Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 7
„Ljóstollur", Ný skáldsaga eftlr Ólaf Gunnarsson Út er komin skáldsagan Ljóstollur eftir Ólaf Gunnarsson. Iðunn gefur út. Þetta er fjórða bók höfundar, hin fyrsta, Ljóð, kom út fyrir tíu árum, en hið síðasta, skáldsagan Milljón prósent menn, árið 1978. Ljóstollur er samtíðasaga úr Reykjavík. Sögumaður er ungur piltur, Stefán að nafni, og lýsir sagan reynslu hans í fjölskyldulífi og á vinnustað. Um efni sögunnar segir svo meðal annars í forlags- kynningu á kápubaki: „Ef því er haldið fram að Ljóstollur sé óvenjulegt verk, þá má segja að það sé hálfur sannleikur. Sagan er sem sé ofur venjuleg að því leyti að hún lýsir kunnuglegum aðstæðum og umhverfi, segir frá fólki sem les- andinn á auðvelt með að þekkja. Við fylgjumst með upptöku ungs manns í samfélag karlmennskunn- ar þar sem öllu skiptir að vera töff — eða sýnast það ef maður vill lífi halda ... Samt er það svo að ýmsir munu hrökkva við og vafalaust snúast gegn þessari sögu, vísa henni á bug. Hvers vegna? Það er af því að hér er ef til vill gengið nær reynslu sögupersóna en við höfum áður átt að venjast í skáldsög- um...“ Ljóstollur er í þrjátíu köflum, 148 blaðsíður að stærð. Á kápu er myndin Leikir furstans eftir Álfreð Flóka. Steinholt h.f. prentaði. „Grösin í glugghúsinu,“ Ný saga eftir Hreiðar Stefánsson IÐUNN hefur gefið út Grösin í glugghúsinu, sögu eftir Hreiðar Stefánsson. Hann er löngu kunnur höfundur barna- og unglingabóka. Hefur hann samið fjölmargar bækur, nokkrar einn en flestar ásamt konu sinni, Jennu Jensdótt- ur. Um þessa nýju sögu Hreiðars segir svo í kynningu forlagsins: „Grösin í glugghúsinu er saga sem hentar jafnt börnum sem fullorðn- um. Sagan gerist fyrir hálfri öld og ersögð í annarri persónu sem fátítt er um sögur. Hún segir frá tíu ára gömlum dreng, Garðari, sem heima á í kaupstað en dvelst um sumar á sveitabæ. Þetta eru erfiðir tímar og á herðar drengnum leggst þungbær reynsla þetta sumar. Við kynnumst ýmsum manngerðum sem eru dregnar skýrum dráttum og fáum innsýn í hugsunarhátt og samskipti fólks sem geta verið býsna undarleg og öfugsnúin. En þetta er líka saga um hamingju- stundir bernskunnar þegar stund- um þarf lítið til að gleðja eins og græta.“ Grösin í glugghúsinu er 90 blað- síðna bók. Pétur Halldórsson teiknaði kápu. Prenttækni prent- aði. „Margeir og spaugarinn,“ Ný lögreglusaga Gunnars Gunnarssonar Ut er komin á vegum IÐUNNAR bókin Margeir og spaugarinn, lög- reglusaga eftir Gunnar Gunnarsson. Þetta er önnur bók Gunnars um rannsóknarlögreglumanninn Mar- geir, hin fyrsta kom út í fyrra og nefnist Gátan leyst. Ennfremur hefur hann samið ásamt öðrum sakamálaleikritið Svartur markað- ursem flutt var í útvarp fyrir tæp- um tveimur árum. Efni sögunnar Margeir og spaugarinn er kynnt svo á kápu- baki: Kona finnst látin í fjörunni framan við Fiskifélagshúsið á Skúlagötu. Allar líkur benda til að þetta sé útlend kona og hafi ráðið sér bana. Varla annað að gera fyrir rannsóknarlögregluna en afla sér upplýsinga um hver hún var. Þá kemur maður sunnan úr Keflavík og kveðst vera eiginmaður hinnar látnu. Margeir og spaugarinn er liðlega 140 blaðsíðna bók. Oddi prentaði. Athugasemd Greinin „Dagur í lífi fanga" sem birtist í jólablaðinu var þýdd upp úr norsku blaði af Ólafi Ásgeirs- syni. Óskum eftir starfskrafti til skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta æskileg. Upplýsingar ekki í síma. Heildverslunin Eyfjörð, Hjalteyrargötu 4. Dalvíkingar Umboðsmaður óskast á Dalvík frá áramótum. Til greina kemur að ráða tvo unglinga er bæru út í sinn hvorn helminginn af bænum. Nánari upplýsingar á skrifstofu blaðsins. Dagur Tryggvabraut 12, sími 24167. & SAMBANO ÍSLENZKRA SAMVINNUfELAGA Idnaðardeild ■ Akureyri Skrifstofustörf Óskum að ráða starfsfólk til að sjá um út- fluttningsappíra, innfluttningspappíra og til starfa í tölvudeild. Góð enskukunnátta nauósynleg. Umsóknir sendist fyrir 20. janúar n.k. til starfsmanna- stjóra sem gefur allar nánari upplýsingar, sími 21900 (23) Starfsfólk vant saumaskap óskast í fyrripartsvakt, frá kl. 7.30-12.00. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (23). Glerárgata 28 • Pósthólf 606 ■ Simi (96)21900 0 DAGUR.7 argus

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.