Dagur - 24.02.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 24.02.1981, Blaðsíða 7
 Nýkomið Skipagötu 5 sími 22150 Hluti mótsstjómar á blaðamannafundi fyrir helgina t.f.v.: Þoibjörg Ingvadóttir, Edda Hermannsdóttir, Björn Sverrisson, Gunnar Jónsson og Garðar Lárusson. Mynd: H. Sv. Atvinna Viljum ráöa nokkrar stúlkur til ýmissa starfa nú þegar. Upplýsingar gefa verkstjórar í síma 21466. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co h.f. Atvinna Óskum að ráða stúlku til afgreiðslustarfa. Heilsdagsstarf. Æskilegt að viðkomandi hafi áður starfað í verslun og geti hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar fást á skrifstofunni, ekki í síma. @Bók | '%/Ql Kaupvangsstræti 4, Akureyri ítalskir skór, Kjólar, Blússur (fínar) Síðar peysur, Sokkabuxur, Pils, Velúrpeysur, Belti, Skrautmunir, Nælur, hálsfestar, kambar og fleira. Skíðafólk Reiknaðu með Chaplín Eins og Dagur greindi frá fyrir helgina hefur verið ákveðið að Landsmót skáta 1981 verði haldið í Kjarnaskógi dagana 26. júli-2. ágúst. Landsmót skáta hefur ekki verið haldið fyrir norðan sfðan 1959, en þá var það haldið í Vaglaskógi. Skátar á Akureyri gerðu tilboð í mótið 1978 og mótsstjórn hefur starfað síðan í janúar 1980. Hún hefur meðal annars gefið út tvö tölublöð af málgagni Landsmótsins 1981 sem ber heitið Kjarni. Raunar má segja að allur undirbúningur sé vel á veg kominn. Hannað hefur verið merki Landsmótsins og var það Valgarður Frímann sem það gerði. Landsmótið verður haldið und- irkjörorðinu Nýr heimur nýtt líf og ekki að ófyrirsynju, því í Kjarna er gert ráð fyrir að rísi um eitt þúsund manna þorp, sjálfstætt um flesta hluti. Þar verður vatnsveita, raf- veita, símakerfi og símstöð, sorp- hreinsun, verslanir, pósthús og banki, svo eitthvað sé nefnt. Gönguskíði, 6 gerðir u ubönd, 5 gerðir Gönguskór, mjög vandaðir Unglingaskíði, mjög ódýr Barnaskíðasett frá kr. 177.60 Stredc-buxur, ný sending. Brynjólfur Sveinsson h.f. Mótsgjald verður 725 krónur, en veittur er 25% afsláttur á hvert systkini umfram það fyrsta. Inni- falið í mótsgjaldi er fullt fæði allan mótstímann, mótsmerki og öll sú þjónusta sem mótið veitir þátttak- endum. Sérstakt tryggingagjald kr. 150 skal greiða um leið og þátt- tökutilkynning er afhent farar- stjórum hvers félags. Erindreki mun heimsækja öll skátafélög á landinu, sem eru 35, og mótið. Dagskrá mótsins verður mjög fjölbreytt og meðal þess sem boðið verður upp á eru tveir varðeldar fyrir almenning og heill dagur sem allir eru velkomnir að heimsækja mótið og kynnast skátastarfinu. Erlend skátafélög hafa mörg hver sýnt mótinu mikinn áhuga og er gert ráð fyrir skátum erlendis frá. Svamphúsgogn Ódýrt - Vandað Seljum svampsófa, eins og tveggja manna, meó og án rúmfatageymslu. Ennfremur svampstóla og margt fleira úr svampi. Áklæði aó eigin vali. 0 Efnaverksmiðjan SJOFN SIMI 21400(220). Mjólkurinnlegg: Mánaðarleg greiðsla Framleiðsiuráð landbúnaðarins ákvað á fundi sínum 23. janúar s.l. útborgunarhlutföll vegna mjólkurinnleggs í ár. Tvo fyrstu og tvo síðustu mánuði ársins verður greitt 85% af grund- vallarverðinu. Mánuðina mars, apríl, maí og september verður út- borgunin 75%, í október þá verður útborgunin 80%, aðra mánuði árs- ins verður útborgunarhlutfallið 65%. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um endanlega greiðslu á mjólkurverðinu, hvort ákveðin krónutala verði greidd eða greiðsl- an verði ákveðið hlutfall af út- borguninni. Hvernig sem það verður ákveðið, þá munu mjólkurframleiðendur fá mun meira fyrir vetrarmjólkina en þá mjólk sem lögð verður inn sum- armánuðina. Markvisst mun verða unnið að því á næstu árum að ná meiri jöfnuði í mjólkurframleiðsl- unni. Á síðast liðnu ári var mesta innlegg í júní, þá tóku mjólkur- samlögin á móti ll,8 milljónum lítra, en í nóvember var innleggið aðeins 6,6 milljónir lítra. í Svíþjóð er munurinn á mesta og minnsta mánaðarinnleggi 30%. Það er besti árangur, sem náðst hefur á Norð- urlöndum. ÞORP RÍS í KJARNASKOGI Handbók bænda í síðastliðinni viku kotn út hjá Búnaðarfélagi íslands 31. ár- gangur Handbókar bænda. Nýr ritstjóri tók við bókinni s.I. haust, var það Ólafur R. Dýr- mundsson, landnýtingarráðu- nautur Búnaðarfélagsins. í formafa að bókinni skrifar Ólafur m.a.: „Reynt hefur verið að hafa efni Handbókarinnar sem fjölbreyti- legast, en áhersla er lögð á ýmiss konar handbókarupplýsingar, í texta og töflum, um hinar fjöl- mörgu greinar landbúnaðar. Þann- ig hefur bókin verið færð nær því formi, sem hún var í upphaflega. Margir nýir þættir hafa verið teknir upp, en annað efni endurskoðað. Svo sem fram kemur í efnisyfirlit- inu hafa verið gerðar nokkrar breytingar á niðurröðun og kafla- skiptingu, og leitast hefur verið við að dreifa auglýsingum um bókina með hliðsjón af efninu. Sjaldan hefur verið jafnmikið efni í Handbókinni og nú, en hún er466 blaðsíður. BREYTING Á ÁÆTLUN DRANGS Frá og með deginum í dag verður sú breyting á áætlun Drangs að skipið fer frá Akureyri kl. 07 og frá Siglufirði, áleiðis til Akureyrar, kl. 15. Þau skipti sem skipið fer til Grímseyjar mun það fara frá Siglufirði til Grímseyjar og þaðan beint til Akureyrar, með viðkomu í Ólafsfirði og Hrísey, en ekki Siglu- firði eins og venja hefur verið. Áætlunarferðir Drangs eru á þriðjudögum og fimmtudögum. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.