Dagur - 05.03.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 05.03.1981, Blaðsíða 7
Bílstjórafélag Akureyrar: Af gefnu tilefni Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Strandlíf með Glynnis O’Connor og Sey- mor Cassel í aðalhlutverk- um. Sagan gerist á strönd- inni meðal unga fólksins, sem þar heldur sig. Það dansar, spilar, leikur sér í sjónum og elskast. Kl. 11 sýnir bíóið myndina Svarta beltið sem er spennandi karatemynd með Jim Kelly í aðalhlutverki. Nýja bfó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Bragðarefirnir með Bud Spencer og Ter- ence Hill í aðalhlutverkum. Charlie (Bud Spencer) á flutningabíl, sem hann elsk- ar öllu ofar. Hann sefur og starfar í vagninum. Ekki er langt síðan Charlie fór að stunda heiðarlega atvinnu. Árum saman starfaði hann í spilavítum Paragulis hins gríska, frægasta fjárglæpa- manns Bandaríkjanna. Charlie er öllum hnútum fjárhættuspilamennskunnar kunnugur. Þegar leyniþjón- ustuarmur bandaríska sjó- hersins ákveður að láta til skara skríða gegn hinum al- ræmda Paragulis, er Charlie sá aðili, sem álitið er að hafi ráð undir hverju rifi, Ungur liðsforingi (Terence Hill) í sjóhernum er valinn sam- starfsmaður Charlies. Sá er fullur af klækjum, og fyrr en varir er Charlie flæktur í margslunginn köngulóarvef. Erfitt reynist þó að hafa hendur í hári Paragulis og félaga hans. Grikkinn al- ræmdi hefur fast aðsetur um borð í lystisnekkju nokkurri og rekur þar spilavíti við góðar undirtektir. Af gefnu til efni og vegna ríkjandi misskilnings um atvinnuréttindi og atvinnuvernd, vill Bílstjórafélag Akureyrar upplýsa eftirfarandi: Þann 21. nóvember 1979 var gefin út reglugerð af Samgöngu- ráðuneyti íslands um hámarks- fjölda íeigubifreiða til sendiferða- aksturs á félagssvæði Bílstjóra- félags Akureyrar. Önnur grein reglugerðarinnar hljóðar svo: Fjöldi leigubifreiða til sendi- ferðaaksturs takmarkast við töluna 10 sbr. þó 8. gr. laga nr. 36 frá 9. maí 1970. Tölu þessa má endurskoða á 2ja ára fresti. Áður en ákvörðun er tekin um nýja hámarkstölu, skal leita umsagnar Bílstjórafélags Ak- ureyrar og bæjarstjórnar Akureyrar. Þegar árið 1978 var þessari hámarkstölu náð og jafnframt fékkst reynsla á hámarksþörf sendibíla í bænum. Á svipuðum tíma fjölgaði alls- konar kerrum og aftanívögnum, sem sumir hverjir hafa verið not- aðir við ýmis þau verkefni, sem við höfðum atvinnu af áður. Vegna þessa viljum við benda á 3. gr. áðurnefndrar reglugerðar svohljóðandi: Leiguakstur telst, þegar sendi- bifreið er seld á leigu ásamt öku- manni til flutninga á vörum fyrir tiltekið gjald, þar sem ökumaður eða eigandi bifreiðarinnar er Margrét Bóasdóttir, sópran- söngkona og Ulrich Eisenlohr píanóleikari halda tónleika í Borgarbíói á Akureyri laugar- daginn 7. mars, og hefjast tón- leikarnir kl. 17. Á efnisskránni, sem er mjög fjölbreytt, verða lög eftir Purcell, Brahms, Sibelius, Kaldalóns, Mussorgsky, Puccini og Cilea. hvorki eigandi, seljandi né kaup- andi vörunnar, sem flutt er. / lögum nr. 36 frá 9. maí 1970 segir svo í lok 3. gr.: I þeim kaupstöðum, þar sem viðurkenndar sendibifreiðastöðvar eru starfandi, skal öllum óheimilt að stunda leiguakstur (eða taka gjald fyrir akstur, hvort sem er á tengivagni eða farangursrými bif- reiðar) utan stöðvar eða frá stöð, sem ekki er viðurkennd. / sömu lögum segir svo í 8. gr.: Þegar heimild til takmörkunar er veitt sbr. 2. gr. 4. gr. og 6. gr. er óheimilt að skerða atvinnuréttindi þeirra manna, sem á lögmætan hátt stunda leigubifreiðaakstur og eru fullgildir félagar í hlutaðeigandi stéttarfélagi, þá er takmörkun hefst. Að lokum segir i 11. gr.: Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, sem samkvæmt þeim verða settar, varða sektum frá 500-20.000 krónum, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum og skal farið með mál út af brotum á lögum þessum að hætti opinberra mála. Akureyri, 20. febrúar 1981. F. h. Bílstjórafélags Akureyrar, Gústaf R. Oddsson, Eggert Jónsson, Kristján Grant, Þóroddur Gunnþórsson, Bjarni Jónsson, Örlygur Axelsson, Steinar Baldursson. Margrét, sem nú er búsett í Þýskalandi, hefur lagt sund á söngnám við háskólann í Heidel- berg og Stuttgart. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum í Þýskalandi, og haldið sjálfstæða tónleika hér heima og sungið fyrir útvarpið. Aðgöngumiðasala fer fram í Borgarbíói 1 klst. fyrir auglýstan tónleikatíma. Tónleikar á laugardag Húsavík Netagerðarmaður óskast Áformaö er að setja upp netagerðarverkstæði, veióarfæragerð á Húsavík. Óskað er eftir neta- gerðarmanni til að taka að sér eða starfa við slíkt fyrirtæki á Húsavík. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni sími 96-41222. Bæjarstjórinn Húsavík. Húsnæði óskast Fjórðungssjúkrahúsið óskar eftir að taka á leigu •íbúðir eða raðhús, til afnota fyrir starfsfólk sjúkrahússins. Upplýsingar gefur Friðrik Friðjónsson í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. BILARAFMAGN ÖLL ÞJONUSTA VARÐANDI RAF- KERFIBIFREIÐA LALTKltXATOltUl J norðurljós sf. RAFLAGNAVERKSTÆÐI FURUVÖLLUM 13 SiMI 21669 DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.