Dagur - 15.01.1981, Side 8

Dagur - 15.01.1981, Side 8
IlllAGOR RAFGEYMAR í BÍLIHN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI HÁHÓLL OG USTHÚSIÐ HÆTTA STARFSEMI Nýlistagallerí sett á laggirnar. Verður við Skipagötu Mikið ófremdarástand hefur nú skapast í myndlistarmálum á Akureyri og allt bendir til þess að engar sýningar verði á al- mennri myndlist á næstunni. Gallerí Háhóll hefur hætt starf- semi og Listhúsið, þar sem til stóð að hafa myndlistarsýning- ar, hefur verið auglýst til sölu. Er þá enginn sýningarsalur í bænum sem þjónar venjulegri myndlist, en hinsvegar verður bráðlega opnað lítið nýlista- gallerí í Skipagötu, auk þess sem myndir eftir ýmsa listamenn hanga oft uppi að Klettagerði 6, þar sem Örn Ingi hefur smá sýningarsal. „Það þýðir ekkert að reka þetta lengur, því rekstrargrundvöllur er enginn. Húsaleigan hefur nú verið hækkuð úr 373 þúsundum á mánuði í 535 þúsund. Þá hefur verið ákveðið að selja Listhúsið, þannig að engin sýningaraðstaða fyrir myndlist verður í bænum, enda hef ég hugsað mér að snúa mér að því að mála og halda síðan sýningu á Ráðhústorgi í vor,“ sagði Óli G. Jóhannsson í viðtali við Dag. „Þetta er ófremdarástand og mér virðist augljóst, að til þurfi að koma samstaða um sýningaraðstöðu sem fengi hljómgrunn hjá bæjarfélag- inu, þ.e. styrkir þyrftu að koma til. Það þarf að vera hægt að reka þetta án þess að þurfa sífellt að hugsa um að láta þetta bera sig frá degi til dags. Með því móti er t.d. ekki hægt að halda nema sölusýningar, þannig að sýningar á verkum lista- safna eru útilokaðar. Mér finnst það satt best að segja til skammar, að eins stórt bæjarfélag og Akur- eyri skuli ekki geta boðið upp á myndlistarsýningar,“ sagði Örn Ingi, myndlistarmaður, þegar Dag- ur leitaði álits hans á þessu máli. Óli G. Jóhannsson hefur rekið Gallerí Háhól í 5 ár. Á þeim tíma hafa verið haldnar um 60 sýningar og það eitt sýnir hvaða hlutverki þessi starfsemi hefur gegnt í bæjar- lífinu. Snjó rutt af vegum Ófært var að mestu um allt Norður- land í gær vegna hríðarkófs og færð spilltist mikið. Ekkert var hægt að ryðja vegna veðursins, en Vegagerð- in hefur nú fjóra veghefla, auk þess sem einn er að komast i gagnið eftir viðgerð. Hjólaskófla með tönn er á Dalvik og til er blásari sem hægt er að setja á hana. Kostnaðurinn við rekstur slíks tækis er hins vegar svo mikill að það er litið notað. Kostar um 1 þúsund nýkr. á klukkustund að reka blásarann. Þá hefur vegagerðin auk þess tvo stóra bila með tönn sem notaðir eru við snjóruðning. Mynd: á.þ. Hrísey: Neta- bátarnir byrjaðir að legg ja Hrísey 13. janúar Snæfell kom inn með 120 tonn fyrir tveimur dögum og því nóg að gera í frystihúsinu. Ráðgert er að það haldi á ný til veiða annað kvöld. Það er af litlu bátunum að frétta að Haförninn er að leggja í dag, en skipverjar á Eyfelli lögðu fyrir nokkrum dögum og vitjuðu um í gær og fengu lítið. Þriðji netabáturinn sem gerður verður út héðan í vet- ur er Eyborg. Netabátarnir munu ekki leggja upp hjá frystihúsinu heldur er ætlun útvegs- mannanna að verka aflann sjálfir í skreið. Sjómennirnir segja að það sé það eina sem eitthvað sé upp úr að hafa. Þar sem Snæfellið er eina skipið sem landar reglulega til frystihússins hefur reynst nauð- synlegt að fá fisk úr landi, því annars yrði vinna hér alltof stopul. S.F. Alþýðusamband Norðurlands: Setur á fót hag- risjott ... tiðarfar ræðingarþjonustu Gunnarsstöðum í Þistilfirði 13. janúar. Eins og annarsstaðar á landinu er tíðarfarið fremur risjótt. Snjór er nokkuð mikill, en fært um allar aðalleiðir. Að sjálf- sögðu stendur allur fénaður á gjöf. Bátamir eru aðeins farnir að róa eftir áramótin. Annars eru gæftir stirðar, en þeir hafa orðið fisks varir þegar gefur. Róið er með Iínu og fiskurinn er vænn. Um daginn fór stærsti báturinn og lagði tvisvar og hann kom með 11 tonn af góð- um fiski og annar fór og fékk 4,5 tonn á 18 stampa. Ó.H. Alþýðusamband Norðurlands hefur nú ráðið í sína þjónustu starfsmann til að sinna hagræðingarþjónustu, en lengi hefur staðið til að auka þessa starfsemi hjá alþýðusamtök- unum. Þótti eðlilegt að hafa mann með þekkingu á þessu sviði úti á landi. Til starfsins, auk annarra starfa hjá Alþýðusambandi Norð- urlands, hefur verið ráðinn Þóra Hjaitadóttir og mun hún á næstunni afla sér þckkingar á þessu sviði, mcðal annars erlcndis. Þessi hagræðingarþjónusta teng- ist fyrst og fremst svokölluðum af- kastahvetjandi launakerfum, bæði bónus- og premíukerfum og er fyrst Átti nótt með refum Það er víðar en í Eyjafirði að bændur reyna að huga að nýj- um búgreinum. Úlfar Sveins- son, á Ingveldarstöðum í Skagafirði og Lúðvík Bjarna- son á Hofsósi ætla t.d. að reyna við refarækt. Úlfar fékk leyfi til að hafa 18 refalæður í bráðabirgðahúsnæði í vetur, en hann ætlar að byggja yfir ref- ina n.k. sumar. Læðurnar sótti hann norður í Eyjafjörð um jólaleytið. Lúðvik er búinn að byggja, en er ekki búinn að fá sínar læður. Hann mun hafa í hyggju að vera með einar 50 læður til að byrja með. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Úlfar að fá læðurnar á sínum tíma, en hann varð að dvelja með þeim í bíl á háheiði yfir nótt. Til- drög málsins voru þau að þegar Úlfar kom að Klifinu á vesturleið var þar bíll hálfur út af veginum og með öllu ómögulegt að komast fram hjá eða ná bílnum upp með öðru tæki en krana. Úlfar og læðumar urðu að dúsa á Öxna- dalsheiði alla nóttina því það tók sinn tíma að fá kranann. Að vísu var „refabíllinn" með yfirbyggð- um palli, en það sem bjargaði ferfættu ferðalöngunum var fóð- ur sem til var í bílnum, og sjálf- sagt hefur Úlfar haft með sér kaffi á brúsa. og fremst hugsuð sem þjónusta við hina almennu félagsmenn. Notkun slíkra afkastahvetjandi launakerfa hefur sífellt aukist á síðustu árum og er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun enn, að sögn Hákonar Hákonarsonar, formanns Alþýðu- sambands Norðurlands. Nú er t.d. verið að ganga frá samningum um afkastahvetjandi kerfi við sorp- hreinsun Akureyrarbæjar og Slippstöðin er að taka í notkun mjög víðtækt „premíukerfi" sem tekur til langstærsta hluta starfsemi stöðvarinnar, bæði til nýsmíði og viðgerða. Hákon sagði að afkastahvetjandi kerfi hefðu bæði jákvæðar og nei- kvæðar hliðar, en að sínu mati væru neikvæðu hliðamar svo af- gerandi, að hann teldi þessi kerfi almennt af hinu illa. Það væri alveg ljóst, að þessi kerfi væru fyrst og fremst til þess ætluð að auka af- köstin, þó þau hefðu jafnframt í för með sér fleiri krónur í umslagið. Þessi kerfi hefðu hins vegar und- antekningalaust í för með sér mjög aukið álag fyrir starfsfólkið. Fólk ynni undir mikilli tímapressu og þetta hefði valdið mjög aukinni slysatíðni og almennt lakara heilsufari, samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið erlendis þar sem slík kerfi hafa lengi verið við lýði. Þetta á fyrst og fremst við um hreint akkorð, en hefur teygt arma sína inn í bónus- og premíukerfin. Samtök launafólks bæði á Norður- löndum og í Þýskalandi eru nú far- in að krefjast þess, að slík kerfi verði aflögð. m 0 Börnínog myrkrið I skammdeginu ættu öku- menn að fara sérstaklega varlega í námunda við skóla og þar sem búast má við að börn séu á ferð. Sem betur fer er það orðið algengt að fólk hengi endurskinsmerki á börn sín, en því miður er á hverjum degi hægt að sjá börn sem bera engin slík merki. Því má bæta við að nærvera lögreglumanna við skóla á morgnana er til mik- illa bóta — ökumenn fara hægar þegar þeir sjá ein- kennisbúinn mann — og ber að þakka lögregluyfirvöldum bæjarins fyrir þessa varð- stöðu. • Af verktök- um f Degi s.l. þriðjudag var fjall- að um verktaka í byggingar- iðnaði. Þar kom fram að um- ræddur iðnaður er í Öldudal — fólk hefur ekki efni á að kaupa nýtt húsnæði og þar af leiðandi hafa sumir verktakar ' hyggju að taka engar lóðir í sumar. Blaðið hefur fregnað að í raun sé ástandið enn verra hjá sumum af þeim verktökum sem byggja fyrir einstaklinga. Hins vegar taldi einn af viðmælendum blaðs- ins að ekki yrði atvinnuleysi meðal starfsfólks í bygging- Uú ariðnaði í sumar þar sem op- inberir aðiiar ætluðu að byggja mikið. 0 Ryðja þarf af gangstéttum Miklum snjó hefur kyngt nið- ur á Akureyri — ekkl síður en annarsstaðar á landinu. Hörkuduglegir bæjarstarfs- menn hafa ýtt snjónum til hliðar svo blikkbeljurnar geti átt sem greiðasta leið um götur bæjarins, en þessir ruðnlngar hafa einmitt gert það að verkum að fótgang- andi vegfarendur hafa ekki getað farið eftir gangstéttun- um og því orðið að leita út á göturnar. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra og væri vel ef reynt væri eftir föngum að hreinsa snjólnn af gang- stéttunum um lelð og af göt- unum. 0 Árshátíð Framsóknar- félags Akureyrar N.k. laugardag verður árs- hátíð Framsóknarfélags Ak- ureyrar. Flokksmenn og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að koma á árshátíðina á K.E.A. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu í dag. (Framhald á bls. 7).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.