Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 4
Útgefandl: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hver jir stjórna? Hverjir stjórna landinu? Þeirrar spurningar hefur oft verið spurt undanfarin ár. Það er engin furða þó slíkar spurningar vakni, því svo virðist sem ýmsir geti haft meiri áhrif á gang máia en þjóðkjörnir fulltrúar. Embættismannavaldið hefur oft verið nefnt í þessu sam- bandi og það er aiveg Ijóst, að miklu getur ráðið um afdrif mála hvernig embættismennirnir eru innstilltir hverju sinni. Hvernig má það til dæmis vera, að þrátt fyrir það að ríkisstjórn, sem á að heita framkvæmdavaldið í þessu þjóð- félagi, hafi tekið ákvörðun um kaup á Þórshafnartogaranum svonefnda, þá skuli embættis- menn geta tafíð og flækt málið í það óendanlega. Þjóðin hefur aldrei kosið embættismennina til að hafa eftirlit með stjórnarat- höfnum, heldur eru þeir ráðnir til að framkvæma þær. Tökum nýlegt dæmi. Ákveðið hefur verið að ráðast í byggingu útvarpshúss. Skófiustungan er tekin en ekkert gerist í framhaldi af því, þrátt fyrir það að æðsti maður menntamála í landinu vinni baki brotnu að því að máiinu Ijúki ekki með lítilli rispu í jörðinni og stórri vatnsfylltri holu í kjölfar- ið. Embættismenn í einhverri bremsunefnd stöðva framkvæmd- ir þvert gegn vilja framkvæmda- valdsins. Enn á ný taka stjórnvöld ákvörðun um framkvæmdir, að þessu sinni á hálfrar aldar afmæli Ríkisútvarpsins. Auglýst er útboð vegna fyrsta áfanga hússins, en þá kemur einhver bremsunefnd til skjalanna, samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, og segir að auglýst hafi verið án samráðs við nefndina. Hún hafi sko alls ekki gefið grænt Ijós á þetta útboð og einhver embættismaður í nefndinni segir að jafnvel sé verið að brjóta lög með því að ganga fram hjá honum, honum sjálfum væri kannski nær að segja. Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, segir í viðtaii við Vísi um þetta mál, á dögunum: „Að mínum dómi er það alger misskilningur og mistúlkun á lögunum, að þetta mál þurfi að fara fyrir samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir. Við erum að ráðstafa fjármunum sem Ríkisútvarpið á og ég mun aldrei viðurkenna að það eigi að ganga fyrir samstarfsnefnd. Það er búið að ákveða að þetta hús skuli byggja og málið er auðvitað á mínu valdi sem ráðherra,“ sagði Ingvar. Vonandi er að Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra, takist að koma þessu merka og nauðsyn- iega máli, sem Vilhjálmur Hjálm- arsson, forveri hans hóf, á þann rekspöl, að embættismenn fái ekki stöðvað það. Þó svo fari er spurningunni um það, hverjir ráði í þessu þjóðfélagi, ekki endanlega svarað. Það mái þarf að ráða til lykta. Það má ekki koðna niður í einhverri nefnd embættismanna. „Svífur yf ir sveitinni loðband og 10“ Þó að handprjónakunnátta á Grænlandi hafi farið vaxandi á síðustu árum, fer því þó fjarri að iðnin hafi hlotið þá út- breiðslu og það gildi sem við þekkjum til á íslenskum heim- ilum. Vart er þó minni þörf fyrir hlýjan ullarfatnað i grænlenskum vetrarhörkum, en á fslandi. Helgina 7.-8. febrúar s.l. átti sér stað all ný- stáriegt framtak í Julianeháb á Grænlandi, en þá hófust nám- skeið í handprjóni, þau fyrstu sem þar hafa verið sett á lagg- irnar. Tvær íslenskar konur voru fengnar til að kenna á námskeiðunum og að sjálf- sögðu var prjónað úr íslensk- um lopa, nánar tiltekið frá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri. Þessa sömu helgi var opnuð sýning á ullarvörum frá Sambandinu og við það tæki- færi afhenti Jón Arnþórsson, fulltrúi hjá Iðnaðardeild, Grænlenska kvenfélagasam- bandinu rausnarlega lopagjöf ásamt uppskriftum, en Jón opnaði sýninguna fyrir hönd Sambandsins. Undirbúningur handprjónanámskeiðanna byrjaði strax á s.l. hausti, en það var Grænlenska kvenfé- lagasambandið sem gekkst fyrir námskeiðunum í sam- vinnu við menntamálaráðu- neytið í Nuuk, eða Godtháb öðru nafni. En á sama tíma og grænlenskar konur eru að tileinka sér þessa ævagömlu handprjónahefð okkar Islendinga, er jafnframt unnið að stórátaki til að efla handprjónið hér á landi, enda fer áhugi á klæðnaði úr náttúrulegum efnum stórvaxandi um allan heim. Jón Arnþórsson sagði að nógur markaður væri fyrir lopapeys- urnar og að verðið væri gott. Þetta þýddi að meira væri hægt að borga fyrir peysurnar hér innan- lands og hefði aldrei verið meira borgað fyrir þær en einmitt núna. Jón sagði að lopapeysurnar þjón- uðu miklu hlutverki við sölu ís- lenskra ullarvara, þar sem þær auglýstu mjög aðrar vörur í krafti þjóðlegra sérkenna sinna. Grænlenskar konur á námskeiði i handprjóni. matumuuna uppemarsineqarpoq savat meqquitiik (§á®E!Il Lopi assammik nuerssaanermut ilinniarssimasoq aammalo inuutissarsiornermut tunmjatittugu assammik nuerssakkaf pitsaassusilerniarneqartameri ilinniarsimagai. ilinniartitsisoq siulersuisoq Svona viðurkenningarskjal fengu grænlensku konumar eftir að þær luku hand- prjónanámskeiðinu. Eins og getið var um hefur stórátak verið gert í því að efla handprjónið og stendur það einkum í sambandi við sameigin- leg innkaup Iðnaðardeildar Sam- bandsins og kaupfélaganna á lopapeysum og öðrum þjóðlegum vörum úr lopa. Handprjónaðar peysur berast nú svo þúsundum skiptir til Iðnaðardeildar, en stærstu markaðirnir eru í Skandi- navíu, Bandaríkjunum og Mið- Evrópu. Þetta hefur valdið stór- aukinni sölu á lopa og verulega auknu framboði á handunnum lopapeysum. Það eru einkum konur sem vinna við að prjóna peysur í höndunum og skipta þær hundr- uðum yfir allt landið, en í S.-Þingeyjarsýslu eru þær milli 40 og 50. Ástæðan fyrir því að sér- staklega er getið handprjóna- kvenna í S.-Þingeyjarsýslu er sú, að einkar gott samstarf hefur tekist milli Iðnaðardeildar og kvennanna þar. Hefur ekki að- eins verið skipst á peysum og lopa, heldur hafa kveðlingar gengið á milli og birtust nokkrir þeirra í grein Jóns Arnþórssonar í Samvinnunni fyrir nokkru. Árný Garðarsdóttir í Fellsseli í Köldukinn lýsir prjónaskapnum og hamagangurinn er slíkur að „hriktir í hverjum rafti,“ og segir síðan: Svo ótt gegnum hug okkar hugmyndir þjóta, við höfum vart undan að skapa og móta. En karlamir heima í bólinu bíða, og bölvandi spurja: „Hvað á ’ðetta a’þýða.“ Svo þegar póstur með peninginn kemur, og pyngjan þyngist svo einhverju nemur, í flýti í kaupstaðinn keyrir frúin, kaupinu eyðir og sagan er búin. Þorgerður Guðmundsdóttir, hjá Iðnaðardeildinni, er eins konar prófdómari í prjónlesinu, eða eins og Ámý segir á einum stað: Gerða hún mælir, metur og vegur, máske fram galla í dagsljósið dregur. En Þorgerður gerir meira en þetta, því hún á það til að yrkja. Eftirfarandi má syngja við lagið „Svífur yfir Esjunni... Svífur yfir sveitinni loðband og ló lopapeysur prjóna þær flestallar konurnar. Allar vita að Sambandið aldrei fær nóg, enginn má því hvílast í næði og ró. Prjónakonur í S.-Þingeyjarsýslu saman komnar. Bölvandi til náða gengur bóndinn sérhvert kvöld búinn er að missa á heimilinu völd. Kannski þetta lagist, því bráðum koma blessuð jólin, burt er þá lopinn og konan eins og áður fyrr. Vísumar sem hér koma á eftir eru einnig eftir Þorgerði hjá iðn- aðardeildinni: Hér leikur starf I hagri hönd, hugur fylgir verki, enda girnast önnur lönd islensk vörumerki. Ekki kvíða vetri vil þó veður hamli reisu, en keikur mæta kulda og byl klæddur lopapeysu. Þó fyrir peysuna greiði ég gull, gleðin mun alls ekki hopa. Því hún er prjónuð úr íslenskri ull, indælis Gefjunarlopa. 4 -DAGUR Jón Amþórsson. Af framansögðu er ljóst, að prjónafólk í Suður-Þingeyjar- sýslu hefur lagt sitt af mörkum til útflutnings Sambandsins á hand- prjóni að undanförnu. Jón Amþórsson sagði, að þegar betur væri að gáð, væri hér um áratugagamalt samstarf að ræða, þótt með uppstyttum hafi verið. Á fyrstu árum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga voru sambandsfélögin ekki mörg, en þeirra stærst voru Kf. Þingeyinga og Kf. Eyfirðinga. í skýrslum Kaupmannahafnarskrifstofu Sambandsins frá 1915 er prjón- less getið sem útflutningsvöru, en aðallega munu það hafa verið sokkar og og ullarvettlingar. Miklu fyrr, eða á 17. og 18. öld var prjónles mikilvæg verslunar- vara í útflutningi landsmanna og á ofanverðri 19. öld sýna skýrslur, að eitt árið varð útflutningurinn tæp 100 þúsund pör af sokkum og um 54 þúsund pör af sjóvettling- um. Ekki er ólíklegt að uppistað- an í því prjónlesi sem selt var i gegn um Kaupmannahafnar- skrifstofuna hafi verið frá ofan- greindum kaupfélögum og því prjónað af formæðrum þeirra sem nú eru hvað ötulastar við prjónaskapinn í S.-Þingeyjar- sýslu. Þess má svo einnig geta, að ullin hefur áður tengt íbúa S.-Þingeyjarsýslu og Grænlands, þó með óbeinum hætti hafi verið, því upp úr 1920 var sauðfjárstofn Grænlendinga endurnýjaður með sauðfé úr S.-Þingeyjarsýslu. Nú er meðalþungi dilka hjá Grænlendingum ógjarnan undir 20 kílóum, eða eins og best gerist á Ströndum og um helmingur ánna er tvílembdur. Þess má einnig geta, að sami sauðfjárstofninn er í Færeyjum, en þar hefur einnig verið gert átak til kynningar á íslenskum ullar- vörum frá Sambandinu, síðast með þátttöku í sýningu á íslensk- um iðnvarningi í nóvember s.l. Jón Arnþórsson sagði, að þó ekki væri um stóra markaði að ræða á Grænlandi og í Færeyjum, þar sem væru annars vegar 50 þúsund og hins vegar 40 þúsund íbúar, þá væri eðlilegt og rétt að efla tengslin við þessa nágranna okkar. Það væri okkur ánægja og þeim lærdómur. Sambandið væri tilbúið til að selja þeim lopa og kaupa af þeim ull og gærur, en þess utan ættu þjóðirnar margra sameiginlegra hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum. Af sýningunni, sem jafnframt var fyrsta fslenska vörusýningin á Grænlandi. Þama er grænlensk stúlka f fslenskrí lopapeysu. Þorgerður hjá Iðnaða.deild tekurvið peysunum. MN *» Jón Arnþórsson, formaður KA, afhendir, f. h. félagsins, Árna Ingimundarsyni áletraðan heiðursskjöld. Akureyrarmót í kraftlyftingum Um helgina var haldió f Lund- arskóla Akureyrarmót í kraft- lyftingum. Kári Elfsson setti tvö íslandsmet, Óttar Ingvason setti eitt Akureyrarmet, Sigurður Gestsson setti tvö Akureyrar- met og Sigmar Knútsson eitt Akureyrarmet. Ótlar Ingvason — KA — keppti í 56 kg. flokki og lyfti í hnébeygju 50 kg„ í bekkpressu 65 kg. (Akureyrarmet), og í réttstöðulyftu 50 kg„ eða sam- tals 165 kg. Kári Elísson — KA — keppti í 67,5 kg. flokki og lyfti í hnébeygju 220 kg. (ísl- andsm. Akureyrarm.), í bekk- pressu 137,5 kg. og í réttstöðu 227 kg. (Akureyrarmet), eða samtals 585 kg. (Islandsmet). Sigurður Gestsson — Þór — keppti í 75 kg. flokki, og lyfti í hnébeygju 190 kg„ í bekkpressu 120 kg„ og í réttstöðu 232,5 kg. (Akureyrarm.), samtals 542 kg. (Akureyrarmet). Sœvar Simon- arson — KA — keppti í 75 kg. flokki, og lyfti í hnébeygju 150 kg„ í bekkpressu 95 kg„ og í réttstöðu 150 kg„ samtals 395 kg. Flosi Jónsson — KA — keppti í 82,5 kg. flokki, og lyfti í hnébeygju 190 kg„ í bekkpressu 115 kg„ i réttstöðu 200 kg„ samtals 505 kg. Sigurður Páls- son — Þór — keppti einnig í 82,5 kg. flokki, og lyfti í hné- beygju 170 kg„ í bekkpressu 100 kg„ og í réttstöðu 200 kg„ sam- tals 470 kg. Sigmar Knútsson — Þór — keppti í 90 kg. flokki, og lyfti í hnébeygju 210 kg. (Akur- eyrarmet), í bekkpressu 115 kg. og í réttstöðu 230 kg„ samtals 555 kg. Jóhannes Jóhannsson — Þór — keppti í 90 kg. flokki, og lyfti í hnébeygju 170 kg„ í bekkpressu 95 kg„ í réttstöðu 190 kg„ samtals 455 kg. Jó- hannes Hjálmarsson — Þór — keppti í 100 kg. flokki, og lyfti í hnébeygju 200 kg„ í bekkpressu 105 kg„ í réttstöðu 235 kg„ samtals 540 kg. Halldór Jóhannsson — Þór — keppti í 110 kg. flokki, og lyfti í hné- beygju 220 kg„ í bekkpressu 135 kg„ og í réttstöðu 250 kg„ sam- tals 605 kg. Sigurvegari varð Kári Elisson með 424,465 stig, annai' varð Sigurður Gestsson með 369,985 stig, og þriðji varð Sigmar Knútsson með 332, 722 stig. Keppt var um veglegan far- andbikar sem Gullsmíðastofan Skart gaf í fyrra. Þá vann Arthúr Bogason bikarinn, en nú var Arthúr fjarri góðu gamni. Kárí Elisson. Mynd: Flosi. íþróttamaður Akureyrar Um síðustu helgi var haldið i Lundarskóla þing ÍBA. Þar var kj'örinn íþróttamaður Akureyrar Haraldur Ólafs- son (lyftingar), og hlaut hann 100 stig, eða fulit hús stiga. f öðru sæti varð Arthúr Boga- son (lyftingar), þriðji varð Snæbjörn Þórðarson (sund fatlaðra), fjórða varð Sigur- rós Karlsdóttir (sund fatl- aðra), í fimmta sæti varð Haukur Jóhannsson (skfði). Á þinginu var lögð fram árs- skýrsla félagsins og aðildarfé- laga þess. Þá samþykkti þingið áskoranir til bæjaryfirvalda um byggingu lyftu í Hlíðarfjalli, og um endurnýjun sælgætissölu- skúranna á íþróttavellinum, en þeir mega muna sinn fífil fegri Einnig var samþykkt ályktun um tolla á íþróttavörum, sem þykja óþarflega háir. Karatemót Sunnudaginn 15. mars hélt Karatefélag Akureyrar mót í kjallara Lundarskóla. Keppt var í bardaga og tæknilegri keppni. Keppendur voru 11 talsins að þessu sinni, en verða væntanlega fleiri á næsta móti, sem verður i lok apríl, en það þriðja verður í lok maí. Hart var barist í báðum greinunum og litlu munaði á sigurvegurunum og næstu mönnum. Nokkurs tauga- óstyrks gætti í fyrstu viðureign- unum, en hann fór fljótt af mönnum og keppnin harðnaði. Úrslit urðu sem hér segir. í bardaga: 1. Hafþór Sigþórsson, 2. Kristján Skjóldal, 3. Axel Flókason og 4. Vincente Carr- asco. Keppnin um þessi sæti var mjög hörð og sýndu keppendur oft góð tilþrif. I tænilegri keppni urðu úrslit sem hér segir: 1. Hafþór Sig- þórsson með 6 stig af 10 mögu- legum, 2. Vincente Carrasco með 5,7 stig, 3. Kristján SkjÖl- dal með 5,7 stig. Keppnin milli Vincente og Kristjáns var mjög hörð og þurftu þeir hvor um sig að sýna 3var sinnum til að hægt væri að skera úr um hvorum þeirra hlotnaðist 2. sætið. Fjórði var Auðunn Þorsteinsson. Karatemenn hafa æft vel að undanförnu og framfarimar hafa ekki látið á sér standa og segja kunnugir að það verði gaman að fylgjast með því sem gerist á næstu mótum. Að þessu sinni var mótsstjóri Magnús Sigþórsson, sem jafn- framt er þjálfari Karatefélags Akureyrar. Magnús segir að þessi íþrótt sé tvímælalaust á hraðri uppleið á Akureyri og sé hann bjartsýnn á framtíð henn- ar. Margir stunda nú æfingar hjá Karatefélagi Akureyrar og væntanlega verður tekinn inn nýr byrjendahópur í vor. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.