeim sem við fötlun eiga að stríða, andlega eða líkamlega. Það fer vel á því að fyrsta ár ní- unda áratugsins skuli tileinkað þessu málefni, en er þó um leið furðulegt. Velmegun hefur aukist hröðum skrefum hér á landi eins og víða annars staðar á síðustu áratugum, en það er fyrst nú, sem ætlunin er að beina sjónum að því, að þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu sökum fötlunar hafa ekki búið við jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Á árum áður þótti næstum sjálf- sagt, að yrðu menn fyrir áfalli í líf- inu, þá væri bara að taka því, bfta á jaxlinn og reyna að þrauka og bera þær byrðar sem á voru lagð- ar. Þetta voru forlögin og þeim varð ekki haggað. Enn eru það góð og gild sannindi að reyna að aðlagast breyttum aðstæðum og gefast ekki upp þó á móti blási. Á hinn bóginn eru það engin sann- indi og óumbreytinleg lögmál eða forlög, að allsnægtarþjóðfélag láti fötluðum þegnum sínum einum eftir að takast á við þá erfiðleika sem á þá eru lagðir. í mörgum til- vikum valda samfélagslegar ástæður því að menn fatlast. Meginmálið hlýtur að vera það, að hjálpa þeim, sem ósjálfbjarga eru að einhverju leyti sökum fötl- unar, til sjálfshjálpar. Á þetta hafa ýmis samtök fatlaðra bent hvað eftir annað, en lítið hefur áunnist og þjóðfélagið hefur brugðist að verulegu leyti. Það er margt í okk- ar þjóðfélagi sem beinlínis hindrar fatlað fólk í að hjálpa sér sjálft. Eitt augljósasta dæmi þessa er hönn- un bygginga hér á landi, sem undantekningalítið hindrar ferðir og athafnir þeirra sem eru líkam- lega fatlaðir. Það hefur hreinlega ekki verið gert ráð fyrir því að hreyfihamlaðir geti komist í og at- hafnað sig í íslenskum húsum. Hvernig er þá hægt að ætlast til að þetta fólk hjálpi sér sjálft og leggi sitt af mörkum til þjóðfélagsins, eins og það þó gjarnan vill? En það eru fleiri fatlaðir en þeir sem eru hreyfihamlaðir. Andlega fatlað fólk hefur líka verið afskipt í þessu nægtarþjóðfélagi og það hefur ekki hvað síst þörf fyrir að- stoð samfélagsins og samborgar- anna. Margt er ógert í málefnum fatl- aðra og vonandi að þetta ár marki tímamót sem hafi varanlegar úr- bætur í för með sér. Og við eigum ekki að ætlast til þakklætis fyrir að veita þessum samborgurum okkar sjálfsagða þjónustu. * S!S; Skammt vestan við flug- stöðvarbygginguna, upp í brekkunni, stendur Galtalœk- ur. í þessu húsi var eitt sinn mikið baulað og niður frá því rann myndarleg „kúadelluelf- ur“. Nú er allt breytt — kúa- dellan er grasi vaxin og kýrnar horfnar. Félagar í „Flugbjörg- unarsveitin Akureyri“ hafa hreiðrað um sig í Galtalœk og er vafalaust leitun að jafn góðu húsnœði hjá öðrum flugbjörg- unarsveitum í landinu. Það hefur heldur ekki gengið alveg átakalaust að gera húsakynnin þannig úr garði að þau hentuðu flugbjörgunarsveitinni. Talið er að félagar hennar hafi nú þegar lagt af mörkum níu þús- und vinnustundir — endur- gjaldslaust — og verkinu er hvergi nœrri lokið. Jafnhliða breytingum á húsinu hefur verið fest kaup á nýjum snjóbíl af fullkomnustu gerð. Hann stendur í vélageymslunni ásamt tveimur öðrum snjóbílum, Rússajeppa og gömlum Wípon og annar slíkur er utan dyra. Nýi bíllinn er rétt kominn til landsins og nú er unnið af fullum krafti við breytingar á honum, bíllinn verður tilbúinn til notkunar ein- hvem næstu daga. Það var fyrir jólin að félaginu var boðið að kaupa bílinn og var nauðsynlegt að segja af eða á með svo gott sem engum fyrirvara. Auðvitað létu meðlimir í F.V.S.A. slag standa og sögðu já — og hingað er hann kominn! Beltin helmingi breiðari Gísli Kr. Lórenzson, formaður flugbjörgunarsveitarinnar var staddur í Galtalæk sl. sunnudag er tíðindamann Dags var að garði og tók formaðurinn því ljúf- mannlega að sýna nýja bílinn. „Þessi bíll kemur frá Svíþjóð. Hann er af Snow-Master gerð og hann er að því leiti frábrugðinn SN - : ::-i Gísli Kr. Lórenzson stcndur hér við hlið nýja bflsins. Eins og sjá má er þetta glæstur farkostur. Fyrir aftan Gísla er gamli góði snjóbfllinn. Nýr snjóbíll kominn til bæjarins gamla bílnum okkar, að beltin eru helmingi breiðari og húsið er töluvert hærra. Bíllinn kostaði hingað kominn um 20 milljónir króna og við gerum ráð fyrir að eftir nauðsynlegar breytingar, svo sem ísetningu á þremur gerðum talstöðva, eftir að búið verður að útbúa nýja hurð og fleira, þá muni bíllinn kosta 22 til 23 milljónir, í gömlum krónum að sjálfsögðu,“ sagði Gísli eftir að myndatöku var lokið. Nýi bíllinn tekur 7 farþega og ökumann eða 2 farþega, 1 sjúkrakörfu og ökumann. Það er ekki á færi sveitar eins og F.B.S.A. að fjárfesta í svona bíl nema með verulegri aðstoð almennings og opinberra aðila, sem í rauninni hagnast á því að til skuli vera í landinu fjöldi fólks, sem starfar endurgjaldslaust af lífi og sál í björgunarsveitum. Forráðamenn sveitarinnar í Galtalæk skrifuðu fyrir jól fjár- veitinganefnd Alþingis og fóru fram á það við nefndina að felld yrðu innflutningsgjöld af bílnum. Gísli sagði að þetta erindi hefði hlotið góðar undirtektir nefndar- manna og nú sagðist Gísli bara bíða eftir svari um það hve mikið af gjöldunum yrði látið niður falla. Ætla að endurnýja bflaflotann í einu horninu, við hlið nýja bílsins, stendur fyrsti snjóbíllinn sem sveitin eignaðist. Hann er enn í ökuhæfu ástandi, en félag- amir nota bílinn ekki heldur líta á hann sem nokkurskonar minja- eða forngrip sem ber að varð- veita. í eigu sveitarinnar er líka snjóbíll af gerðinni Snow-Track, sem keyptur var 1975, en sá er töluvert mikið minni en nýi bíll- inn. Eins og fyrr sagði er eign svéitarinnar í fjórhjóladrifsbílum, tveir Wíponar og einn Rússa- jeppi. „Næstu þrjú ár verður mikið fjárfest í nýjum bílum. Ef við miðum við gamla gengið, þá er gert ráð fyrir að verja 40 til 50 milljónum króna í nýja bíla, sem eiga að koma í stað þeirra sem við eigum í dag. Það er búið að skipa nefnd í málið og velja þá tegund sem við viljum helst kaupá. Nú er beðið svars frá fyrirtæki í Banda- ríkjunum hvort það getur selt okkur þessa tegund bíla sem verður að vera með drifi á öllum hjólum,“ sagði Gísli. Hann benti því næst á þann Wípon sem stendur í vélageymsl- unni og sagði að sennilega yrði sá bíll ekki seldur, því félagar sveit- arinnar endurbyggðu bílinn þeg- ar hann kom til Akureyrar á sín- um tíma, en bíllinn var keyptur frá Keflavíkurvelli. Bíllinn ber gömlum félögum fagurt vitni um eljusemi og ósérplægni. Mikil sjálfboðavinna Þegar við Gísli gengum út voru nokkrar konur að undirbúa „jólatré" sem átti að halda í saln- um í Galtalæk síðar um daginn. Fyrstu bömin voru raunar komin á staðinn með foreldrum sínum, en þarna voru á ferð félagar í JC-Akureyri sem ætluðu að kyrja jólasöngva með börnunum. Sú vinna sem unnin er i sjálf- boðaliðssveitum eins og flug- björgunarsveitinni verður seint metin til fjár — og að auki ætlast félagamir ekki til þess að svo sé gert. Það er hagur landsmanna allra að vel sé stutt við bakið á þeim björgunarsveitum sem sýna það í verki að þær eru alls góðs maklegar. Og Gísli vildi líka koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem keyptu sælgætispoka af sveitinni fyrir jólin og sömu- leiðis til þeirra sem keyptu miða í happdrættinu. Fyrirhugað að fjárfesta í nýjum bílum fyrir hundruð þúsunda Þennan bfl endurbyggðu félagar í sveitinni. Galtalækur. Þessi var úti i kuldanum. Myndir: á.þ. ÞOR AKUREYR- ARMEIST ARI í HANDBOLTA Milli jóla og nýjárs var hald- ið Akureyrarmót í handbolta karla, meistaraflokki. Var þama um nokkurs konar jólaleik að ræða, áhorfendur fáir og sennilega var leikur- inn illa auglýsur. Hjá Þór léku nú með þeir Ámi Stefánsson sem fyrr í vetur lék með KR en hefur nú aftur gengið í Þór, og Gunnar Gunn- arsson sem fyrr í vetur lék með Haukum, en er nú eins og Árni aftur kominn í Þór. Þá lék einnig með þeini Jón Sigurðs- son sem verið hefur í Færeyjum í vetur, og æft þar og leikið með þarlendu liði. Sigurður Sig- urðsson lék hins vegar ekki með þeim í þessum leik. Erlendur lék ekki með KA þar eð hann er kominn til náms í Danmörku. Þá vom „Magnúsarnir" ekki heldur með KA. Ungir og efni- legir menn fylltu hins vegar ÞÓR: 22 KA:20 skörð þessara manna. Þórsarar urðu sterkari á endasprettinum og sigruðu verðskuldað í þess- um leik skoruðu 22 mörk gegn 20mörkum KAmanna. KAmenn voru sterkari aðil- inn í fyrri hálfleik og höfðu yf- irleitt forustu eða mest þrjú mörk. í hálfleik var staðan 11 mörk gegn 10 fyrir KA, en þá höfðu Þórsarar gert tvö síðustu mörkin og minnkað þannig muninn verulega. Á fimmtu mín siðari hálfleiks jafna Þórsarar 12-12 og nokkr- um mín. síðar jafna þeir aftur 14-14. Eftir það höfðu þeir ávallt yfirhöndina og unnu eins og áður segir með 22 mörkum gegn 20. Flest mörk Þórs gerði Sigtryggur 9 (3 úr víti) Jón Sig. gerði 4, Guðmundur Skarp. og Ámi Stefáns. 2 hver, og eitt gerðu Gunnar Gunn., Rúnar, Einar, Sigurður Pálsson og Árni Gunnars. Hjá KA varð Friðjón mark- hæstur með 8 mörk (3 úr víti), Gunnar Gísla. sem gerði 6 (2 úr víti), Guðmundur Guðmunds- son 4, Þorleifur og Jóhannes Bjarnason 1 hver. Á föstudagskvöldið leika í íþróttaskemmunni Þór og Áfturelding, og á laugardag- inn leikur það lið við KA. Leikir þessir eru báðir í ann- arri deildinni, og mjög þýð- ingarmiklir fyrir báða aðila. Þórsarar sem eru í fallhættu þurfa á báðum stigunum að halda, og það þarf KA einnig ef þeir ætla hins vegar að halda sæti sínu á toppi deild- arinnar. í fyrri umferð sigraði Afturelding bæði lið Þórs og KA, þannig að nú ætla okkar menn eflaust að hefna ófar- anna. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í skemmuna oghvetja heimaliðin til sigurs. KARFAN KR sigraði Á laugardaginn léku í bikar- keppni KKÍ Þór og B lið KR, B-lið KR er skipað gömlum hetjum í þessari íþrótt en margir þeirra virðast engu hafa gleymt. KR-ingar sigruðu í þessum leik, en þeir skoruðu 80 stig gegn 70 hjá Þór. Að venju var Carry stigahæstur hjá Þór en hann gerði 31 stig. Eiríkur varð næstur með 18 stig. Kolbeinn Pálsson var stiga- hæstur KRinga með 30 stig og næstur kom Einar Bollason f.v. Þórsari með 22 stig. Garry Gunnar til K.A. Íþróttasíðan fékk þær upplýsingar að markmaður Völsungs í knattspyrnu und- anfarin ár, Gunnar Straum- land, hyggist flytja til Akur- eyrar og ganga til liðs við KA. Gunnar mun vera við nám í framhaldsdeild Samvinnu- skólans í vetur og koma síðan til Akureyrar í vor. Ekki hefur fréttst af frekari félagaskiptum annarra knatt- spyrnumanna, en margir hafa verið nefndir í því sambandi. Karl Lárusson formaður knatt- spyrnudeildar Þórs, tjáði íþróttasíðunni að ennþá a.m.k. væri ekkert ákveðið i þeim efn- um hjá Þórsurum. Sl. sunnudag voru þessi böm á svellinu i innbænum cr Ijósmyndara bar að garði. Það reyndist nauðsynlegt að skafa snjóinn af svellinu áður en hægt var að fara að renna sér. Mynd: á.þ. 4.DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.