Dagur - 05.03.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 05.03.1981, Blaðsíða 4
nMOLm Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAG3 Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Heimamenn vilja togarann Ein þeirra röksemda sem færð hefur verið fram gegn kaupum á togaranum til Þórshafnar er sú, að heimamenn séu andvígir kaupun- um. Það rétta í málinu er hins vegar það, að einstaka menn hafa lýst sig andvíga því að Norður- Þingeyingar fái togara, en stærsti hluti íbúanna er fylgjandi kaupun- um. Það segir nokkra sögu, þegar 17 forráðamenn þriggja hreppa á staðnum og eins verkalýðsfélags halda sameiginlegan fund og skora á ríkisstjórnina að standa við gefín loforð í þessum efnum. Fundur þessi var haldinn 22. febrúar og að honum stóðu hreppsnefndir Sauðanes-, Sval- barðs- og Þórshafnarhrepps, auk stjórnar Verkalýðsfélags Þórs- hafnar. f skeyti sem fundurinn sendi ríkisstjórninni segir á þessa leið: „Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hún standi við bókun sína frá 1. ágúst 1980, þar sem segir, að ríkisstjórnin heimili kaup á notuðum erlendum togara sem gerður verði út sameiginlega af aðilum á Þórshöfn og Raufarhöfn, og taki að sér að útvega fjármagn til kaupanna. Fundurinn átelur harðlega þann skrípaleik, er sviðsettur hefur ver- ið af einstökum aðilum vegna togarakaupa Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga. Fundarmenn hafa fram til þessa staðið í þeirri góðu trú, að Fram- kvæmdastofnun ríkisins og Byggðasjóður séu stofnanir stjórnvalda til að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins, en ekki til að setja á svið skollaleiki, þar sem tekist er á um pólitíska hagsmuni einstakra manna, en byggðasjón- armið að engu höfð. Fundarmenn hafa einnig staðið í þeirri góðu trú, að landinu væri stjórnað af Alþingi og ríkisstjórn, en ekki af misjafnlega vönduðum fjölmiðlastarfsmönnum. Að lokum ítrekar fundurinn þá áskorun sína til ríkisstjórnarinnar, að hún hlaupist ekki undan ábyrgð í málinu og standi vörð um byggð á Norðausturlandi.“ Augljóst ætti að vera af þessu, að það stendur ekki á heima- mönnum í togarakaupamálinu. Varla þarf heldur að óttast það að þeir standi sig ekki við útgerð hans, svo mjög hafa þeir verið brýndir með hvers kyns brigslum um aumingjaskap, þó ekki komi annað til, s. s. það að þetta er upp til hópa dugnaðarfólk. Egilsdóttur og þættir úr leiknum Óvitum eftir Guðrúnu Helgadótt- ur. Auk þess að vekja kátinu, þá hefur þessi sýning boðskap að flytja, sem er vel við hæfi á árinu 1981, sem heigað er fötluðu fólki. Leikstjórinn, Guðrún Alfreðs- dóttir, hefur náð öruggum tökum á viðfangsefninu, svo heildarsvipur verður góður, sérstaklega á Vatns- berunum. Koma 11 leikarar fram í sýningunni. Sumir þeirra hafa ekki spreytt sig á þessum vettvangi fyrr, en aðrir hafa nokkra reynslu að baki. Svo er um Björn Ingólfsson og Matthildi Þórhallsdóttur, sem leika Vatnsberaforeldrana af ör- yggi og halda þeim stíl til enda, sem er við hæfi 1 furðuheimi ævintýrs- ins og dæmisögunnar. Kotroskin telpa, Linda Hrönn Helgadóttir, leiðir gleggst í ljós með skemmti- legu hispursleysi og fullorðinsleg- um tilburðum, hvað vakir fyrir Guðrúnu Helgadóttur með leikrit- inu Óvitum. Og allir aðrir leggja sig fram með ósvikinni leikgleði. Leikmynd og búninga hafa Margrét Baldurs- dóttir, Árni Helgason og Arnar Óskarsson unnið af hugkvæmni og bera þar af gerfi Vatnsberanna. Þetta mun vera eina barnaleik- ritið, sem sett er á svið hér norðan heiða á þessum vetri. Hafa hópar skólabarna úr nærliggjandi sveit- um heimsótt Grenivík og notið þessarar sérstæðu sýningar. Bolli Gústavsson í Laufási. Leikfélagið Vaka í Grýtubakkahreppi: VATNSBERARNIR eftir Herdísi Egilsdóttur og þættir úr ÓVITUM eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir. Sem endranær hefur verið allmikil gróska í starfi ýmissa áhugaleik- félaga á Norðurlandi á þessum vetri. í Grýtubakkahreppi starfar Leikfélagið Vaka. Sýnir það um þessar mundir 6. verkefni sitt, sem er allfrábrugðið þeim, er áður hafa verið á fjölunum í Samkomuhús- inu á Grenivík. Sýningin er fyrst og fremst ætluð börnum, þótt þeir, sem eldri eru, geti ekki síður haft af henni nokkurt gaman. Hér eru á ferðinni Vatnsberarnir eftir Herdísi Úr leikritinu Vatnsberamir. Að vera öðru- vísi en aðrir Samvinnuferðir-Landsýn: Boðið upp á fjöl- þætta ferðaáætlun „Samvinnuferðir-Landsýn hefur nú lagt fram ferðaáætlun sína til helstu áfangastaða á komandi sumri, m.a. til Portoroz, Rimini, Danmerkur og Möltu. Er óhætt að fullyrða að sumar- áætlunin hafi aldrei veríð fjöl- breyttari og er enn á ný bryddað upp á nýjungum og áður óþckktum hópferðamöguleikum. Ýmsar aðrar nýjungar í rekstri Samvinnuferða- Landsýnar hafa verið kynntar, s.s. ný greiðslukjör sem verðtryggja sumarferðirnar, aukinn aðildarfé- lagaafsláttur o.fl.“ segir í fréttatil- kynningu frá Samvinnuferðum-Landsýn. Auk áðurnefndra ferða til sólar- stranda eða sumarhúsa í Dan- mörku, skipuleggur Samvinnu- ferðir—Landsýn í sumar fyrsta reglubundna leiguflugið vestur um haf, og verður flogið til Toronto í Kanada á þriggja vikna fresti. Þá verður farið í ódýru leiguflugi m.a: til Irlands, London, Norður- landanna og víðar, auk þess sem að venju verður flogið á Islendinga- slóðir í Kanada. Ötaldar eru ýmsar smærri ferðir, s.s. rútuferðir o.m.fl. Skoðunarferða verður ekki getið sérstaklega nema hvað minnt er á Jónas frá Brekknakoti: 2ja daga eða vikulangar skoðunar- ferðir fyrir Riminifarþega til Róm- ar. Rómarferðir áttu einstökum vinsældum að fagna sl. sumar og verður nú í fyrsta sinn efnt til viku- ferða þangað. Aukin tengsl við aðildarfélögin Sem kunnugt er standa fjölmörg samtök launafólks að baki rekstri Samvinnuferða-Landsýnar. Má þar nefna ASl, BSRB, Stéttarsam- band bænda, Landssamband ís- lenskra samvinnustarfsmanna, Samband íslenskra bankamanna o.fl. Samfara auknu og nánara sam- bandi við aðildarfélög og félags- menn þeirra hefur vegur Sam- vinnuferða-Landsýnar vaxið. Aðildarfélagar skrifstofunnar skipta tugum þúsunda og verður þeim í fyrsta sinn næsta sumar boðinn fullur aðildarafsláttur í all- ar leiguflugsferðir Samvinnu- ferða-Landsýnar til sólarstranda og Danmerkur. Aðildarafsláttur gildir fyrir félagsmenn, maka þeirra og börn og nemur hann kr. 500 fyrir hvern fullorðinn og kr. 250 fyrir börn. Áætlunarfarseðlar Auk sjálfstæðs leiguflugs eða skipulagðra hópferða með áætlun- arflugi, hefur Samvinnuferðir- Landsýn stóraukið sölu sína á al- mennum áætlunarferðum. Nemur hækkun á því sviði nálægt 200% milli ára og sést þar best afrekstur aukinna tengsla milli ferðaskrif- stofunnar og aðildarfélaganna, sem gera sér æ betur grein fyrir mikil- vægi þess að skipta við eigin ferða- skrifstofu. Samvinnuferðir-Land- sýn útvegar ódýrustu fáanlegu far- gjöld hjá öllum flugfélögum heims og annast auk þess án þóknunar frá viðskiptavinum sínum hótelpant- anir, útvegun bilaleigubíla og annars slíks. ,,SL-kjör“ Vetrarverð - sumarferð Samvinnuferðir-Landsýn kynnir nú í fyrsta sinn hérlendis ný greiðslukjör á sólarlandaferðum, sem miða að því að vernda farþeg- ana gegn hvimleiðum verðhækk- unum og auðvelda þeim um leið gerð raunhæfrar fjárhagsáætlunar. Stærstu kostnaðarliðirnir, s.s. flugfargjald og gisting, eru háðir Tvær flugur í einu höggi Margumtalað „fjársvelti" Ríkisút- varps, sjónvarpið, verður nú að veita þjóðinni tveggja (afar ?) kosta völ. Annars vegar margskon- ar samdráttur dagskrár og útsend- ingartíma sjónvarps, eða að „út- sendingar sjónvarps verði aðeins 5 daga í viku í stað 6.“ Fyrr og oft hefur undirritaður o. margir fl. rætt og bent á, að í sjón- varpsmálum höfum við „reist okk- ur hættulegan hurðarás um öxl“ — þjóðin ráði ekki við verkefnið sjónvarp 6 daga í viku, meö góðu efni og skilað sœmilega til allra landsmanna. Og á hinn bóginn okkur flestum nauðsynlegt að hafa 2-3 kvöld vikunnar til „eigin nota“ til viðhalds fjölskyldulífi, fyrir vinakynni, tómstundastörf og félagslíf. — Sjónvarpið flytur okk- ur vissulega margt gott éfni, en óneitankga stundum eitri blandað. Hver var að nefna „afbrotaskóla þjóðarinnar“ í þessu sambandi? Og fáum mun hollt að sitja auðum höndum og láta mata sig á þeirri blöndu til lengdar, þótt sumum henti vel að sofna við þann spón í munni! Yfirstjórn þessara mála telur — að óbreyttu — þurfi nú „að draga saman kostnað við dagskrár- gerð í sjónv. og hljóðv. um 9%.“ — Hér gefst okkur kostur (sá síðari) á, — gott tækifæri — að draga úr kostnaði, en um leið að minnka skaðvœnleg áhrif sterkasta fjölmið- ilsins, sem enn á eftir að sanna í mörgu mátt sinn og gœði. Samstarf hljóðv. og sjónv. þarf að batna, tillit meira við fluttning áhugaverðs efnis hjá hvoru. Enn frekar, ef saman eru dregin seglin í þessu efni. Góð byrjun — virtist okkur —- að „hafa frí“ frá kyrrsetu við „skjáinn“ á mánud. og fimmtud. „Brekknakoti" 4. mars 1981 4•DAGUR Danska húsið við Bakkasíðu. Hátt á 2 þúsund manns hafa komið og skoðað Danskt einingahús sýnt almenningi Fyrir rúmri viku var hafin sýning á dönsku einingahúsi í Glerárhverfi. Að sögn Þorkels J. Pálssonar, sem hefur umboð fyrir hús af þessari tegund hér á landi, er nú hátt á gengi og eldsneytisverði og hafa sí- felldar hækkanir oftsinnis riðlað verulega þeim verðum sem kynnt eru í verðlistum ferðaskrifstofanna. Með hinu nýja greiðslufyrir- komulagi tryggir Samvinnuferðir- Landsýn hins vegar farþegum sín- um fast verð, sem stendur óhaggað þrátt fyrir gengisbreytingar og/eða hækkun á eldsneytisverði. Fyrirkomulag „SL-kjaranna“ er þannig að unnt er að festa verð með innborgun fyrir 1. maí nk, Með því að greiða 1/2, 3/4 eða 1/1 hluta ferðakostnaðar er verðið fest í sama hlutvalli miðað við gengisskrán- ingu innborgunardagsins. Samvinnuferðir-Landsýn væntir þess að í ótryggu efnahagslífi og sí- breytilegri gengisskráningu verði nýju greiðslukjörin sem flestum farþegum til verulegra þæginda. Hér hefur verið stigið framfaraspor og bryddað upp á nýjung sem eyk- ur öryggi og hag farþeganna enn frekar. Itarlegri upplýsingar Sumarbæklingar Samvinnu- ferða-Landsýnar birtast nú enn einu sinni í nýjum og áður óþekkt- um búningi. Enn hefur verið aukið stórlega við hagnýtar og hlutlausar upplýsingar um staðhætti, gistingu og daglegt líf á hverjum stað, og er þannig leitast við að miðla upplýs- ingum, sem jafnt komá að gagni hér heima og þegar út er komið. Nú þegar eru fyrstu bæklingarnir komnir út ásamt verðlistum. Eru það annars vegar bæklingur um sumarhúsin í Danmörku og á Möltu og hins vegar bæklingur um Rimini og Portoroz. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að kynna sér efni bæklinganna af kostgæfni, því upplýsingarnar eru á margan hátt ítarlegri en áður hefur tíðkast. Allt að kr. 4.250 í afslátt Ásamt aðildarfélagsafslætti býð- ur Samvinnuferðir-Landsýn öllum farþegum sínum sérstakan afslátt fyrir börn allt að 15 ára aldri og er mesti afsláttur kr. 1.500. Þegar aðildarfélags- og barnaafslættir fara saman getur afsláttur fyrir hvert barn orðið allt að kr. 1.750 og fjögurra manna fjölskylda, þar sem annað foreldrið á rétt á aðildaraf- slætti, getur fengið allt að kr. 4.250 í heildarafslátt. annað þúsund manns búin að skoða húsið, sem stendur við Bakkasíðu. Þetta hús er framleitt hjá stærstu húseiningaverksmiðju Danmerkur, HOSBY HUSE, sem framleiðir á annað þúsund hús á ári hverju. — Eru þessi hús heppileg fyrir íslenskar aðstæður? „Já, ég tel að svo sé. Þau eru mjög vönduð og standast alveg þær kröfur sem gerðar eru um bygg- ingar hér á landi. Húsin hafa raun- ar ýmislegt fram yfir þau hús sem við höfum byggt á undanförnum árum — það er fyrst og fremst ein- angrunin, sem er 8” í loftum og gólfum og 6” í útveggjum. í glugg- um er þrefalt gler. Einnig er í hús- unum varmaskiptikerfi, sem loft- ræstir húsið án þess að kæla það. Af þessu leiðir að kyndingarkostnaður er 30% minni en húsi sem hefur verið byggt á hefðbundinn hátt. Annað atriði skiptir ekki síður miklu máli, en það er byggingar- tíminn. Afgreiðslutími frá því að pöntun er staðfest er 4 til 5 vikur. Byggingartimi hússins, frá því að grunnurinn er tilbúinn, og þar til að húsinu er lokið, er um það bil 4 vikur á meðalstóru húsi“. — Getur þú lýst gerð húsanna svolítið nánar? „Þessi hús, sem er hægt að fá af 25 mismunandi gerðum, eru frá 66 upp í 250 fermetrar að stærð. Þau koma alveg tilbúin, en það þýðir í stuttu máli að í þeim er t.d. eldhús- innrétting, teppi og dúkar á gólf- um, fataskápar og flísalagt bað svo eitthvað sé nefnt. í verði hússins eru innifaldar allar vatns- og hita- lagnir svo og ofnar og hægt er að velja um þrjá kyndingarmögu- leika: hitaveitu, rafmagn og olíu- kyndingu. Þessar 25 tegundir, sem ég minntist á, kosta á bilinu 320 til 650 þúsund krónur. Ef við undan- skiljum grunn hússins við Bakka- síðu, sem er 138 fermetrar, þá kostar slíkt hús í dag um 520 þús- und fullfrágengið. — Er tekið tillit til persónulegra óska varðandi breytingar? „Jú, það er hægt að gera ýmsar smábreytingar á teikningu og kaupandi getur t.d. valið um einar 100 tegundir af teppum, tugi flísa og hægt er að velja um lit á inn- réttingar o.fl. Og að sjálfsögðu get- ur kaupandinn valið mismunandi útlit á húsinu. Hægt er að hafa ystu klæðningu úr múrsteini eða tré- klæðningu. Það efni hússins, sem skiptir máli er „vacuumimprægn- eret“ en með þeirri fúavarnarað- ferð er efnið fúavarið í gegn og því engin hætta á fúa. — Áttu von á að þessi tegund húsa muni ná vinsældum hér á landi? „Ég á von á því. Kostirnir eru m.a. þeir að byggingartíminn er stuttur og það hentar vel í strjál- býlinu. Áð auki vildi ég leggja á-. herslu á að kyndingarkostnaðurinn er í lágmarki vegna mikillar ein- angrunar. Það hefur verið hald manna til skamms tíma að ein- ingahús væru síðri en þau hús, sem eru byggð á hefðbundinn hátt. Það er rangt að setja öll einingahús undir sama hatt — í þessum iðnaði eins og öðrum, er bæði til góð og slæm vara. Hvað þessi hús varðar þá tel ég að þau standist allar þær kröfur sem við gerum til góðra húsa. I Þorkell (t.v.) sýnir gestum aöra stofuna i húsinu. Mynd: á.þ. Jón Hjalta judo- maður Akureyrar Fyrir skömmu fór fram kjör Judomanns ársins 1980 hér á Akureyri. Þessi sæmdartitill er nú í fyrsta skiptið form- lega veittur og féli hann í skaut Jóni Hjaltasyni. Bróð- ir hans Þorsteinn Hjaltason reyndist honum skæður keppinautur og var ákaflega erfitt að gera upp á milii þeirra bræðra. Jón er íslandsmeistaTÍ í — 71 kg. fl. karla og að auki á hann sæti í stjórn Judoráðs Akureyrar en allt frá því það var stofnað 1978 hefur sami maður, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, verið í forsvari þess og hefur stjórn hans verið giftudrjúg. Jóh er í Judodeild Skautafé- lags Akureyrar og er hann í stjórn deildarinnar. En þess má geta að innan vébanda KA og Þórs eru einnig starfandi Judo- deildir en flest er viðkemur Jón er til hægri á myndinni. lýtur Judoíþróttinni hér í bæ stjórn og umsjá Judoráðs Jafnframt því að leggja stund á æfingar hefur Jón í umboði ráðsins séð um þjálfun akur- eyrskra Judomanna og hefur hann til þessa starfa notið dyggilegs stuðnings þeirra fé- Af Dalvíkingum Síðastliðið haust byggði Skíða- félag Dalvíkur hús við efri lyft- una í Böggvisstaðafjalli. Þarna á að vera aðstaða fyrir tímatöku- tæki sem Lionsklúbbur Dalvík- ur Dalvíkur gaf félaginu á síð- astliðnu ári. Húsið verður einnig notað fyrir aðstöðu til viðgerða og viðhalds á diska- lyftunni. Þá voru einnig lagðir kaplar um fjallið út frá húsinu sem tímatökutækin verða tengd við. Allt var þetta unnið í sjálf- boðavinnu. Áhugi á „trimm“ skíðagöngu hefur farið vaxandi á Dalvík eins og víða annarsstaðar á landinu og hefur Skíðafélagið haldið opinni merktri göngu- braut fyrir þá sem vilja ganga á skíðum í hólunum ofan við bæ- inn. Einnig er fyrirhuguð kennsla í meðferð gönguáburð- ar í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla. Skíðalyftumar hafa verið vel sóttar síðustu helgar, en þær eru opnar laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13,00 til 16,30, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 20,00 til 22,00, þriðjudaga frá kl. 16,00 til 22,00 og fimmtu- daga frá kl. 16,00 til 19,00. Opnunartíminn verður lengdur með hækkandi sól Helgina 7.—8. febr. var haldið svonefnd KIWANIS- MÓT á vegum félagsins. Úrslit urðu sem hér segir: STÓRSVIG: Stúlkur 14 ára og eldri: Samt. 1. Kristín Símonardóttir, 102,19 2. Ingigerður Júlíusdóttir, 105,17 3. Hermína Gunnþórsdóttir, 108,56 Drengir 13—15 ára: 1. Þorsteinn Guðbjörnsson, 102,26 2. Jón B. Bragason, 103,70 3. Kristján Vigfússon, 106,78 16 ára og eldri: 1. Daniel Hilmarsson, 98,46 2. Björgvin Hjörleifsson, 100,68 16 ára og eldri: 1. Daníel Hilmarsson, 100,53 2. Ingi Brynjarsson, 105,66 3. Þorsteinn Skaftason, 109,45 Helgina 14.—15. febr. var haldið svonefnt KIWANISMÓT á vegum félagsins. Úrslit urðu sem hér segir: SVIG: Drengirll—12 ára: Samt. 1. Einar Hjörleifsson, 71,41 2. Stefán Gunnarsson, 72,65 3. Haraldur Sigurðsson, 72,88 STÓRSVIG: Drengir 10 ára og yngri: 1. Jón Áki Bjarnason, 72,52 2. Bjarni Jóhannsson, 75,72 3. Sverrir Björgvinsson, 82,71 SVIG: Drengir 10 ára og yngri: 1. Tryggvi Kristjánsson, 84,17 2. Jón Áki Bjamason, 85,22 3. Bjarni Jóhannsson, 86,16 STÓRSVIG: Stúlkur 10 ára og yngri: 1. Hjördís Hjörleifsdóttir, 93,62 2. Hólmfríður Stefánsdóttir, 108,28 3. Linda Jóhannsdóttir, 110,29 SVIG: Stúlkur 10 ára og yngri: 1. Hjördis Hjörleifsdóttir. 91,53 2. Linda Jóhannsdóttir, 127,10 3. Hætti. STÓRSVIG: Stúlkur 11—12—13 ára: 1. Guðrún Þorsteinsdóttir, 79,21 2. Þórgunnur Vigfúsdóttir, 79,35 3. Kristín Gunnþórsdóttir, 80,57 SVIG: Stúlkur 11—12—13ára: 1. Guðrún Þorsteinsdóttir, 80,07 2. Þórgunnur Vigfúsdóttir, 80,29 3. Anna Karlsdóttir, 81,40 STÓRSVIG: Drengir 11—12 ára: 1. Einar Hjörleifsson, 71,84 2. Stefán Gunnarsson, 73,01 3. Haraldur Sigurðsson, 74,58 Svo vonum við að sem flestir gefi sér tíma til að bregða sér á skíði það sem cftir cr vetrar og hressi þannig app á líkamann og sálina. laga sinna er lengst hafa verið komnir á framabraut íþróttar- innar. En þjálfaraekla hefur ávallt verið dragbítur á frekari framgang Judos hér í bæ og er því grátlegt til þess að hugsa hvernig hollenski íþróttakenn- arinn Cees svo að segja rann fram úr greip okkar Akureyr- inga snemma í vetur. Á árinu 1980 veitti JSl Jóni Hjaltasyni afreksgráðun. Hann hafði áður verið 4 kyu en fékk nú leyfi til að bera gráðuna 2 kyu án undanfarandi prófs. En þess má geta að slíkar gráðu- veitingar eru fremur fátíðar. Á kyu móti sem JSl hélt varð Jón í öðru sæti í 70-80 kg. fl. og síðar á árinu bar hann sigur úr býtum í Ýlismóti JRA og fékk hann þá einnig Ýlisbikarinn til varðveislu um tveggja missera skeið. Þá var Jón annar tveggja Akureyringa er sæti áttu í landsliði íslands í Judo síðast- liðið ár hinn var bróðir hans Þorsteinn Hjaltason. Stökkmót í Hlíðarfjalli Á laugardaginn kemur verður haldið stökkmót í stökk- brautinni við Ásgarð í Hlíð- arfjalli. Þetta er punktamót í stökki og verða allir bestu stökkvarar landsins þar mættir. Sama dag verður einnig Akureyrarmót í stór- svigi 12 ára og yngri. Á sunnudag verður keppt í skíðagöngu og mæta þá allir bestu göngumenn landsins. Handbolti Um næstu helgi fer meistara- flokkur KA í handknattleik til Reykjavíkur og leikur þar tvo mjög þýðingarmikla leiki við HK og Tý í Vestmannaeyjum. Öll þessi lið eru í toppbaráttu annarrar deildar, þannig að bú- ast má við hörkuleikjum. Ef KA nær ekki í stig í þessari ferð, má ætla að fyrstu deildar draumur- inn sé úti. Vonandi tekst þeim þó vel upp og sigra þessi lið. 3. Ingi Brynjarsson, SVIG: Stúlkur 14 ára og eldri: 1. Kristín Símonardóttir, 2. Ingigerður Júlíusdóttir, 3. Þórey Jónsdóttir, Drengir 13—15 ára: 1. Þorsteinn Guðbjörnsson, 2. Jón B. Bragason, 3. Guðmundur Kristjánss., 100,96 Samt. 96,76 102,26 213,63 Firmakeppni í innan- hússknattspyrnu Um næstu helgi gengst knattspyrnudeild Þórs fyrir firmakeppni í 114,00 innanhúsknattspyrnu. Það eru tuttugu lið skráð í mótið, sem hefst á 117,65 laugardaginn í íþróttaskemmunni. Keppt er i fjórum riðlum og eru 135,81 fimm lið í hverjum riðli. Tvö fyrstu komast síðan í úrslitakeppni. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.