Dagur - 12.02.1981, Qupperneq 4
hmguir
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Ríkisstjórnin
og fiskverðið
Sjaldan eða aldrei hefur gengið
eins illa að ákveða fiskverð og
núna. Þegar til þess er litið hversu
mikilvægt fiskverðið og hækkun
þess er fyrir alla verðlagsþróun í
landinu, þá er þessi seinagangur í
fiskverðsákvörðun í rauninni
ekkert skrýtin. Ríkisstjórnin hefur
markað stefnu sem fara skal eftir.
Þar er gert ráð fyrir niðurtalningu
verðbólgunnar þannig að hún
verði orðin 40% í árslok. Gengið er
út frá ákveðnum forsendum og ef
svo mikilvæg forsenda sem fisk-
verðið breytist, þó ekki sé nema
tiltölulega lítið, þá er borin von að
unnt verði að ná þeim markmiðum
sem að hefur verið stefnt. Þá er
Ijóst að sami hrunadansinn heldur
áfram og allir, ekki síst launþegar
og þar á meðal sjómenn, halda
áfram að tapa.
Ein af forsendum efnahagsað-
gerða og áætlana ríkisstjórnar-
innar mun hafa verið sú, að fisk-
verð hækkaði ekki meira en um
15%. Önnur forsenda var sú, að
ekki yrðu breytingar til hins verra á
mörkuðum fyrir fiskafurðir okkar
erlendis. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að hækki fiskverð
umfram það sem fiskverkunarfyr-
irtækin geta borgað og ef ekki
kemur til hækkun á verði afurða á
erlendum mörkuðum, þá þarf að
leiðrétta hag þessara aðalút-
flutningsgreina okkar. Allir vita til
hvaða ráða gripið hefur verið og
allir vita til hvaða ráða verður
gripið, því vart er um aðra lausn að
ræða. Gengið er fellt og verðbólg-
an eykst.
Þar sem hækkun fiskverðsins
hefur svo mikil áhrif á verðlags-
breytingar er Ijóst, að verði hún
meiri en gert hefur verið ráð fyrir,
svo einhverju nemi, þá fer allt úr
böndunum. Ábyrgð forystumanna
sjómannastéttarinnar og útgerð-
arinnar er því mikil. Þeir hafa það í
hendi sér hvort ríkisvaldið þarf að
grípa til aðgerða til að bjarga fisk-
iðnaðinum, aðgerða sem draga
munu úr áhrifum þeirra ráðstafana
sem gerðar voru um áramótin.
Verði stórlega dregið úr áhrifa-
mætti þeirra aðgerða er óvíst um
framtíð ríkisstjórnarinnar, sem
styðst þó við meirihluta á Alþingi.
Þar eru kjörnir fulltrúar þjóðarinn-
ar og að öllu jöfnu ætti framtíð
ríkisstjórnarinnar að ráðast þar og
síðan við kjörborðið.
Enginn hefur kosið forystu-
menn hagsmunasamtaka, hverju
nafni sem þau nefnast, til að fara
með umboð kjósenda í landinu.
Stjórnskipun hér á landi gerir ekki
ráð fyrir að í næstu kosningum
verði kosið um aðgerðir
Sjómannasambandsins eða ein-
hverra annarra hagsmunasam-
taka sem ekki bera ábyrgð gagn-
vart kjósendum. Rétt er að hafa í
huga að kjósendur eru að tölu-
verðum meirihluta hlynntir ríkis-
stjórninni og þeim aðgerðum sem
hún hefur boðað.
Hefur stillt tugþúsundir
frekar en þúsundir hljóðfæra
„Síðasta ballið sem ég spilaði á
var áramótadansleikur 1945-6.
Það var geysilega mikið ball, var
á Hótel KEA og stóð frá klukk-
an 10 á gamlárskvöld til klukkan
7 á nýjársmorgun. Ég þrumaði á
nikkuna alla nóttina og sló
bassatrommu með hægra fæti og
diska með þeim vinstra. Sjötta
janúar fór ég síðan til Dan-
merkur að læra hljóðfærastill-
ingar og viðgerðir og hef haft
það að aðalatvinnu síðan árið
1948. Ætli megi ekki telja
hljóðfærin sem ég hef stillt í
gegnum árin í tugþúsundum,
frekar en þúsundum.“
Það er Ottó Ryel, fyrrum
kaupmannssonur á Akureyri, sem
hefur orðið. Faðir hans hét Baldvin
Ryel, danskur maður, sem lengi
höndlaði á Akureyri, en hætti því
fyrir nær 20 árum síðan. Hann
byggði meðal annars húsið þar sem
nú er Byggðasafnið og þar var
heimili fjölskyldunnar. Bróðir
Ottós er Herluf Ryel, sem flestir
kannast við úr Gránubúðinni.
Móðir þeirra býr nú i hárri elli á
Hrafnistu, en hún er heiðursfélagi í
þremur kvenfélögum á Akureyri.
Faðir hennar var norskur en móðir
hennar íslensk. Hún bjó í Pálmholti
og gaf dóttirin síðan landið undir
barnaheimili það, sem nú ber nafn
bæjarins.
Ottó hefur haldið tengslum við
Akureyri og gamla kunningja í
gegn um píanóstillingar, sem hann
hefur stundað árum saman, eins og
fram kom áður. Hann var við þann
starfa þegar Dagur náði samtali við
hann.
„Ég hef nú vanalega komið
a.m.k. tvisvar sinnum á ári til að
stilla hljóðfæri hér á Akureyri og þá
venjulega einnig farið í nærsveit-
irnar. Að jafnaði er ég svona viku í
ferðinni en býst við að verða lengur
núna, því nokkuð hefur safnast upp
af verkefnum vegna þess, að ég
kom ekkert á síðasta ári. Nú liggur
fyrir langur listi af hljóðfærum fyrir
nemendur tónlistarskólans. Akur-
eyri er mikill tónlistarbær og ég
held að hljóðfæraeign sé hlutfalls-
lega meiri hér en víðast hvar annars
staðar á landinu," segir Ottó Ryel.
Hann byrjaði 19 ára gamall að
spila á böllum og hefur gaman af
að rifja upp þá góðu gömlu tíma:
„Eitt fyrsta ballið sem ég spilaði á
var við ísafjarðardjúp, en þar var
ég í sveit. Ég fékk túkall á tímann
og var mjög hreykinn af. Ég keypti
svo vínarbrauð fyrir allt kaupið og
var það mikil tilbreyting frá annars
fábrotnu mataræði í sveitinni.
Þeir sem spiluðu með mér eftir
að ég fór að spila í hljómsveit voru
Kalli Jónatans, Óskar Rósberg,
Héðinn Friðriks, Jóel Ingimars,
Palli Guðlaugs og Kalli Adolfs og
var lengi spilað á Hótel Norður-
ljósi. Eitt sumarið spiluðum við
Kalli Adolfs þrisvar í viku á böllum
í Vaglaskógi í bragga sem .Loftur
Einarsson ríki rak þar. Það var
miklu meira fjör á böllunum í
gamla daga heldur en nú er. Það
kom fyrir að spilað var linnulítið til
klukkan níu að morgni. Fólk fór
fremur sjaldan á böll og vildi því fá
eitthvað almennilegt, loksins þegar
það skemmti sér á annað borð.
Kvenfólkið sat á bekkjum en karl-
mennirnir stóðu í hnapp við dyrnar
og þustu eins og byssubrenndir
þegar músíkin byrjaði. Stundum
var sungið svo hátt og mikið að
maður heyrði ekki einu sinni í har-
monikkunni, sem maður var þó að
spila á.
Ég hef ekkert spilað á böllum
eftir að ég kom frá námi, en hef
alltaf orðið að eiga harmonikku
eða eitthvert annað hljóðfæri."
Ottó rifjar upp óteljandi ferðir
sem hann hefur farið með tónlist-
armönnum eins og Askenasy og
fleirum, til að stilla hljóðfæri fyrir
hljómleika. I þessari ferð stillti
hann m.a. píanóið sem Berkovsky
lék á s.l. laugardag á hljómleikum á
Akureyri. Ottó minnist einnig
bernskuáranna á Akureyri m.a.
þess, þegar börnin sungu fyrir utan
verslanir til að sníkja gotterí á
öskudögum. Fyrir utan eina versl-
unina var eftirfarandi vísa sungin
og þarf ekki að fara fleiri órðuni
um hvers vegna:
Ó, Guðmann bróðir besti
og barnavinur mesti,
lipur varstu og laginn
að loka á öskudaginn.
Ottó hlær mikið þegar hann rifj-
ar upp bernskubrekin, sem fjöl-
niargir Akureyringar muna vafa-
laust með honum, en við þökkum
honum spjallið og látum því lokið.
Otto Ryd við píanóstillingar á Akureyri. Mynd: H.Sv.
Um meðferð og frágang ullar
Á síðari árum hefur mikið verið
rætt um íslenskan ullariðnað,
enda æ ljósara hvaða þýðingu
hann getur haft fyrir atvinnulíf og
eins fyrir útflutning og gjaldeyr-
isöflun þjóðarinnar.
Stjórnmálamenn og aðrir
ráðamenn birðast sammála um
að hinar hefðbundnu atvinnu-
greinar, sjávarútvegur og
landbúnaður, geti ekki tekið við
meira vinnuafli, a.m.k. um sinn,
og því verði iðnaðurinn að mæta
auknu framboði vinnuafls á
næstu árum en þar er hlutur ull-
arvinnslunnar mjög stór eins og
kunnugt er.
Ýmsir benda að vísu á stóriðju
sem allra meina bót. En aðrir
benda á léttan iðnað, eins og
ullariðnaðinn, sem vænlegri
lausn og tengja þá atvinnu-
uppbyggingu er hann gæfi við
byggðastefnuna og vilja láta hann
jafna búsetuskilyrði á lands-
byggðinni.
Ekki ætla ég að taka þátt í
þeirri umræðu hér. E.t.v. eiga
þessi sjónarmið bæði rétt á sér og
þurfa að haldast í hendur ef vel á
að fara. Taka þarf tillit til margra
og ólíkra hluta.
En í sambandi við létta iðnað-
inn þarf að gera sér fulla grein
fyrir því hve miklar vonir eru
bundnar við vinnslu á ull og gær-
um, og því má einskis láta
ófreistað til að bæta gæði hráefn-
isins sem við ætlum að gera að
söluhæfri vöru. Það er ekki nóg
að sjá hina þjóðhagslegu hag-
kvæmni í ullariðnaðinum, fjölg-
un atvinnutækifæra, arðbæra
markaði og auknar gjaldeyris-
tekjur. Þessi iðngrein mun eiga
við harðnandi samkeppni að etja,
og því getur þetta allt mistekist
eða glatast ef við leggjum ekki
áherslu á vöruvöndun allt frá
byrjun, reynum að auka gæði og
bæta meðferð hráefnisins, sem
við vinnum vöruna úr. Þótt sölu-
horfur séu góðar eins og er, bæði í
Rússlandi, Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum, á þessi iðngrein
framtíð sína og vöxt komna undir
því að vandað sé til framleiðsl-
unnar frá byrjun og samræmd
vinnubrögð framleiðandans
(bóndans) og þeirra sem vinna úr
hráefni hans.
Því þykir mér ástæða til að
brýna enn fyrir bændum nokkur
atriði sem snerta frágang og
meðferð á ull, enda er vetrarrún-
ingur nú víða að hefjast. Ég hef
unnið við ullarmat í all mörg ár
og er reynsla mín sú að með lítilli
fyrirhöfn geti margir ullarfram-
leiðendur .skilað betra hráefni og
aukið tekjur sínar um leið. Fyrst
og fremst á ég við meðferð á ull-
inni við rúning og frágang þegar
hún er sekkjuð, þótt fleiri atriði
komi vissulega til er snerta gæði
hráefnisins eins og síðar verður
vikið að. Hér þó aðeins unnt að
minna á nokkur grundvallarat-
riði, en að öðru leyti vísa ég á
grein Stefáns Aðalsteinssonar:
Leiðbeiningar fyrir ullarfram-
leiðendur í Handbók bænda 1980
og Lög um flokkun og mat ullar
og greinargerð við þau lög, sem
birtar voru í Handbók bænda
1978. Gagnlegt er fyrir ullar-
framleiðendur að kynna sér
glöggar og ítarlegar reglur um
flokkun ullar sem þar er að finna.
Við rúning er margs að gæta.
Féð þarf að vera þurrt og bleyta
má alls ekki komast að ullinni
eftir rúning og moð- og heyrusl
má ekki komast í hana. Æskilegt
er að ullin geti kólnað áður en
reifin eru sekkjuð og þarf því
nokkurt pláss, vel hreinsað, þar
sem rúningsmenn geta lagt ullina
frá sér. Best er síðan að hafa borð
eða fleka við hendina þar sem
hægt er að breiða úr hverju reifi,
snyrta það og vefja. Ætíð skal þá
gœta pess að toghliðin snúi upp.
Jaðrarnir eru svo lagðir inn á
reifið og það síðan varið saman
og byrjað aftan frá.
Ekki er ástæða til að teygja úr
bæálsullinni og vefja utan um
reifið. Það hefur enga þýðingu,
tefur aðeins fyrir í mati. Ert það
4 ■ DAGUR
.. . AÐ UGGVÆNLEGA
HORFIR ....
Á næstunni tekur Bæjarráð Ak-
ureyrar fyrir beiðni af hálfu
Myndlistaskólans á Akureyri um
aukna styrkveitingu til reksturs
skólans. Eins og kunnugt er, hef-
ur Myndlistaskólinn á Akureyri
átt í rekstrarörðugleikum enda
fjárframlag af skornum skammti
og skólinn í leiguhúsnæði. Ef
fram heldur sem horfir erum við
nemendur uggandi um framtíð
og starfsemi skólans í heild og þá
sérstaklega fomámsdeildarinnar,
sem er rekin í fullu samráði við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og veitir rétt til áframhald-
andi sérnáms í þeim skóla.
Það er mikill akkur fyrir bæ
eins og Akureyri að hafa fyrsta
áfanga myndlistarnáms í bænum
og því ætti bæjarfélagið að styðja
við bakið á Myndlistaskólanum á
sama hátt og við Tónlistaskóla
Akureyrar. Hingað til hefur bæj-
arfélagið sýnt nokkurn skilning á
listþörf bæjarbúa sem kemur
einna best fram í því að Tónlist-
arskólinn er í húsnæði bæjarins
ogfær ríkulegan fjárstyrk. Er það
góðra gjalda vert. Blómlegt tón-
listarlíf virðist haldast í hendur
við grósku bæjarins og velmegun.
Því skýtur skökku við að
myndlistarnám skuli hafa dregist
aftur úr með tilliti til nauðsynlegs
jafnvægis milli atvinnulífs og
menningarmála.
Okkur virðist sem skilnings-
leysi almennings og bæjaryfir-
valda á því að sérmenntað
myndlistarfólk skili sér út í at-
vinnulífið sé enn við lýði.
Skilningsskortinn teljum við fyrst
og fremst stafa af lítilli vitneskju
um myndlistarnám almennt.
í almennum umræðum um
slíkt náni vill oft gleymast sú töl-
fræðilega staðreynd að tekjur
ríkissjóðs í formi tolla og sölu-
skatts á myndlistarvörum eru
hærri en kostnaður við list-
menntun og styrkveitingar. Bæj-
aryfirvöld virðast ekki koma auga
á hagnýtt gildi mynd- og hand-
menntar í hinum ýmsu greinum
þjóðfélagsins, s.s. kennslu, aug-
lýsingateiknun, hönnun o.s.frv.
að ógleymdum þeim iistamönn-
um sem getið hafa sér gott orð hér
heima og á erlendri grund sem
verðugir fulltrúar hinnar íslensku
þjóðar.
Eins og minnst var á í upphafi
er það staðreynd, að Myndlista-
skólinn á í rekstrarörðugleikum
vegna fjárskorts, svo miklum að
uggvænlega horfir. Sú staðreynd
kallar á skjótar úrbætur. Á s.l. ári
greiddi bæjarfélagið gkr.
Í7.000.000 (sautján milljónir) og
er það hlægileg upphæð miðað
við efniskostnað, kennaralaun og
annan rekstrarkostnað.
Eins og komið hefur fram í
blaðaviðtölum við Helga Vilberg
skólastjóra hafa bæjaryfirvöld
sýnt skólanum stuðning og vel-
vilja undanfarin ár. Við treystum
því að sá stuðningur aukist jafnt
viðgangi skólans. Starfsemi skól-
ans hefur aukist og áhugi fólks er
mikill. Árið 1980 var stigið stórt
skref í átt til jafnvægis í mynd-
listanámi á landsbyggðinni, þ.e,
með stofnun fornámsdeildar og
hefur það marga kosti í för með
sér. Slíkt átak í almenni listnámi
hér á Akureyri kallar á enn frek-
ari skilning Bæjarráðs þó ekki
væri nerna vegna mikilvægis
þessa þáttar í byggðastefnunni.
Þegar ákvörðun um aukna styrk-
veilingu verður tekin viljum við
biðja Bæjarráðsmenn að rnuna
einnig eftir því að Myndlista-
skólinn á Akureyri er eini skólinn
fyrir utan borgarmörk Reykja-
víkur sem veitir sambærileg rétt-
indi við Myndlista- og handíða-
skóla Islands.
Nemendur fornámsdeildar
Myndlistaskólans
á Akureyri.
að togið snúi ætíð inn tel ég þýð-
ingarmest. Þegar reifið er vafið
saman á sárið, þelið, gerist það að
ullin límist saman, svo að
ómögulegt er stundum að greiða
reifin í sundur. Það veldur því í
senn óhagræði og lakari vöru og
flokkun.
Þá vil ég eindregið ráðleggja
bændum, ekki síst þeim sem hafa
ær sínar ekki á grindum, að nota
tækifærið þegar þeir vefja reifin
saman að klippa frá þeim alla
skítaklepra og skánir. Gott getur
þá líka verið að grófflokka ullina
og halda t.d. kviðarullinni sér.
Nauðsynlegt er líka að gæta þess
að ekki blandist saman hvít ull og
mislit eða dökkleit, heldur sé
hverjum ullarlit haldið aðgreind-
um. Best er síðan að koma ullinni
svo fljótt sem kostur er á ullar-
þvottastöð.
Framansögð atriði gætu þótt
sjálfsögð. Reynslan sýnir þó að
margir geta enn bætt vinnubrögð
sín og umhirðu, þótt aðrir gangi
vel frá sinni ull og sýni þessu
fullan skilning. Hafa verður líka í
huga að vetrarrúna ullin er mjög
viðkvæm í meðförum.
Að lokum vil ég minna á tvö
atriði sem stuðla munu að bættu
hráefni. Reynslan sýnir að vetr-
arrúningur gefur betri ull, auk
þess sem hún skilar sér betur, og
sparar fyrirhöfn. Því vil ég hvetja
bændur til að vetrarrýja fé sitt, ef
húskostur frekast leyfir og aðrar
aðstæður, og hentugasta tímann
tel ég fyrri hluta marsmánaðar
eða þar um bil. Þessa stefnu
þyrftu allir bændur að taka upp
og reyna að laga aðstæður sínar
að henni. Suniar- og haustrúin ull
hefur yfirleitt komið mun lakar út
í mati, sérstaklega haustrúna ull-
in, vegna hins mikla sandflóka er
henni fylgir oft. Þeir matsflokkar
sem slík ull og klepraullin lenda
gjarna í þyrftu alveg að hverfa, (3.
og 6. fl.).
Þá ætti einnig að hafa hugfast
að verðmesta ullin er sú hrein-
hvíta. Mislita ullin er nú orðin allt
of stór hluti af heildarullarmagn-
inu og jafnvel dökkleit ull, svört,
grá og mórauð, kemur oft illa út.
Þar sem liturinn er ekki nógu
hreinn fellur ullin í annan flokk.
Varðandi mislita féð mun sama
vandamál koma fram hjá þeim
sem fjalla um gærurnar og ástæða
til að ætla að þær muni lækka í
verði. Auka þarf því hlut hvítu
gæranna í heildarframleiðslunni.
Æskilegast er því að sem flestir
reyni að byggja upp hvítan fjár-
stofn með hreinhvíta og þelmikla
ull. Það er það hráefni sem
íslenskan ullariðnað vantar helst
nú og öruggast er að treysta á í
framtíðinni.
Ég vona svo að bændur og
aðrir ullarframleiðendur taki
þessi atriði öll til athugunar. Þeir
gera sér grein fyrir því að hlutur
ullar og gæra hefur farið vaxandi
í afurðaverði og því beinn hagur
þeirra að vel takist til um alla
meðferð og gæði þessa hráefnis.
Ef samstarf og gagnkvæmur
skilningur tekst milli þeirra og
hinna, sem úr ullinni vinna, á
þessi iðngrein mikla framtíð fyrir
sér.
Akureyri 7. febrúar 1981,
K.S.
Febrúarmót í svigi, fyrir 12
ára og ungri, hefst laugar-
daginn 14. 2. 81. kl. 11.30.
Sunnudaginn 15. verður opin
göngubraut 1,5 km að lengd,
fyrir alla fjölskylduna.
Stökkpallur við Strýtu fyrir
alla sem vilja reyna. Svigbraut
með hindrunum og einnig auð-
veld braut fyrir alla.
Akureyrarmeistarar í fótbolta
Drengir úr sjötta flokki KA sem urðu Akureyrarmeistarar í knattspyrnu 1980.
Stúlkur úr Þór scm urðu Akureyrarmeistarar f knattspyrnu 1980.
Piltar úr öðrum flokki KA sein urðu Akureyrarmeistarar i knattspyrnu 1980.
Piltar úr þriðja flokka KA en þeir urðu Akureyrarmeistarar f knattspyrnu 1980.
Urslit í stórsvigi KA
7. 2. og 8. 2. 1981
Stúlkur 7 ára.
. I. Harpa Hauksdóttir KA 81,79
2. Helga Malmqvist Þór 107,00
3. Sísí Malmqvist. Þór 116,08
Drengir 7 ára
1. Gunnlaugur Magnússon KA
77,24
2. Gunnar N. Ellertsson Þór 82,58
3. Stefán Þ. Jónsson KA 85,14
Stúlkur 8 ára.
1. María Magnúsdóttir KA 74,94
2. Harpa M. Örlygsdóttir KA 88,80
3. Mundina Magnúsdóttir KA
145,66
Drengir 8 ára.
1. Sævar Guðmundsson Þór 72.38
2. Magnús H. Karlsson KA 74,75
3. Andri M. Þórarinsson KA 84,43
Stúlkur 9 ára.
1. Rakel Reynisdóttir KA 74.90
2. Ása Þrastardóttir Þór 76.37
3. Sigriður Þ. Harðardóttir KA
79,60
Drengir 9 ára.
1. Sigurbjörn Þorgeirsson KA 69.02
2. Sverrir Ragnarsson Þór 69.80
3. Vilhelm Þorsteinsson KA 72.47
Stúlkur 10 ára.
1. Þorgerður Magnúsdóttir KA
86,11
2. Sólveig Gísladóttir Þór 86,89
3. Jórunn Jóhannsdóttir KA 98.71
Drengir 10 ára
1. Jón Harðarson KA 78.23
2. Kristinn Svanbergsson KA 78.56
3. Árni Þ. Árnason Þór. 79,67
Stúlkur 11-12 ára
1. Gréta Björnsdóttir Þór 76,38
2. Arna Ingvarsdóttir Þór 77.84
3. Erla Björnsdóttir Þór 80,91
Drcngir 11-12 ára
1. Hilmar Valsson Þór 72,71
2. Gunnar Reynisson Þór 77.60
3. Jón H. Harðarson Þór 78.54
Drengir 13-14 ára
1. Jón Björnsson Þór 80,24
2. Helgi Bergs KA 81,04
3. Guðmundur Sigurjónsson KA
81.45
Stúlkur 13-15 ára
1. Guðrún J. Magnúsdóttir Þór
75.16
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir KA
78.49
3. Anna M. Malmqvist Þór 79.36
Drengir 15-16 ára
1. Bjarni Bjarnason Þór 97,83
2. Gunnar Svanbergsson KA
101.45
3. lngi Valsson KA 101,93
Kvcnnaflokkur
1. Nanna Leifsdóttir KA 109,50
2. Hrefna Magnúsdóttir KA 111.06
3. Ásta Ásniundsdóttir KA 112.01
Karlaflokkur
1. Haukur Jóhannsson KA 102.63
2. Björn Víkingsson Þór 103,63
3. Finnbogi Baldvinsson KA 103,91
Ólafur Friðriksson:
Dýr mistök
Auðunn Benediktsson og félagar
skrifuðu grein í síðasta tölublað
Dags, er nefnist „Hvers vc u mis-
tökin". Grein þessi fjallar m a. um
það hversu mikilvægur nýi hafnar-
garðurinn á Kópaskeri er okkur
heimamönnum. Undir það atriði
vil ég taka heilshugar, enda er það
hverju orði sannara að hafnar-
skilyrði gjörbreyttust hér á staðn-
um bæði fyrir báta og flutninga-
skip. Hins vegar virðist Auðunn og
félagar gleyma því að garðurinn
hefur stórskemmst í vetur, og ef
heldur fram sem horfir er hætta á
að skjól garðsins rninnki rneira frá
því sem nú er. Það er einkum
fremsti hluti garðsins sern látið
hefur á sjá, en fremst á honuni var
nokkurskonar „haus“, sem stóð
lengi vel af sér alla sjóa. En nú
hefur hann einnig orðið að láta
undan þunga sjávar og er nú mun
líkari skcri. Þetta gildir raunar
einnig um mikinn hluta framparts
garðsins.
Það vil ég þó taka skýrt fram.
eins og ég hf raunar gert áður, i
þeim fréttum sem ég hef látið frá
mér fara, að sá hluti garðsins sem
neðansjávar er virðist nokkuð heill
ogstoppar alla sjóa inn í höfnina.
Hvers mistökin voru í byggingu
garðsins skiptir ekki máli í þessu
sambandi, heldur liitt að svona
mistök endurtaki sig ekki. Lítið
þjóðfélag eins og okkar hefur ekki
efni á svona mistökum.
Það er lítil skynsenii að leggja
áherslu á lengd garðsins, en skeyta
Ólafur Kriðriksson.
ekki urn að einhver von sé að hann
standi þá sjóa sem til er ætlast. Og
þar með höfum við þurft að horfa á
eftir stórurn hluta af okkar kær-
kornnu fjárveitingu i hafið, þeirri
fjárveitingu sem beðið hefur verið
eftir i svo mörg ár.
DAGUR•5