Dagur - 22.01.1981, Síða 4
Samvinnuskólinn að Bifröst:
HMOLM
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Hvar verður
virkjað?
Innan skamms munu hefjast
fundahöld fulltrúa sveitastjórna
beggja vegna Blöndu og Raf-
magnsveitna ríkisins. Fundaefnið
er: Blönduvirkjun, en RARIK er
virkjunaraðili fyrir hönd stjórn-
valda. Eins og kunnugt er eru
ýmsir aðilar á Norðurlandi vestra á
móti virkjun Blöndu og á þessum
fundum verður m.a. reynt að sætta
mismunandi sjónarmið.
Það er Ijóst að ákvörðun um
nýja virkjun hér á landi þolir enga
bið — orkuskorturinn að undan-
förnu ber Ijósan vott um það að
íslendingar verða að virkja eins
fljótt og nokkur kostur er. Þá má
með sanni segja að of lengi hefur
verið einblínt á Suðurland og að
við séum nú að súpa seiðið af því.
Raunar er ámælisvert að litlar
rannsóknir hafa verið gerðar utan
eldvirku svæðanna. Næsta stór-
virkjun verður því að vera utan
vatnasvæða á Suðurlandi og utan
þess svæðis sem er einna hættu-
legast frá jarðfræðilegu tilliti. Nú
er t.d. nánast beðið eftir að jarð-
skjálftar skeki Suðurland með af-
leiðingum sem eru með öllu
ófyrirsjáanlegar.
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er einmitt minnst á að næst
verði virkjað utan eldvirks svæðis
og ætti það eitt að nægja til að
leggja áætlanir um sunnlenskar
virkjanir á hilluna. Á Norðurlandi
hefur einkum verið rætt um
Blönduvirkjun, en Austfirðingar,
með Hjörleif Guttormsson í broddi
fylkingar, hafa haldið fram Aust-
urlandsvirkjun. Fyrrnefnda virkj-
unin er mun lengra komin í rann-
sóknum og öllum undirbúningi,
það vantar ekkert nema ákvörðun
ríkisstjórnarinnar og samþykki
heimamanna. Flest, ef ekki öll rök,
mæla með Blönduvirkjun sem
álitlegri virkjunarkosti en Austur-
landsvirkjun, sem væri vissulega
eðlileg framkvæmd síðar.
Virkjun Blöndu myndi ýta undir
jákvæða þróun atvinnulífs á
Norðurlandi, en samkvæmt spám
sem gerðar hafa verið, mun unga
fólkið flytja á brott á næstu árum ef
ekkert verður gert til að auka at-
vinnu á Norðurlandi. Umræddar
spár segja að með óbreyttum at-
vinnufyrirtækjum megi gera ráð
fyrir að á Norðurlandi muni vanta
atvinnu fyrir 760 manns árið 1983
og 680 manns árið 1988.
Til að koma í veg fyrir mikinn
fólksflutning verður að gera átak í
atvinnumálum og óneitanlega
myndi Blönduvirkjun létta róður-
inn í þeim efnum. Hins vegar er
hér ekki um neitt „beininga-
mannatal“ að ræða — Blöndu-
virkjun er talin hagkvæm fyrir
þjóðarheildina. Því lætur blaðið í
Ijós þá von að samningar takist
varðandi virkjun Blöndu og að
framkvæmdir hefjist sem allra
fyrst.
1362 á námskeiðum
TOLVU-
DRAUGURINN
Sönn draugasaga frá 20. öld
Námskeiðahald Samvinnuskól-
ans gekk mjög vel á árinu sem
leið. Samtals voru haldin 84
lengri og styttri námskeið, bæði
í Bifröst og víðs vegar út um
land, og þátttakendur voru 1362.
Flest námskeiðin voru í verslun-
arstörfum og samvinnufræðum,
en af öðrum viðfangsefnum er
að nefna námskeið fyrir stjórn-
armenn kaupfélaga, sjónvarps-
námskeið, endurskoðendanám-
skeið, námskeið í útgáfustörf-
um, námskeið í skrifstofustörf-
um, kjötvörunámskeið og versl-
unarstjóranámskeið.
Miklar framkvæmdir hafa verið
á Hvammstanga á s.l. ári. Byggt
var fiskverkunarhús á vegum
Meleyrar h/f 700 fermetrar,
sem þegar er hafin vinnsla í.
Fyrirtækið Mjöl h/f hefur reist
húsnæði yfir sína starfssemi og
er það hús nú fokhelt en öll tæki
til mjölframleiðslu eru komin til
staðarins fyrir röskum tveimur
árum. Þá hefur verið reist verzl-
unar- og skrifstofu- og iðnaðar-
húsnæði 600 fermetra hús á
þremur hæðum sem er í eign
Saumastofunnar Drífu, Verzl-
unar Sigurðar Pálmasonar,
Sýslusjóðs, Búnaðarsambands
og ræktunarsambands Vestur-
Húnavatnssýslu. Hefur hluti
hússins þegar verið tekinn í
notkun. Hefur bygging allra
þessara húsa gengið afar vel og
þau reist á mjög skömmum tíma.
Pá var úthlutað lóðum fyrir 16
einbýlishús á staðnum á árinu og
hefur þegar verið flutt inn í nokkur
þeirra en það eru einingarhús.
Haldið var áfram framkvæmdum
við þau hús er voru í byggingu og
má segja að milli 20 og 30 hús séu í
smíðum á Hvammstanga.
Bygging sundlaugar hefur geng-
ið mun hægar en menn höfðu gert
sér vonir um og hafa fjárveitingar
hins opinbera ekki verið með þeim
hætti sem vænst var. Búningsað-
staðan er nú að komast á lokastig
en ekki eru enn hafnar fram-
kvæmdir við laugina sjálfa né
heldur íþróttahús sem á að vera
sambyggt og búningsaðstaða sam-
eiginleg.
Flutt var inn í fyrsta hluta íbúða
fyrir aldraða, sem í eru fjórar íbúðir
Námskeiðahald ársins 1981 ernú
að byrja, og m.a. er að hefjast
fræðsla fyrir verkstjóra í verk-
smiðjum Sambandsins í samstarfi
við Iðnaðardeild. Hún hefst með
þremur þriggja daga námskeiðum
á Akureyri, síðan taka við tvö
vikunámskeið í Bifröst í febrúar og
mars, og loks verður námskeið í
hópefli í maí á Akureyri fyrir allan
þennan hóp sem telur 40-50 manns.
Auk þess er á dagskrá nú í janúar
námskeið á Akureyri fyrir stjórn-
armenn í kaupfélögum, námskeið í
skjalavistun fyrir starfsmenn Sam-
bandsins í Reykjavík, kjötvöru-
og eru þær í eigu hreppa í sýslunni
að tveimur undanskildum og einn-
ig er Bæjarhreppur í Strandasýslu
þar með. Síðari áfangi og tengi-
bygging eru nú vel á veg komnar.
Framkvæmdir við hitaveituna
námu um 100 milljónum gamalla
króna. Var aðveituæðin endurnýj-
uð að hluta, sett upp vararafstöð og
sett niður ný djúpdæla sem komst í
gagnið nú á dögunum. Hafði
gengið fremur treglega að koma
dælunni í gang vegna galla sem á
henni reyndust. en með vel þeginni
aðstoð góðra manna, m.a. Hita-
veitu Akureyrar, dælir hún nú
heitu vatni og flyturyl í hús okkar.
Þá hefur sýslusjóður fest kaup á
nýjum tannlæknatækjum sem sett
verða upp á Hvammstanga. Eru
þetta Vestur-þýsk tæki af gerðinni
KAVO og koma þau á staðinn nú í
janúar. Tannlækninn vantar þó
enn, en vonir standa til þess að úr
því rætist. Þó er ekkert öruggt í
þeim efnum því hinir stærri staðir á
landinu virðast hafa mun meira
aðdráttarafl fyrir unga tannlækna
en landsbyggðin. Tækin munu hins
vegar bíða þess sem koma vill og
nýta sér þá aðstöðu er fyrir hendi
verður.
Nýverið var stofnað hér fyrirtæki
sem ber heitið Trésmiðja
Hvammstanga. Það eru smiðir á
staðnum sem hafa þar sameinast
með Kaupfélaginu. Mun fyrirtæki
þetta fá inni í húsnæði sem grunnur
hefur verið byggður að. Er það
4400 rúmmetra stálgrindarhús og
munu fleiri fyrirtæki verða þar til
húsa eftir því sem áætlað er.
Kaupfélagið hóf slátrun í nýju og
fullkomnu sláturhúsi sínu. Er þetta
hin veglegasta bygging og vel til
hennar vandað á allan hátt.
Reyndist húsið hið besta í alla staði
þrátt fyrir nokkra byrjunarörðug-
námskeið í Reykjavík og sjón-
varpsnámskeið sem haldið verður í
Reykjavík. í febrúar er fyrirhugað
námskeið fyrir kaupfélagsstjóra, og
í mars er stefnt að námskeiði í
meðferð ávaxta og grænmetis fyrir
starfsfólk í búðum. I maí er svo
fyrirhugað vikunámskeið í skrif-
stofustörfum í Bifröst. Þá verða
önnur styttri námskeið í gangi
áfram eftir því sem óskir berast og
aðstæður leyfa. Allar nánari
upplýsingar um námskeiðahaldið
veita Þórir Páll Guðjónsson kenn-
ari í Bifröst, svo og skrifstofa Sam-
vinnuskólans (sími 93-7500).
leika. Þar er einnig til húsa kjöt-
vinnsla, sem starfrækt hefur verið á
vegum Kaupfélagsins um þriggja
ára skeið.
I samtali við Þórð Skúlason
Sveitarstjóra á Hvammstanga kom
m.a. fram að Hvammstangahrepp-
ur hefur nú ráðið til sín tæknifræð-
ing, Ólaf Jakobsson, frá og með
áramótum að telja. Eru miklar
vonir bundnar við ráðningu hans
þar sem áður hefur öll tæknivinna
verið sótt til Reykjavíkur. P.M.
Hinir alkunnu og mögnuðu
draugar þjóðsagnanna eru nú
flestir fyrir bý, en í þeirra stað
hefur nýtískulegur tæknidraugur
skotið upp kollinum þ.e.
töhudraugurinn svonefndi.. Ætla
ég að segja lítillega frá skiptum
mínum við hann.
Ég hef á undanförnum árum
verið formaður félagsnefnu einn-
ar, sem óþarft er að skilgreina
nánar. Fyrir nokkrum árum datt
félagsskapur þessi í lukkupottinn
hjá yfirvöldum, og var úthlutað
smávegis ríkisstyrk sem auðvitað
er ekki í frásögur færandi, nema
að því leyti að félaginu var jafn-
framt úthlutað nafnnúmeri af
Hagstofunni. Eftir það var and-
skotinn laus, því upp úr því fóru
að berast hin kynlegustu bréf til
þessa auma félags. Fyrst komu
ítrekuð bréf frá lögreglustjóran-
um í Reykjavík, að félagið skyldi
greiða stöðumælasektir fyrir all-
marga bila „á þess vegum“, eða
sæta afarkostum ellegar. Varla
hafði þessi misskilningur verið
leiðréttur (það þarf naumast að
taka það fram að félagið á engan
bíl) þegar bréf kom frá Bifreiða-
eftirlitinu í sama stað, með
strangri kröfu um að greiða
tryggingagjöld og aðra skatta af
þessum ágætu bifreiðum (þar á
meðal var þungaskattursvo skipti
hundruðum þúsunda gamalla
króna).
Eftir að hafa spandérað nokkrum
símtölum var þetta leiðrétt, enda
kom þá í ljós að það var allt ann-
að og dálítið stærra félag sem átti
bifreiðarnar, nefnilega Samband
íslenzkra samvinnufélaga, og
hafði tölvan ruglast á þessum
tveimur félögum sem von var.
(Lái henni hver sem vill).
Ekki liðu þó margar vikur þar
til félagi mínu barst í ábyrgðar-
pósti, frá einhverjum banka í
Reykjavík, tilkynning um að fall-
inn væri allstór víxill á félagið, og
yrði hann að greiðast á stundinni,
ellegar yrði félagið fangelsað. Ég
var nú orðinn þreyttur á að síma
til Reykjavíkur út af svona smá-
munum, og leyfði mer að endur-
senda plaggið með viðeigandi til-
vísun á tölvudrauginn. Ekki
dugði það, og innan fárra daga
birtist seðillinn aftur á mínu
skrifborði, og var nú eins og
Helgi Hallgrímsson.
þessir tvíafturgengnu draugar í
gamla daga, hálfu verri en fyrr, og
bjóst ég allt eins við að næst yrði
ég settur í rafmagnsstólinn eða
leiddur undir guilletoninn
franska ef ég borgaði ekki víxil-
inn. Ég tók þó áhættuna og end-
ursendi plaggið að nýju, og nú
með nokkrum vel völdum fúk-
yrðum, enda kom draugsi nú ekki
til baka aftur.
Svo er það síðla sumars, að hér
kemur virðulegt bréf með nafni
Ríkisféhirðis á hausnum, og ut-
aná skrifað til nefnds félags. Var
ég nú heldur tindilfættur með
bréfið upp á skrifstofu, enda
þóttist ég vita að nú væri félagið
að fá vel forþéntan aukastyrk frá
Ríkisstjórninni. Það var því með
miklum hjartslætti sem ég opnaði
bréfið, og jú mikið rétt, innan i
því var ávísun upp á nokkuð á
annað hundrað þúsund krónur
(gamlar), en engin skiljanleg
skýring fylgdi, bara tilvísun yðar
(eitthvert númer) og tilvísun mín
(eitthvert númer), en ég sá strax
að þarna myndi enn vera kominn
tölvudraugurinn, og vildi nú
koma sér í mjúkinn hjá mér með
því að senda mér péríinga í stað-
inn fyrir allar rukkanirnar, sem
félagið hafði áður fengið. (Tölvur
hafa þó tilfinningar!). En þótt ég
virti að sjálfsögðu við hann þetta
vinarbragð, þá þóttist ég samt sjá
að fiskur lægi undir steini, og
endursendi því ávísunina. En
hvað skeður: núna um áramótin
fæ ég tvö ábyrgðarbréf annað frá
Ríkisféhirði en hitt frá Skrifstofu
Ríkisspítalanna. Nú já, hugsa ég
með mér, er hann þá orðinn
svona aumur að það er búið að
leggja hann inn á spítala! Og af
því ég veit ekkert verra í þessum
heimi, en vera lagður inn á spítala
þá reif ég upp bæði bréfin. í öðru
þeirra var ávísun upp á ca. hálfa
milljón g.kr. og hálft annað
hundrað þúsund í hinu. Nú vissi
ég satt að segja ekki hvað ég átti
að gera, því ekki var að vita nema
draugsi veslaðist alveg upp ef ég
endursendi nú bréfin, og minn-
ugur Eyjasels-Móra, snéri ég mér
nú til Hagstofunnar og bað hana
að taka burt þennan kaleik. Það
þarf auðvitað ekki að taka það
fram að Hagstofan taldi sig ekk-
ert geta gert í málinu, (enda er
henni ætlað allt annað hlutverk
en að fást við afturgöngur), og þar
við situr þegar þetta er skrifað.
Sem betur fer er nú búið að
kjósa annan formann í félaginu
og tók ég því það þjóðráð að
senda umræddar ávísanir til nýja
formannsins, þar með þykist ég
hafa komið draugnum af mér,
eins og það var kallað í gamla
daga, en aldrei er að vita hvað
hann afrekar í nýja staðnum, því
sjálfsagt er hann fyrir löngu
kominn af spítalanum og farinn
að leggja bílum sínum ólöglega á
götur Reykjavíkur að nýju, svíkja
út víxla í bönkum og þar fram
eítir götunum, og lýkur hér að
segja af tölvudraugnum að sinni.
H.Hg.
Björn S. Stefánsson:
Stórtæk rafgeymsla
Til er furðueinföld aðferð
til að geyma rafmagn í
stórum stíl: straumurinn er
leiddur hring eftir hring í
segulspólu sem er kæld svo
mikið að öll mótstaða
hverfur og rafmagnið leiðist
eins greiðlega og hugsazt
getur. Þetta hafa menn
lengi vitað, en það er fyrst
nýverið að sýnist ætla að
takast að hagnýta þessa
vitneskju.
Undanfarin ár hefur aðferðin
verið rannsökuð rækilega. Á veg-
um háskólans í Wiconsin í
Bandaríkjunum er ráðgert að
koma upp tilraunageymi sem
tekur 100 megavattstundir. Það
svarar til þeirrar raforku sem eytt
er í rafhituðu íbúðarhúsi á fjórum
árum, segir í sænska blaðinu
Dagens Nyheter. Þar segir að að-
ferðin verði ekki hagnýt í Svíþjóð
í bráð. Þar í landi sé svo mikil
auðstýrð vatnsorka. Aðferðin geti
þó orðið mikilvæg þegar fram í
sækir og farið verði að hagnýta að
marki vindorku og aðrar orku-
lindir sem gefa straum eftir því
sem veður og vindar leyfa.
Þegar um yrði að ræða notkun í
fullum mæli tæki geymslan þús-
undir eða tugþúsundir megavatt-
stunda. Stöðin yrði þá geysistór
spóla af leiðsluþræði — meira en
hundrað metrar í þvermál — í
berggöngum og kæld með fljót-
andi helíum niður undir endan-
legt frostmark (rnínus 273 stig).
Þá verður leiðsluhæfni spólunnar
sérlega mikil og straumur sem er
stýrt þangað inn fer í hringi án
mótstöðu. I kringum spóluna
myndast segulsvið sem heldur
utan um strauminn. Því meiri
orka sem sett er í geymsluna, því
sterkari verður straumurinn sem
fer í hring og því sterkara verður
segulsviðið sem heldur utan um
hann.
Straumgeymsla með slíka
leiðsluhæfni hefur það sér til
ágætis að straumurinn er
geymdur eins og hann er, svona
eins og þegar vatni er dælt í ker og
hleypt af aftur þegar þarf að nota
það. Orkan nýtist sérlega vel. f
Wisconsin ætla menn að nýtingin
verði 95%.
Segulspólunni verður að koma
fyrir niðri í jörðinni, í bergöng-
um. Annað væri of kostnaðar-
samt og þannig er umhverfið
verndað. í svona mögnuðum raf-
segli verður kraftur sem ekki
verður haminn með þolanlegum
kostnaði nema hafa berggrunn-
inn sem umgjörð.
Minni þörf fyrir uppistöðulón?
Orka Islands í jökulvötnum
sveiflast mikið eftir árstíðum.
Sveiflurnar hafa verið jafnaðar
við virkjanir með stíflum og
uppistöðulónum. Þannig er mót-
tökuþörf orkuveranna takmörk-
uð. Vatnsmiðlunin dregur því úr
tækjakostnaði, en hún kostarsitt í
framkvæmdum og landspjöllum.
Það er því spurning að hve miklu
leyti megi spara ýmsa stíflugerð
sem talin hefur verið óhjákvæmi-
leg með því að skjóta rafgeymsl-
um inn í bergið og geyma þannig
sumarorkuna til vetrarins.
Ekki er við því að búast að
stjórnvöld orkumála á íslandi geti
metið þennan mögúleika til hlítar
fyrr en frekari reynsla hefur
fengizt af aðferðinni. Kennari
einn við tækniháskólann í
Gautaborg kvaðst helzt óttast að
helíumskortur kæmi í vegi fyrir
að aðferðin yrði hagnýt. Mest af
þeirri lofttegund er að finna I
Bandaríkjunum (í bergi) og hefur
ekki verið gætt nógu vel. Hvað
sem því Iíður er hér um að ræða
eitt af mörgum dæmum um það
að með hugviti má hagnýta tækni
til að nýta náttúruna og hlífa
henni um leið.
Ólafur Jakobsson, tæknifræðingur t.v. og Þórður Skúlason t.h. að velta fyrir sér vcrkefnum. Mynd: P.M.
HVAMMSTANGAFRÉTTIR
Karatefélag Akureyrar hefur
starfað með miklum krafti í vet-
ur, og er fyrirhugað að halda tvö
til þrjú mót fram til vorsins.
Fyrsta mótið verður seinnipart-
inn í febrúar. Framfarir hafa
verið töluverðar frá því að
æfingar hófust í haust, og hefur
eitt gráðupróf verið haldið. Nú
hyggst Karatefélagið taka til
æfinga börn allt niður til 10 ára
aldurs. Karate er nú viðurkennt
sem keppnisíþrótt af Ólympíu-
ncfndinni, og er ætlunin að
keppt verði í þessari íþróttagrein
á næstu Ólympíuleikum.
Nú hyggst Karatefélagið
reyna að vinna íþróttina upp
hér í bæ sem keppnisíþrótt, og
hvetur því alla sem áhuga hafa
á að fara að iðka Karate, að
byrja á næsta námskeiði sem
hefst í febrúar, því mikið verður
um að vera hjá félaginu fram til
vors. Reyna þarf að kveða niður
drauga gamalla hugsana og
fordóma gagnvart þessari
íþrótt, því þetta eru ekki bara
slagsmál.
Karate er holl og góð íþrótt
sem veitir mjög alhliða líkams-
þjálfun, bæði fyrir karla og
konur, börn og fullorðna.
Hugmyndin er að börn sem
verða 10 ára á árinu 1981 verði
sér í flokki, og svo næstu ald-
ursflokkar verði einnig hafðir
saman, og leitast verður við að
halda gráðupróf reglulega. Það
er trú þeirra sem að þessuni
málurn vinna hér á Akureyri, að
íþróttin sé á uppleið og innan
skamms verði koniið upp harð-
snúið lið keppnismanna héðan
frá Akureyri, sem sé fullboðlegt
á mót hvort heldur sem er inn-
anlands eða utan, en sá árangur
næst ekki nema mikið sé á sig
lagt. Það skiptir ekki máli hve
gamlir menn eru er þeir hefja
æfingar, aðalatriðið er að þjálfa
vel og reglulega, og er þá ár-
angur vís.
Um helgina var haldið Reykjavíkurmót í lyftingum og voru m.a.
nokkrir keppendur frá Akureyri, sem kepptu sem gestir. Freyr
Aðalsteinsson sigraði í sínum flokki og bœtti eigið íslandsmet um
2,5 kg. Hann snaraði 125 kg og jafnhattaði 150, eða samanlagt
175 kg.
Staðan í annarri deild í handbolta
Síðustu leikir: ..
Afturelding - Týr 19-18 « X 1 -5 1/1 •O
ÍR-Þór 32-20 Ármann - HK 16-26 2 *3 3 B « S. « H o c u. <y (/5 u. % Ot> $5
1. Breiðablik . . . 9 6 1 2 195-193 - 5 13 stig
2. KA ... 6 5 0 1 141-109 - 2 10 stig
3. HK ... 8 4 2 2 166-138 - 6 10 stig
4. l'R . . . 9 3 4 2 195-175 - 8 10 stig
5. Týr Vm . . . 9 5 0 4 168-162 - 8 10 stig
6. Afturelding .10 5 0 5 203-208 - 10 10 stig
7. Ármann ... 9 2 2 5 167-184 - 12 6 stig
8. Þór . . . 10 0 1 9 194-260 - 19 1 stig
Sigursælir
Þingeyingar
Um síðustu helgi fór fram í
Reykjavík sveitaglíma ís-
lands. Aðeins þrjár sveitir
mættu til leiks í þessari
keppni sem er óvenju fátt.
Þingeyingar voru þarna í
essinu sínu en þeir unnu
stórsigur, hlutu samtals 25
vinninga. KR-ingar hlutu
15,5 og Víkverjar 7,5
Það er ekki í frásögur færandi
þótt Þingeyingar sigri í glímu,
því það hafa þeir gert í mörg ár,
en í sveit þeirra voru fjórir
Mývetningar; bræðurnir Ingi,
Pétur og Krist án Yngvasynir
og Hjörleifur Sigurðsson. Til
hamingju Þingeyingar!
Sigursveit H.S.Þ. eftir keppnina á laugardag. DB-mvnd.
4.DAGUR
DAGUR•5