Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 1
Fermingar- gjafir f MIKLU ÚRVAU GULLSMKIR , SIGTRYGGUR & ' AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 24. mars 1981 24. tölublað Samþykkt að bygqja brúna Bæjarráð Akureyrar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Samgönguráðuneytið um fjármögnun vegna vegar- og brúargerðar yfir Eyjafjarðará við Hrafnagil á grundvelli þeirra skilyrða sem ráðuneytið hefur sett. Einnig liggur fyrir sam- þykkt stjórnar Hitaveitu Akur- eyrar varðandi sama mál með því skilyrði, að tryggt verði að heitaveitan fái fuli not af vegi og brú fyrir 15. september á þessu ári. Þessar samþykktir bæjarráðs og Hitaveitu Akureyrar koma í kjölfar skeytis frá öllum þingmönnum kjördæmisins, þar sem greint er frá kostnaði og skilyrðum stjórnvalda. Þar kemur fram að heildar- kostnaður vegna þess sem gera þarf í sumar, þ.e. að byggja undirstöðu og bita fyrir brú og leggja vegi að brúarstæðinu, er 5,4 milljónir króna, eða 540 milljónir gkr. Þar af fari 1,7 milljón til vegagerðarinnar og 3,7 milljónir til brúargerðarinn- ar. Skilyrði stjórnvalda eru þau, að Hrafnagilshreppur, Öngulsstaða- hreppur og Saurbæjarhreppur sjái um að fjármagna vegagerðina og fái það lán greitt eftir 3 ár, en áður hefur komið fram í Degi að hrepp- arnir væru tilbúnir til að leggja fram fé til þessa máls. Þá er annað Lítil hætta er á haf ís Að sögn Þórs Jakobssonar, hjá Veðurstofu íslands, er „landsins forni fjandi“, hafísinn, ekki á næstu grösum. Vindáttir hafa verið þannig að undanförnu að ísinn hefur ekki borist nær iandi að því er virðist. Þór sagði að fram að þessu kuldakasti, sem nú er að ganga yfir, hefði hafísinn fyrir norðan og vest- an land verið í meðallagi, og sem dæmi má nefna að hann hefur ekki náð austur að Jan Mayen. Til skamms tíma var þar allstórt haf- svæði, sem var autt, en er vafalítið að frjósa saman um þessar mundir. Samkvæmt veðurtunglamynd- um virðist meginísjaðarinn ekki vera nálægt landinu, en þess skal getið að myndir frá slíkum tunglum sýna ekki nýmyndaðan ís. Þór sagði að hafið fyrir norðan land væri nú svo kalt að ís gæti myndast á tiltölulega skömmum tíma ef skilyrði væru hagstæð. Þannig var umhorfs þegar hafis kom sfðast til Akureyrar. skilyrði að útvegað verði erlent lán að upphæð 2,7 milljónir króna. Hitaveita Akureyrar verði lántak- andinn og greiði vexti allt að 18% í þrjú ár. Þá verði lánið greitt upp. Samkvæmt þessu þurfa hrepparnir að leggja fram 1,7 milljón, hita- veitan 2,7 milljónir til þriggja ára, en stjórnvöld yfirtaki síðan lánið, og stjórnvöld eina milljón króna. Samkvæmt ofangreindu og því sem áður hefur komið fram í Degi er gert ráð fyrir að hefja fram- kvæmdir í sumar, þannig að þær komi hitaveitunni að notum fyrir næsta haust. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að vegur og brú til um- ferðar komi fyrr en síðar, e.t.v. eftir eitt til tvö ár. ■lillr ' m Þessi mynd er dæmigerð fyrir veðrið síðustu daga og erfiðleikana sem því fylgdi. Mynd: á. þ. Mikil ófærð hefur verið í nágrenni Akureyrar Varla búnir að ryðja er allt teppist aftur „Allir vegir í nágrenni Akur- eyrar eru ófærir. Að vísu var farið í morgun fram að Kristnesi til að aðstoða vaktaskiptafólkið og hið sama var gert vegna starfs- fólks í Skjaldarvík. Einnig var aðstoðaður mjólkurbíll hjá Hörgárbrú. Annað hefur ekki verið gert af hálfu Vegagerðarinnar í dag,“ sagði Bjarni Sigurðsson, vegaeftirlitsmaður hjá Vega- gerð ríkisins í samtali við blaðið í gær. Vegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar var ruddur á föstudag og laugardag, en þann dag lokaðist vegurinn á ný. Síðast var rutt út á Dalvík á mánudaginn í síðustu viku og leiðin lokaðist næsta dag. Ekk- ert hefur verið átt við Dalvík- urveg síðan. Leiðin til Húsavík- ur var rudd á föstudag, en hún lokaðist daginn eftir. Bjarni sagði að veturinn hefði verið ákaflega erfiður fyrir ^tarfsmenn Vegagerðar ríkisins. Þeir hafa varla verið búnir að opna vegina þegar þeir hafa lokast á nýjan leik. Tuttugu árekstrar Mikil ófærð var á götum Ak- ureyrarbæjar í gærmorgun og gekk ökumönnum illa að komast leiðar sinnar. Snjó- ruðningstæki voru komin til starfa í birtingu, en þrátt fyrir það voru margar götur ill- eða ófærar þegar fólk fór til vinnu um morguninn. Að sögn lög- reglu urðu þrír árekstrar í gærmorgun, en alls urðu tutt- ugu umferðaróhöpp á Akur- eyri um helgina. Flest óhapp- anna mátti rekja beint til lé- legs skyggnis og ófærðar. Engin slys urðu á fólki. „Það hefur allt verið vitlaust að gera síðan við komum á vakt klukkan 6 í morgun," sagði við- mælandi DAGS á lögreglustöð- inni í gærmorgun. „Strákarnir voru að koma inn í kaffi núna, en í allan morgun hafa þeir verið önnum kafnir úti að aðstoða fólk.“ Lögreglumaðurinn sagði að yfirleitt væru ökumenn á sæmi- lega vel útbúnum bilum, en það hrykki skammt þegar skaflarnir væru orðnir álíka háir og bílarnir og kófið svo mikið að varla sæist útúraugum. Kennsla í grunnskólum Akur- eyrar var ekki felld niður í gær. þrátt fyrir ófærðina, en þegar yngstu börnin fóru í skólana eftir hádegi, hafði veðrinu slotað tals- vert, þó það væri langt frá því að vera gott. Síðar í gær skall saman á nýjan leik og sást varla milli húsa. Fjárhagsáætlunin lögð fram (Jtsvör hækka um 55%. Framlög til fræðslumála hækka um 80% Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar hefur verið lagt fram. Tekjur eru áætlaðar 101,6 milljónir króna. Stærstu tekjuliðimir eru að vanda útsvör, sem eru áætluð 49 milljónir króna, sem er um 55% hækkun frá áætlun í fyrra, að- stöðugjöld eru áætluð 12,5 milljónir (hækkun 58,2%), skattar af fasteignum eru áætl- aðar 15,7 milljónir (hækkun 57%). Vaxtatekjur eru áætlaðar 6,1 milljón króna og má segja að þar sé um nær fimmföldun að ræða frá síðustu áætlun, fyrst og fremst vegna aukinna dráttar- vaxta. Rekstrargjöldin í heild, þar með talinn gjaldfærður stofnkostnaður, eru áætluð 84,3 milljónir króna, sem er um 58% hækkun. Stærstu gjaldaliðirnir eru félags- mál 15,3 milljónir (46% hækkun), fræðslumál 11,6 milljónir (hækkun 80%), yfirstjórn bæjarins 4,3 milljónir (hækkun 43%), heilbrigð- ismál 3,2 milljónir (hækkun 43%), heilbrigðismál 3,2 milljónir (hækk- un 46%), fegrun og skrúðgarðar 3,7 milljónir (hækkun 77%), menning- armál 3 milljónir (hækkun 41%), íþrótta- og æskulýðsmál 3,6 milijónir (hækkun 63%), ýmis út- gjöld eru áætluð 4,3 milljónir (hækkun 140%, einkum vegna stofnframlags til strætisvagna upp á 2,2 milljónir) og til gatnagerðar og holræsagerðar 17,6 milljónir króna (hækkun 37%). Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að færa 17,4 milljónir króna á eignabreytingareikning, þ.e. til afborgana lána og nýbygg- inga, að undanskildum gatna- og holræsaframkvæmdum og nokkr- um minni liðum. Afborganir lána eru áætlaðar 8,1 milljón króna og til nýbygginga 12,7 milljónir. Stærstu upphæðirnar til nýbygg- inga fara í Fjórðungssjúkrahúsið 2,3 milljónir, Glerárskóla 1,8 milljónir, Verkmenntaskóla 1 milljón, Svæðisíþróttahús 4,45 milljónir, þar af 0,75 vegna um- framgreiðslna 1980, dagvistunar- stofnun í Síðuhverfi 1,15 milljón- ir, leiguíbúðir 1,4 milljónir og til vélakaupa 0,9 milljónir króna. Sjá baksíðu M OG ÁSKRIFT: 24167 • RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.