Dagur - 12.02.1981, Qupperneq 7
Mjólkin minnkar
um 10 milljónir
lítra og smiör-
fjalliö að þúfu í
vor miðao við
framleiðslu sl. ár
Á síðast liðnu ári tóku mjölkur-
samlögin á móti 107,0 millj. lítrum
af mjólk, en árið 1979 var innvegin
mjólk 117,2 millj. Itr. Samdráttur
hefur því orðið um 8,7%. Smávegis
aukning varð í sölu á nýmjólk, en
heildarsaia var 45,3 Itr. Það var
einnig nokkur söluaukning í rjóma
eða um 2,1%. Samtals seldust 1.329
þúsund lítrar. Sala á skyri var að-
eins minni á síðasta ári en árið áður,
sarntals voru seld 1,595 tonn. Sala á
undanrennu minnkaði um 35 þús-
und Itr., heildarsala á árinu varð 2,8
milljónir lítra.
Framleitt var mun minna af
smjöri og ostum en árið áður. Sala
varð aftur á móti töluvert meiri.
Söluaukning í smjöri varð 12,0%,
samtals voru seld 1,670 tonn. í
árslok voru birgðir af smjöri 533
tonn á móti 1.206 tonnum í upphafi
ársins. Miðað við framleiðsluna
vetrarmánuðina verður smjörfjall-
ið orðið að lítilli þúfu í vor.
Heildarframleiðsla á mjólkur-
Árshátíð og umræðufundir
ABA (Alþýðubandalagið á Akur-
eyri) vill vekja athygli á eftirfar-
andi:
Eins og undanfarin ár heldur
ABA árshátíð sína, laugardaginn
14. febrúar næstkomandi kl. 20 í
Alþýðuhúsinu. Þar mun Auður
Haralds flytja smá pistil, auk þess
sem félagar í ABA fremja ýmiss-
konar uppákomur í formi kvartett-
söngs, upplestra og leikrænna til-
burða af léttara taginu. Gunnar
Jónsson gítarleikari mun skemmta
gestum með leik sínum og sitthvað
fleira verður sér til gamans gert. Á
borðum verða heitir pottréttir og
fleira góðgæti, sem lystfengir
félagar á sviði matargerðarlistar-
innar tilreiða sjálfir. Vegna árvissra
þrengsla á þessum samkomum er
vissara að tryggja sér miða í tíma og
vísast til blaðaauglýsinga í þeim
efnum.
Enn fremur vill Alþýðubanda-
lagið vekja athygli á þremur fund-
um sem fyrirhugaðir eru á næstu
mánuðum.
Hinn fyrsti þeirra verður laugar-
daginn 21. febrúar að Hótel Varð-
borg, kl. 15. Árni Bergmann rit-
stjóri mun m.a. fjalla þar um
hvemig sósíalisminn hefur þróast í
Sovétríkjunum, innan sósíalískra
flokka í Vestur-Evrópu og stöðu
Alþýðubandalagsins i ljósi þess.
Nokkur samdráttur í sölu
kindakjöts á síðasta ári
ostum síðasta ár var 3,591 tonn,
sem var 2,6% minni framleiðsla en
árið 1979. Samtals voru seld inn-
anlands 1,372 tonn, en það var
11,1% aukning frá fyrra ári. Flutt
voru út 1.926 tonn. sem var 30,5%
minna en árið 1979.
I upphafi þessa árs voru birgðir
af mjólkurostum rétt um 917 tonn,
sem var um 151 tonni meira en í lok
ársins 1979.
Á síðasta ári voru kynntar 5
nýjar ostategundir, það var rjóma-
ostur frá Mjólkurbúi Flóamanna,
tveir nýir mjólkurostar frá Sauðár-
króki, einn frá Borgarnesi og sá
fimmti kom frá Mjólkursamlaginu
á Húsavík. Þá kom Mjólkursamlag
KEA með nýja framleiðslu, 'sem
flestir vilja flokka sem ost en líkist
að nokkru skyri og heitir „Kota-
sæla“. Ef að líkum lætur, þá mun
þessi mjólkurafurð seljast vel á
næstu árum, því nú er vinsælt að
neyta megrunarfæðu, en „kotasæl-
an“ er í þeim flokki matvæla.
Nokkur samdráttur varð í sölu á
kindakjöti innanlands á síðast liðnu
ári miðað við árið 1979. Það ár nain
heildarsalan 10.423 tonnum, þar af
voru 8.760 tonn dilkakjöt. Á síðast
liðnu ári voru seld innanlands 9.918
tonn af kindakjöti, þar af 8.226 tonn
af dilkakjöti, sem var 6,1% minna en
árið áður.
Heildarútflutningur á kindakjöti
árið 1979 nam 5.052 tonnum, þar af
voru 5.046 tonn dilkakjöt. Á síðast
liðnu ári voru flutt úr 4.262 tonn af
dilkakjöti og 144 tonn af kjöti af
fullorðnu.
Árið 1980 var slátrað 831.307
dilkurn og 60.478 fullorðnum
kindum. Dilkakjötið reyndist vera
12.177 tonn, sem var 2,9% minna en
árið áður, meðalfallþungi var 14,65
kg. Kjöt af fullorðnu var 1,364 tonn
en það var rúmlega 48% minna en
árið 1979.
Birgðir af dilkakjöti 1. janúar s.l.
voru 8.061 tonn, en það var 470
tonnum minna en 1. janúar 1980,
og af kjöti af fullorðnu voru til
1.756 tonn sem var 527 tonnum
minna en á sama tíma í fyrra.
Mikið var rætt og skrifað um
kjötskort um mánaðarmótin
ágúst/sept. 1980.
Það var skammast yfir því að of
mikið af kjöti hefði verið flutt út og
nú væri ekkert kjöt eftir handa
okkur. Samkvæmt skýrslum voru
til hjá sláturleyfishöfum um þessi
mánaðarmót rétt um 460 tonn af
dilkakjöti. Þá hafði um nokkurt
skeið verið óvenjulega mikil sala í
dilkakjöti. Þetta kjöt dugði vel fram
á haustið og fékkst víða eftir að nýtt
kjöt kom á markaðinn.
Nokkur óvissa ríkir nú varðandi
útflutning á kindakjöti í ár og
næstu ár, ef framleiðslan helst
óbreytt. Besti markyðurinn erlendis
fyrir íslenzkt dilkakjöt hefur verið í
Noregi. Þangað hafa verið seld
undanfarin ár, 2000 til 2750 tonn af
dilkakjöti árlega.
Norðmenn auka framleiðsluna á
dilkakjöti verulega á næstu árum.
Undanfarin ár hefur nokkur
aukning verið í framleiðslu kinda-
kjöts í Noregi, en það hefur nokkuð
haldist í hendur við aukninguna í
neyzlunni. Vegna verulegra hækk-
ana á verði til bænda í lok síðasta
árs og minnkaðra niðurgreiðslna í
upphafi þessa árs, hefur smásölu-
verð á kindakjöti hækkað mjög
mikið í Noregi. Það er því reiknað
með að sala dragist eitthvað saman.
í áætlun um innflutning á dilka-
kjöti gera Norðmenn ráð fyrir að
ekki verði flutt inn á árinu 1982
meira en 1300 tonn og gæti jafnvel
farið svo að innflutningurinn yrði
innan við 500 tonn.
Fjölmenni á stofn-
fundi jafnréttisfélags
Sunnudaginn 8. febr. var hald-
inn að Hótel KEA á Akureyri
stofnfundur jafnréttishreyfing-
ar. Fundinn sóttu um 80 manns.
Rætt var um starfsgrundvöll og
skipulag félagsins, sem undir-
búningshópur hafði gert tillögur
FANN TVÆR GIMBRAR
15. mars verður svo fundur undir
yfirskriftinni Fjölskyldan í nútíma
þjóðfélagi. Fylgist með þegar
fundarstaður og ýtarleg dagskrá
verða síðar auglýst.
Þriðji fundurinn verður svo
haldinn 4. apríl. Þar verður fjallað
um umhverfismál Akureyrar í víðu
samhengi, t.d. um samgöngu-, úti-
vistar-, iðnaðar-, náttúruverndar-
og hreinlætismál. Fundarstaður og
nánari dagskrá verða auglýst síðar.
Athygli skal vakin á að fundirnir
eru öllum opnir, láti þeir sig þessi
mál einhverju varða.
Verið velkomin
Alþýðubandalagið á Akureyri
( Fréltaíilkynning ).
Mývatnssveit ll.febrúar.
Ámi Halldórsson, bóndi í Garði,
hefur verið iðinn við fjárleitir að
undanförnu. í síðustu viku fór
hann til fjalia á vélsleða sínum
og í þeirri ferð fann hann á með
gimbur sunnan við Bláfjöll. Þær
„mæðgur“ voru frá Grænavatni.
Á sunnudagsmorguninn lagði
hann aftur upp í sleðaferð og þá í
samfylgd Gylfa Ingvasonar, frá
Skútustöðum. Þeir fóru upp hjá
Ketildyngju og síðan norðan
Herðubreiðarfjalla, austur í Graf-
arlönd. í Ferjufjalli við Jökulsá,
fundu þeir á og lambhrút frá Vog-
um. Syðst í Grafarlöndum var nær
snjólaust og til að komast á sleð-
unum í Herðubreiðalindir urðu
þeir því að fara austur yfir Jökulsá
á ís og aftur vestur yfir á móts við
lindarnar.
Undir norðurvegg Þorsteinsskála
fundu þeir tvo dauða lambhrúta,
enda þótt jörð væri sumarauð í
lindunum og nægur hagi. Virtust
hrútarnir hafa drepist fyrir löngu
og sáust þess ekki merki að þeir
hefðu hafst lengi við þarna.
Þeir Árni og Gylfi héldu síðan í
Möðrudal, gistu þar aðfararnótt
mánudagsins í góðu yfirlæti. Héldu
síðan heim með kindurnar og gekk
heimferðin tíðindalítið, nema hvað
bilun í öðrum vélsleðanum angraði
þá nokkuð.
Engar rjúpur sáu þeir í ferðinni
og lítið af tófuslóðum. Virðist vera
minna af tófu á þessu svæði en oft
áður. J.I.
að. Umræður voru mjög fjörug-
ar, einkum varðandi aðild karl-
manna að félaginu. Voru flestir
þeirrar skoðunar að santvinna
karla og kvenna væri nauðsynleg
í jafnréttismálum. Þó voru áhöld
um það, hvort þeir ættu að eiga
aðild að grunnhópum félagsins,
sem fyrirhugað er að setja á
laggirnar, sem starfseiningar
félagsins.
Greinilegt er að stofnun þessa
félags hefur vakið mikla athygli og
umræður í bæjarfélaginu.
Fyrsti fyrirhugaði starfsfundur
félagsins verður laugardaginn 14.
febr. í Einingarhúsinu, Þingvalla-
stræti 14, kl. 16.00. Eru allir jafn-
réttissinnar hvattir til að mæta. Þá
verður væntanlega gengið frá
starfsgrundvelli félagsins og starf-
semin framundan rædd. Einnig
mun þá verða skipt niður í hópa
eftir áhugasviði hvers og eins.
Nemendur í starfskynningu
allir þangað, þar sem togarinn
Björgúlfur var bilaður.
Starfskynningar þessar hafa ver-
ið á hverjum vetri í eina viku und-
anfarin ár. Ætlunin er að halda áf-
ram að kynna nemendum þau störf
sem þeir hafa áhuga fyrir.
Dagana 9.-13. þessa mánaðar
stendur yfir starfskynning fyrir 9.
bekk Dalvíkurskóla. Trausti Þor-
steinsson skólastjóri sagði að flest-
ir nemendurnir hefðu farið að
kynna sér ýmis störf á Akureyri.
Nokkrir nemendur óskuðu eftir
því að fara á sjó en ekki komust
Bjóóum fullkomna vlögerðarþjónustu á sjón-
varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur-
um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl-
tækjum, talstöövum, fisklleitartækjum og sigl-
ingartækjum.
ísetnlng á bíltækjum.
Hll
Slim (96) 73676
uy
Febrúar TILBOÐ
Á Electrolux eldavélum útborgun aóeins 1á 25% og eftirstöðvar á allt að 8 mánuóum
Electrolux eldavélarnar eru
meöal þeirra þekktustu í
heimi.
Fyrst og fremst vegna gæða-
og svo auðvitað vegna tækni-
nýjunga. Electrolux hefur oft-
astverið á undan samtíðinni í
eldhústækni.
Þegar þú velur Electrolux
eldavél geturðu valið eida-
vélagerð, sem hentar plássi
og pyngju. Úrvalið og mögu-
leikarnir eru margvíslegir.
H3I
Electrolux
Auk þess bjóðum við
stórkostlegt úrval af kæli
og frystiskápum
uppþvottavélum o.fl. o.fl.
í 5 litum. Ein þeirra mun
örugglega falla að smekk
þínum.
*
Afborgunarskilmálar eða
staðgreiðsluafsláttur.
GLERÁRGÖTU 20 — 600 AKUREYRI - SÍMl 22233
DAGUR.7