Dagur - 12.02.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.1981, Blaðsíða 6
Stuðningsyfirlýsing til fóstra á Akureyri Dagana 7. 8. og 9. febrúar héldu fóstrur alis staðar að af landinu kjaramálaráðstefnu í húsi B.S.R.B. að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Markmið ráðstefn- unnar var að ræða og samræma starfshætti varðandi kjaramál fóstra og stöðu þeirra innan hinna ýmsu starfsmannafélaga, en sem kunnugt er hefur Fóstrufélag íslands ekki sjálf- stæðan samningsrétt. Fjallað var um starfssemi B.S.R.B. og aðildarfélaga þess í kjara- baráttu fóstra fyrr og nú og rætt um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Á ráðstefnunni var samþykkt stuðningsyfirlýsing við fóstrur starfandi á Akureyri, og segir þar Kjaramálaráðstefna Fóstru- félags Islands haldin að Grettisgötu 89, dagana 7. 8. og 9. febrúar 1981, lýsir eindregnum stuðningi við kröfur fóstra á Akureyri. Ennfremur lýsir kjaramálaráð- stefnan stuðningi við þann mál- flutning fóstra á Akureyri að starfsheitið deildarfóstra sé óraun- hæft þar sem framtíðarstefnan hljóti að vera sú, að dagvistar- heimili séu eingöngu skipuð fag- lærðu starfsfólki, sem vinni hlið við hlið, við sömu störf, á sömu laun- um. Kjaramálaráðstefna Fóstrufélags íslands telur sig hafa vissu fyrir því að engin fóstra muni sækja fóstru- störf sem auglýst hafa verið laus til umsóknar. Þetta mun í reynd þýða að dagvistarheimili Akyreyrarbæj- ar verði óstarfhæf sbr. Lög um byggingu og rekstur dagvistar- heimila frá 1976/112. V. KAFLI 16.gr. en þarsegir: Forstöðumaður dagvistarheimilis og starfslið, er annast fósturstörf, skal hafa hlotið fósturmenntun, svo og þeir sem annast umsjón með dagvistar- heimilum á vegum rekstraraðila. Övenju góð veiði í Grímsey Það sem af er árinu hafa neta- bátar í Grímsey fengið tæp 300 tonn, sem er óvenjumikill afli á þessum árstíma. Þakka menn m.a. hafísnum þennan afia, sem hefur fengist á 5 báta, en þeir eru rösklega 10 tonn á stærð. Engin trilla er á sjó, en bátarnir fimm kafa veitt nægjanlcga mikið til þess að góð atvinna hefur verið í Grímsey. Björgvin bilar Aðfararnótt s.l. sunnudags bil- aði aðalvélin í Dalvíkurtogaran- um Björgvini. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, útihússtjóra á Dalvík, hefur bilunin í Björgvini í för með sér mun minni atvinnu á Dalvík en búist er við því að togarinn verði frá veiðum í 2 til 3 mánuði. Kristján sagði einnig að búist væri við því að aðalvélin í Björgvini væri allt að því ónýt. m.a. Fóstrur og starfsstúlkur I Lundarseli. Mynd: á.þ. Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Nýju vikna fastan hefst. Prófessor Duncan B. Forrester guð- fræðideild Edinborgarhá- skóla predikar. Ræða hans verður þýdd á íslensku. Sálmar nr. 26, 35, 288, 74, 41. P.S. Kl. 5 síðdegis verður umræðufundur með pró- fessornum að Hótel Varð- borg. Þeir Akureyringar sem hefðu áhuga á að taka þátt í að vera á fundinum gefi sig fram við sóknarprestinn. Hálsprestakall. Barnasamkoma á Hálsi n.k. sunnudag 15. febr. kl. 13.30. Æskulýðs- fundur að lokinni barna- samkomunni. Sóknarprest- ur. Í.O.G.T. stúkan Brynja. Þorra- fundur að Hótel Varðborg mánudaginn 16. febr. kl. 8.30. Snæddur verður þorramatur. Skemmtiatriði. Allir templafar veikomnir. Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síma 22600 á Hótel Varðborg fyrir laug- ardagskvöld. I.O.O.F. 2 — 1622138 Vi — 9 = II. Alþýðuflokksfólk bæjarmála- ráðsfundur verður mánu- daginn 16. febr. kl. 20.30 í Strandgötu 9. Stjórnin. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudag 12. biblíulestur kl. 8.30. Allir velkomnir. Sunnudagur 15. sunnudag- askóli kl. 11 f.h. og almenn samkoma kl. 5 e.h. Allir vel- komnir. Nýja bfó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Risakolkrabbinn. í kyrrlátri borg við strendur Kaliforníu getur margt óvænt gerst. íbúar eru fáir á bandarískan mælikvarða og rás atburða hefur ávallt ver- ið í svipuðu hlutfalli. Skyndilega gerast hryllilegir atburðir, svo hryllilegir, að mannleg skilningarvit geta enga skýringu gefið. Ung- bam hverfur úr kerru, sjómaður úr báti sínum og unglingspiltur af ástarfundi. Líkin, eða réttara sagt hræin finnast étin inn að beini og bergsogin. Hver er skýring- in? Ned Turner er einn þeirra er reyna að komast til botns í þessu máli. Robarts lögregluforingi er hræddur við uppþot og gróusögur. Fréttir af þessu hafa ekki borist til eyrna fjöldans. Því hefur ekkert verið gert til að stöðva siglingakeppni barna á flóanum. Myndin er bönnuð yngri en 12 ára. AUGLÝSIU! DEGl Borgarbfó sýnir í kvöld kl. 9 myndina „Ég elska flóð- hesta“ með þeim Bund Spencer og Trence Hill í að- alhlutverkum. Að vanda fara þeir félagar á kostum í myndinni. Tom hefur at- vinnu af að aka skemmti- ferðamönnum um veiði- lendur í grennd við heimili sitt, -— fara í safari með þeim — en hann hefur óbeit á því, hvað sumir eru gikkbráðir og veiðiglaðir. Slim er gam- all kunningi Toms en hefur þó ekki bjargfasta trú á heiðarleika hans eða að hann sé í rauninni vinur dýranna. Hann kemur því við og við og gerir Tom þá skráveifu að skjóta í hjól- barðana á bílnum, sem Tom notar til að aka um með veiðigestina. Sem betur fer geta þeir „vinirnir“ samein- ast um eitt en það er barátt- an við Ormond nokkum sem er mesti fantur og rekur eins konar heildverslun á sviði villidýraveiða. Kl. 11 sýnir bíóið æsispennandi hrollvekju er heitir Arfurinn með Katharine Ross og Sam Elliott í aðalhlutverkum. - 1 i ‘‘aj^L j Li i : \ ■ ■ VTV Sa Nýju innréttingarnar f Járn og glervörudeildinni. Ljósm.: G.P.K. Nýjar innréttingar Nýlega lauk framkvæmdum við breytingar í Járn- og glervöru- deild í Vöruhúsi K.E.A. Skipt var um innréttingar í deildinni og keyptar nýjar frá dönsku fyr- irtæki, sem er eitt fremsta á því sviði í Danmörku. Jám- og glervörudeildin er nú mun bjartari og skemmtilegri eftir þessar breytingar, auk þéss sem nýju innréttingarnar gera það auð- veldara fyrir viðskiptavininn að skoða vörurnar. Stefnt er að því að auka vöruval deildarinnar í búsá- höldum og gjafavörum, en deildin hefur söluumboð fyrir mjög vand- aðar og heimsþekktar vörur eins og t.d. A.E.G. og Bauckneckt. Ljósgjafinn sá um uppsetningu raflagna og Stefán Jónsson annað- ist málningu. Hafnarframkvæmdir og aukinn rækjukvóti Fyrir skömmu komu saman á Blönduósi hreppsnefndarmenn, nokkrir útgerðarmenn og hafn- ar- og atvinnumálanefnd. Á fundinum voru ítrekaðar fyrri samþykktir hreppsnefndar um að framkvæmdir við hafnar- mannvirki á Blönduósi yrðu hafnar á þessu ári, en nú liggur fyrir að hægt verði að fá u.þ.b. 1 milljón nýkróna til að fram- kvæma fyrir í höfninni. Á fundinum var einnig rætt um fyrirhugaða fiskvinnslu á Blönduósi. Til þessa hefur Sæ- rún h/f verið með rækjuvinnslu og nú er verið að gera fyrirtækið þannig úr garði að hægt verði að vera þar með fiskvinnslu. Nú er verið að ræða við forráðamenn Skagstrend- ings h/f um hugsanleg kaup á fiski frá þeim. Skipting rækjukvótans í Húna- flóa var einnig til umræðu. Ibúum á Blönduósi hefur þótt þeir vera af- skiptir þegar rækukvótinn er ann- ars vegar og var samþykkt á fund- inum að skora á sjávarútvegsráð- herra að taka til endurskoðunar skiptingu á aflakvóta vegna rækju- veiða í Húnaflóa, þannig að hlutur Blönduósinga verði aukinn. í dag fá þeir 10% rækjunnar sem kemur á land. Jafnframt var skorað á Haf- rannsóknarstofnunina að auka rannsóknir á rækju og hörpudiski á miðunum í Húnaflóa og Skaga- firði. Að sögn sveitarstjórans á Blönduósi, Eyþórs Elíassonar, gerði atvinnumálanefndin könnun á atvinnuástandi og horfum meðal fyrirtækja á Blönduósi og þar kom frani að nú er um tímabundna deyfð að ræða. Hins vegar er alltaf jafn mikil ekla á húsnæði og fólk sem gjarnan vill flytja til Blönduóss fær hvergi inni. Bestu þakkir til allra sem sýndu mér sóma og vin- semd á sextugsafmœli mínu 29. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. VALDIMAR HALLDÓRSSON, Barmahlíð 8. Öllum þeim sem mundu eftir mér á sextugsafmœl- inu 13. des. sl.,fœri ég mínar bestu þakkir. ÓLAFUR KJARTANSSON, Litla-Garði, Saurbæjarhreppi. Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, frá Syðra-Hvarfi, Helgamagrastræti 49, andaðist í Fjóróungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 8. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. þessa mánaðar klukkan 13.30. Böðvar Tómasson, Tómas Böðvarsson og Ragnhelður Stefánsdóttlr. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.