Dagur - 22.01.1981, Side 7

Dagur - 22.01.1981, Side 7
Liggur ekki á eftir kosningar — segir Ivar Sigmundsson um framkvæmdir í Hlíðarf jalli Hefilbekkir Stærðir 120 og 140 cm. Strandgötu 23. Sími25020. „Eflaust hafa einhverjir áhuga á að vita hvað líður frekari framkvæmd- um við uppbyggingu skíðamann- virkjanna í Hlíðarfjalli — t.d. fram- kvæmdum við lyftur, bættri flóðlýs- ingu, upplýstri göngubraut, varan- legri stökkbraut svo eitthvað sé nefnt, en allt þetta var mjög í brennidepli við síðustii bæjarstjórn- arkosningar. Þá var svo að skilja að Hlíðarfjall væri slík heilsulind að uppbygging þar væri allt að því for- gangsverkefni. Hvernig sem á því stendur virtist ekki liggja eins mikið á framkvæmdum í Hliðarfjalli eftir bæjarstjórnarkosningarnar og fyrir þær,“ segir ívar Sigmundsson, for- stöðumaður Skíðastaða í bréfi til Dags. Síðan segir ívar orðrétt: „Hvort eitthvað verður gert á þessu ári skal ósagt látið, en vonandi er að Hlíð- arfjall sé ekki álitið heilsulind að- eins þegar kosningar eru í nánd. Þá er illa komið málefnum þessa bæj- ar, sem undanfarin ár hefur verið nefndur „skíðabærinn Akureyri“ vegna þess, að hann skaraði fram úr á því sviði. Menn ættu samt að vera bjartsýnir og vonast eftir miklum og góðum snjó, góðu veðri og þá er næsta víst að margir eiga í vændum ánægjulega daga í Hlíð- arfjalli i vetur. Skíðið heil.“ Iðnvarningur til Sovét Nú fyrir jólin var gengið frá samningum við sovéska aðila um kaup á vörum frá Iðnaðar- deild Sambandsins til afgreiðslu á árinu 1981. Það var Hjörtur Eiríksson fr.kv.stj. sem annaðist samningsgerðina. Stærsti samningurinn var gerður við Centrosoyus, sovéska sam- vinnusambandið, og er hann að upphæð um 7,5 milljónir dollara. Þar er um að ræða ullar- og skinnavörur, málningu og gaffal- bita, og eru ullar- og skinnavör- urnar einkum peysur, teppi og kápur, en heildarverðið í þeim Útflutningur á búvörum Allur útflutningur Búvörudeildar Sambandsins á landbúnaðarafurð- um árið 1980 nam 8,585 tonnum, samanborið við 10,222 tonn árið 1979. Verðmæti þessa útflutnings í íslenskri mynt varð hins vegar 8,400 millj. gkr. 1980 á móti 7,500 millj. gkr. 1979. Hafa því útfluttar landbúnaðarafurðir minnkað um 16% í magni á milli áranna, en verðmætið samt sem áður aukist um 11,3% í krónum talið. Þrír skálkar Sýningar laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Miðasala í Bóka- búð Jónasar og við inn- ganginn. Miðapantanir í síma 24936. Freyvangur. Nýkomið: Mikiö úrval af frúarkjól- um. Kvöldkjólar síöir kjólar jersey og ullarkjólar. Töskur, veski og buddur Markaðurinn mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmá TEIKN^STOFAN STILLi AUGLÝSING AR -SKILTAGERÐ TEIKNINGAR- SILKIPRENT SÍMi: 2 57 57 hluta samningsins er um 4 millj. dollara. Magnið, sem samið var um, er nokkru minna en í fyrra, en hins vegar náðist fram um 10% meðaltalshækkun í verði. Þá var einnig samið um sölu á peysum og teppum til ríkisfyrirtækisins Raznoexport fyrir um eina milljón dollara, og sömuleiðis um sölu á málningarvörum til ríkisfyrirtækis- ins Sojuschemexport fyrir um 1,8 millj. dollara. Heildarupphæðin í öllum þessum samningum er því nálægt 10 millj. dollarar, eða sem svarar um 62 millj. nýkr. á núver- andi gengi. Óbreytt sölufyrirkomulag á BSO Opnunartími kvöldsölu- staða lengist með vorinu Allt útlit er fyrir að leyft verði áfram að selja á afgreiðslu BSO þær vörur, sem hingað til hafa verið seldar þar, þrátt fyrir kæru eigenda annarra bensínsölu- stöðva til heilbrigðisyfirvalda. Þegar ekki tókst samkomulag með öllum bensín- og sælgætis- sölustöðvum um að loka kl. 22 eins og kvöldsölur nú gera, þá barst heilbrigðisyfirvöldum kæra um að sama afgreiðslufólk hjá BSO af greiddi sælgæti, gosdrykki og bensín og ölíuvör- ur. Valdimar Brynjólfsson, heil- brigðisfulltrúi, skýrði blaðinu frá því að heilbrigðisnefnd væri ekki búin að afgreiða þetta mál ennþá. Hins vegar væri búið að kanna það og mætti augljóst teljast að ekki þætti ástæða til að krefjast breytinga á núver- andi afgreiðsluháttum, þar sem ekki væru seldar á sama stað pylsur eða önnur óvarin mat- væli, aðeins innpakkað sælgæti og gosdrykkir í flöskum. Verslunin Höfn verður áfram opin á kvöldin eins og venju- lega, en þar eru engar olíuvörur seldar. Ekki er ráðgert að hinn breytti og takmarkaði kvöld- opnunartími gildi nema yfir háveturinn og er búist við því að jafnskjótt og fer að vora verði a.m.k. afgreiðslutími bensín- stöðva lengdur og verði þá svipaður og fyrri sumur. NORDLENZK HLUT AF JÁRÚTBOÐ Norölensk trygging h/f er eina alhliða trygginga- félagið, sem starfar sjálfstætt utan Reykjavíkur. Allt frá stofnun þess 4. nóvember 1971 hefur félagiö kappkostað að veita sem besta þjónustu fyrir Norðlendinga. Samkvæmt lögum um vátrygginga- félög hefur ákvæðió um lágmarks hlutafé verið hækkað verulega. í samræmi við það samþykkti aðalfundur Norð- lenskrar tryggingar h/f 1980 aó heimila stjórn félagsins að auglýsa aukningu á hlutafé félagsins um allt að 800.000,- Nýkr. Hlutafjárkaupin eru öllum heimil. Skráning hlutafjárloforða fer fram á skrifstofu félagsins að Ráðhústorgi 1,2. hæð, Akureyri kl. 8 til 12 og 13 til 16 daglega, en skal lokið fyrir 15. febrúar1981. Stjórn Norðlenskrar tryggingar h/f Óskum eftir að ráða skrifstofumann Þarf að hafa reynslu í meðferð tollskjala og verðút- reikninga. Einnig vanan mann til starfa á vörulager. Upplýsingar á skrifstofunni. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Örugg atvinna Óskum að ráða ungan mann til starfa fyrir fjár- málastofnun < Við bjóöum örugga atvinnu. < Við teljum æskilegt aö umsækjandi hafi verslunarmenntun eöa < staðgóða aimenna menntun. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu vorri. Bókhalds- og rekstrarráðgjöf Strandgötu 7, pósthólf 748, sími 25455. Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til um- sóknar staða aðstoðargjaldkera. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 16. febrúar n.k. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 19. janúar 1981. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 86. og 91. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1980 á húseigninni Oddeyrargötu 24, austurenda, Akureyri, þinglesinni eign Bjarna Sig- tryggssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 26. janúar n.k. kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 86. og 91. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1980 á húseigninni Lerkilundi 14, Akur- eyri, þinglesinni eign Kristins Steinssonar, ferfram á eigninni sjálfri mánudaginn 26. janúar n.k. kL 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 35. og 37. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1980 á húseigninni Heióarlundi 1b, Akur- eyri, þinglesinni eign Jóns Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 27. janúar n.k. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri DAGUR.7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.