Dagur - 22.01.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
64. árgangur Akureyri, fimmtudaginn 22. janúar 1981 6. tölublað
Ungir „öskukallar“
Mynd: á.þ.
Vilja auka
lýðræðið
Nokkrir félagsmcnn í Verkalýðs-
félaginu Einingu hafa samið nokkr-
ar tillögur, sem ætlunin cr að leggja
fyrir aðalfund félagsins sem fyrir-
hugaður er um mánaðamótin. Hér er
um að ræða lagabreytingar og
ályktunartillögur. Að sögn þeirra
sem að tillögunum standa hafa þær
eitt og sama markmið — að auka
lýðræðið og stuðla að aukinni þátt-
töku almennra félaga í stefnumótun
og starfi félagsins.
Samkvæmt lögum Einingar verð-
ur að hafa tvær umræður um laga-
breytingar, svo að væntanlega
verður haldinn aukafundur rétt fyr-
ir aðalfundinn til að ræða breyt-
ingatillögurnar.
Ein veigamesta lagabreytingin
gerir ráð fyrir að draga verulega úr
göllum allsherjaratkvæðagreiðslna,
sem félagsmennirnir segja að séu á
þeim nú. Einnig að draga úr göllum
listakosninga um stjórnir, trúnaðar-
mannaráð og endurskoðendur — og
fulltrúa félagsins á þingum A.S.I. og
Verkamannasambandsins. 1 annarri
lagabreytingartillögu er gert ráð
fyrir að við kjör í stjórnir sjóða og
nefnda, sem kosið er I á aðalfundi
skuli þess gætt að sami félagsmaður
gegni ekki fleiri en tveimur trúnað-
arstörfum innan félagsins í einu.
Ekki er rúm til að rekja efni til-
lagnanna hér, en félagsmenn Ein-
ingar eru hvattir til að kynna sér efni
þeirra. Tillögurnar eru á flestum
þeim vinnustöðum, sem Einingar-
félagar vinna á. (Sjá Smátt og stórt)
FRYSTIHÚS KALDBAKS Á GRENIVIK:
NOTA HITA FRÁ KÆLIVELUM TIL
AÐ HITA UPP VINNSLUSALINA!
„Með þessum tækjabúnaði fáum við sem svarar 140 kílóvöttum af
orku til upphitunar, en þessi orka nægir til að hita upp allt vinnu-
pláss í frystihúsinu. Ég geri ráð fyrir að þessi tækjabúnaður geti
borgað sig upp á fimm til sex árum,“ sagði Knútur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks h.f. á Grenivík, en í næsta mánuði kemur til
landsins nýstárlegur tækjabúnaður, sem settur verður upp í frysti-
húsi Kaldbaks. Til að gera langt mál stutt má segja að með þessum
tækjum verði hægt að nýta þá orku, sem fer til þess að frysta fisk til
þess að hita upp frystihúsið.
Knútur sagði að búnaður eins og
sá sem settur verður upp á Grenivík
hentaði vel þar sem engin hitaveita
er til staðar og nauðsynlegt væri að
nota olíu til upphitunar. Knútur
sagði jafnframt að hann gerði ráð
fyrir að tækjabúnaðurinn myndi
kosta um 40 milljónir g.krónur, en
umrædd tæki eru þau fyrstu sinnar
tegundar hér á landi. Þau verða
tekin í notkun með vorinu.
Aðspurður sagðist Knútur ekki
hafa verðsamanburð á hefðbundn-
um hitunarkerfum og því sem
Kaldbakur hefur fest kaup á frá
Noregi. „Ég var svo ákveðinn í að
kaupa þessi tæki að ég gerði engan
samanburð. Við erum með þessu
orku til staðar og það er hæpið að
fara að hita upp með olíu þegar við
getum gert það á þennan hátt.
Tækin sem við fáum hafa líka verið
notuð í Norður Noregi og gefist
vel.“
Til frekari útskýringar skal þess
getið að til að frysta fisk þarf að
fjarlægja hita úr honum. Fram til
þessa hefur verið notað kælivatn á
frystivélarnar, sem síðan hefur ver-
ið látið fara út í sjó. í stað þess að
„henda hitanunV' er hann nú
leiddur með sérstökum aðferðum í
vinnslusalina. Sama aðferð er í
rauninni í ísskápum í heimahúsum.
Kælikerfi skápsins kælir t.d.
mjólkina niður og hitanum er dreift
út í andrúmsloftið með grindinni,
sem er aftan á skápnum. Hið sama
verður gert í frystihúsi Kaldbaks.
bara í mun stærri mæli.
AUKIN FLUGUMFERÐ
INNANLANDSFLUGIÐ:
ÓVENJU MIKLIR ERFIÐ-
LEIKAR VEGNA VEÐURS
„Vissulega hafa tafir á innan-
landsflugi vegna veðurs valdið
Flugleiðum óvenju miklum erf-
iðleikum og kostnaði, en fyrst
og fremst hafa erfiðleikarnir
bitnað á farþegum,“ sagði
Sveinn Kristinsson, umdæmis-
stjóri Flugleiða á Akureyri.
Óhagstæð veðurskilyrði hafa
valdið óvenjumiklum truflunum
á flugi til og frá Akureyri síðustu
vikur, og sem dæmi um erfið-
leika má nefna, að á sunnudag-
inn varð að snúa tveimur flug-
vélum suður og einni vél á
mánudagskvöld, eftir að þær
höfðu verið komnar í aðflug að
Akureyrarflugvelli.
Sveinn kvað fleiri flug hafa fallið
niður í vetur en undanfarna vetur
af þessumsökum.
Aðspurður kvað hann augljóst
að einhver samdráttur hefði orðið í
flugi á þessum vetri. Ekki lægju
fyrir tölur í því sambandi, en fyrri
hluta síðasta árs hefði umferð verið
með svipuðum hætti, hins vegar
hefði bæði orðið um nokkru færri
ferðir af ýmsum orsökum og eins
færri farþega síðari hluta ársins.
BYGGINGARTIMIÍBÚÐA LENGIST
OG FJÖLDI NÝRRA ÍBÚÐA MINNKAR
Samdráttur í byggingariðnaði, sem hófst 1979, jókst til muna í fyrra.
Ljóst er, samkvæmt skýrslu
byggingarfulltrúa um bygging-
arframkvæmdir á Akureyri á
síðasta ári, að samdráttar í
byggingariðnaði fór að gæta
þegar á árinu 1979, og hefur
hann orðið enn merkjanlegri á
síðasta ári.
Fjölbýhshús i Glerárhverfi. Mynd: á.þ.
Sé tekið mið af fjölda þeirra
íbúða sem framkvæmdir hófust við
á viðkomandi ári, þá fækkaði þeim
úr 241 (árið 1978) í 187 (1979) og
niður í 165 í fyrra. Fjöldi þeirra
íbúða, sem töldust fullgerðar á ár-
inu var mestur árið 1978, þá alls
265. Næsta ár var aðeins lokið við
192 íbúðir og í fyrra var sú tala
komin niður í 126.
Fjöldi þeirra íbúða, sem teljast í
byggingu á hverju ári hefur ekki
minnkað jafn hratt, sem virðist
benda til lengri byggingartíma en
fyrr. 500 íbúðir voru í byggingu í
fyrra, en 527 árið á undan.
í samanburði síðustu tveggja ára
sést glögglega að fækkun fullgerðra
íbúða er nær eingöngu í fjölbýlis-
húsum. Fullgerðum einbýlishúsum
fækkaði aðeins úr 36 í 34, og rað-
húsum fjölgaði úr 48 í 52. Fjölbýl-
ishúsaíbúðum fækkaði hins vegar
úr 108 í 40 íbúðir árið 1980.
Fleiri fjölbýlishúsaíbúðir töldust
hins vegar enn í byggingu árið 1980
(129 talsins) en 1979 (97). Og jafn-
framt minnkandi fjölda þeirra
íbúða, sem lokið er að byggja á ár-
inu hefur síðustu tvö árin vaxið
fjöldi íbúða sem eru skemmra á veg
komin að byggingarstigi í árslok.
Flugumferð um Akureyrarflug-
völl jókst verulega á síðasta ári,
miðað við flugumferð árið 1979.
í fyrra urðu skráðar lendingar
alls 5.198 talsins (4.317 árið áð-
ur), en hreyfingar, þ.e. lending-
ar, flugtök og snertilendingar i
kennsluflugi voru skráðar
16.973 (11.748).
Þessar upplýsingar veitti Sverrir
Vilhjálmsson, yfirflugumferðar-
stjóri í viðtali við DAG, og tók
hann fram að þarna væri aðeins átt
við skráðar hreyfingar, en þá er
Hvammstanga 20. janúar.
Nú í vor verður hafin bygging
heilsugæslustöðvar sem boðin
hefur verið út. Það eru Samein-
aðir verktakar á Hvammstanga
sem munu vinna það verk en góð
fjárveiting fékkst til fram-
kvæmda við fyrsta hluta.
Tveir nýir læknar eru nú komnir
til Hvammstanga en það eru
Matthías Halldórsson sérfræðingur
í heimilislækningum og Ingvar
ótalinn fjöldi hreyfinga eftir
klukkan 20 á kvöldin þann tíma.
sem flugumferðarstjórar unnu ekki
yfirvinnu.
Aukning flugumferðar um Ak-
ureyrarvöll er lang mest vegna
leigu- og kennsluflugs. allnokkur
vegna flugs Flugfélags Norður-
lands, en lítil í flugi Flugleiða.
Umferð smáflugvéla vegna eldgoss
jók þessar tölur talsvert. svo og til-
koma flugskóla, en sem dæmi um
aukningu má nefna flug til Sauð-
árkróks. Þar nam hún 250%.
Þóroddsson læknir. sem hér er í
stað Haraldar Tómassonar sem
stundar nám í heimilislækningum i
Kanada. Hafa þeir m.a. tekið upp
þá nýbreytni að senda út fréttabréf
um heilbrigðismál í héraðinu og er
mikil og almenn ánægja með þessa
nýbreytni. Þá hafa þeir einnig tekið
upp að hafa sérstaka viðtalstíma í
stærstu byggðarkjörnunum utan
Hvammstanga svo sem á Borðeyri
og í Reykjaskóla. P.M.
NÝ HEILSUGÆSLUSTÖÐ