Dagur - 19.02.1981, Síða 6
Maharishl Mahash Yogi
Innhverf íhugun
Trancendental Meditation
Fundur verður í Möðruvöllum,
húsi Raunvísindadeildar M.A. kl.
20,30 miðvikudaginn 25. febrúar.
Fjallaö verður um áhrif íhugunar-
tækninnar á manninn og um-
hverfið.
Allir velkomnir.
íslenska íhugunarfélagið
Símar 16662 og 35646.
Innisundlaug
er heppilegri
— Eðlilegt að kanna boð Sjálfsbjargar, sem er í þann veginn
að hefja byggingu innisundlaugar
Samvinnu-
menn
Akureyrardeild K.E.A. boðar til fundar á Hótel
K.E.A. fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.00.
Rætt veróur stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar.
Hvaó vantar?
Hverju er ofaukið?
Hverju þarf að breyta?
Fjölmennið — Kaffiveitingar.
Stjórnin.
í greinargerð, sem íþróttaráð Akureyrar hefur sent frá sér segir að ráðið
telji að innisundlaug sé heppilegri í Glerárhverfi en útisundlaug, enda sé það
megintilgangur með byggingu sundlaugar í hverfinu að hún nýtist þar sem
skólasundlaug. Þetta álit ráðsins brýtur í bága við ákvörðun bæjaryfirvalda,
en ákveðið hefur verið að byggja 25 m. útisundlaug nálægt Glerárskólanum,
sem á að nota sem almenningslaug og kennslulaug.
„Samkvæmt reynslu hér á Akur- gengileg lausn hefur fundist á því
eyri hefur útilaug ekki verið
heppileg til sundkennslu fyrir börn
að vetrinum til og hafa margar til-
lögur verið athugaðar með breyt-
ingar á Sundlaug Akureyrar, í því
skyni að nýta útilaugina betur sem
kennslulaug. Allar þær tillögur í
þessa átt hafa beinst að því hvernig
hægt væri að byggja yfir útilaugina
eða hluta hennar yfir vetrarmán-
uðina svo kennsla gæti farið þar
fram fyrir barnaskólana. Engin að-
Slysavarnarfélagskonur Akur-
eyri. Aðalfundur verður í
Lundarskóla mánudaginn
23. febrúar kl. 8.30. Áríðandi
mál á dagskrá. Stjórnin.
I.O.O.F. 2— 1622208 Vi
Kvenfélagið Framtíðin heldur
fund mánudaginn 23.
febrúar kl. 8.30 e.h. í Dval-
arheimilinu Hlíð. Sýndar
rnyndir frá Grænlandi. Nýir
félagar velkomnir. Stjórnin.
□ Rún 59812207 = 5
Nýja bió sýnir í kvöld kl. 9
Óskarsverðlaunamyndina „í
næturhitanum" en sýning-
um á henni er nú að Ijúka.
Næsta mynd verður Lausn-
argjaldið Robert Sands
vinnur fyrir bandarísku
leyniþjónustuna. Hann er
nýkomin frá Austurlöndum,
en þar hefur hann staðið í
stríðu, bæði í atvinnu og
einkalífi. Yfirmaður hans,
Miles kallar Robert á sinn
fund, og skýrir honum frá
dularfullum mannslátum
leyniþjónustumanna í
Utah-fylki. Maður að nafni
Ely hefur tekið myndir af
fljúgandi furðuhlut, og er
leyniþjónustan sendi sína
menn til að kanna málið,
hurfu þeir, án þess að gera
komið upplýsingum til að-
alstöðva. Miles hefur
ákveðið að senda Robert til
Ytah til að komast að hinu
sanna.
Laugalandsprestakall. Messað á
Munkaþverá sunnudaginn
22. febr. kl. 13.30, Hólum 1.
mars kl. 13.30 og Saurbæ
sama dag kl. 15.30. Sóknar-
prestur.
Akureyrarkirkja messað n.k.
sunnudag kl. 2 e.h. Biblíu-
dagurinn. Sálmar nr. 213,
300, 294, 295, 299. B.S.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudag kl. 11
f.h. öll börn velkomin.
Sóknarprestur.
Svalbarðskirkja sunnudaga-
skóli n.k. sunnudag kl. 11
f.h. Fermingarbörn mæti
klukkutíma fyrr. Sóknar-
prestur.
Grenivíkurkirkja Guðsþjónusta
n.k. sunnudag kl. 2 e.h.
Sóknarprestur.
Hálsprestakall. Guðsþjónusta á
Hálsi n.k. sunnudag 22. febr.
kl. 14.00. Sóknarprestur.
Frá Stærra-Árskógskirkju. Fyrir
rúmu ári síðan bárust sókn-
arnefnd gjafir til minningar
um Kristján H. Jensson frá
Stærra-Árskógi. Gefendur
voru eftirlifandi eiginkona
hans, Valborg Gunnarsdótt-
ir og synir þeirra, og
tengdaforeldrar Helga Jóns-
dóttir og Gunnar Níelsson.
Óskuðu þau þess, að gjöf-
unum mætti verja til lýsing-
ar á leiðin í kirkjugarði
Stærra-Árskógskirkju. Leit-
að var til Lionsklúbbsins
Hræreks hér í sveit um
framkvæmdir, er fúslega
varð við þeirri málaleitan
með þeim árangri, að fyrir
síðustu jól varð leiðalýsingin
að veruleika, Ijósakrossar
með 10 litlum perum. Vakti
þetta framtak almenna
ánægju sóknarbarna. Á síð-
asta safnaðarfundi var
stofnaður sjóður til kaupa á
nýju kirkjuorgeli, en þess
var talin full þörf. Hafa
þegar verulegar upphæðir
borist. Hér gefst velunnur-
um kirkjunnar tækifæri til
að veita góðu málefni lið-
sinni. Gjöfum í sjóðinn veit-
ir viðtöku Kristján Vigfús-
son Litla-Árskógi.
Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9
gamanmyndina C.H.O.M.-
P.S. sem er mynd fyrir alla
fjölskylduna. Mikill
innbrotafaraldur geisar í
borg nokkurri og hefur lög-
reglan og íbúarnir miklar
áhyggjur af gangi mála. Bri-
an Foster hefur fundið upp
nýtt öryggiskerfi sem hann
kallar Hundavarnarheimil-
iskerfið eða Hvahk. Hann
reynir að koma því á fram-
færi en fær fremur dræmar
undirtektir í fyrstu.
ív both takc theiPíobs scriot
Kl. 11 sýnir bíóið myndina
Ekki er allt sem sýnist, með
Burt Reynolds og Chather-
ine Ceneuve 1 aðalhlutverk-
um. Phil Gaines er falið að
rannsaka lát stúlku, sem
fundist hefur í fjörunni við
Maibu-hverfi. Þetta erdóttir
Hllingerhjónanna, en hún
hefur ekki búið hjá foreldr-
um sínum árum saman.
Qmm
Náttúrugripasafniö. Sýningar-
salurinn opinn á sunnudög-
um kl. 1-3 sd. Tekið á móti
hópum utan þess tíma. Haf-
ið samband við gæslumann-
inn, Kristján Rögnvaldsson,
í síma 24724.
máli,“ segir orðrétt í greinargerð
íþróttaráðs.
Eftir að hitaveita kom til sög-
unnar var hitastig laugarinnar
hækkað, fyrst og fremst í þeirri trú
að þessi hitagjafi væri ódýrari en
rafmagnið, sem áður var notað.
Hitakostnaður hefur þrátt fyrir
þetta aukist verulega, fyrst og
fremst vegna aukinnar vatns-
notkunar þar sem laugin er nú
óskipt allt árið og vegna hækkunar
á hitastigi hennar. Áætlaður
kostnaður vegna notkunar á heitu
vatni er alls 38 milljónir. Rekstrar-
kostnaður sundlaugarinnar án við-
halds og endurbóta er áætlaður 153
milljónir króna, en tekjur 148
milljónir króna. Með tilkomu
nýrrar almenningslaugar má ætla
að rekstur sundstaðanna allt að því
tvöfaldist, en aðsókn aukist hins
vegar ekki að sama skapi.
Telur íþróttaráð því byggingu
útilaugar fyrir almenning ótíma-
bæra og kostnaðarsama. Hvað
varðar staðsetningu útisundlaugar í
Glerárhverfi telur ráðið að hún
þurfi endurskoðunar við. Ef byggja
á sundlaug við Glerárskóla, leggur
það til að byggð verði innilaug, sem
hægt er að nota sem kennslulaug
fyrir alla aldursflokka utan Glerár.
„Þá hefur íþróttaráði verið bent á
að Sjálfsbjörg sé í þann veginn að
hefja byggingu innisundlaugar fyr-
ir starfsemi sína og hafði boðið
bænum afnot af henni fyrir skóla-
sund. íþróttaráð telur sjálfsagt og
eðlilegt að kanna hvort hagkvæmt
sé að taka þessu boði,“ segir að
lokum í greinargerð íþróttaráðs
Akureyrar.
Tapaði tæpum
10OO krónum
Á þriðjudagskvöldið tapaði ung
menntaskólastúlka svörtu pcninga-
veski með tæpum 1000 krónum.
Hún fór í mióbæinn á þriðjudag til
að ná í kaupið sitt, en stúlkan vinn-
ur aukavinnu með skólanum. Vesk-
ismissirinn er því tilfinnanlegur
fyrir stúlkuna.
Það var um kl. 19 um kvöldið að
stúlkan fór upp kirkjutröppurnar,
eftir að hafa litið við í sælgætis-
verslun í miðbænum. Stúlkan fór
upp Þingvallastræti, eftir Byggða-
vegi og hluta af Hrafnagilsstræti.
Eins og fyrr segir er veskið svart, í
því eru skilríki gömul mynt (þ.e. frá
næst síðustu myntbreytingu) s.s.
rauður tíukrónuseðill og fleira.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
um að hafa sanrband við lögregl-
una eða stúlkuna.
Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug viö andlát og jarðarför
ÞÓREYJAR STEINÞÓRSDÓTTUR,
Ránargötu 31, Akureyri.
Steinþór Jensen, Elín Guðjónsdóttir,
Vilheim Jensen, Jakobína Gunnarsdóttir,
Baldur Þórisson, Erla Beck,
Kolbrún Þórisdóttir, Aðalsteinn Gunnarsson,
Magnús Þórisson, Árdís Svanbergsdóttir.
Þökkum af alhug alla þá samúð og vináttu er okkur var auðsýnd
við andlát og útför
KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR,
frá Syðra-Hvarfi,
Helgamagrastræti 49, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsliði gjörgæsludeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir mjög góða umönnun.
Böðvar Tómasson.
Tómas Böðvarsson, Ragnheiður Stefánsdóttir
og sonarsynir.
Eiginmaður minn, faðir, stjúpi og tengdafaðir
JÓN INGIMARSSON,
formaður Iðju félags verksmiðjufólks Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 21. febrúar
kl. 13.30.
Hreiðar Jónsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir,
Hólmfríður Jónsdóttir, Gelr Friðbergsson,
Ingimar Jónsson, Agnes Löve,
María Jónsdóttlr, Árni Steingrímsson,
Saga Jónsdóttlr, Þórir Steingrímsson,
Hekia Gelrdal, Guðmundur Ásgeirsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
SNORRA ARNGRÍMSSONAR,
Karlsrauðatorgi 18, Dalvfk.
Kristín Júlíusdóttir,
Júlfus Snorrason, Aðalbjörg Árnadóttir,
Snorrl Snorrason, Anna Björnsdóttir,
María Snorradóttlr, Símon Ellertsson,
Ingigerður Snorradóttlr, Sturla Kristjánsson,
Valdimar Snorrason, Ágústfna Jónsdóttlr,
barnabörn og barnabarnabörn.
6.DAGUR