Dagur - 10.02.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 10.02.1981, Blaðsíða 6
Norðurlands auglýsir til sölu: Daihatsu Charade. Árgerð 79, ekinn 18 þúsund km. Verð: kr. 55.000. Kjör: Sem mest út — skipti. Volvo 264 Grand Luxe. Árgerð ’78, ekinn 36 þúsund km. Verð: kr. 100.000. Kjör: Samkomulag — skipti á ódýrari. ATH. Bíll í sérflokki að öllu leiti. Sem nýr að utan sem innan. Daihatsu Charmant. Árgerð 79, ekinn 23 þúsund km. Verð: kr. 55.000. Kjör: Samkomulag — skipti á dýrari. Ford Fiesta 110 L. Árgerð 79, ekinn 12. þúsund km. Verð: 60.000. Kjör: Skipti á Bronco árgerð 74 eða nýrri, helst 8 cyl. sjálfskiptum. ATH. Bifreiðin er í algjörum sérflokki hvað útlit og úttjúnað varðar. Topp bíll. Ford Granada. 2ja dyra, 6 cyl sjálfskiptur árgerð 76. Verð: kr. 70.000. Kjör: sem mest út — skipti á ódýrari + pen. ATH. Mjög fallegur bíll. Range Rover. Árgerð 73. Verð: 65.000. Kjör: Sem mest út. Bein sala. Comet Custom. 6 cyl, sjálf- skiptur. Vökvastýri, 4ra dyra árgerð 74. Verð: 35.000. Kjör: Sem mest út. Bein sala. Lanser. 4ra dyra, árgeró 74, ekinn 73 þúsund km. Verð: 25.000. Kjör: Samkomulag — skipti á ódýrari. Ford Cortina 1600 L Decor. 2ja dyra árgerð 74. Verð: 27.000. Kjör: Samkomulag — skipti á ódýrara. ATH. Nýtt lakk, falleg- urbíll og lítið ekinn. Lanser 1400. 4ra dyra, árgerð '80, ekinn 10 þúsund km. Verð: 78.000. Kjör: Sem mest út — bein sala. Peugeot 504 GL. Sjálfskiptur árgerð '74. Verð: 35.000. Kjör: Samkomuiag — skipti. Toyota Corolia Hard top k-30. Árgerð 77, ekinn 47 þúsund km. Verð: 50.000. Kjör: Sem mest út — skipti á nýrri bíl. Blazer K-5. 6 cyl. beinskiptur árgerð 71, ekinn 106 þúsund km. Verð: 38.000. Kjör: Sam- komulag — skipti. Einnig eigum við til sölu úrval annara bíla, á verði og kjörum sem flestir geta ráðið við. Þá eigum við til sölu ódýra bíla sem borga má með víxlum, svo sem: Moskvits árgerð 72, á krónur 6000. Dodge Dart Swinger árgerð 71, ákr. 13.000. Rambler Am. árgerð 64, á kr. 12.000. Willis árgerð 46, á kr. 7000. Willis árgerð 46, á kr. 6000. Willis árgerð 46, á kr. 11.000. Skoda árgerð 70, á kr. 4000. Rambler.SST 8 cyl. á kr. 20.000. Allar frekari upplýsingar gefa sölumenn á staðnum og í síma 21213. Hringið og látið skrá bílinn ung- an sem gamlan og við seijum hann. Bílasala Norðurlands Hafnarstræti 86 Sími 21213. Ráðherra vísar á bug aðdróttunum Vegna ályktunar Kvenréttinda- félags Islands frá 3. þ. m. um veit- ingu mína á embætti prófessors í ónæmisfræði við Háskóla íslands vil ég taka eftirfarandi fram: 1. Ég vísa á bug aðdróttun sem í ályktuninni felst að ég hafi látið kynferðisfordóma ráða vali mínu milli umsækjenda um embættið. Ákvörðun mín var reist á mati á starfshæfni um- sækjenda skv. fyrirliggjandi gögnum. 2. Það gefur ranga mynd af efni þessa máls að segja að ég hafi snið- gengið umsækjanda sem umsagnarað- ilar mátu hœfastan til starfa. Hið rétta er aðdómnefnd um hæfi umsækjenda mat báða hcefa til prófessorsstarfsins. I dómnefndaráliti er ekki gert upp á milli umsækjendanna, dr. Helgu ögmunds- dóttur og Helga Valdimarssonar læknis. Ef átt er við niðurstöðu atkvæðagreiðslu í læknadeild, þá er þvi til að svara, að hún var ekki til neinnar leiðsagnar fyrir ráðherra, vegna þess hversu mjótt var á munum. Af öðrum aðgerðum innan læknadeildar sem mér eru kunnar. má ráða að leiðbeiningar úr þeirri átt voru lítils virði fyrir ráðherra. Ég tel mig ekki eiga sökótt við læknadeild í þessu máli, hvað þá Kvenréttindafélag Islands. Ég hef mikla samúð með baráttu félagsins fyrir jafnrétti kynjanna. Þess vegna vara ég félagið við að nota hvatvíslegar ásakanir sem baráttuaðferð fyrir góðum málstað. Afrit af bréfi þessu verður sent fjöl- miðlum og Jafnréttisráði. Ingvar Gíslason. Um síðustu helgi var blaðburðarbörnum Dags, og gestum þeirra, boðið á kvikmyndasýn- ingu i Borgarbíói. Hér er barnahópurinn á sviði Borgarbíós. Mynd: á.þ. Nú vilja menn salta og hengja Á Dalvík er búið að úthluta lóðum undir þrjú fiskverkunarhús. Það eru eigendur Ránar h/f, sem gerir út Sæljón EA, eigendur Stefáns Rögnvaldssonar h/f, sem reka samnefndan bát og eigendur Blika h/f, sem gera út samnefndan bát, sem ætla að fara að byggja fisk- verkunarhús. Lóðirnar eru allar við Ránarbraut. Útgerðarmennirnir hafa í hyggju að salta og hengja upp, en samkvæmt síðustu fréttum er sæmilegt upp úr því að hafa. I.O.O.F.Rb2=1302118'/2=911 Lionskiúbbur Akureyrar fundur í Sjálfstæði^húsinu fimmtu- daginn 12. febr. kl. 12.15. Kvenfélagið Baldursbrá, heldur aðalfund sinn í Glerárskóla laugardaginn 14. febr. kl. 2.00 e.h. Mætið vel. Stjórnin. Styrktarfélag vangefinna, kvennadeild. Aðalfundur verður haldinn á Sólborg miðvikudaginn 11. febr. kl. 8.30 e.h. Stjórnin. SÁMKÖMUR Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 15. febr. sunnudaga- skóli kl. II. Öll börn vel- koniin. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður María Rein- holtsen. Allir velkomnir. Bibliulestur hvern fimmtu- dag kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 15. febrúar kl. 13,30 sunnudagaskóli fyrir börn ogkl. 17 fjölskyldusamkoma þar sem yngri liðsmennirnir tíika þátt með söng o.fl. Allir velkomnir. Mánudaginn 16. febr. kl. 16 er heimilissam- bandið og kl. 20,30 hjálpar- flokkar. Allar konur vel- komnar. Athugið að barna- vikan byrjar mánudaginn 16/2. Akureyrarkirkja. Messað ' n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Nýju vikna fastan hefst. Prófessor Duncan B. Forrester guð- fræðideild Edinborgarhá- skóla predikar. Ræða hans verður þýdd á íslensku. Sálmar nr. 26, 35, 288, 74, 41. P.S. Kl. 5 síðdegis verður umræðufundur með pró- fessornum að Hótel Varð- borg. Þeir Akureyringar sem hefðu áhuga á að taka þátt í að vera á fundinum gefi sig fram við sóknarprestinn. □ RÚN 59812117 — Frl. ^JAFIROGÁhIiT11™ Páll Kristjánsson, fræðimaður, færði Héraðsskjalasafni Svarfdæla nýlega að gjöf gkr. 100.000,00 til kaupa á lesfilmum. Héraðsskjalasafn Svarfdæla. Þess skal getið að gjafir til Héraðsskjalasafns Svarf- dæla eru undanþegnar skatti. Gjafir til Kaupangskirkju: Frá Gerði Árnadóttur og Tryggva Signiundssyni kr. 200,00 (nýkr.). Frá N.N. kr. 50,00. Frá N.N. kr. 50,00. Frá N.N. kr. 100,00. Bestu þakkir. Bjartmar Kristjáns- son. Eftirtaldar gjafir hafa borist Kristniboðsfélagi kvenna Akureyri til Sambands ís- lenskra kristniboða í nóv., des. 1980. Frá einstakling- um: Í.S. kr. 25,00. Margréti Unni kr. 1000. Þ.H. kr. 5.000. Ó.Ó. kr. 10.000. G.J. frá Birnustöðum kr. 10,000. E.G. frá Akranesi kr. 10,000. M.J. kr. 5,000. A og R kr. 10,000. N.N. kr. 6,500. R.H. kr. 2,000. G.H. kr. 10,000. A.S. kr. 5,000. A. og G. kr. 101,195. Þ.S. kr. 50,000. J.E. kr. 29,400. I.J. kr. 12,000. S.Z. kr. 10,000. Aðrar tekjur á árinu: Árstillög kr. 17,500. Fórnarsarukomur kr. 582,500. Sunnudagaskólinn kr. 16,236. K.F.U.K. y.d. Lundarskóla kr. 92,045. Glerárskóla kr. 10,620. Zíon kr. 30,440. K.F.U.M. y.d. Lundarskóla kr. 3,157. K.F.U.M. og K. fyrir barna- gæslu í Zíon kr. 123,200. Kristniboðsbaukar kr. 28,370. Innkomið á furtdum kr. 59,800. Basar kr. 770,985. Akurliljukonur Reykjavík kr. 142,500. Minningargjafir um Gíslínu Friðriksdóttur kr. 227,000. Um Guðnýju Helgadóttur kr. 50,000. Um Gunnar Sigurjónsson kr. 550.000. Aðrar minningar- gjafir kr. 10,000. Sent í sam- bandssjóð kr. 4,000,000. Þökkum innilega allar gjafir á árinu. Biðjum Guðs bless- unar öllum gefendum. Kristniboðsfélag kvenna. S. Zakaríasd. (gjaldkeri). AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, frá Gilsá, lést 7. þ. m. Útförin verður gerð frá Saurbæjarkirkju, laugar- daginn 14. þ. m. kl. 2.00 e.h. Blóm afþökkuð. Fyrir hönd vanda- manna. Jón Ólafsson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓREY STEINÞÓRSDÓTTIR, Ránargötu 31, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 13,30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn SIGURBJÖRN YNGVI ÞÓRISSON, vélstjóri, Hríseyjargötu 19, Akureyri, sem lést 5. febrúar verður jarðsunginn frá Möðruvöllum í Hörgárdal, föstudaginn 13. febrúar kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir hönd vandamanna, Brynhildur Arnaldsdóttir. Sérfargjöld fyrir aldraða Frá og með í. febrúar tóku Flugleiðir upp ný sérfargjöld fyrir aldraða á innanlandsleið- um félagsins. Sérfargjöldin eru 50% ódýrari en venjuleg fargjöld og gildir þessi afsláttur hvort heldur tekinn er tvímiði eða að- eins miði aðra leiðina. Þessi fargjöld gilda aðeins á miðvikudögum og laugardögum og aðeins fyrir þá sem orðnir eru 67 ára eða eldri. Þá er tekið fram í reglum um þessi nýju sérfargjöld að farmiði gildi í sex mánuði. Sé ófært til flugs miðvikudag eða laugardag gildir miðinn næsta dag sem fært er. Með þessu nýja sérfargjaldi fyrir aldraða vilja Flugleiðir koma til móts við mikinn fjölda fólks sem náð hefur 67 ára aldri. Mikill hluti fólks á þeim aldri hefur að verulegu leyti hætt þátttöku í atvinnulífinu og hefur rúman tíma. Þessi nýju sérfargjöld Flugleiða ættu að auð- velda þessum aldursflokki ferðalög og þar á meðal heimsóknir til ætt- ingja og vina. Með þessum nýju sérfargjöldum Flugleiða fyrir aldraða verður veruleg breyting. Sérfargjöld fyrir þennan aldurshóp hafa verið í gildi mörg undanfarin ár en afsláttur frá venjulegu fargjalði nam þá aðeins 15 af hundraði. Hér er hins vegar um helmingsafslátt að ræða og er það von félagsins að margir geti notað sér þessi kjör. (pob) >=< Kaupum hreinar >2< léreftstuskur (POD) ^ Prentverk Odds Björnssonar h.f. ^POD) Tryggvabraut 18-20 - Sími 22500 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.