Dagur - 10.02.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 10.02.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 10. febrúar 1981 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^m 11. tölublað HBHHHBHBBBBBHHBHHBBBHBHHHHÍ DALVIK MIKIÐÁTAKI HAFNARMÁLUM Fjárveitingar ríkisins til hafnár- framkvæmda á Dalvík á þessu ári, að meðtöldu „halafé“ vegna framkvæmda 1980, munu nema 155 millj. gkr. Samkvæmt upp- lýsingum hafnarmálastjóra er reiknað með að ofangreind fjár- veiting nægi til að reka niður 60 metra langt stálþil á Norður- Stöðvast togararnir? Allir togarar Útgerðarfélags Akureyringa eru nú við veið- ar, en Sléttbakur kemur á miðvikudag eða fimmtudag og stöðvast þá vegna verk- falls vélstjóra og loftskeyta- rnanna, verði ekki búið að semja. Þá er gert ráð fyrir að Kaldbakur stöðvist á mánu- dag í næstu viku og síðan Sólbakur og Harðbakur um eða upp úr miðri vikunni. Svalbakur verður væntanlega síðastur til að stöðvast vegna verkfallsins, en hann fór út að- eins tveimur tímum áður en verkfallið hófst, þ.e. kl. 22 á sunnudagskvöld. Hann hafði verið kallaður inn til löndunar þegar hann var hálfnaður í veiðiferð. Fjórir togarar Ú.A. lönduðu í síðustu viku, samtals milli 7 og 8 hundruð lestum. Kaldbakur í Slipp. Mynd: H.Sv. garð með kanti, pollum og dekkjum. Kristján Ólafsson, útibússtjóri á Dalvík, sagði að framkvæmdir við stálþilið hæfust væntanlega fyrri hluta þessa árs. Hann sagði jafn- framt að þessi framkvæmd hefði verið á óskalista Dalvíkinga í mörg ár, en þegar henni er lokið verður hægt að landa beint úr togurunum í fiskmóttöku frystihússins. Um leið verður hægt að taka t.d. í notkun lyftara og fleiri slík hjálpartæki. Á síðasta ári var dýpkað í höfn- inni á Dalvík svo þegar framan- greindri framkvæmd lýkur verður gott fyrir skip að athafna sig Búnaðarfélag Svarfdæla 100 ára í byrjun mars stendur til að halda upp á 100 ára afmæli Búnaðarfélags Svarfdæla, en þann 7. þess mánaðar verður kaffidrykkja í þinghúsinu Grund og þar verður rakin saga félagsins og heimamenn munu flytja gamanmál Núverandi formaður félagsins er Jóhann Ólafsson, Ytra-Hvarfi, Þórarinn Jónsson á Bakka er gjald- keri og ritari er Gunnar Jónsson, Brekku. „Félagið hefur mikið starfað að búnaðarntálum hér um slóðir,“ sagði Jóhann Ólafsson í stuttu spjalli við Dag. „Á síðari árum hefur félagið frekar þjónað sem nokkurskonar stéttarsamtök, en á því leikur enginn vafi að félagið hefur verið bændum í Svarfaðardal til mikil gagns.“ „Bíiís“ á Mývatnssveit 9. fehrúar. í vetur hafa menn stundað neta- veiðar töluvert og sumir hafa veitt allvel. Nú fær hver og einn veiðiréttarhafi úthlutað kvóta, en þetta er ný aðferð til að tak- marka veiðarnar í vatninu. Veiðitímabilinu er skipt í tvennt og er fyrri hlutinn til loka maí. Svo vel hefur veiðst í vatninu að þess Nýi togarinn rennur út í sjó. Mynd: H.Sv. Nýr togari sjósettur hjá Slippstöðinni h.f. Á laugardag var nýr skuttogari sjósettur í Slippstöðinni h.f. á Akureyri. Hlaut hann nafnið Kolbeinsey ÞH-10 og er í eigu Útgerðarfélagsins Höfða h.f. á Húsavík. Nýja skipið er mjög glæsilegt og að öllu leyti hannað af starfsmönnum tæknideildar Slippstöðvarinnar. Það er 47,8 metrar á lengd og 9,7 metrar á breidd. Skipið er búið til veiða með botnvörpu og flotvörpu og hefur eina kælilest, sem er 460 m’ að rúmmáli og rúmast þar 3900 fiskikassar. Véla- og tækjabúnaður skipsins Mývatni eru dæmi að menn hafi fyllt sinn kvóta, fyrir fyrrihlutann, á einni viku. Þetta finnst mönnum benda til þess að sé meira í vatninu af sil- ungi en sérfræðingar hafa álitið og rætt hefur verið um að endurskoða kvótann eftir nokkrar vikur. Nú er Mývatn ísilagt, er kominn ,,bílís“ eins og við köllum ísinn stundum þegar hann er „bílheldur". J.I. er mjög fullkominn. Aðalvél er 1800 hestafla MaK og brennir hún svartolíu. íbúðir eru fyrir 17 menn í 6 tveggja manna klefum og 5 eins manns klefum. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið á veiðar í apríl-maí. Skipið kostar fullbúið 38-40 milljónir króna, eða 3,8-4 milljarða gkr. Gunnar Ragnars sagði í viðtali við Dag, að smíði skipsins hefði gengið samkvæmt áætlun. Hann sagði að þetta væri fyrsta nýsmíðin sem byggð væri nteð afkasta- hvetjandi launakerfi, sem verið er að þróa í Slippstöðinni, og virtist það ætla að reynast vel. Hefði komið í ljós afgerandi framleiðni- aukning og ætti það að gera Slippstöðina betur í stakk búna til að mæta samkeppni t.d. frá er- lendum skipasmíðastöðvum. Næsta verkefni í nýsmíði er tog- ari fyrir Skagstrendinga og er gert ráð fyrir að það taki árið að fullgera hann. Að öðru leyti er óvissa með nýsmíðaverkefni og nokkur sam- dráttur hefur verið í viðgerðum, að sögn Gunnars Ragnars. Hann bætti því við, að Slippstöðin hefði boðið í breyting- ar á Þórshafnartogaranum, sem væntanlegur er, en einnig buðu í það verk norskir aðilar. Slippstöðin var með lægra tilboð og sagðist Gunnar vonast til þess að þeir fengju þetta verkefni, sem gæti þá væntanlega hafist í næsta mánuði. Djúpt á fast Fyrir nokkrum dögum tóku starfsmenn Vegagerðar rík- isins jarðvegssýni við Eyja- fjarðará, á þeim slóðum þar sem rætt hefur verið um að byggja brú yfir ána. Sýnin voru send til Reykjavíkur til nánari athugunar og niður- staða hefur ekki borist enn til Akureyrar. Jarðvegssýni voru tekin á þremur stöðum austan ár. en ekki var talin ástæða til að at- huga jarðveg vestan árinnar. Samkvæmt þeim upplýsingunt sem DAGUR aflaði sér í gær lýst starfsmönnum V.r. þung- lega á að byggja brú yfir ána á þeim stað sem mest hefur verið rætt um, því undir sé ekkert nema leðja. Blönduvirkjun andvana fædd? Sérfræðingar í orkumálum hafa nú lagt mat á þær breytingatil- lögur sem Páll Pétursson hefur lagt til í sambandi við tilhögun virkjunar við Biöndu. Að mati Kristjáns Jónssonar, rafmagns- veitustjóra ríkisins, er virkjun- armöguleikinn sem Páll bendir á um 30% dýrari en sá kostur, sem hingað til hefur mest verið rætt um. Þessi 30% kostnaðaraukn- ing nemur um 22 milljörðum króna, að sögn rafmagnsveitu- stjóra. Þessi tilhögun virkjunar sem Páll ræðir um, var til umræðu á fundi á Blönduósi í síðustu viku janúar og kom þar fram sú skoðun að þessi tilhögun væri næsta óhugsandi vegna kostnaðar og að stofn- kostnaður hljóti að ráða varðandi val á virkjunum. Haft er eftir Jakobi Björnssyni í einu Reykjavíkurblaðanna fyrir helgi, að ekki muni þurfa miklar tilfærslur á tilhögun Blöndu- virkjunar, til þess að hún yrði ekki lengur sú hagkvæmasta. Væri ekki hægt að útiloka að þær tilfærslur sem þarna væru lagðar til, yrðu til þess að gera virkjunarkostinn við Blöndu umdeilanlegan gagnvart öðrum. í sömu blaðagrein sagði Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, að hann væri ein- dregið þeirrar skoðunar að næst yrði virkjað við Sultartanga, en hvorki við Blöndu né á Fljótsdal. Svo virðist því sem tillögur Páls Péturssonar fái ekki mikinn hljóm- grunn rneðal helstu embættis- manna orkumála, en Páll sagði í viðtali við Dag í síðustu viku: „Okkar samþykki er bundið þessari tilhögun. Við höfum aldrei Ijáð máls á því að eyðileggja 60 km2 gróins lands og ég tel að sú hug- mynd hafi verið andvana fædd.“ Verður af þessu vart annað séð, en breytingatillaga Páls sé „andvana fædd," miðað við þessi ummæli rafveitustjóra og orkumálastjóra, eða svo gott sem. Eins og Dagur greindi frá í síð- ustu viku, gerir tillaga Páls ráð fyrir að stíflað verði við Sandárhöfða í stað Reftjarnarbungu. vatnið verði geymt i kvos meðfram Blöndu og stíflugarðar byggðir í þeint tilgangi. Verja á Galtarárflóa og Langaflóa og um helmingi minna af grónu landi á að fara undir vatn. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.