Dagur - 05.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 05.03.1981, Blaðsíða 1
EmmBSBœam 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 5. mars 1981 ■■■■■■ 19. tölublað bhhbbbhbi TRÚLOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI KodaK HEIMAMENN EINHUGA UM KAUPÁTOGARANUM Togarakaupamálið til Þórs- hafnar og Raufarhafnar hefur enn ekki hlotið endanlega af- greiðslu, sem kunnugt er, en undanfarið hafa gengið bréf milli ríkisstjórnarinnar og Framkvæmdastofnunar um mál- ið. Heimamenn eru hins vegar einhuga um togarakaupin og kemur það Ijóslega fram í skeyti til ríkisstjórnarinnar sem samið var á sameiginlegum fundi hreppsnefnda í Sauðanes-, Svalbarðs- og Þórshafnarhreppi og stjórnar Verkalýðsfélags Þórshafnar, sem haldinn var 22. febrúar s.l. Undir skeytið rita 17 forráðamenn hreppanna og félagsins og fer skeytið hér á eftir. „Sameiginlegur fundur hrepps- nefnda í Sauðanes-, Svalbarðs- og Þórshafnarhreppi og stjórnar Verkalýðsfélags Þórshafnar sam- þykkir svohljóðandi ályktun til ríkisstjórnar Lýðveldisins íslands: Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að hún standi við bókun sína frá 1. ágúst 1980, þar sem segir, að ríkisstjórnin heimili kaup á notuð- um erlendum togara sem gerður verði út sameiginlega af aðilum á Þórshöfn og Raufarhöfn, og taki að sér að útvega fjármagn til kaupanna. Fundurinn átelur harðlega þann skrípaleik, er sviðsettur hefur verið af einstökum aðilum vegna togara- kaupa Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga. Kalskemmdir í túnum í vor? Fregnir hafa borist af því að á ýmsum stöðum landsins væru menn uggandi um það að eiga mætti von á kalskemmdum í tún- um í vor vegna kuldanna í vetur. Reynslan er sú að í kalárum eykst grænfóðurrækt, enda mæta menn kalskemmdum gjarnan með því að sá í skemmdirnar, t. d. höfrum. Fundarmenn hafa fram til þessa staðið í þeirri góðu trú, að Fram- kvæmdastofnun ríkisins og Byggðasjóður séu stofnanir stjórn- valda til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, en ekki til að setja á svið skollaleiki, þar sem tekist er á um pólitíska hagsmuni einstakra manna, en byggðasjónarmið að engu höfð. Fundarmenn hafa einnig staðið í þeirri góðu trú, að landinu væri stjórnað af Alþingi og ríkisstjórn, en ekki af misjafnlega vönduðum fjölmiðlastarfsmönnum. Að lokum ítrekar fundurinn þá áskorun sína til ríkisstjórnarinnar, að hún hlaupist ekki uandan ábyrgð í málinu og standi vörð um byggð á Norðausturlandi." Skemmdar- verk unnin í Kjarna Um síðustu helgi var brotin rúða i húsnæði skógræktar- innar í Kjarna. Einnig var stolið dráttarvél úr véla- geymslu og fannst dráttar- vélin óskemmd hjá Brunná s.l. laugardag. Þetta eru ekki einu skemmd- arverkin í Kjarna, því þriðju- daginn 24. s.l. mánaðar var til- kynnt um að brotnar hefðu verið sex rúður í húsnæðinu. Allir þeir sem einhverja vitn- eskju hafa um óeðlilegar mannaferðir í Kjarna aðfarar- nótt s.l. laugardags, eða vita eitthvað um rúðubrotin þann 24. febrúar, en beðnir um að snúa sér nú þegar til rannsókn- arlögreglunnar á Akureyri. Dráttarvelin, sem stolið var, er nr. Ad-926, rauð af gerðinni Zetor. Á dráttarvélinni eru ámoksturstæki. „Pæld’íðí“ á Norðurlandi Nú er afráðið að Alþýðuleik- húsið fari í leikferð um Norður- land með leikritið „Pæld’íðí“, sem sýnt hefur verið undanfarið í skólum á Reykjavíkursvæðinu við mjög góðar undirtektir. Leikritið fjallar sem kunnugt er um ástir og kynlif unglinga og þykir að margra mati góð viðbót við kynlífsfræðslu í skólum, sem þykir heldur bágborin. Leikferðin hefst sunnudaginn 15. mars með því að hópurinn kemur til Akureyrar og hefur komið til tals að verkið verði kynnt lítilsháttar einhvers staðar þar sem von er á mannsöfnuði þann dag t. d. í Hlíðarfjalli. Sýningar hefjast svo á Húsavík 16. mars og þaðan verður farið í Hafralækjarskóla, Stóru-Tjarnarskóla og að Laugum. Sýningar verða svo á Akureyri 18. og 19. og á Dalvík 20. mars. Síðan verða sýningar á Sauðárkróki sunnudaginn 22. niars. og á Reykj- um í Hrútafirði mánudaginn 23. Samtals verða þetta ellefu sýningar á átta dögum. Metár hjá Ríkisskip Vöruflutningar ársins 1980 eru þeir mestu í þau 50 ár, sem Skipaútgerð ríkisins hefur starfað. Alls voru flutt 74,758 tonn, sem er 26,1% aukning frá síðasta metár, sem var 1979. Þrjú skip voru í fullum rekstri allt árið: Hekla, Esja og norska leiguskipið Coaster Emmý. Auk þessara skipa annaðist flóabát- urinn Baldur fyrstu 9 mánuði ársins, flutninga til Breiðafjarð- arhafna og Vestfjarðarhafna. Þetta kemur fram í vöruflutn- ingaskýrslu S. r. fyrir árið 1980, en þar segir einnig að nýir samningar hafi verið gerðir við millilanda- skipafélögin og jukust flutningar fyrir þau verulega. En heildar- flutningar S. r. hafa aukist ár frá ári svo aukningin milli 1979 og 1980 er ekkert einsdæmi. T.d. voru heild- arflutningamir árið 1978 ‘tæp 50 þúsund tonn og flutningar milli ára hafa aukist að meðaltali um 23,5% á ári. Ferðirskipannaeru34fleiri 1980 en 1979, aðallega þar sem Coaster Emrny var í fullum rekstri allt árið 1980 en hálft árið 1979. Hekla og Esja misstu enga ferð úr áætlun 1980 og því verða hærri flutningar á skip raktir til fjölgunar ferða, en jafnframt varð nokkur minnkun ef miðað er við flutt tonn í ferð. Flutt tonn á siglda sjómílu eru fleiri 1980 en 1979. Alls voru fluttir 672 far- þegar árið 1980 en 580 árið áður. EYÐILEGGUR BRESKA BENSINIÐ BÍLVÉLAR? Allmargir bílaeigendur á Akureyri hafa orðið þess varir i vetur, að bensín hafi komist i smurolíu bila þeirra. Þetta er ekki óþekkt fyrir- bæri þegar um er að ræða vissar tegundir blla og slitnar vélar, en samkvæmt upplýsingum ýmissa aðila á verkstæðum og smur- stöðvum hefur borið óvenjumikið á þessu í vetur og telja menn að kuldanum sé ekki einum um að kenna, heldur eigi breska bensín- ið, sem nú er flutt til landsins, einhvern hlut að máli. Svo sem kunnugt er hefur bílabensín verið flutt inn frá Sovétríkjunum undanfama ára- tugi og reynst vel. Menn velta því nú fyrir sér hvort sovéska bensín- ið henti á einhvern hátt betur vetrarveðráttu á íslandi og einn viðmælenda Dags sagði þessu til skýringar, að „Bretar aki almennt ekki í Síberíuloftslagi.“ Aðrir leiða að því getum hvort breska bensínið geti verið eitthvað gallað. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að bensínblönd- uð smurolía er nánast óhæft smurningsefni og getur farið mjög illa með og jafnvel eyðilagt vélarnar á tiltölulega skömmum tíma. Mörgum finnst það líka kaldhæðnislegt, ef raunin ersú að breska bensínið henti okkur verr en það sovéska, en sé jafnframt mun dýrara. Fólk er hvatt til að athuga smurolíu á bílum sínum, því það leynir sér vart ef bensín hefur komist 1 olíuna. Yfirborð olíunn- ar hækkar, eða lækkar minna á bílum sem brennt hafa olíunni, og lyktin verður öðruvísi. Wmm AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 RITSTJÓRN: 'W' Ofi 93907 Mi wMi%r m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.