Dagur - 05.02.1981, Síða 4

Dagur - 05.02.1981, Síða 4
3MOLM Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Kaupmáttarstefna efnahagsaðgerð- anna í grein sem Guðmundur Bjarnason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, skrifar í Dag, fjallar hann um bráðabirgðalög- in og efnahagsáætlanir ríkisstjórnar- innar og segir þar meðal annars: „Segja má með réttu að þjóðin hefi beðið eftir aðgerðum stjórnvalda og sanna það þær undirtektir, sem þessar efnahagsaðgerðir hafa fengið hjá almenningi. Stoðar þar lítið, þó stjórnarandstæðingar setji sig á háan hest og reyni að finna þeim allt til for- áttu, — segi að fólk láti blekkjast. Al- menningur í þessu landi er ekki leng- ur þannig hugsandi, að hann láti segja sér fyrir verkum og hvernig hann eigi að hugsa. Það sýna glöggt kosningaúrslitin í tvennum síðustu alþingiskosningum og þær sveiflur sem þá urðu á fylgi milli flokka. Það dugar ekki lengur að stjórnar- andstaða leyfi sér ævinlega að vera á móti öllum aðgerðum ríkisstjórnar, að maður tali ekki um þann fáheyrða at- burð er gerðist nú, er postular stjórn- arandstöðunnar lýstu andstöðu sinni yfir fyrirfram, áður en grein hafði verið gerð fyrir boðuðum aðgerðum, svo sem ganga þeirra til Bessastaða á gamlársdag sýnir. Nú vill þjóðin gefa stjórninni möguleika á að giíma við vandann og taka þátt í þeirri glímu, svo sem öllum má vera Ijóst að nauð- synlegt er ef árangur á að nást. Skiptir þá engu hversu fáránlega stjórnar- andstaðan hagar sér. Merkasti þátturinn í bráðabirgða- lögunum er sú viðurkenning sem í þeim felst, að nú skuli fremur stefnt að því að verjá kaupmátt launa, það er taka upp kaupmáttarstefnu, í stað þess að strekkjast við krónutölu- hækkanir, sem fljótt verða minna en einskis virði og aðeins magna verð- bólgubálið. Hér er gripið inn í þann vítahring sem sjálfvirkar víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds í raun og veru eru. Það verður ekki dregið að marki úr verðbólgu án þess að verðbætur á laun svo og ákvarðanir búböruverðs og fiskverðs eigi þar verulegan þátt í. Að auka kaupmátt þeirra króna sem hverju sinni eru í launaumslaginu hlýtur að vera meira virði en að fjölga krónunum með þeim afleiðingum, sem öllum eru nú ljósar.“ Síðar í grein sinni segir Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, að með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sé fyrsta stóra skrefið stigið til niður- talningar verðbólgunnar. Árangur áramótaaðgerðanna dugi hins vegar aðeins til að bægja frá þeirri holskeflu sem við hafi blasað og að við 50% verðbólgu verði ekki unað, enda hafi ríkisstjórnin sett sér það mark að koma henni niður í 40% á árinu og síðan niður á svipað stig og í ná- grannalöndum okkar. Um þessa leið er þjóðin sammála ríkisstjórninni, segir Guðmundur Bjarnason í grein sinni. Gott leikverk og spennandi segir Jill Brooke Arnason, leik- sem frumsýnt stjóri „Skáld-Rósu verður eftir viku Jill Brooke Árnason er akur- eyrskum leikhúsgestum að góðu kunn. Hún hefur tvívegis leikstýrt hjá Leikfélagi Akur- eyrar og nú stjórnar hún upp- færslu hjá félaginu í þriðja sinn, þ.e. á leikritinu „Skáld- Rósu“ eftir Birgi Sigurðsson. Þetta þriðja verkefni hennar hjá Leikfélagi Akureyrar er sérstætt að því leyti, að þetta manns borð 1977), auk þess sem flutt hefur verið eftir hana leikrit í útvarpi (Einum ofauk- ið 1979). Þá var hún aðstoðar- leikstjóri hjá eiginmanni sín- um, Benedikt Árnasyni, í Þjóðleikhúsinu á síðasta ári. „Skáld-Rósa“ er öðrum þræði þjóðfélagslýsing og því var Jill innt eftir því, hvernig henni hefði gengið að setja sig inn í íslenskan hugsunarhátt og skilja það and- rúmsloft sem ríkti á þeim tímum er verkið lýsir. — Mér hefur ekki reynst þetta mjög erfitt. Ég hef kynnst ís- lensku þjóðlífi eins og það er í dag allvel, auk þess sem ég hef lesið mér mjög mikið til um landið og þjóðina. Ég hef sérstaklega lagt mig fram um að kynna mér heimildir um það þjóðlíf sem Rósa lifði og hrærðist í og ég held að það sögusvið sem verkið lýsir sé býsna líkt raunveruleik þessa tíma. Ég er jafnvel ekki frá því að það, að ég skuli vera útlendingur, hjálpi mér fremur en hindri mig í að skilja verkið og þjóðfélagið, sem þar er lýst. Glöggt er gests augað segir máltækið. Ég þarf e.t.v. að einbeita mér að hlutum sem íslendingum þykja sjálfsagð- ir, en sem eru það kannski ekki í raun, og mér sést þá síður yfir smáu hlutina, sem eins og allir vita, geta skipt sköpum. — Hvers konar sögu er verið að segja í verkinu? — Þetta er fyrst og fremst saga konunnar Rósu. Sagan lýsir henni saklausri og góðviljaðri, sterkri og hjálpsamri, vinsælli meðal samtímamanna sinna. Sagan lýsir síðan þeim áhrifum sem hún verður fyrir af samtíma- fólki sínu. Hún var fyrst opinská og trúði á það góða í öllum mönnuni, en eftir því sem hún Gestur E. Jónasson og Theodór Júliusson í hlutverkum sínum. Ljósm.: Páll Pátsson. vinnaaðsameiginleguverkefni.En ég hef mjög gaman af þessu. — Hvað finnst þér um íslenska leikara í samanburði við breska, sem hafa orð á sér fyrir að. vera með þeim bestu i heimi? — Það er gaman að heyra að Bretar skuli hafa orð fyrir að vera góðir leikarar. Þeir eru ekki góðir í of mörgu um þessar mundir. Það er gott að vera góður í einhverju. Annars vil ég segja það við þess- ari spurningu, að mér finnst ís- lenskir leikarar mjög góðir og raunar varð ég alveg hissa á að sjá þessi gæði i leiklistinni, í I ekki fjölmennara samfélagi en er hér á íslandi. Það kann að vera að sú gífurlega samkeppni sem ríkir meðal leikara á Bretlandi valdi því, að þeir leggi meira að sér en íslenskir leikarar. Það er gott að menn leggi sig fram en það er hins vegat góð áhrif, en neikvæðu hliðarnar geta valdið því að góðir leikarar þoli ekki samkeppnina og hætta að vinna við leiklist, sem er mjöl slæmt. Að þessu leyti er þetta ekki eins erfitt hér. varð fyrir meiri áhrifum, því erfiðara reyndist henni þetta. Leikritið fær okkur til að hugsa um það, hvernig fólk getur mótast af öðrum og framkomu og við- móti annarra í þess garð, að ógleymdum þeim áhrifum sem peningar hafa á andlega og líkamlega líðan manneskjunn- ar. Þetta er mjög spennandi verk og í því eru miklar og örar skipt- ingar milli andstæðna — gleði og sorgar — og alltaf eitthvað að gerast. Þetta er mjög gott leikrit að mínu mati. —- Hvernig hefur þér líkað samstarfið við leikhúsfólkið hér á Akureyri? — Mér finnst mjög gott að vinna með leikurunum hér og það sést kannski best á því, að ég er hér í þriðja sinn. Hér eru góðir leikarar, en þó gerir það dæmið svolítið flóknara að vinna bæði með atvinnu- og áhugaleikurum. Ég kann vel við að vinna með báðum hópunum sínum í hvoru lagi, en eins og ég sagði verður málið svolítið flóknara þegar þeir Jill Brooke Árnason. er í fyrsta sinn sem hún leik- stýrir og setur upp íslenskt verk í íslensku leikhúsi. Tvö fyrri verkefni hennar hjá L.A. voru þýdd, „Hunangsilmur“ árið 1978 og „Skrýtinn fugl ég sjálfur“ árið 1979. í London hefur hún unnið fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið og þar á meðal leikstýrði hún íslensku leikverki, sem síðan var svo sýnt á Edinborgarhátíðinni. Jill hefur verið með annan fótinn á íslandi undanfarin 4 ár og auk verkefna hjá L.A. hefur hún unnið við leikstjórn í Hveragerði (Ærsladraugurinn 1979) og fyrir Nemendaleik- húsið í Reykjavík (Við eins Leikcndur á sviði samkomuhússins. Á bálkinum lengst til vinstri er Sunna Borg sem lcikur Rósu. Mynd: H.Sv. 4 -DAGUR Guðmundur Bjarnason alþm.: Verum samstiga þá næst árangur Þessa dagana fara fram miklar umræður á Alþingi um efnahags- og atvinnumál og er það ekki að ástæðulausu. Um síðustu áramót gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu svo og efnahagsáætlun sem inniheldur og greinir frá ýms- um þeim markmiðum, sem ríkis- stjórnin hefur sett sér að vinna að á næstunni í glímunni við verðbólguna. Segja má með réttu að þjóðin hafi beðið eftir aðgerðum stjórn- valda og sanna það þær undirtektir, sem þessar efnahagsaðgerðir hafa fengið hjá almenningi. Stoðar þar lítið, þó stjórnarandstæðingar setji sig á háan hest og reyni að finna þeim allt til foráttu, — segi að fólk láti blekkjast. Almenningur í þessu landi er ekki lengur þannig hugs- andi, að hann láti segja sér fyrir Guðmundur Bjarnuson, ulþingismaður. verkum og hvernig hann eigi að hugsa. Það sýna glöggt kosninga- úrslitin í tvennum síðustu alþingis- kosningum og þær sveiflur sem þá urðu á fylgi milli flokka. Það dugar ekki lengur að stjórn- arandstaða leyfi sér ævinlega að vera á móti öllum aðgerðum ríkis- stjórnar, að maður tali ekki um þann fáheyrða atburð er gerðist nú, er postular stjórnarandstöðunnar lýstu andstöðu sinni yfir fyrirfram, áður en grein hafði verið gerð fyrir boðuðum aðgerðum, svo sem ganga þeirra til Bessastaða á gamlársdag sýnir. Nú vill þjóðin gefa stjórninni möguleika á að glíma við vandann og taka þátt í þeirri glímu, svo sem öllum má vera ljóst að nauðsynlegt er ef ár- angur á að nást. Skiptir þá engu hversu fáránlega 'stjórnarandstað- an hagar sér. Kaupmáttarstefna Merkasti þátturinn í bráða- birgðalögunum er sú viðurkenning sem í þeim felst, að nú skuli fremur stefnt að því að verja kaupmátt launa, það er taka upp kaupmátt- arstefnu, í stað þess að strekkjast við krónutöluhækkanir, sem fljótt verða minna en einskis virði og að- eins magna verðbólgubálið. Hér er gripið inn í þann vítahring sem sjálfvirkar víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds í raun og veru eru. Það verður ekki dregið að marki úr verðbólgu án þess að verðbætur á laun svo og ákvarðanir búvöru- verðs og fiskverðs eigi þar veruleg- an þátt í. Að auka kaupmátt þeirra króna sem hverju sinni eru í launa- umslaginu hlýtur að vera meira virði en að fjölga krónunum með þeim afleiðingum, sem öllum eru nú ljósar. í því verðbólguþjóðfélagi sem við nú búum við er atvinnuöryggi mjög teflt í tvísýnu. Útflutningsat- vinnuvegir okkar, sem að sjálf- sögðu eru meginundirstöður efna- hagslífsins eiga í vök að verjast, vegna hinna miklu og öru kostnað- arhækkana og samkeppnisaðstaða okkar á erlendum mörkuðum verðurerfið. Þetta hefursíðan áhrif á alla aðra atvinnustarfsemi í land- inu. Sú vaxtastefna sem ríkt hefur að undanförnu og í raun miðar að- eins að því að skila aftur því sama verðgildi og fengið var að láni, hefur einnig reynst atvinnulífinu þung í skauti. Okkar sjúka og verðbólgna efnahagslíf er ekki undir slíkt búið. Aðlögunin að raunvaxtastefnu er að öllum lík- indum of hröð, a.m.k. á meðan við náum ekki fastari tökum á verð- bólgunni, en hún er að sjálfsögðu meinsemdin, ekki vextirnir. Við verðum að skapa okkar atvinnulífi þann rekstrargrundvöll að það geti endurgreitt sitt lánsfé með sama verðgildi, en sú aðlögun tekur sinn tíma og á meðan verðum við að gæta þess að allt sigli ekki um koll. Niðurtalning Fyrir kosningarnar í desember 1979 boðuðum við Framsóknar- menn að farsælasta leiðin til að rétta við efnahagslífið og tefla sig út úr verðbólgunni væri svokölluð niðurtalning. Á síðast liðnu ári• þótti okkur flestum sem heldur lítið væri að gert í því efni, þrátt fyrir ákvæði í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar og þótt reynt væri að setja ákveðin niðurtalningarmörk. hvað varðar verðlagningu á ýmiss konar vöru og þjónustu. Með efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar fyrsta stóra skrefið stigið á þessari braut. Þar segir einnig að á næstu mánuðum verði ákveðin tímasett mörk fyrir hámark verð- hækkana í samræmi við hjöðnun verðbólgu. Því má öllum verða Ijóst, að hér er fetuð sú leið sem við Framsóknarmenn boðuðum og allt tal stjórnarandstæðinga úm svikin kosningaloforð Framsóknar og jarðaða niðurtalningastefnu er marklaust hjal eitt, eins og fleira úr þeim herbúðum. Aðgerðir þessar í efnahagsmál- um mótast af þremur aðalmark- miðum; að tryggja kaupmátt launafólks, svo sem ég hefi getið um hér að framan, að efla at- vinnulífið og tryggja öllum lands- mörinum næga atvinnu, en það verður best gert með þriðja mark- miðinu, sem er að draga svo úr hraða verðbólgunnar, að hún lækki í um 40% á árinu 1981. Þetta síðast talda atriði segir okkur, svo ekki verður um villst, að enn hefur að- eins fyrsta skrefið verið stigið og áfram verður að halda. Sá árangur sem hlýst af áramótaaðgerðunum og framhaldi þeirra dugaraðeins til að bægja frá þeirri holskeflu sem við blasti, en verðbólguhraðinn er eftir seni áður um 50%. Við það verður ekki unað og hefur ríkis- stjórnin því sett sér það mark, að koma verðbólgunni i 40% á þessu ári, eins og áður er getið, og síðan niður á svipað stig og í heistu við- skiptalöndum okkar. Þetta veit ég að þjóðin er sammála ríkisstjórn- inni um. Vaxtafrádráttur Ýmis önnur atriði eru í efna- hagsáætluninni sem miða að því að glíma við verðbólguna og létta .undir með einstaklingnum, sem vissulega þarf að taka þátt í barátt- unni og taka á sig byrðar, eigi ár- angurað nást. Hert verðstöðvun, til að koma í veg fyrir sjálfvirkar og ónauðsynlegar hækkanir, seni jafnfranit ætti að hvelja til aukinn- ar hagræðingar og sparnaðar í rekstri fyrirtækja og stofnana, er eitt alriðið. Annað atriði er skatta- lækkun, sem svarar til eins og hálfs prósents í kaupmætti lægri og meðallauna. Þá segir að vegna íbúðabygginga og kaupa skuli stefnt að því að brevta skammtímalánum og lausaskuld- um í föst lán til lengri tírna. Mikið riður á að vel takist til við fram- (Framhald á bls. 7). Hér fer að lokum spá Leikir 7. febrúar 1981. Birmingham - Brighton . . Coventry - Wolves ..... Everton - Aston Villa .... Leicester - Man. United .. Man. City - Nott’m Forest Middlesbro - Sunderland . Southampton - Norwich . Stoke - Arsenal ....... Tottenhanr - Leeds..... W.B.A. - Liverpool..... Luton - Blackburn ..... Notts County - Swansea . . maður vikunnar Spámaður vikunnar er að þessu sinni Ragnar Þorvaldsson. í stuttu viðtali sem íþróttasíðan átti við hann kom fram að Ragnar er mikill Man. City að- dáandi og að hans uppáhalds leikmaður er að sjálfsögðu markvörðurinn Joe Corrigan. Ragnar sagðist vera mjög ánægður með John Bond, framkvæmdastjóra Man. City, og væri það greinilegt að liðið væri á réttri leið undir stjórn hans. Ragnar sagði það þó vera skoðun sína að Ipswich myndi verða Englandsmeistari þegar upp væri staðið í vor. Stórsvigs- mót í Hlíðar- fjalli Uni helgina fer fram í Hlíðar- fjalli stórsvigsmót KA. Keppni í 7 ára flokki drengja og stúlkna hefst kl. 11.30 í Hjallabraut. Á sania tíma verður keppt i 10 ára flokki, og fer sú keppni fram í Strompbraut. Keppni hefst í 13-14 ára flokki drengja kl. 14. Á sunnudaginn hefst keppnin kl. 11.30 í 13-15 ára flokki stúlkna og 15-16 ára flokki drengja. Að lokum verð- urkeppt í karla og kvennaflokki kl. 14. Á sunnudag verður einungis keppt í Strompbraut. Æfingar að hefjast Eins og komið hefur fram hér á íþróttasíðunni hafa bæði lið Þórs og K.A. ráðið þjálfara fyrir sína meistaraflokka í knattspyrnu. Árni Njálsson hefur verið ráðinn til Þórs en Skotinn Alex Willoughby hefur verið ráðinn til að sjá um meistaraflokk K.A. í viðtali við Karl Lárusson formann knattspyrnudeildar Þórs, sagði hann að Árni Njáls- son yrði á Akureyri um hverja helgi fram að páskurn og einnig ætti hann að vera hér um alla páskana. Ekki er afráðið hver mun sjá um þjálfun liðsins þá daga sem Árni er ekki í bænum. sagði Karl að lokum. Þjálfari K.A.. Alex Willoughby, mun koma til landsins i byrjun mars og taka þá við þjálfun liðsins. En Magnús Ólafsson mun sjá uni þjálfun K.A. manna þar til Alex keniur. Stefnan á Evrópu í enska knattspyrnuritinu SHOOT birtist fyrir skömmu viðtal við knatt- spyrnuþjálfara K.A., Alex Willoughby, sem er væntan- legur hingað til lands í byrjun næsta mánaðar eins og áður hefur komið fram. Hér fer á eftir greinin í lauslegri þýðingu. Fyrrum leikmaður Rangers og Aberdeen, Alex Willoughby, naut mikillar velgengni seni leikmaður, en nú nýtur hann viðurkenningar sem þjálfari hjá íslenska liðinu K.A. Sitt fyrsta tímabil við stjórn leiddi Alex liðið til sigurs í annarri deild og náði liðið 31 stigi af 36 mögu- legum. Alex hefur nú sett stefn- una á Evrópu. „Ég var með mjög erfiðar æfingar og krafðist mikils aga af leikmönnum niínum og þeir brugðust allir nijög vel við." sagði hann. „Ég ætla ekki í fyrstu deild aðeins til að staðna þar, með mína fortíð hlýt ég að fara af stað til að vinna allt. Ef ég get styrkt lið niitt með tveim til þreniur sterkum leikniönn- um, þegar keppnistímabilið hefst í niars n.k. get ég ekki séð neitt sem er því til fyrirstöðu að við verðuni nógu ofarlega i deildinni til þess að komasl í U.E.F.A. keppnina." Alex var i tvö ár með fyrrver- andi leikmönnum frá Rangers hjá Hong Kong Rangers áður en hann fór til Johannesburg Rangers í Suður-Afríku. Síðan var hann með Engelwood Kiev frá Ástralíu. En velgengnin á síðasta keppnistimabili rneð liðið á Akureyri hefur gert frani- kvæmdastjórum á Bretlandi það Ijóst að Alex Willoughbv er á réttri leið með lið sitt. Karfa um helgina Á föstudagskvöldið kl. 20 leikur Skallagrímur í Borgarnesi viö Þór i Skenimunni. Sömu lið leika sainan í Skenimunni á laugardaginn kl. 15. Þetta eru sídustu leikir Þórs i deildinni hér á Akurevri. DAGUR•5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.