Dagur - 12.02.1981, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
) SIGTRYGGUR & PÉTUR
1AKUREYRI
KodaK
Orkustofnun
Stóriðja öðru hvoru
megin Hörgáiósa
„Athuganir leiddu í Ijós að út frá
sjónarmiðum um landnýtingu
virðist staðsetning meiriháttar
iðnaðar við Eyjafjörð helst
koma til greina á strand-
lengjunni við vestanverðan
fjörðinn, rétt norður eða suður
af Hörgárósum.“ Þannig segir í
skýrslu Orkustofnunar og iðju-
svæði og iandnýtingu við Eyja-
fjörð, sem gefin var út í október í
fyrra. Skýrslan byggir á könn-
unum á ætluðum áhrifum land-
nýtingar á staðarval fyrir orku-
frekan iðnað og á hvern hátt sú
landnýting sem fyrir er getur
haft takmarkandi áhrif á stað-
arvalið.
Þar sem þessi mál hafa verið
SAMNINGUM
BREYTT HJÁ
KÍSILIÐJUNNI
Mývatnssveit 11. febrúar. febrúar.
Nýgerðir kjarasamningar
starfsmanna Kísiliðjunnar taka
gildi 16. þessa mánaðar, en þeir
eru í samræmi við kjara-
samninga starfsmanna á
Grundartanga.
Helsta nýmæli þessara samninga
er veruleg stytting vinnutíma.
Vegna þessa þarf nú að fjölga
starfsmönnum við verksmiðjuna
um fjóra.
Horfur eru á að sala fyrstu þrjá
mánuði þessa árs verði fremur treg
eins og undanfarið, en menn gera
sér vonir um að eitthvað muni úr
rætast með vorinu. Engin sérstök
framkvæmdaáform eru uppi hjá
Kísiliðjunni að sögn Hákonar
Björnssonar, framkvæmdastjóra.
J.I.
mjög til umræðu undanfarið m.a. í
bæjarstjórn Akureyrar, er fróðlegt
að athuga hvað stendur í þessari
skýrslu og fer það hér á eftir:,
Mælingar sýna að rúmlega 80%
af undirlendi við Eyjafjörð er gróið
land og þar af er um fjórðungur
undirlendis ræktaður. Hlutfall
ræktaðs lands er hæst á Svalbarðs-
strönd, eða um 44%, en lægst 19% í
Grýtubakkahreppi. Byggð er um
6% athugunarsvæðis og hún er
þéttust kringum Akureyri og út
með firðinum að vestan. Við aust-
anverðan fjörðinn er byggð mun
strjálli, enda er stór hluti austur-
strandarinnar í eyði. Af náttúru-
verndarsvæðum hefur aðeins frið-
land Svarfdæla verið friðlýst að
lögum, en það land sem talið er
æskilegt að friðlýsa nær yfir tæp
17% athugunarsvæðisins. Á þessa
leið segir í ágripi af skýrslunni.
í niðurstöðum segir meðal ann-
ars að við Dalvík og undirlendið í
mynni Svarfaðardal henti illa til
stóriðju, á Árskógsströnd þekur
beitiland mikinn hluta sveitarinnar
og ræktað land um fjórðung undir-
lendis, sem auk snjóþyngsla gera
svæðið óhentugt. Utanverður
Hörgárdalurinn ásamt Gálma-
strönd og Kræklingahlíð virðist
einna helst koma til greina fyrir
staðsetningu stóriðju og er mælt
með frekari athugun á áhrifum
stóriðju, bæði á umhverfi og sam-
félag. Þéttbýli er of mikið við Ak-
ureyri og Svalbarðseyri og land-
rými takmarkað, sama er að segja
um Grenivík, auk þess sem eitt
merkasta votlendissvæði landsins
er í Höfðahverfi og vegalengdin frá
Akureyri orðin nokkuð mikil.
Þess má geta að höfundur
skýrslunnar er Sigríður Hauksdótt-
ir. Skýrslan er eins og áður gat,
gefin út af Orkustofnun, nánar til-
tekið raforkudeild.
Sunna Borg og Thcodór Júlíusson í hlutvcrkum sínum scm Rósa og inaður hcnnar,
Ólafur. Mynd: Páll A. Pálsson.
Skáld-Rósa:
Lánuðu
500 bækur
á dag
Útlán bóka frá Amtbókasafninu
á Akureyri voru samtals 137.424
bindi og útlánadagar voru 275,
þannig að meðalútlán á dag voru
rétt tæplega 500 bindi á síðasta
ári. Þetta kemur m.a. fram í
ársskýrslu Amtbókasafnsins
fyrir 1980, sem nýlega er kontin
út.
Bókakostur heimlánadeildar var
í árslok 30.606 bindi og jókst um
1156 bindi á árinu. Afskrifuð voru
804 bindi, sem er óvenjumikið, en
stafar af þvi hve fáar bækur voru
afskrifaðar árið áður. Þess má geta
að lán á bókakössum til skipa og
stofnana voru 3.857 bindi og jókst
úr 2.957 bindum frá árinu áður.
Skráðir gestir á lestrarsal voru
samkvæmt gestabók 7.152 og var
aðsóknin mest í mars og nóvember.
Bókalán í lestrarsal voru 19.327
bindi. Heildarútlán safnsins voru
mest í janúar, febrúar og mars.
Gerð var tilraun til að hafa grafík
til láns á safninu og voru í því skyni
fengnar nokkrar grafíkmyndir frá
listlánadeild Norræna hússins.
Varð raunin sú að ástæða þykir til
að halda því áfrani.
Starfsmenn í fullu starfi auk
Lárusar Zophoníassonar, amts-
bókavarðar. voru fimm, tveir í
hálfu starfi og einn í fjórðungs-
starfi.
FRUMSÝNING IKVÖLD
í kvöld frumsýnir Leikfélag Ak-
ureyrar leikritið Skáld-Rósu
eftir Birgi Sigurðsson. Leik-
stjóri er Jill Brook Árnason,
leikmynd hefur Steinþót Sig-
urðsson gert og Freygerður
Magnúsdóttir sér um búninga.
Hlutverk í leikritinu eru 23 og
eru þau í höndum 17 leikara.
Fjárveitingavaldið á leikinn
Eins og fram hefur komið er
mjög mikill áhugi fjölmargra
aðila á að fá brú yfir Eyjafjarð-
ará hjá Hrafnagili. Enn hafa
engar ákvarðanir verið teknar,
en margt bendir til að bygging
brúarinnar muni ná fram að
ganga. Ef þessi brú verður að
veruleika mun rætast margra
áratuga gamall draumur íbúa í
hreppunum framan við Akur-
eyri.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
korti er gert ráð fyrir því að vegur-
inn beygi í vestur skammt sunnan
við Laugalandsskóla og að brúin
komi skammt sunnan við Hrafna-
gilsskóla. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem blaðið fékk í gær eru
starfsmenn V.r. búnir að fullhanna
veginn og brúarhönnunin er langt
komin. Það er því fjárveitingavald-
ið sem á næsta leik, en ekkert er því
til fyrirstöðu að brúin verði byggð á
þeim slóðum sem rætt hefur verið
um.
Vegurinn frá Eyjafjarðarárbraut
vestari að Eyjafjarðarárbraut eystri
er 2.140 metra langur. Áætlaður
kostnaður við vegagerðina er 1,8
milljónir, en áætlaður kostnaður
við brúna er 5,2 milljónir. Brúin er
rúmir fjórir metrar á breidd og
lengd hennar er áætluð 137 metrar.
Brúin yrði í fimm höfum, stálbita-
brú með steyptu gólfi.
Nokkurs misskilnings gætti í
frétt DAGS í síðasta tölublaði þeg-
ar sagt var frá jarðvegssýnishorn-
um og fyrirhuguðu brúarstæði.
Jarðvegurinn á brúarstæðinu er
þéttur og vel nothæfur, en hins
vegar er austasti hluti flatlendisins
austan ár blautur og fyrirsjáanlegt
að vegurinn á þeim slóðum mun
síga mikið á um 500 m. löngum
kafla.
Með hlutverk Rósu fer Sunna
Borg með önnur lielstu hlutverk
fara Gestur E. Jónasson,
Guðmundur Sæmundsson, The-
odór Júlíusson, Þuríður Schi-
öth, Heimir Ingimarsson og
Þórey Aðalsteinsdóttir.
Um leikritið Skáld-Rósu og höf-
und þess segir Sigurður A.
Magnússon: Með Skáld-Rósu fær-
ist Birgir Sigurðsson meira í fang en
með fyrri verkum sínum, því það
getur varla talist á meðfæri annarra
en þjálfaðra og þroskaðra höfunda
að taka til leikrænnar krufningar
persónur á borð við Vatnsenda-
Rósu og Natan Ketilsson, sem
löngu eru orðnar þjóðsagnaper-
sónur á Islandi og standa þjóðinni
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Það er til marks um þroska og
skáldgáfu höfundarins að hann
kemst mætavel frá þeirri raun og
skapar heilsteypt listaverk með
skáldlegum tilþrifum og mörgum
minnisverðum persónum.
í þessu leikriti eru okkur leiddar
fyrir sjónir aðstæður örbirgðasam-
félagsins á öndverðri nítjándu öld.
sem voru ekki síður til þess fallnar
að afskræma mannlífið og mann-
eskjuna, en gerist í okkar nýrika
þjóðfélagi.
Snjóflóð
á Húsavík
Á cllefta tímanum í gærkvöldi
féll snjóflóð á tnilli skíðalyft-
anna í fjallinu fyrir ofan Húsa-
vík.
Talið er að breidd snjóflöðsins sé
tæpir 300 metrar. Allmargt fólk
hafði skömmu áður átt leið um
svæðið þar sem snjóflóðið féll.
Engan sakaði og ekkert tjón varð á
mannvirkjum.
Ishrafl við Grímsey
Sjómenn á netabátum frá
Grímsey urðu varir við ishrafl
á miðunum s.l. sunnudag.
Sumir færðu trossurnar, en
aðrir tóku þær allar upp. í
fyrradag var gott veður og
náðu menn að fara og vitja um.
Að sögn fréttaritara DAGS í
Grímsey reyndist aflinn góður,
enda er það oft svo að góður
afli fylgir hafís.
I gær var suðaustan hvassviðri
og snjókoma í Grímsey og voru
menn að vona að hafísinn svifaði
eitthvað frá eynni. Fréttaritarinn
sagði einnig að samkvæmt
upplýsingum frá Landhelgis-
gæslunni hefði ísbrúnin verið 12
til 15 sjómílur frá Grímsey s.l.
þriðjudag.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167- RITSTJÓRN: 24166 OG 23207