Dagur - 15.01.1981, Page 6
UM TENNUR
Tannholdsbólga og
tannlos
Vissir þú að það er til tannsjúk-
dómur sem er a.m.k. jafn algeng-
ur og tannskemmdir?
Sjúkdómurinn lýsir sér sem
bólga í þeim vefjum sem halda
tönnunum föstum, þ.e. tannholdi,
kjálkabeini og tannslíðri. (sjá
mynd 1). Afleiðingar hans eru
tannlos, og fleira. Einkenni
sjúkdómsins eru svo væg framan
af að hann upgötvast oft ekki fyrr
en um seinan.
Þar sem margt fólk á það á
hættu að missa tennur um aldur
fram af þessum sökum mun þessi
þáttur einungis fjalla um
tannholdsbólgu og tannlos, og
hvað hægt er að gera til hjálpar.
Hvernig lítur heil-
brigt tannhold út?
Heilbrigt tannhold er ljósbleikt
á litinn. Það er ofurlítið hrjúft
viðkomu, og minnir áferðin
nokkuð á appelsínubörk. Tann-
holdsröndin er þunn og fellur þétt
að tönnunum. KeiluTaga tann-
holdssepar teygja sig upp á milli
tannanna og fylla bilin á milli
þeirra. Það blæðir ekki úr tann-
holdinu við tannburstun sé það
heilbrigt.
Hirernig lítur bólgið
tannhold út?
Fyrsta stigið.
Fyrstu merki um tannholds-
bólgu eru það að tannholdið
verður svolítið aumt viðkomu og
það blæðir við tannburstun.
Tannholdssepar á milli tann-
anna verða rauðleitir og þrútna
svolítið. (sjá mynd 2).
.nog
vínd
Astæða þess að tannholdið
bólgnar er sú að sýklar, sem við
höfum öll í munninum, mynda
skán á tönnunum. 4 einum til
tveimur dögum nær þessi skán að
þekja tennumar ef þær eru ekki
burstaðar. Sýklaskánin veldur
bólgu í tannholdinu sem síðar
leiðir af sér tannlos ef ekkert er að
gert.
Annað stigið.
Tannholdið roðnar og bólgnar
meira. Sýklaskánin hefur náð að
vaxa niður á ræturnar, og það er
farinn að myndast tannsteinn á
tönnunum, en tannsteinn er
gömul sýklaskán, sem hefur náð
að kalka. Tannsteinninn er svo
aftur gróðrarstía fyrir nýja sýkla-
skán. Efsti hluti kjálkabeinsins
hefur látið undan fyrir áhrif
bólgunnar og er horfinn. (sjá
mynd 3).
Þrátt fyrir það að sjúkdómur-
inn hafi nú valdið töluverðu tjóni
þarf sjúklingurinn ekki að verða
var við los á tönnum. Þó má e.t.v.
merkja að einhver tönn virðist
lengri en hún var áður fyrr.
Þriðja stigið.
Nú hefur sjúkdómurinn náð
því stigi að mestur hluti þess beins
sem umlykur tannræturnar er
uppleystur. (sjá mynd 4). Það er
fyrst nú sem los kemur á tenn-
uraar og fólk verður alvarlega
vart við að eitthvað er að. Áður en
tennurnar byrja að losna hafa oft
myndast bil á milli þeirra.
Hefur þú eitthvert
eftirtalinna ein-
kenna?
A. Blæóir úr tannholdinu við tann-
burstun?
B. Hefur þú tannstcin?
C. Hafa myndast bil á milli tanna sem
snertust áður?
D. Eru tennurnar lengri nú en fyrir
t.d. 5-10 árum?
E. Er nokkur tönn laus?
F. Er vont bragð I munninum á
morgnana eða ert þú andfúll?
Hafir þú eitthvert þessara ein-
kenna skalt þú biðja tannlækni
þinn að líta á tannholdið við
tækifæri.
Ólafsf jarðarflugið gengur vel
Ólafsfjarðarflug Flugfélags
Norðurlands hefur gengið
mjög vel það sem af er og
framar öllum vonum, að sögn
Torfa Gunnlaugssonar.
Farþegaflug milli Ólafsfjarð-
ar og Akureyrar hefur aukist
mjög mikið, sem stafár e.t.v. að
einhverju leyti af ófærðinni sem
verið hefur, en einnig er talsvert
mikið um það að Ólafsfirðingar
fljúgi til Reykjavíkur. Taldi
Torfi ekki útilokað að Ólafs-
firðingar væru nú farnir að
ferðast meira en áður, með til-
komu þessa flugs.
Br hægt að koma í
veg fyrlr tannlos?
Fyrr á árum var það talinn
eðlilegur fylgifiskur Elli kerlingar
að tennurnar losnuðu á sama hátt
og hárin grána. Nú vitum við hins
vegar að tannholdsbólga og
tannlos á rætur að rekja til sýkla-
skánar á tönnunum. Þess vegna
má koma í veg fyrir bólguna með
reglulegri og góðri munnhirðu.
Burstaðu því tennurnar a.m.k.
tvisvar á dag. Notaðu mjúkan
tannbursta. Notaðu tannþráð eða
þrístrenda tannstöngla til þess að
hreinsa á milli tannanna. Mundu
að þú ert ekki bara að hreinsa
matarleyfar af tönnunum heldur
ert þú að nudda sýklaskánina
burt.
Tannlæknirinn þinn getur
hjálpað þér í þessu sambandi með
því að sjá til þess að allar fyllingar
séu vel pússaðar svo auðvelt sé að
hreinsa á milli tannanna.
Er hægt að lækna
tannholdsbólgu?
Yfirleitt er hægt að meðhöndla
tannholdsbólgu og stöðva fram-
gang sjúkdómsins þannig að
hann leiði ekki af sér tannlos.
Meðferðin krefst góðrar sam-
vinnu tannlæknis og sjúklings.
Þáttur tannlæknisins í meðferð-
inni felst í því að hreinsa burt allt
sem ertir tannholdið svo sem
sýklaskánir, tannstein o.þ.u.l.
Stundum þarf að grípa til skurð-
aðgerða til þess að komast fyrir
sýkinguna og gera umhverfi
tannanna þannig úr garði að hægt
sé að halda þeim hreinum.
Þáttur sjúklingsins er í því
fólginn að sjá til þess að tann-
holdið sýkist ekki á ný. Það krefst
nákvæmrar munnhirðu sem er
þolinmæðisverk. Flestir sjúkling-
anna þurfa á eftirliti tannlæknis
að halda tvisvar til þrisvar á ári
eftir að meðferðinni lýkur.
Taktu eftír að lokum
Blæðing úr tannholdi sem ekki
hverfur á nokkrum dögum við
nákvæma tannhreinsun getur átt
rætur að rekja til annarra ástæðna
en að framan getur, t.d. sykursýki
eða hormónatruflana. Láttu
tannlækninn þinn ganga úr
skugga um hvers kyns er.
Messað í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag 18. jan. kl. 2.00.
Upphafsdagur Alþjóðlegrar
bænaviku. Jóhann Purkhus
deildarstjóri predikar. Fólk
úr fimm trúfélögum á Ak-
ureyri tekur þátt í messunni.
Sálmar 177-114-113-43-96.
Allir velkomnir P.S.
Kvenfélagið Framtíðin, vill
minna á minningaspjöld fé-
lagsins. Þau eru til sölu í
Skemmunni, Blómabúðinni
Lilju, Dvalarheimilinu Hlíð,
Dvalarheimilinu Skjaldar-
vík og hjá Margréti Krauer
Helgamagrastræti 9. Allur
ágóði rennur í elliheimilsi-
sjóð félagsins.
Nýjabíó sýnir í kvöld og næstu
kvöld kl. 9 myndina Jeremy
sem er áhrifarík ný litmynd
frá United Artists. Aðal-
hlutverk: Robby Benson,
Glynnis O’Connor.
Frá geðvemdarfélagi Akureyrar
Almennur fundur verður
haldin í Þingvallastræti 14
laugardaginn 17. jan. n.k. kl.
2 e.h. Félagar mætið stund-
víslega. Stjórnin.
I.O.O.F. 2 —1621168 '/2 = 9 —
I.O.G.T. Stúkan Brynja. Fund-
ur verður haldin að Varð-
borg, mánudaginn 19. jan.
kl. 20.30. Innsetning em-
bættismanna. Önnur mál.
Kaffi að loknum fundi Æ.T.
Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9
Funny People sem sýnd
hefur verið í yfir tuttugu
skipti við mikla aðsókn og
hefur aðeins myndin Tóna-
flóð hlotið meiri aðsókn.
Sýningum fer u að ljúka.
Kl. 11 sýnir bíóið hroll-
vekjuna Undrin í Amityville
gerð eftir samnefndri met-
sölubók. í aðalhlutverkum
eru James Brolin, Margot
Kidder og Rod Steiger. Sér-
lega vel gerð mynd.
Eiginmaður minn
GUÐMUNDUR JÓHANNESSON,
Löngumýri 13,
sem andaðist 8. janúar s.l. verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju 17. þ.m. kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á
Akureyrarkirkju. F.h. barna hans og annarra vina og ættingja.
Sigurbjörg Ormarsdóttir.
Leikfélag Öngulsstaðahrepps og
Ungmennafélagið Árroðinn sýna:
Þrír skálkar
Þýðandi:
Þorsteinn ö. Stephensen.
Leikstjóri:
Jóhann Ögmundsson.
S.l. laugardagskvöld var söng-
leikurinn „Þrír skálkar" frum-
sýndur í Freyvangi á vegum umf.
Árroðans og Leikfélags Önguls-
staðahrepps. Leiklistaráhugi hef-
ur jafnan verið mikill í önguls-
staðahreppi um langt skeið og
hafa mörg verkefni, bæði stór og
smá, verið tekin til meðferðar.
Þessar leiksýningar hafa ætíð
verið merkisviðburðir í félagslífi
hreppsins, sem skilið hafa eftir
margar ánægjumyndir í huga
hreppsbúa og annarra sem notið
hafa. Trúlega er þessi söngleikur
eitt stærsta verk sem sett hefur
verið á svið í Öngulsstaðahreppi.
Persónur eru margar í leiknum,
niikið er um söng, hljóðfæraleik
ogdans. En þó þetta virðist ekkert
vefjast fyrir fólkinu í Önguls-
staðahreppi, þá held ég að hér
hafi verið unnið þrekvirki í
menningarsögu hreppsins, sem
þakka beri og virða vel.
Söngleikur þessi er danskur og
gerist á síðustu öld. Höfundurinn,
Gandrup að nafni, fléttar hér
saman gamni og alvöru í dagleg-
um samskiptum fólks með ævin-
týralegu ívafi á eftirminnilegan
hátt. Söngur, hljóðfæraleikur og
dans fellur vel að efni leiksins og
gefur sýningunni mikið gildi.
Þýðandi er hinn kunni leikari og
leikstjóri, Þorsteinn Ö Stephen-
sen. Ekki skal efni leiksins rakið
hér, en það er all fjölbreytt og þó
leikurinn sé kominn nokkuð til
ára sinna, þá finnst mér að boð-
skapur hans eigi enn erindi til
margra, sem hverjum og einum
væri hollt að hugleiða.
„Þrír skálkar“ hafa verið víða
sýndir hér á landi og hvarvetna
notið vinsælda. Leikfélag Dal-
víkur sviðsetti þá fyrir nokkrum
árum undir stjórn Jóhanns Ög-
mundssonar, sem leikstýrir einnig
sýningunni í Freyvangi og leikur
þar jafnframt eitt hlutverkið.
6.DAGUR