Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 06.01.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudaginn 6. janúar 1981. Bílapernr 6-12 09 24 volta ™?2ííi2 SAMLOKUR fyrir og án peru —MMKTMn ^TBrminwrjrTwrtí mmmmmmmmmmmm í fréttatilkynningu frá Iðnaðar- deild Sambandsins segir að nauð- synlegt hefði þótt að fækka sjálf- stæðum rekstrareiningum, en byggja í þess stað upp færri en stærri einingar. Iðnaðardeild Sam- bandsins verður framvegis skipt í fjórar einingar, eins og áður sagði, sem koma í stað 13 sjálfstæðra deilda áður og verður hver eining um sig undir stjórn sérstaks að- stoðarframkvæmdastjóra. Þessar einingar eru fjármál og stjórnun, ullariðnaður, skinnaiðnaður og fataiðnaður. Hvert iðnaðarsvið verður ábyrgt fyrir framleiðslu, sölu, dreifingu, innkaupum og vöruþróun. Fjármála- og stjórnun- arsvið mun bera ábyrgð á fjármál- um áætlanagerð til lengri og skemmri tíma, tölvudeild, starfs- mannamálum og samskiptum við sameignarfyrirtæki Iðnaðardeild- ar. 0 82 banaslys Á síðasta ári létust 82 íslend- ingar af slysförum, en árið 1979 urðu banaslysin 86 talsins. Flest urðu banaslysin í febrúarmánuði, en þá létust 15 íslendingar af völdum slysa. I þeim mánuði fórust 6 rækjusjómenn með 2 bátum í (safjarðardjúpi og einum í Arnarfirði. 0 Gagnrýni í blöðum Eins og venjulega helltist yfir landsmenn firnin öil af bók- um og um margar þeirra var skrifað í blöðin af gagnrýn- endum. Það vakti furðu ýmsra hve afkastamiklir sumir gagnrýnendurnir eru. Á tiltölulega fáum dögum virt- ust þeir lesa hestburð af nýj- um bókum og skrifuðu um þær lærða langhunda. Það ber að segjast hér og nú að oft var vel ritað og Ijóst að viðkomandi gagnrýnandi hafði lesið bókina spjald- anna á milli, en alltof oft var um innihaldslítið blaður að ræða og næsta öruggt að gagnrýnandinn hafði varla haft fyrir því að taka plastið utan af bókinni, hvað þá flett henni. Nú er það svo að æði margir lesendur dagblaða landsins taka mark á um- sögnum af þessu tagi, gagn- rýni, og því ætti það að vera kappsmál þeim blöðum sem Bíl stolið Á gamlárskvöld var fólksbíl stolið í Brekkugötu. Hann fannst óskemmdur næsta rnorgun. Að sögn lögreglunnar var gamlárskvöld óvenju rólegt. Tveir voru settir í fangelsi á gamlárskvöld. Svo virðist vera að Akureyringar, og raunar landsmenn allir, séu farnir að haga sér mun betur á gamlárs- kvöld en hér á árum áður. • Nýju peningarnir Og þá erum við loks búin að fá nýja peninga. Að sögn gengu skiptin vel fyrir sig og að fólk sætti sig ágætlega við breytinguna. Vissulega kem- ur það fólki spánskt fyrir sjónir að þurfa ekki að greiða nema nokkra tugi króna fyrir bensínpottlnn og e.t.v. geta lág verð á vínveitingahúsum ruglað suma viðskiptavini þeirra í ríminu. Hið eina sem t.d. eldra fólk virðist hafa að athuga við smápeningana, — þ.e. 5 aura, 10 aura og 50 aura, er það hve líkir þessir peningar eru hver öðrum. Af einstökum breytingum má m.a. nefna að markaðsdeild og skrifstofa Iðnaðardeildar í Reykja- vík verða lagðar niður. Verkefni markaðsdeildar skiptast framvegis milli fyrrgreindra iðnaðarsviða en verkefni skirfstofu Iðnaðardeildar verða leyst af aðalskrifstofu Sam- bandsins í Reykjavík og skrifstofu Iðnaðardeildar á Akureyri. Aðstoðarframkvæmdastjóri fjár- mála- og stjórnunarsviðs verður Bergþór Konráðsson sem jafnframt er staðgengill framkvæmdastjóra Iðnarardeildar en aðrir aðstoðar- framkvæmdastjórar verða Sigurð- ur Arnórsson, sem fer með ullar- iðnað, Jón Sigurðarson, sem fer með skinnaiðnað og Gunnar Kjartansson, sem stýrir fataiðnaði. Allir þessir starfsmenn hafa unnið hjá Sambandinu um árabil nema Gunnar Kjartansson sem er nýr starfsmaður sambandsins og hefur hann störf l. febrúar n.k. Framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar er Hjörtur Eiríksson. Námskeið í stillingu vatnshitakerfa á Ak. Að tilhlutan Iðnaðarráðuneytis- ins hefur Byggingaþjónustan haldið námskeið í stillingu vatnshitakerfa fyrir pípulagn- ingamenn og aðra sem við hita- kerfi fást, eins og vélgæslumenn, starfsmenn hitaveitna og hús- verði. Mjög mikil aðsókn hefur verið á þessi námskeið. Haldin hafa verið þrjú í Reykjavík, eitt á ísafirði, eitt á Egilsstöðum og nú er ákveðið að halda nám- skeið á Akureyri laugardag og sunnudag 10. og 11. janúar n.k. í Iðnskólanum og hefst á iaugar- dagsmorgun kl. 08.30. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 6. janúar til Byggingaþjónust- unnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, í síma 91-29266 eða til Meistarasambands bygging- armanna á Norðurlandi í síma 96-21022. Þátttökugjald er nýkr. 150,00. Það fer ekki á milii mála að í síhækkandi orkuverði er þýð- ingarmikið fyrir alla að spara í húshitun. eru vönd að virðingu sinni að sjá til þess að greinar um bækur séu gerðar af kunn- áttu. E.t.v. væri ráð að hlýða gagnrýnandanum yfir efni bókarinnar áður en grein hans um bókina er birt? 0 Samningar Eins og komið hefur fram í fréttum er m.a. verið að semja við bensínafgreiðslumenn í Reykjavík og fyrirhugaðar eru viðræður eða hafnar, við ýmsa aðfla. Þegar fréttist af samningaviðræðum og verk- föllum er ekki nema von þótt fólk spyrji hvort ekki hafi ver- ið samið í fyrra? Gisli Ólafsson lét af starfi yfirlögrcgluþjóns um áramótin, en við tók Erlingur Pálmason og Ólafur Ásgeirsson var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn. Gísli er fyrir miðri mynd, enÓlafur t.v. og Erlingur t.h. Mynd: áþ. Mikil ös var f bönkum bæjarins s.l. föstudag, fólk beið i röðum með gömlu góða seðlana, en þennan dag og einnig á laugardag gat almenningur komið með gamla seðla og fengið nýja í staðinn. Myndin var tckin í Búnaðarbank- anum, en þess má geta að útibúið á Akureyri átti 50 ára afmæli skömmu fyrir áramótin. Mynd:áþ. Allvíðtækar skipulagsbreytingar komu til framkvæmda hjá Iðn- aðardeild SÍS á Akureyri nú um og eftir áramótin. Meginbreyt- ingin er fólgin í því að deildinni verður skipt niður í fjórar rekstrareiningar, sem koma í stað þrettán sjálfstæðra deilda og verksmiðja áður. Ekki er að fullu búið að ganga frá þessu nýja skipulagi, en þó hefur verið ákveðið að skiptingin verður eftir rekstrargreinum, þ.e. ullar- iðnaður sér, skinnaiðnaður sér, og fataiðnaður sér. Sömuleiðis verða fjármál og stjórnun sér- stök eining. Verndaður vinnustaður Næstu kvöld munu félagar í Styrktarfélagi vangefinna á Norðurlandi ganga í hús á Ak- ureyri og selja almanaks- happdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar. Verðinu er mjög stillt í hóf en hvert almanak kostar aðeins 35 ný- krónur. í hverjum mánuði erdregið í happdrættinu og er vinningur ferð til Mallorca fyrir einn að upphæð 6000 nýkrónur. Söluhagnaður hér á Akureyri fer allur í byggingu verndaðs vinnu- staðar, sem nú er að rísa í Hrísa- lundi og vonast er til að tekinn verði í notkun á þessu ári. Færri bruna útköll sl. ár Á sl. ári voru 73 brunaútköll hjá Slökkviliði Akureyrar, en þau voru 80 árið áður. Stærsti eldsvoðinn var 6. mars í Skipasmíðastöðinni Vör h/f á Óseyri. Þar eyði- lagðist m.a. bandrcistur eik- arbátu hús og dýrmæt tæki. í samantekt slökkviliðsstjóra, Tómasar B. Böðvarssonar fyrir síðasta ár, kemur fram a3 sjúkraflutningar voru 1.068 á síðasta ári, þar af 241 utanbæj- ar, en voru 978, þar af 167 ut- anbæjar, árið áður. Af þessum 1.068 sjúkraflutningum voru 146 neyðartilfelli. Slökkviliðið var oftast kallað út vegna elds í rusli, sinu eða mosa (alls 26 sinnum) og því- næst koma brunar í ökutækjum sem voru 9 talsins. Oftast var slökkviliðið kallað út milli klukkan 12 og 15. Það vekur at- hygli í skýrslu Tómasar B. Böð- varssonar að slökkviliðið hefur aldrei verið kallað út milli klukkan 06 og 09 á síðasta ári og aðeins einu sinni milli klukkan 12 á miðnætti til klukkan 03 e.m. Þá er athyglisvert að í 18 skipti af 57 voru upptök eids- voða af völdum leiks barna með eld. Tveir piltar létust Tveir skátar frá Akureyri, 15 og 16 ára gamlir, urðu úti sunnu- dagsmorguninn 28. desember. At- burðurinn átti sér stað á Finna- staðadal um 25 kílómetra sunnan við Akureyri. Þrír aðrir skátar lifðu hrakningarnar af, en voru mjög þrekaðir. Piltarnir fóru frá Akureyri að morgni annars í jólum og tjöld- uðu í norðurhlíð Finnastaðadals um kvöldið. Veður var mjög vont á þessum slóðum og eftir marg- víslegar hrakningar tókst einum piltanna að komast að bænum Holtsseli um klukkan sjö á sunnudagsmorguninn. Þeir sem fórust voru: Frey- steinn Guðmundsson, 16 ára, sonur hjónanna Áslaugar Freysteinsdóttur og Guðmundar Þórhallssonar, Dalsgerði lc. Þor- geir Rúnar Finnsson, 15 ára, son- ur hjónanna Guðrúnar J. Gunn- arsdóttur og Finns Marinóssonar, Dalsgerði li. Þeir sem lifðu af hrakningana voru Hreinn Skagfjörð Pálsson 20 ára,Ármann Ingólfsson lóáraog Jón Vídalín Ólafsson 15 ára. SKIPULAGIIÐNAÐAR- DEILDAR S.Í.S. BREYTT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.