Dagur - 19.02.1981, Síða 4

Dagur - 19.02.1981, Síða 4
ŒtöGUR Otgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsfmar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON . Augl. og afgr.: JÚHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Togarakaup Mikið hefur verið fjargviðrast út af togarakaupum til Þórshafnar og Raufarhafnar síðustu daga og vikur. Margt misjafnt hefur komið fram í þeim umræðum, enda margar hliðar á málinu. Það er ekki hægt að fullyrða að málið sé annað hvort gott eða vont, eins og reyndar fjölmargir hafa gert, held- ur verður að meta það út frá ýms- um mismunandi sjónarhornum. Það er til dæmis vont þjóð- hagslega séð, að nú á tímum skuli yfirleitt nokkrir togarar keyptir til landsins, á sama tíma og verið er að byggja upp þroskstofninn og fyrirsjáanlegt að skrapdögum togaraflotans fjölgar jafnt og þétt með tilkomu fleiri togara. Útfrá þessu sjónarmiði skiptir engu máli hvort togarinn er keyptur til Þórshafnar og Raufarhafnar, Húsavíkur, Skagastrandar eða Reykjavíkur. Hins vegar mætti ætla af ummælum um þessi mál, að gott væri að kaupa togara til Reykjavíkur en vont til Þórshafnar og Raufarhafnar. Útfrá öðru sjónarmiði er þessu nefnilega alveg þveröfugt farið. Atvinnulíf á mjög í vök að verjast á norðanverðu landinu og þá ekki síst á norðausturhorninu, Þórs- höfn og Raufarhöfn. Á þessu svæði byggist allt á frumatvinnu- vegunum og sé ekki sæmilega að þeim staðið er ekki lífvænlegt þar. Sama verður ekki sagt um Reykjavík því þar skiptir engum sköpum hvort keyptur er einn togari eða ekki. Því hefði raunar verið mun meiri ástæða til að fjargviðrast út af togarakaupum til Reykjavíkur, sé litið til þessarar hliðar málsins og það er þessi hlið málsins sem sköpum skiptir. Allir stjórnmálaflokkar hafa á stefnu- skrá sinni að halda landinu í byggð, þó mjög mismunandi áhersla sé lögð á það atriði. Kaup á fiskiskipi til Þórshafnar og Rauf- arhafnar var nauðsynjamál, þótt deila megi um það hvort það hafi átt að vera togari eða einhver önnur tegund fiskiskips. Það er líka slæmt mál að togar- inn skuli vera þetta dýr og fyrir- sjáanlegt að rekstur skipsins verði erfiður. Hinsvegar er halla- rekstur á nýju fiskiskipi ekkert einskorðaður við norðaustur- hornið. Fjármagnskostnaður er svipaður hvort sem menn búa á Raufarhöfn eða í Reykjavík, á Þórshöfn eða í Þorlákshöfn. Það sem meginmáli skiptir varðandi þessi og önnur togara- kaup, er það, að það er slæmt að kaupa togara meðan ekki er nægilegt til skiptanna fyrir þá sem fyrir eru. Séu hins vegar keyptir togarar eiga þeir að fara til þeirra staða á landinu sem eiga í vök að verjast vegna atvinnuástands. / I I I I I I I I I I I I I I I I I I ALKOHOLISMI. öll höfum við séð þetta orð og sú f jölskylda er varla til sem ekki hefur komist f kast við þau vandamál, sem fylgja áfenginu hvar sem það er. Það er óhrekjanlcg staðreynd að áfengið hefur fellt fleiri mcnn en blóðugustu styrjaldir veraldarsögunnar geta um og að áfengið hcfur valdið meira böli meðal fjölskyldna en nokkuð annað fyrirbæri. Þrátt fyrir þá vitneskju sem maðurinn hefur um tjón það sem má rekja beint eða óbeint til áfengisnotkunar er bölvaldinum enn otað að fólki og fleiri og fleiri falla í gryfjuna. Eins og kemur fram hér á eftir er tiltölulega stutt síðan farið var að beina athyglinni að fjölskyldum drykkjusjúkra. Til skamms tíma ein- hlíndu allir á þann drykkjusjúka, en athuguðu ekki nægjanlega mikið áhrifin sem drykkjan hafði á börnin, makann og aðra sem tengdust fjölskyldunni. Athuganir t.d. á bömum alkóhólista liafa leitt í Ijós óskaplega baráttu sem börnin eiga í og að þeim er t.d. hættara en öðrum að leiðast út á glapstigu. Til að kynna fjölskyldum alkóhólista hvernig beri að bregðast rétt við hafa verið haldin námskeið í Reykjavik og þessa dagana er námskcið fyrir aðstandendur á Akureyri. Þátttakan er meiri en hægt er að sinna á báðum stöðunum, svo Ijóst er að þörfin er mikil. Hér á eftir fer viðtal sem DAGUR átti við þá Eirík Ragnarsson, félagsráðgjafa og alkóhólista, Magnús Jónsson starfsmann S.Á.Á. og alkóhólista, Magnús Ásmundsson lækni, og fjórði þátttakandinn í þessum umræðum var eiginkona aikóhólista, sem við skulum ncfna N.N. Eiríkur var fyrst spurður að þvf hvort væri tiltölulega stutt slðan farið var að beina athyglinni að fjölskyldum drykkjusjúkra. Eiríkur: Það er tiltölulega stutt síð- an að það var almennt viðurkennt liversu miklum áhrifum fjölskyld- an verður fyrir af drykkjunni og hins vegar hversu mikil áhrif fjöl- skyldan getur haft í sambandi við þróun þessa sjúkdóms. Það er til- tölulega stutt síðan að þetla var al- menn viðurkennt meðal þeirra sem fást við þetta vandamál. Dagur: Magnús, hvernig getur fólk komist að því hvort það er áfengisvandamál í fjölskyldunni. Er hœgt að gefa upp ákveðinn spurn- ingalista, sem fálk getur svarað og fengið það á hreint? Magnús Jónsson: það er kannske ekki hægt að gefa upp beinan spurningalista, en það er hægt að benda fólki á ýmis þekkt merki. Það er t.d. ósjálfræði í drykkjunni, það er gleymskan, það er afréttarinn og þegar fólk fer að drekka í fleiri en einn dag. Það má benda á að til er spurningalisti hjá AA með I3 spurningum —og hann getur komið að gagni. Eiríkur: Það sem kemur fram eru einkum fimm atriði, sem við getum sagt að séu einkenni. Það er aukin drykkja — sem sagt aukin tíðni drykkju, það eru breytt drykkju- mynstur — breyting á drykkjusið- uni, það er þetta minnisleysi, sem Magnús minntist á, ,,black-out“, sem við köllum, það er afréttari, sem er mjög lúmskur. Það er mjög erfitt að átta sig á þessum alko- holistiska afréttara. Hann getur komið í formi verkjalyfja, róandi lyfja, hann getur komið í formi drykkju með mat í hádeginu eða kvöldið eftir, hann getur verið I mikilli drykkju pilsners eða maltöls — það er afréttari. Það er fyrst og fremst hugarástand mannsins og löngun hans í að losna við þessi höft sem hann upplifir þegar hann er i timburmönnunum og liann notar einhver hjálpartæki til að losna úr þeim. Hann getur ekki haldið það út að þjást af tinibur- mönnum og vill losna við þá. Það erekki þarmeðsagt aðviðkomandi hefji stífa drykkju strax morguninn eftir án þess að fara út úr rúminu. Fimmta atriðið er þegar þessi drykkja er farin að hafa umtalsverð áhrif á heimilislíf og atvinnu. DAGUR: Hvað ber maka alkó- hólista að forðast meðan hann er að drekka. Ber að forðast að predika, áminna, skammast eða hella niður áfengi? NN: Já, það er margt að varast og það er t.d. ekki lausn að hella niður áfengi, vegna þess að það er alls staðar hægt að fá það. Ein.nig nú verður að varast að rífast og skammast á meðan drykkjan stendur yfir. Og það þýðir ekki að fela vínið. Maður á líka að forðast að taka af þeim stjórnina, heldur láta þá taka ábyrgð á sínum gerð- um. Makarnir eiga líka að forðast að snúast of mikið I kringum alkó- hólistann. „Redda hlutunum", eins og sagt er. DAGUR: Magnús, verðurþú mikið var við alkáhólisma í þínu starfi sem lceknir á A kureyri? Magnús Ásmundsson: Já, mjög niikið. Þetta er geysilega algengur og oft kvalafullur og jafnvel lifs- hættulegur sjúkdómur. Það er álit- ið að a.m.k. tíundi hver karlmaður á góðum aldri þjáist af þessuni sjúkdómi. Það þýðir að á Akureyri eru a.m.k. 3-400 karlmenn sem þjást af alkóhólisma. Uni fjölda kvenfólks er ekki vitað, en fjöldi þeirra vex hröðum skrefum. Við, sem vinnum á spítalanum verðum mikið varir við þennan hóp og þeir sem vinna úti í bæ verða sjálfsagt ennþá nieira varir við hann. DAGUR: Eiríkur viltu lýsa þessum fjölskyldunámskeiðum sem hið haf- ið haldið? Eiríkur: Þessi námskeið eru fyrst og fremst ætluð aðstandendum alkó- hólista svo sem mökum, börnum, foreldrum, systkinum, vinum og atvinnurekenduni. Þessi námskeið eru viðurkenning á því, hversu gíf- urleg áhrif alkóhólismi eins í fjöl- skyldunni hefur á alla hina. Mark- mið námskeiðanna er, má segja í einu orði, fjölskylduvernd — eða, viðleitni í þá átt að hjálpa fjöl- skyldunni að komast aftur til eðli-' legs fjölskyldulífs, sem ekki er um að ræða, ef virkur alkóhólisti býr I fjölskyldunni. Þar getur ekki verið eðlilegt fjölskyldulíf. Það fjöl- skyldulíf er lamað, það er ófull- mægjandi fyrir alla sem búa þar. Það er martröð að búa við virkan alkó- hólisma. DAGUR: NN, þú hefur farið á svona námskeið, hvernig líkaði þér það sem þar kom fram? N.N.: Mjög vel. DAGUR: Telurðu að það Itafi hjálpað því fólki sem sótti nám- skeiðið? N.N.: Ja, ég get ekki sagt nema mina reynslu af því, en nániskeiðið hefur hjálpað mér geysilega mikið — það vakti mig til betra lífs. DAGUR: Heldurðu Magnús, að þetta eigi ekki við um ansi marga, sem fara á námskeiðið? Magnús Jónsson: Jú. það hefur verið látið mjög vel af þessuni námskeiðum. Þau eru búin að vera lengi í gangi í Reykjavík og hafa öðlast ákveðinn sess í bæjarlífinu. DAGUR: Það er sem sagt ekki nauðsynlegt að vera í „A l-anon “ eða „Al-ateen“? Eiríkur: Nei, ekki áður en farið er á námskeiðið, en svona námskeið er góð viðbót við fundarsókn í Al- anon og Al-ateen Við segjum öllum þeim, sem koma á þessi námskeið að þau eru ekki lausn á vandanum, heldur byrjun á því að læra að takast á við hann og að færa sitt daglega líf aft- ur i eðlilegt horf. Við göngum svo langt að segja að það getum við gert, hvort sem alkóhólistinn hættir að drekka eða ekki. Hins vegar Magnús Ásmundsson. sjáum við að það gerist í miklu fíeiri tilvikum, þar sem að t.d. maki virks alkoholista kemur á svona námskeið, að hann fer að tileinka sér það sem hann lærir. Sem af- leiðing af því, gerist það mjög oft, að alkóhólistinn ákveður að hætta drykkju og gerir viðeigandi ráð- stafanir til þess. Það er misjafnt hvað menn þurfa að gera, en a.m.k. vex áhugi þess drykkjusjúka til að losna undan þessum sjúkdómi. Magnús Jónsson: Við trúum því og erum sannfærðir um að alkóhól- ismi sé þríþættur sjúkdómur. Hann hafi líkamlega hlið, félagslega hlið og andlega hlið — eða sálræna. Öll þessi svið heilsunnar verða fyrir miklum áhrifum — vanheilsa á öllum þessum sviðum kemur ber- lega í Ijós. Varðandi orsakir, þá verðum við fyrst og fremst að við- urkenna að við vituni ekki hvað orsakar alkóholisma. En við höfum rnjög góðar leiðir með að hjálpa fólki til þess að ákveða sjálft hvort það þolir að neyta áfengis eða annarra vímugjafa. Það er í mínum huga nóg til þess að segja, og taka afleiðingum af því — ég er alkoholisti og get ekki notað víniu- gjafa. Það þýðir: ég þarf að finna aðrar leiðir til að ráða við mitt daglega líf — og við vituni hvaða leið er hægt að fara. Og þetta með orsakirnar, það vissulega leitar á hugann. Það eru uppi fullt af kenningum um þær víðs vegar um heiminn. Ein byggist á „biokem- iskum" kenningum, önnur á að þetta sé afleiðing af ýmsum geð- veilum, sem er kannske sú sem lengst hefur lifað hér á landi, eða afleiðing af skapgerðarveilum. Það hefur alla vega sýnt sig, að sú að- ferð — að nálgast þetta þannig — ber afskaplega lítinn, ef nokkurn, árangur. Persónulega er ég alveg sannfærður um að þetta sé alveg sjálfstæður sjúkdómur. Ekki af- leiðingaf neinuni öðrum sjúkdómi, né einkenni neins annars sjúkdóms. Þetta er sjúkdómur sem kemur í gegnum áfengisneysluna, en áfengisneyslan kemur ekki vegna einhvers annars sjúkdóms. Það hefur sýnt sig á alls kyns könnun- um að þetta gengur þvert á alls konar persónueiginleika, viljastyrk, greindarfar. Sem sagt að öll svona leit að ákveðinni orsök til að ein- falda málið hefur ekki borið ár- angur hingað til. En það er haldið áfram að leita. DAGUR: Hvaða einkenni má greina meðal barna sem eiga drykkjusjúkt foreldri? Magnús Jónsson: Drykkjuskapur foreldris eða foreldra hefur mjög alvarleg áhrif á börnin, það er staðreynd. Börnin forðast að taka félagana með sér heim þar sem þau búa við mikla spennu og erfiðleika. Þetta kemur fram I skólanámi þeirra og nánast alls staðar í lífi þeirra. Magnús Ásmundsson: Það má í þessu sambandi minnast á hjóna- skilnaöi. Þeir eru algengari þarsem áfengisvandamál er í fjölskyldunni. Þess vegna verður stór partur af bömum alkóhólista skilnaðarbörn, með öllum þeim afleiðingum sem skilnaður hefur í för með sér. DAGUR: Eiríkur, ef barn í skóla á við alvarleg hegðunarvandamál að etja, er þá reynt að grafast fyrir um það hvað veldur? Eiríkur: Ég veit að kennarar eru misvel undir það búnir og mis- viljugir að taka á þeim málum sem þeir telja að eigi rætur að rekja til fjölskyldulífsins. Það er mikið rætt um samvinnu skóla og heimila. Ég er sannfærður um að ef þessi sam- vinna væri meiri, þá væru meiri líkur til þess að það væri hægt að taka á þessum erfiðleikum barn- anna og ná árangri. Það sé mjög nauðsynlegt að kennarar og skóla- stjórar og þeir sem að vinna í skól- anum, viti og skilji að áfengis- vandamál heima fyrir gelur orðið til þess að börn verða ódæl. DAGUR: Hafa menn e.t.v. ekkigert sér nœga grein fyrir því? Eiríkur: Eg held ekki. Ég held að við höfum ekki gert okkur næga grein fyrir því og ekki viljað heldur horfast í augu við það og taka á vandamálinu. Sagt hefur verið að áfengisneysla sé „prívat mál“ og það megi bara enginn skipta sér af henni. Þetta sé einkamál viðkom- Umræða um áfengisbölið DA GUR: Er „A l-ateen “ ekki til hér á A kureyri? NN: Það er ekki ennþá, það er mikið verið að ræða uni það að stofna slíkt félag. Eirikur: Aðalmálið er þessi við- horfsbreyting sem er byrjuð að gerast. Með sama áframhaldi get- um við náð til fólks sem af óvark- árni, eða vegna skorts á upplýsing- um, hefur farið of langt út í vímu- gjafanotkun. Þegar þau mörk eru orðin vel þekkt og þegar öll þessi hindurvitni í sambandi við áfengisneyslu eru farin og stað- reyndir komnar í staðinn, þá mun fólk grípa miklu fyrr inn í og gera eilthvað í málinu. DAGUR: Magnús, svo við förum yfir í annað, fœrist það í vöxt, að fyrirtœki aðstoði starfsmenn í því að leita sér lœkninga gegn áfengissýki? Magnús Jónsson: Eg veil ekki til þess að fyrirtæki hafi aðstoðað menn, en fyrirtæki hafa stutt við menn sem hafa farið að leita sér lækninga. DAGUR: Aððstoðað þá t.d. þannig aðgreiða þeim launfyrir það tímabil sem það tekur að fara i meöferð? Magnús Jónsson: Það er óumdeil- anlegt að fyrirtæki eru skyldug að andi fjölskyldu! Þar verðum við að skipta um skoðun, því börnin eiga ekki skilið að alast upp við þetta. Magnús Ásmundsson: Mig langar að vekja athygli á því hvað það hefur orðið mikil hugarfarsbreyt- ing síðustu fimm til tíu árin. Nú hætt er að líta á alkóhólisma sem eitthvert feimnismál og það gerir nianni miklu léttara fyrir að takast á við alkóhólismann. Ég tel að þarna sé alveg byltingarkennd breyting seni þarna hafi átt sér stað og þetta vonleysi og ráðaleysi gagnvart alkóhólisma, sem ríkti fyrir fimm eða tíu árum síðan sé horfið að niestu. DAGUR: En af hverju breyttist þetta Magnús? Magnús Jónsson: Nú ég hygg að þaðhafi verið alkóhólistarnir sjálfir sem breyttu þessu. Þeir byrjuðu t.d. að reka meðferðarstofnanir, sem hafa skilað nijög góðum árangri. Annað sem er í gangi er á vegum ríkisins. DAGUR: „Al-alon“og „Al-ateen hvers konar félög eru þetta? NN: Al-anon fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur ættingja. og vina ofdrykkjumanna sem samhæfa reynslu sína styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginleg vandamál sín. Við trúum að drykkjusýki sé fjölskyldusjúkdómur og breytt við- horf geti stuðlað að heilbrigði. Fundir eru í Geislagötu 39, á mið- vikudagskvöldum kl. 21. DAGUR: Eru konur í meirihluta? NN.: Já. Við höfum ekki fengið neinn karlmann til lengri tíma í „AI-anon“. Þeir hafa komið en ekki stoppað neitt við. „Al-ateen“ er fyrir börn alkóhólista. Eiríkur Kagnarsson. borga laun ef starfsmaður fer í meðferð. Þetta er tekið sem venju- leg veikindi, og það eru viður- kenndar sjúkrastofnanir sem þeir fara á. Eiríkur: Það er kominn vísir að því sem við köllum „atvinnumálapro- gram“. SÁÁ hefur sem sagt tekið það upp á sína stefnuskrá að að- stoða fyrirtæki við að bregðast á viðeigandi hátt þegar vart verður við vanrækslu starfsmanns ef rekja má vanræksluna til áfengisnotkun- ar. Það er nú einu sinni svo að það fréttist yfirleitt ef um áfengisneyslu er að ræða og mánudagsveikin er sennilega frægust. Þá er hægt að grípa strax inní; ræða við manninn og gefa honum kost á að gera eitt- hvað í málinu. Hefja raunhæfar aðgerðir strax. DAGUR: Að fólk eigi að láta vita um alkóhólista á vinnustaö? Eiríkur: Ég held að vinnufélagar og aðrir eigi að reyna að fá viðkom- andi til þess að gera eitthvað í þessu máli. Það er engin lausn að reka manninn. Sú lausn er mjög dýr fyrir atvinnurekandann — mun dýrari en að gefa honum frí á launum, sem hann á reyndar rétt á ef hann fer í meðferð. Það þarf að endurhæfa nýjan starfsniann og setja hann inn í verkin, slíkt er kostnaðarsamt. Magnús Jónsson: Ef við notum tölurnar hans Magnúsar og segjum að 3-400 virkir karl-alkóhólistar séu hér á Akureyri, seni er fremur lágt reiknað, þá má gera ráð fyrir að 6-800 börn búi við áfengis- vandamál. DAGUR: Þá gœti verið að meðal- tali fjórða hvert harn í meðalbekk i grunnskóla úr fjölskyldu þar sem glímt vœri við alkóhólisma. Eiríkur: Já. Að vísu eru þetta ekki tölur sem eru fundnar út á íslandi, en þetta er fundið út úr rannsókn- um erlendis. Magnús Jónsson: Hvernig var könnunin sem Tómas og þeirgerðu síðast? Hver var tíðni alkóhólisma þar? Eiríkur: Það kom í ljós að á aldrin- um 20-24ra ára eru uni 96% karla sem neyta áfengis og 94% kvenna. Við getum ekki farið mikið hærra í neyslunni. Það gefur auga leið að við verðum að minnka þessa heildarneyslu. Finna leið til þess. Það er sannað í öllum samfélögum, að það er samhengi milli heildar- neyslunnar og fjölda alkóhólista. Og þeini mun meiri seni heildar- neyslan er, þeim niun fleiri verða sjúkir. Frá bannárunum. hefur þessi tala stigið jafnt og þétt. Við vitum ekki hve niikil áfengisneysl- an var á bannárunum. Það er heldur ekki gott að átta sig á hversu mikið bruggið er í dag. Magnús Ásmundsson: Þegar ég var í Svíþjóð að læra, neyttu íslend- ingar eins og hálfs liters af vínanda á mann, en Svíar þriggja lítra. Nú eruni við komnir langt yfir þrjá lítra, þrjátíu áruni seinna. Svíarnir eru þó fyrir ofan okkur ennþá. Ég vil bæta því við að ég held að við séum í stórkostlegri hættu að missa bjórinn inn í landið. Ég var staddur í Svíþjóð þegar breytt var til og farið að selja millisterkan bjór í öllum búðum og ég sá aldrei hverju það þjónaði, nema þá gróðahungri framleiðenda og búðareigendanna. En það sýndi sig á örfáum árufn að áfengisneysla unglinga og hús- rnæðra jókst gífurlega. Þá læddist alkóhólismi að heimavinnandi frúni, á hinn lymskufyllsta hátt. Þær keyptu eina bjórflösku lil þess að drekka yfir sjónvarpinu og eftir hálft til eitt ár þá voru þær tvær og seinna þrjár, fjórar bjórdósir og áður en menn vissu af höfðu þær ánetjast áfenginu. Magnús Jónsson: Mig langar til þess að minnast á hvað kven- alkoholistum fjölgarört hérá landi. DAGUR: Fœrist drykkjan líka neðar i aldursstigann ? Magnús Jónsson: Drykkjan færist neðar og neðar. Eiríkur: Ég get sagt að yngsta fólk sem verið hefur í meðferð hjá SÁÁ er fimmtán ára. DAGUR: Getum við slegiðþviföstu aðþessi tala mundi liekka enn meira ef við fœrum að flytja inn bjór? Eiríkur: Við gætum gert það. Við glímum við nógu alvarlegt mál fyrir. Ég hef að vísu ekki beinharð- ar tölur fyrir mér í því, en ég tel út frá nokkrum könnunum sem ég kann skil á, að um 70% 16 ára unglinga neyti áfengis. Það er greinilegt að byrjunaraldur áfengisneyslu er kominn niður í 12-13 ár. T.d. fyrir 20 árum þótti svipað þegar 16 ára unglingur byrjaði að nota áfengi eins og í dag þegar 12-13 ára unglingur byrjar á því. Þetta helst í hendur við svo margt annað. í uppbyggingu síð- ustu ára hefur ekkert verið gert I þessum málum með unglinguni, sem er virkilega þörf á. Magnús Ásnnindsson: Því fyrr sem fólk byrjar að neyta áfengis, því hættara er því við að verða alkó- hólistar. Það væri strax niikill ávinningur éf maður gæti frestað því um nokkur ár að fólk smakkaði vín. Þá minnkuðu líkur þess að verða alkóhólistar. Eiríkur: Það hefur sýnl sig að þeir alkóhólistar sem konia ungir til meðferðar, eiga erfiðara með að hætta að drekka en hinir. DAGUR: Svo við snúum okkuraft- ur að þessum námskeiðum sem við vorum að tala um áðan — það er sem sagt ekki nauðsynlegt að biða eftir að alkóhólistinn vilji gera eitt- hvað? NN: Nei. Það er ekki nauðsynlegt en það getur náttúrlega brugðið til beggja vona hvort námskeiðið verði til þess að alkoholistinn hættir. Fyrir því er engin trygging. En þessi námskeið eru aðallega uppbyggjandi fyrir aðstandand- ann. DAGUR: Að kenna þeim að lifa lífinu? NN: Að kenna okkur að lifa lifinu og takast á við lifið. Vegna þess að aðstandendur eru oft orðnir það sjúkir af ástandinu og þeir átta sig oft ekki á því hversu sjúkir þeir eru. DAGUR: Attu við það að þeir eru búnir að brynja sig gegn umheimin- um? Kona: Já, þeir eru búnir að loka sig inni og láta ekki neinn vita uni ástandið heinia — þetta er allt saman lokað. DAGUR: En ef ástandiðersvana, er þá ekki oft gifurlega erfitt að fá fólkið til þess að koma á námskeið- in? Eiríkur: Það hafa verið erfiðleikar í sambandi við það, en með aukinni fræðslu og með auknum skilningi og vilja til að takast á við þetta gengur það sífellt betur. Og þegar fleiri og fleiri hafa brotist út úr vítahringnum, hjálpar það til að losna við þessa leynd og hulu sem hvíldi yfir alkóhólisma. Reynsla okkar I Reykjavík var fyrst tor- tryggni gagnvart þessuni nám- skeiðum. en hún er löngu farin. Svo gjörsamlega, að við ráðuni ekkert við aðsóknina. Það er yfir ársbið eftir að komast að á þessi námskeið á kvöldin í Reykjavik og yfir hálft ár til að komast að á dagnániskeið- in en við erum með tvö í hverjum mánuði. Magnús Jónsson: Mig langar að vekja athygli á gildi meðferðar fyrir alkóhólistann og fyrir aðstandand- ann og hversu nauðsynlegt er að báðir aðilar fái sína meðferð. En best er að það gerist samhliða. NN: Ég vildi lika segja. að þegar maðurinn fer í meðferð. þá er nijög slæmt ef konan situr eftir heima. Þetta er vandamál beggja. en oft er það svo að fólk heldur að það sé bara alkóhólistinn seni þarf að fara í meðferð. En það er niisskilningur. Magnús Jónsson. Fólk verður að koma á fjölskyldu- námskeiðið og kynna sér hvað alkóhólismi er og hvaða áhrif hann hefur haft á heimilislífið. Eiríkur: Það er erfiðara fyrir konur að koma í meðferð, þær eru faldar í þjóðfélaginu. Það kemur líklega til af stöðu konunnar. Hún er meira inni á heimilinu, er niinna áber- andi. Það er líka sýnt mál að kon- unni gengur verr að ná sér frá alkóhólismanuni. Magnús Jónsson: Þær geta líka lengur haldið áfram. DAGUR: Hefur konan meiri, verri áthrif á börnin sem alkóhólisli heldur en karlmaðurinn? Eirikur: Það er erfitt að gera sér grein fyrir því. En hitt er staðreynd að það er ekki möguleiki á hlýju. góðu andrúmslofti. þar sem alkóholisti er virkur á heimili. Fjölskyldan gegnir því stóra hlut- verki að næra tilfinningar. Jafn- framt að læra að þekkja takmörk, hvað maður getur hleypt sér langt í tilfinningum. Það er augljóst mál. að þar sem drykkja er reglulegur viðburður. þar verður ekki þessi tilfinningalega „nánd“. Ég er sannfærður um að öll börn. þó þau séu í vöggu. verða fyrir áfrifum af drykkjuskap. Ég vil undirstrika að ef foreldrarnir ná samstöðu um það að laga sitt fjölskyldulíf. þá fvlgja krakkarnir nieð i því eins og hinu. Það er i flestum tilfelluni nóg fvrir krakkana. Þegar talað er um að börn alkoholista séu sérstakur áhættuhópur, að þeim sé hætt við að verða sjálf alkoholistar. þá er fyrst og frenist átt við þau börn. seni ekki upplifa batann i Ijöl- skyldunni nieðan þau eru ung. Magnús Jónsson: Það er mjög al- gengt i viðtölum við alkóhólisla og aðstandendur. að ef maður spvr um börnin. þá er sagt: „það er allt í lagi með mín börn. þetta hefur ekkert bitnað á þeim“. En börnin liafa ekki verið spurð um það hvaða áhrif þetta hafi haft á þau. Ef þau eru spurð, þá kemur allt annað fram. DAGUR: Hvernig þekkir maður alkoholista? Ef ég er staddur i sam- kvœmi, horfi yfir liópinn. hvernig þekki ég alkoholistann? NN:Égheld aðekki sé hægt að sjá það, vegna þess að þeir levna þessu svo. Ef ég t.d. fór út með mínum rnanni, þá drakk hann vel áður en hann fór, en það var ekki hægt að sjá það á honum í samkvæminu. En það er misjafnt, sumir drekka sig bara strax útúrfulla. en ég myndi ekki treysta niér til að sjá hver væri alkoholisti og hver ekki. nenia þá daginn eftir. Magnús Jónsson: Yfirleitt bvrjar alkoholistinn sina drykkju þegar hann kemur heim. NN: Drekkur jafnvel minna í sam- kvæminu heldur en aðrir. Segir jafnvel „nei takk", en bvrjar svo þegar heini kemur. Eiríkur: Það er rétl að taka það frani. að svona alhæfingar eiga takmarkaðan rétt á sér. Eins og revndar er koniið frani. geltt suniir lemprtið þetta í samkvæmuni og drekka þar fyrir utan. Laumusjúss- ttr eru rnjög algengir. Alkoholisti hefur t.d. með sér litinn pela og fer á klösettið til að drekka. Ef hann er staddur á vínveitingahúsi með mörgum böruni. þá fer hann á þá flesta. það er minna áberandi. Jafnvel þar sem fleiri en ein áfengisútsala er eins og i Revkja- vik, þá hafa menn niiklar áhyggjur af hvort afgreiðslufólkið sé farið að þekkja þá og skiptast á uni að fa. a í útibúin. Það eru öll hugsanleg brögð höfð i frammi til að levna nevslunni. Þetta er kannske ekki svo niikið aðalatriði. Aðalalriðið er. að ef maður sem hefur áhvggjur af sinni drvkkju fær að sjá þessi einkenni fvrir alkoholisliska drykkju þá eru likur á að hann fari að spvrja sjálfan sig. Það er mjög mikilvægt. að liver einasta mann- eskja seni nevtir áfengis. fvlgist nieð þvi. hversu niikil áhrif neyslan hefur. Þetta eru engin þung. skörp skil rnilli neyslu áfengis og alkð- hólisma. Þetta er þróun seni á sér stað og ég held það sé niikil ábvrgð að neyta áfengis og við verðum að kcnna fólki að fara með þá ábvrgð. Einniitt að spyrja sig svona spurn- inga: „Hvað er áfengisneysla min að gera mér“?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.